Morgunblaðið - 19.08.1987, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987
KVENNABOLTI
Landsliðs-
hópur valinn
Islenska kvennalandsliðið í knatt-
spymu leikur tvo vináttuleiki við
vestur-þýska landsliðið 4. og 6.
september og fara leikimir fram
ytra. Eftirtaldar stúlkur hafa verið
valdar í hópinn: Þórdís Sigurðar-
dóttir Þór, Anna Sigurbjömsdóttir
Stjömunni, Vala Úlfljótsdóttir ÍA,
Halldóra Gylfadóttir ÍA, Sigurlín
Jónsdóttir IA, Guðrún Sæmunds-
dóttir Val, Stella Hjaltadóttir KA,
Ragna Lóa Stefánsdóttir ÍA,
Hjördís Úlfarsdóttir KA, Ragnheið-
ur Víkingsdóttir Val, Cora Barker
Val, Magnea Magnúsdóttir Stjöm-
unni, Ásta María Reynisdóttir UBK,
Vanda Sigurgeirsdóttir LA, Ama
K. Steinsen KR, Ingibjörg Jóns-
dóttir Val, Helena Ólafsdóttir KR,
Svava Tryggvadóttir UBK og Inga
Bima Hákonardóttir ÍBK.
Stúlknalið
valið til
æfinga
VALINN hefur verið stúlkna-
landsliðshópur í knattspyrnu til
æfinga og undirbúnings fyrir
Norðurlandamót, sem haldið
verður í Noregi á næsta ári.
Valdar hafa verið 25 stúlkur og
er miðað við að þær séu 16
ára og yngri. Hópurinn gæti breyst
á þeim tíma, sem er fram að mót-
inu, segir í frétt frá KSÍ. Eftirtaldar
stúlkur em í hópnum:
Anna íris Sigurðardóttir, Völsung
Amdís Ólafsdóttir, KA
Ásta Haraldsdóttir, KR
Bergþóra Laxdal, FH
Elín Davíðsdóttir, ÍA
Ellen Óskarsdóttir, Þór
Eydís Marínósdóttir, KA
Guðlaug Jónsdóttir, KR
Guðrún Ásgeirsdóttir, Stjömunni
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR
Guðríður H. Vilhjálmsdóttir, UMFA
Harpa Örvarsdóttir, Þór
Helga Eiríksdóttir, Val
Hildur Símonardóttir, KA
Hjördís Guðmundsdóttir, KR
Inga Dóra Guðmundsdóttir, ÍBÍ
íris Steinsdóttir, ÍA
Katrín Oddsdóttir, UBK
Kristrún Daðadóttir, UBK
Kristrún Heimisdóttir, KR
Kristín Blöndal, ÍBK
Margrét Ákadóttir, ÍA
Soffía Ámundadóttir, ÍA
Stefanía Bergmann, ÍBK
Steindóra Steinsdóttir, ÍA.
SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ
Adrian Moorhouse setti Evrópumet í 100 m bringusundi á EM í gær.
Símamynd/Reuter
Adrian Moorhouse
setti Evrópumet
„ÉG er mjög ánægður með að
hafa sigrað. Ég hefði viljað sjá
betri tíma, en hann nægði mér
í efsta þrepið," sagði Englend-
ingurinn Moorhouse eftir
sigurinn í 100 m bringusundi
karla í gær.
Moorhouse hafði nokkra yfir-
burði í sundinu. Hann var
tæpri sekúndu á undan næsta
Valur
Jónatansson
skrifar
frá Frakklandi
manni eftir 50 metra og hélt svo
öruggri forystu út
sundið. Sovétmað-
urinn Dmitriy
Volkov varð óvænt
í öðm sæti og skaut
Minervini frá Ítalíu aftur fyrir sig.
„Eg náði að setja sovéskt met og
ég er ánægður með silfurverðlaun-
in. Ég átti ekki von á að ná þessum
tíma núna,“ sagði Volkov á blaða-
mannafundi í gær.
Moorhouse átti sjálfur eldra Evr-
ópumetið, 1.02,28 mín. Hann synti
í gær á 1.02,13 mín. Heimsmetið á
Bandaríkjamaðurinn Lundquist,
1.01,65 mín. Miklar vonir em
bundnar við Moorhouse á Ólympíu-
leikunum í Seoul á næsta ári. Hann
hefur bætt sig verulega á þessu
ári, eins gott að leggja nafnið á
minnið.
Holmertz stal senunni
Michael Gross heimsmethafi náði aðeins þriðja sæti
SIGUR Anders Holmertz frá
Svíþjóð í 200 m skriðsundi kom
mest á óvart á Evrópumeist-
aramótinu í sundi í gær. Hann
vann þar óvænt Vestur-Þjóð-
verjann Michael Gross heims-
methafa.
Þetta var óvæntur sigur. Eftir
undanrásimar gerði ég mér
vonir um að komast á verðlauna-
pall en alls ekki að sigra,“ sagði
Valur
Jónatansson
skrifarfrá
Frakklandi
Holmertz eftir sig-
urinn í gær.
Sundið var mjög
spennandi og var
beðið með mikilli
eftirvæntingu hvort Gross tækist
að setja heimsmet. Því í undanrás-
unum í gærmorgun var hann
sekúndu frá metinu og virtist eiga
mikið eftir. Hann bytjaði svo á því
að þjófstarta og kann það að hafa
sett hann úr jafnvægi.
Gross hafði forystu í sundinu allt
þar til um 25 metrar voru eftir í
mark og stefndi allt í að hann setti
nýtt heimsmet. Millitími hans eftir
100 metra var 51,68 sek. Þá var
eins og úthaldið brysti og bæði
Holmertz og ítalinn Lambert fóru
fram úr honum.
„Ég komst bara ekki hraðar. Ég
veit ekki ástæðuna. Þó reikna ég
með að hafa farið of geyst af stað
í byrjun," sagði Gross á blaða-
mannafundi eftir sundið.
„Síðustu 15 metrarnir voru erfið-
astir. En ég er ánægður með tíma
minn og silfurverðlaunin," sagði
Lambert.
14. umferð
b
114. umferð fór ekki á milli
mála að hver leikur skiptir miklu
máli. Helmingur liðanna er
enn ífallhættu og bilið á milli
efstu liða hefur minnkað.
Ekkert lið sættir sig við /
jafntefli, en svo fór að /
efsta og næst neðsta lið- /
ið skildu jöfn. Tvö lið /
sigruðu á útivelli og tvö /
y
/
Ormarr
Örlygsson
Fram (5)
/-
Sveinbjörn
Hákonarson
ÍA (4)
Þorsteinn
Bjarnason ...
ÍBK (1) -
Guðmundur
Hilmarsson .,
FH (1)
Guðbjörn
Tryggvason
ÍA (1)
Jóhann
Magnússon
ÍBK (2)
á heimavelli og er sig-
ur ÍA glæsilegastur.
Liðið lék mjög vel,
spilaði árang-
ursríkan sóknar-
bolta, sigraði Þór i
sannfærandi og /
hefur sett ”
stefnuna á
meistaratitil
/
Hilmar
Sighvatsson
Val (3)
/
Pétur
Ormslev
Fram (9)
Valgeir
Barðason
ÍA (1)
inn.
MorgunbiaM/ GÓI
Ólafur
Þórðarson
ÍA (6)
Haraldur " .... S
Hinriksson S
ÍA (1) ......... _ .. - &
Alþjóðlegt mót
í GrafarhoKi
ALÞJÓÐLEGT golfmót fer
fram á Grafarholtsvellinum
á morgun en þar keppa
starfsmenn ýmissa evróp-
skrar flugfélaga.
Að sögn Ólafs Þorsteinsson-
ar hjá Golfklúbbi Flugleiða
verða milli 70 og 80 keppendur
á mótinu, þar af nálega 60 út-
lendingar og eru margir þeirra
mjög góðir og með nær enga
forgjöf. Flugfélög sem taka þátt
í mótinu eru m.a. Lufthansa,
TAP frá Portúgal, SAS, Finnair,
British Airways, Air Lingus og
Cargolux. Leiknar verða 36 hól-
ur með svokölluðu Stableford-
fyrirkomulagi.
Opiðmót
OPNA Olís-BP golfmótið
verður haldið á Grafarholt-
svelli um næstu helgi.
Leiknar verða 36 holur án
forgjafar í karlaflokki og
jafnmargar holur með forgjöf í
kvennaflokki. Einnig 36 holur í
opnum flokki með forgjöf. Olís-
BP gefur öll aðal og aukaverð-
laun. Þátttöku ber að tilkynna
fyrir klukkan 18 nk. föstudag.
Keppnisgjald, kr. 1.000, rennur
í framkvæmdstjóð GR.
Einar
Þorvarðar
með skóla
EINAR Þorvarðarson, lands-
liðsmarkvörður í handknatt-
leik, verður kennari í
handboltaskóla HK og
Tommahamborgara, sem
hefst i íþróttahúsinu Digra-
nesi í Kópawogi n.k. föstu-
dag.
Skólinn stendur í tvær vikur
og koma þekktir hand-
knattleiksmenn í heimsókn.
Kennt verður 7 til 9 ára bömum
frá 9 til 12 og 10 til 13 ára frá
klukkan 13 til 16. Skráning fer
fram í félagsherbergi HK í
íþróttahúsinu Digranesi í dag
frá 13-16 (s. 46032). Hægt er
einnig að skrá sig (s. 46752) í
kvöld kl. 20-22. Þátttökugjald
er 2.500 krónur en veittur er
afsláttur fyrir systkin.
Aðalfundur
hjá Haukum
AÐALFUNDUR verður haldinn
í handknattleiksdeild Hauka
næstkomandi þriójudag, 25.
ágúst. Fundurinn verður haldinn
í Gistiheimilinu Berg við Bæjar-
hraun og hefst klukkan 20.30.
IMámskeið
fyrir dómara
Körfuknattleikssamband ís-
lands og dómaranefnd KKÍ
standa fyrir bóklegu og verklegu
dómaranámskeiði, sem hefst
fimmtudaginn 24. september og
lýkur sunnudaginn 27. septem-
ber. Fyrirlesari verður Tor
Christian Bakken, sem er norsk-
ur alþjóðadómari. Námskeiðið
er öllum opið, en þátttökutil-
kynningar skulu berast skrif-
stofu KKÍ fyrir 1. september.
Dómaranefndin verður einnig
með fund með starfandi dómur-
um mánudaginn 28. september
til undirbúnings fyrir komandi
keppnistímabil og verður sami
fyrirlesari, en nánari upplýsing-
ar er að fá á skrifstofú KKÍ.