Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
29
breytinga og að við getum ekki
verið alltof vongóð eða vænst mik-
ils. Áður fyrr brutu þeir andstöðuna
á bak aftur með hörðum refsingum.
Það er þetta, sem mun breytast.
Látum á hvemig nú er snúist við
mótmælum og kröfugöngum. Það
var áður regla, að mótmælendur
vom handteknir og dæmdir í fang-
elsi, útlegð eða til vistar á geð-
veikrahælum. Nú em andófsmenn
handteknir og fluttir á lögreglustöð
þar sem þeim er oft misþyrmt eftir
yfirheyrslur og síðan sendir heim.
Menn snúa aftur heim skrámaðir
og oft nefbrotnir. Kannski er nef-
brot betra en þriggja ára fangelsi
í Síberíu. En opinber mótmæli em
enn stranglega bönnuð, á því hefír
engin breyting orðið. Það sem
breyst hefir er hegningin fyrir þess
háttar brot.“
Prentfrelsi fyrir 75
eintök af „Glasnost“
Blaðamaður vildi fá að vita hvað
liði prentfrelsinu í Sovétríkjunum.
Fréttir hefðu borist um að tímaritið
„Glasnost" hefði nú verið bannað.
„Það sem gerst hefir í Sovétríkj-
unum hvað varðar prentfrelsi er að
nú er auðveldara en áður að fá birt-
ar greinar um það sem nefna má
daglegt líf almennings, heinlætis-
mál, hirðingu gatna, skort á vissum
tegundum matvæla, o.s.frv. Innrás-
in í Afganistan er hinsvegar ekki
til umræðu á opinberum vettvangi
né heldur hemaðarmái almennt eða
það sem gerist innan flokksstjóm-
arinnar nema það hafi hlotið
samþykti æðstu manna. Það sem
leyfilegt er að birta varðar raun -
vemlega eingöngu það sem getur
orðið til þess að sjálft kerfið gangi
betur en kerfið sjálft er ekki opin-
berlega til umræðu.
Útgefandi blaðsins „Glasnost"
gekk of langt. Hann fór að skrifa
af fullri alvöm og þunga um stefnu-
mál. Hvort útgáfa blaðsins hefii
verið bönnuð eða ekki er nú aukaat-
riði, sem gleymist fljótt. Útgáfa
blaðsins hefir þegar þjónað sínum
tilgangi. Þýðingarmest fyrir Sovét-
stjómina er að nú telja tugir millj-
óna manna um víða veröld sig vita,
að það er gefið út blað í Moskvu,
sem heitir „Glasnost", og getur birt
það sem ritstjóm þess vill. Hversu
stórt er upplag þessa rits? 75 ein-
tök? Kannski 300 eintök. Það er
líka aukaatriði því lesendumir em
nær eingöngu andófsmenn. Það var
einkar kænlegt að leyfa útgáfu
„Glasnosts" frá áróðurssjónarmiði.
Það skiptir minnsta máli hvort út-
gefandi „Glasnosts" fær að halda
áfram að gefa út þessi 75 eða 300
eintök. Hann verður kallaður á
hvalbeinið fyrr eða síðar, eins og
hver annar óþægur krakki, en það
væri illa gert að nefbijóta hann
fyrir greiðann.
Höfundur er fréttaritari Morgun■
blaðsins í Washington.
Orkuspárnef nd:
Jarðvarmanotkun eykst
um 60% til ársins 2015
ORKUSPÁRNEFND lauk nýver-
ið við gerð spár um vinnslu og
notkun jarðvarma til ársins 2015.
Samkvæmt spánni mun notkun
jarðvarma aukast frá árinu 1986
um rúmlega 40% til aldamóta en
tæplega 60% til ársins 2015.
Einnig er spáð fyrir um aukningu
vergrar jarðvarmavinnslu, en þá er
ónýttum varma í bakrennsli frá
notendum og orkutapi i dreifí- og
flutningskerfum bætt við nýtta
varmann. Gert er ráð fyrir að
vinnslan aukist úr 7.800 gígawatt-
stundum árið 1986 upp í 10.100
gígawattstundir um aldamótin og
aukningin verði því tæplega 30%.
Hins vegar verði hún komin upp í
11.800 gígawattstundir árið 2015
og hafi þá aukist um rúmlega 50%
frá árinu 1986.
Ástæðan fyrir því að spáð er
minni aukningu í vergri jarðvarma-
vinnslu en nýttum varma er einkum
aukin nýting bakrennslis frá ofna-
kerfum húsa til snjóbræðslu. Gert
er rað fyrir að á tímabilinu verði
veruleg breyting á skiptingu milli
þessara flokka. Hlutur húshitunar
lækki úr 82% árið 1986 í 66% árið
2015, hlutur snjóbræðslu aukist úr
3% upp í 13%, iðnaðar úr 6% upp
í 8% og laxeldis úr 0,4% upp í 4%.
Sundlaugar verði hins vegar áfram
með 5% og ylræktin með 4%, segir
í fréttatilkynningu frá Orkuspár-
nefnd.
Ávöxtun sf. kaupir
Hverfisgötu 12
ÁVÖXTUN sf. hefur keypt húsið
Hverfisgötu 12 í Reykjavík af
erfingjum Hannesar Gunnars-
sonar læknis. Kaupverð eignar-
innar, sem er um það bil 400
fermetrar að flatarmáli, hefur
ekki fengist uppgefið.
Ávöxtun hyggst flytja starfsemi
sína í húsið í mars- eða aprílmán-
uði á næsta ári. Armann Reynisson
hjá Ávöxtun segir að fyrirtækið
muni ráðast í umfangsmiklar við-
gerðir á húsinu og leggja áherslu
á að það haldi sem best uppruna-
legu útliti. Hverfisgata 12 stendur
á homi Hverfísgötu og Ingólfs-
strætis. Húsið er, að sögn Ármanns
Reynissonar, byggt árið 1910 af
Gunnari Hannessyni lækni, föður
Hannesar, og teiknaði hann húsið
sjálfur.
Vinningstölurnar 21. nóvember 1987.
Heildarvinningsupphæð: 5.561.113,-
1. vinningur var kr. 2.789.238,- og skiptist hann á milli 3ja
vinningshafa, kr. 929.746,- á mann
2. vinningur var kr. 833.433,- og skiptist hann á milli 353
vinningshafa, kr. 2.361,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.938.442,- og skiptist á milli 10.366 vinn-
ingshafa, sem fá 187 krónur hver.
Upplýsinga-
sími:
685 111.
SILKI
HINN SÍGILDI TÓNN
Styrkleiki 30 ára þróunar
É
'i 'tí ': i
HÖRPUSILKI, þessi
einstaka inni- og
útimálning, vakti ^
veröskuldaöa athygli
fyrst þegar hún kom á 1
markaðinn, fyrir
slitþol og óvenju
mikla þekjueiginleika.
HÖRPUSILKI er þó
HORPU
SILKI
GLJÁSTIG S
ekki sama málningin
nú og húnvar fyrir 30
árum. Hún hefur
þróast í takt viö
tímann og kröfuharða
neytendur.
vatnstryrvianWg pusimáatvvi mvð
illilliíl riWWT**881
HÖRPUSILKI
- láttu reynsluna ráða.
HÖRPUSILKI er
akrýlbundin,
vatnsþynnanleg
plastmálning með
5% gljástigi, auðveld
í notkun og þrifum og
litamöguleikarnir nær
óteljandi.
HARPA lífinu lit.
AUK hf. 111.8/SlA