Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
5
Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson
Núpur ÞH á siglingu 12 sjómílur austur af Horni. Myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, á meðan þyrlan beið eftir að Friðrik Sigurbergsson læknir bjó slasaða sjómanninn til flutnings
um borð í þyrluna.
er staðsett á þessu skipi. Þá var
gálgi aftur á bátnum og erfitt að
athafna sig þar. En það var eini
mögulegi staðurinn þannig að við
urðum að láta lækninn síga niður
fyrir aftan gálgann. Á meðan létum
við skipið sigla á hægustu ferð með
vindinn 30 gráður á bakborða.
Við byrjuðum á að koma tengi-
línu til þeirra og settum síðan
lækninn niður og sjúkrabörurnar
með áhöldum hans á eftir. Síðan
flugum við um á meðan læknirinn
var að hlúa að sjómanninum.
Klukkan 14.55 vorum við búnir að
ná lækninum og sjúklingnum um
borð aftur og flugum beint til
Reykjavíkur, þar sem við lentum
við Borgarspítalann klukkan 15.45.
Þegar við komum að skipinu voru
um 7 vindstig en'heldur dró úr vindi
á meðan við vorum þar og voru 5—6
stig þegar við hífðum þá upp í þyrl-
una. Annars er vindurinn ekki
stórmál við svona björgun, heldur
sjólagið og það var slæmt. Þetta
er ekki stór bátur, um 180 tonna,
og lét hann illa í sjó. En við gátum
sætt lagi og verið á rétta rólinu
með að koma lækninum niður og
hífa þá báða upp. Og allt gekk þetta
vel þó langan tíma tæki.
Eg vil sérstaklega geta um fram-
lag skipveijanna um borð. Svona
tekst ekki nema með góðri aðstoð
þeirra og þeir unnu sitt verk óað-
finnanlega.“
Friðrik Sigurbergsson læknir
sagði að þó ógnvekjandi hafi verið
að síga niður í skipið, sem veltist
eins og korktappi, hafi allt gengið
vel. Honum hafi liðið vel og ekki
fengið skrámu. Þyrluáhöfninni hafi
tekist að sæta lagi við að koma
honum niður og ná þeim báðum
upp. Sagðist hann þekkja vel til
áhafnarmeðlima og vinnubragða
þeirra og treysta þeim fullkomlega.
„Það er gaman að geta komið svona
til aðstoðar,“ sagði Friðrik og sagði
að þyrlan hefði stytt verulega þann
tíma sem slasaði sjómaðurinn þurfti
að bíða eftir að komast undir lækn-
ishendi.
Friðrik er einn af 5 læknum á
Borgarspítalanum sem kallaðir eru
út þegar þyrla Landhelgisgæslunn-
ar fer í sjúkraflug. Hann sagðist
hafa sigið yfir 40 sinnum á æfing-
um en þetta væri í fyrsta skipti sem
hann hefði sigið við raunverulegar
aðstæður. „Eg hefði aldrei farið
þama niður nema með þessa æfingu
að baki,“ sagði Friðrik.
Þingflokkur Al-
þýðubandalagsins:
Steingrímur J.
Sigfússon val-
inn formaður
STEINGRÍMUR J. Sigfússon var
á þingflokksfundi Alþýðubanda-
lagsins í gær valinn formaður
þingflokksins. Svavar Gestsson
var kjörinn varaformaður og
Guðrún Helgadóttir ritari.
Ragnar Amalds, fráfarandi þing-
flokksformaður, lagði fram þessa
tillögu um stjóm þingflokksins og
var hún samþykkt umræðulaust.
Steingrímur J. Sigfússon situr á
Alþingi fyrir Alþýðubandalagið í
Norðurlandskjördæmi eystra. Hann
var fyrst kjörinn á þing árið 1983.
VSI kynnti
hugmyndir á
fundi um af-
greiðslutíma
FULLTRÚAR Yerslunarmanna-
félags Reykjavíkur og Vinnuveit-
endasambands íslands funduðu í
gær um afgreiðslutíma verslana
og hefur annar fundur verið
boðaður á morgun, miðvikudag.
Á fundinum kynntu fulltrúar VSÍ
hugmyndir sínar um breytingar á
afgreiðslutíma verslana, en VR hef-
ur gert kröfu um að tekið verði upp
vaktafyrirkomulag hjá afgreiðslu-
fólki vegna þess að sífellt færist í
vöxt að verslanir séu opnar á laug-
ardögum.
P. S. Gott ráð: Að gefnu tilefni mcelum við með að þú takir tvo poka,
einn er svo lygilega fljótur að klárast.
BRAUÐ HF. - SÍMI 83277
FkÖNSKUSMÁBRAUÐ
Hin einu sönnu Frönsku smábrauð fást með
20%kynningarafslætti þennan mánuð.Hafir þú ekki
bragðað þau áður er þess vegna upplagt að gera það nú.
Ljúffengu Frönsku smábrauðin frá Myllunni eru í
bláum, hvítum og rauðum pokum í frystiborðum verslananna.
Frönsk smábrauð setja skemmtilegan svip á hvaða máltíð
sem er. Þau fást bæði gróf og fín og eru auðvitað sykurlaus.