Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 30

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Um uppeldis- og kennslu- fræði í Háskóla íslands I tilefni af skýrslum um stærðfræði- og íslenskukennslu 1 framhaldsskólum eftir Gerði G. Öskarsdóttur Nú fyrir skömmu komu út á veg- um menntamálaráðuneytisins tvær skýrslur um nám í framhaldsskólum á Islandi, önnur um íslenskukennslu eftir Baldur Hafstað og hin um stærðfræðikennslu eftir dr. Bene- dikt Jóhannesson. Það er fagnaðar- efni að ráðuneytið skuli með þessum hætti sinna innra starfi framhalds- skólanna. Á tiltölulega fáum árum hefur framhaldsskólakerfíð á ís- landi þanist út, fjöldi skóla hefur verið settur á stofn um land allt og nemendum fjölgað að mun. Ánægjulegt er að skilyrði ungs fólks til menntunar hafa batnað. Sá böggull hefur þó fylgt skammrifi að skólamir hafa risið nær alger- lega án eðlilegs undirbúnings yfírvalda undir það innra starf sem þar skyldi fara fram. Nægur fjöldi kennara með nauðsynlega menntun hafði ekki hlotið þjálfun, námsefni vantaði fyrir fjölbreyttan hóp nem- enda, námskrár eða markmiðslýs- ingar fyrir margvíslegar námsbrautir voru ekki fyrir hendi og síðast en ekki síst vantaði sam- ræmd lög fyrir þessa skóla. Afleið- ingin hefur orðið sú að skólamir hafa þróast meira og minna án af- skipta eða samræmingar mennta- málaráðuneytis, en þó hafa margir skólar að eigin frumkvæði haft allnáið samstarf og samræmt sína skólaskipan. Kennarar em stöðugt að semja kennsluefni, oft af vanefn- um og reynt hefur verið að halda uppi skólastarfi jafnvel þótt stór hluti kennara hafí litla eða jafnvel enga undirstöðumenntun í sinni kennslugrein eða í uppeldis- og kennslufræðum. Menn hafa af þessu mismiklar áhyggjur en ljóst er að engum er þetta betur ljóst en einmitt þeim sem í skólunum starfa, kennurum og skólastjóm- endum. Aftur á móti hafa stjóm- málamenn að mínu mati ekki sýnt þessu ástandi áhuga sem skyldi. í skýrslum þeirra Baldurs og Benedikts er dregin upp mynd af stöðu íslensku- og stærðfræði- kennslu í framhaldsskólunum. Þeir byggja frásögn sína að langmestu leyti á viðtölum við kennara og skólastjómendur, en bæta reyndar einnig við eigin hugmyndum. Þann- ig em skýrslumar í raun raddir kennara. Þótt segja megi að ekkert nýtt, sem skólamönnum var ekki áður ljóst, komi fram í skýrslunum, er engu að síður gott að fá á blað margt af því sem þar er fjallað um og vonandi verða þær kennumm og stjómmálamönnum hvatning til umraeðu og úrbóta. í skýrslunum er hvorki bölsýni né uppgjafartónn heldur má miklu fremur lesa úr þeim vilja kennara til að bæta ástandið og koma fram með nýjar hugmyndir. Ég ætla í þessari grein að fara nokkmm orðum um þá kafla í skýrslunum, einkum í stærðfræði- skýrslunni, sem fjalla um menntun kennara og þá sérstaklega menntun þeirra í uppeldis- og kennslufræð- um. í umfjöllun um ástand skóla- mála í landinu hlýtur hlutur menntastofnana fyrir kennara að vera mjög stór. Starfið í skólunum stendur og fellur með kennumnum, starfi þeirra og starfsundirbúningi. En miklu máli skiptir að fjallað sé um menntunina af sanngimi og með rökstuddri gagnrýni, einkum þegar sú umfjöllun er á vegum sjálfs menntamálaráðuneytsins. í skýrslu Benedikts um stærðfræðina er fjarri því að svo sé. Þar er sleg- ið fram órökstuddum fullyrðingum og rangfærslum svo alvarlegum að jaðrar við atvinnuróg. Slíkt er fyrir neðan virðingu allra, en ekki síst menntamanna sem ætla mætti að beiti vísindaiegum vinnubrögðum. Þessar athugasemdir Benedikts um kennslu í uppeldis- og kennslufræð- um em tilefni þessarar greinar. Ekki haft samband viðHÍ Mér er ekki kunnugt um að höf- undar skýrslanna hafi haft sam- band við neinn af þeim kennumm, sem nú kenna í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla ís- lands, til að afla gagna fyrir verk sitt. Því vekur eftirfarandi setning í skýrslu dr. Benedikts furðu mína og hneykslun: „Aðstandendur þessa náms (þ.e. náms í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ) hafa marg- ir tekið öllum aðfinnslum illa og verið ósveigjanlegir í þeirri afstöðu að fræðin í núverandi mynd séu hin einu réttu. Slík afstaða er lítt til þess fallin að bæta ástandið" (bls. 20—21). Hveijir em þessir „marg- ir“? Pjórir fastir starfsmenn og tveir stundakennarar sinna nú kennslu í einstökum námskeiðum námsins og sex framhaldsskólakennarar starfa þar sem leiðsagnarkennarar í ein- stökum greinum. Því er hér ekki um stóran hóp að ræða eða hóp sem erfitt hefði verið að ná til. Hér verð- ur Benedikt því að skýra mál sitt betur, nú eða draga þessa fullyrð- ingu til baka. Ég fyrir mitt leyti þekkti til skamms tíma hvorki Benedikt né Baldur í sjón hvað þá að við höfum átt orðastað saman. Öll sú umræða um námið og breyt- ingar á því, sem verið hefur meðal kennara í uppeldis- og kennslufræð- um þau fjögur ár sem ég hef verið þar við störf, bendir ekki til ósveigj- anleika eða viljaleysis til að taka gagnrýni. Ýmsar fullyrðingar aðrar í stærðfræðiskýrslunni um uppeld- is- og kennslufræðina benda einnig til að höfundurinn viti sjálfur harla lítið um námið og ekki er að sjá að hann hafí skipulega aflað sér upplýsinga um það. Tveir stærðfræðingar útskrifaðir sl. 4 ár Það sem sagt er um uppeldis- og kennslufræðina í skýrslu dr. Benedikts er haft eftir starfandi stærðfræðikennurum. En hve margir stærðfræðikennarar hafa lokið þessu námi og geta talað um það af eigin reynslu? í skýrslunni kemur fram að tæplega helmingur þessara kennara hafa hlotið skipun, sem nú þýðir að þeir hafi próf í ákveðinni grein, auk uppeldis- og kennslufræða. Það þýðir ekki að þeir hafi allir gengið í gegnum þetta nám. Með lögum um embættisgengi kennara frá árinu 1978 var ákveðið að allir kennarar sem skipaðir höfðu verið í starf fyrir þann tíma héldu sínum réttindum, þótt þeir hefðu ekki lokið uppeldis- og kennslu- fræðum. Ekki verður séð af skýrsl- unni hve margir stærðfræðikennar- ar eru í þessum hópi. Staðreyndin er nefnilega sú að stærðfræðingar eru mjög sjaldséðir í námsbraut í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ. Á undanfömum fjórum árum hafa t.d. aðeins tveir stærðfræðingar lokið _þessu námi af 188 útskrifuð- um! Á svömm hve margra eru þá eftirfarandi fullyrðingar byggðar: „Minnihluti kennara í stærðfræði hefur próf í kennslufræðum og flestir þeirra, sem stundað höfðu slíkt nám, töldu það ekki hafa hjálp- að sér svo neinu næmi í kennslu. Nokkrir höfðu þau orð að námið væri ekki mannskemmandi, en um þetta voru ekki einu sinni allir sam- mála“ (bls. 10). Síðar í sömu málsgrein segir: „Frasar eins og „uppeldisfræðiruglið" benda til þess að kennarar hafí ekki hrifist af því sem boðið var upp á í þeim fræðum. Sumir töluðu um að hafa eytt heil- um vetri til lítils eða einskis, en aðrir státuðu á sama tíma af því að hafa sloppið með nokkurra vikna námskeið." Hvað ætli þessir „flest- ir“ eða „sumir“ séu margir og hveijir eru þeir? Ekki er ólíklegt að í hópi þeirra séu einhveijir af þeim stærðfræðikennurum sem hafa menntun í allt öðru fagi en stærð- fræði, en hafa síðan „lent“ í stærðfræðikennslu. Það skýtur því skökku við að rekja ástand í stærð- fræðikennslu m.a. til lélegs náms- framboðs í uppeldis- og kennslu- fræðum ef viðkomandi kennarar hafa alls ekki sótt það nám og ef þeir sem hafa sótt námið hafa ekki fagnám í stærðfræði. Tengsl við greinar Bæði í skýrslu Baldurs um íslenskukennsluna og skýrslu Bene- dikts um stærðfræðikennsluna er talað um að námið í uppeldis- og kennslufræðum vanti tengsl við greinamar og slæmt sé að kennslu- fræði greina sé ekki á dagskrá. í stærðfræðiskýrslunni segir á bls. Gerður G. Óskarsdóttir „Það getur vart talist verjandi fyrir mennta- málaráðuneytið að skrifa undir og gefa út skýrslu um ákveðna þætti skólastarfs, sem að allt of stórum hluta er sleggjudómar eða órökstuddar fullyrð- ingar.“ 10 þar sem rætt er um kennslu- fræði: „Algengast umkvörtunarefni er að engin sérþjálfun sé í kennslu- fræðum greinarinnar sjálfrar" og í íslenskuskýrslunni á bls. 17 segir í lið 6) um úrbætur: „... endurskipu- leggja þarf nám í kennslufræðum við Háskóla íslands og tengja það kennslu viðkomandi greina". Hvor- ugur skýrir hvað þeir sjálfir eða viðmælendur þeirra eiga við með hugtökunum kennslufræði greina eða kennsla greina. Hefðu skýrslu- höfundar talað t.d. við núverandi kennara í uppeldis- og kennslufræð- um eða nýútskrifaða nemendur hefðu þeir m.a. komist að því, að þær breytingar sem gerðar hafa verið á þessu námi á undanfömum árum hafa einmitt hnigið í þá átt að draga úr þessu tengslaleysi. Ég ætla hér að nefna þrennt í þessu sambandi. I fyrsta lagi vom á sl. vetri ráðn- ir sex starfandi framhaldsskóla- kennarar úr sex mismunandi greinum í hlutastarf við náms- brautina sem leiðsagnarkennarar í þeim tilgangi að tengja námið betur við greinamar og daglegt skóla- starf í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla. Jafnframt var verkefnum í öllum námskeiðum breytt í þá veru að tengja þau beint við daglegan veruleika í skóla. Hlut- verk leiðsagnarkennaranna er með öðrum orðum að leiðbeina nemend- um við að tengja uppeldis- og kennslufræðina við sína grein. Þessi nýbreytni þótti takast vel og hefur verið haldið áfram í vetur. Sem dæmi má nefna að nemar vinna » SMAHLUTIR — sem skipta máli. Er ekki gott að vita til þess að 8B á alla þá smáhluti sem þú þarft til að koma saman þínu verki. Skrúfur, boitar, krókar, naglar, skrúfjárn, sporjárn, hamrar, borar og allt annað sem kemur að notum. B.B. BYGGINGAVÖKDR HE Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 verkefni í fræðilegum námskeiðum um þroskasálfræði og námssálar- fræði þar sem þeim er ætlað að vera um tíma í stöðugum tengslum við ákveðna nemendur í skólum og fylgjast með þeim og námi þeirra í viðkomandi námsgrein. I nám- skeiðinu Skóli og samfélag skoða nemar námsefni í sipni grein með leiðsagnarkennara. í námskeiðum um hagnýta kennslufræði og mat og próf gera nemar kennsluáætlun fyrir ákveðið tímabil í sinni grein og semja matsverkefni í greininni og rejmt er að koma því þannig við, að þau noti hvort tveggja í æfíngakennslunni. í þessum verk- efnum gegna leiðsagnarkennaram- ir mikilvægu hlutverki. í öðru lagi var á síðastliðnum vetri farið af stað með fimm stutt námskeið í kennslufræði greina. Um var að ræða erlend tungumál, íslensku, líffræði, sagnfræði og fé- lagsfræði. Stærðfræðin var ekki þama með, einfaldlega vegma þess að engir stærðfræðinemar vom í hópi þeirra um 35 nema sem sóttu nám í þessum fræðum það skólaár. Í ár verða þessi námskeið lengd nokkuð og stefnt er að því að á næsta skólaári verði þau stækkuð enn. í þriðja lagi hefur nú um þriggja ára skeið verið boðið upp á kennslu- æfingar innan skólans þar sem nemar hafa í litlum hópum æft sig í kennslu sinnar greinar áður en þau fara í æfíngakennslu úti í skól- unum. Kennslan hefur verið tekin upp á myndband og síðan rædd og greind. Tilgangur námskeiðanna er m.a. að kynna og reyna margs kon- ar kennsluaðferðir í hinum ýmsu kennslugreinum. Viðleitni til að bæta æfinga- kennsluna úti í skólunum með því að fela æfingakennuram aukið hlut- verk við leiðsögn kennaranema hefur strandað á því að ekki hafí náðst samningar um sómasamlegar greiðslur þeim til handa. Vonandi bregst fjármálaráðuneytið nú vel við ítrekaðri beiðni um hækkun greiðslna. Tengsl við deildir HÍ Hér hafa verið nefnd skref í þeirri viðleitni að tengja námið í uppeldis- og kennslúfræðum betur við einstakar greinar, en alls ekki hefur verið nóg að gert. Tengslin við aðrar deildir Háskólans þar sem greinamar era kenndar era eftir sem áður allt of lítil. Aðstandendur uppeldis- og kennslufræða hafa tvisvar á undanfömum áram reynt að stofna til sameiginlegra um- ræðna með takmörkuðum árangri. Nú í haust hefur enn eitt átak í þeim efnum verið í undirbúningi á vegum námsbrautarinnar og kennslumálanefndar HÍ. Höfundar skýrslunnar nefna báðir oftar en einu sinni tengslaleysi milli kenn- ara, t.d. á milli skólastiga og skóla innbyrðis á framhaldsskólastiginu. I raun era deildir Háskólans eins og sjálfstæðir skólar með tengsl sín í milli. Stærra vandamál er þó ef deildimar Iíta ekki á það sem hlut- verk sitt að sinna menntun verðandi kennara heldur bara verðandi fræðimanna. Á það benda báðir skýrsluhöfundar. Vilji kennara í stærðfræðiskýrslunni (bls. 10, 18 og 20) er ýjað að því að kennur- um finnist nám í uppeldis- og kennslufræðum kvöð og jafnvel óþarft. í því sambandi er rétt að taka fram að bæði kennarasamtök- in, Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Islands, áttu full- trúa í þeirri nefnd menntamálaráðu- neytisins sem samdi lagaffumvarp um lögbindingu á starfsheiti grann- skóla- og framhaldsskólakennara. Þar var ákveðið að allir kennarar skyldu ljúka 30 einingum í uppeld- is- og kennslufræðum. Ég kannast ekki við að þessu ákvæði hafi verið þröngvað upp á kennara nema síður sé. Það er þvert á móti yfirlýstur vilji samtaka kennara að allir kenn- arar hafi bakgrann í þessum fræðum. (Sjá Skólastefnu KÍ útg. 1987 og kafla 2 um skólamál í Stefnuskrá HÍK 1987.) Aftur á móti má segja að þau hafi ekki !•••••*•••••

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.