Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 51 Kirkjan á líðandi stund Kirkjan — þetta æðsta musteri guðstrúar og guðsríkishugsjóna mannshjartans — hefur sem stofn- un í veröld hins sýnilega heims alltaf verið í vanda stödd. Hún er ekki aðeins aldafom höll úr steini og gullgreyptum listaverkum. Hún er lifandi listaverk guðshugsjóna í vitund og hjörtum mannanna. Þetta er viðkvæmasta listaverk lífs á jörðu. En um leið stofnun í sam- félagi þjóðanna, sem auðveldlega getur staðnað og fölnað í formum og dogmum, helgisiðum og bók- stafsblindu, sem eru ekki annað en umbúðir um gullið, gimsteina guðsríkis, hinn eilífa vaxtarþroska og fullkomnunarstefnu mannkyns- ins. Hvað eftir annað hefur meira að segja hinni virðulegu róm- versk-kaþólsku kirkju verið borið á brýn, að hún væri ekki annað en feyskja, að visu hávaxin eik við alfaraveg, en orðin hol að innan og að ýmsu leyti án ávaxta hið ytra. Okkar samtíð er ekki ein um þetta álit, eða kaþólska kirkjan ein, sem þessa dóma hlýtur. Þar stendur lútherska kirkjan einnig höllum fæti sé litið yfir aldaferil hennar. Það ættum við vel að at- huga. Erum þar nærri. Stofnun, sem á það hlutverk að varðveita æðsta og göfugasta vaxtarbrodd jarðlífs til þroska og áhrifa, má aldrei staðna í hroka og heimsku hinna virðulegu far- isea, sem frumkraftur kirkjunnar í mannlegri mynd, mannssonurinn Jesús frá Nazaret, taldi hina mestu hættu á vegi vaxtar til fullkomnun- ar, guðsríkis á jörðu: Réttlæti — mannréttindum — friði — sam- starfi og bræðralagi og fögnuði — hinni barnslegu gleði hins hrein- hjartaða hógværa bams — guðs- bamsins. Þótt undarlegt sé hefur kirkj- unni á sinni aldafomu og sífellt nýju þroskabraut fátt orðið hræði- legri hindmn á vegum en sífelld sundrung, sem virðist aukast, ef valdi er beitt, svo allt sýnist geta verið í hættu. Þar ætti að athuga rætur orðanna að sundra og deila. En synd er af sama stofni og sundrung og deild — kirkjudeild og þær eru nú orðnar margar, ekki sízt á vegum lútherskunnar — er auðvitað af sömu rót og að deila — rífast og rífa sundur, bijóta í mola. Þar eiga hatur, heift, hefnd og hermdarverk sinn and- lega uppruna. Eitt er víst, hversu vandasamt, sem það kann að verða: Kirkjan verður alltaf að laga útlit sitt og umbúðir kenningar og helgisiði sína eftir samtíð sinni á ýmsan hátt. En ekkert má hún kaupa svo dýru verði, að það sé á kostnað perlunnar, sem það á að varðveita, kjarnans, sem þarf að efla til þroska, hinn eilífa geisla- þráð uppruna síns — mannssonar- ins — meistarann mikla frá Nasaret, bami jólagleðinnar og hreinleikans, sem tengir himin og jörð í orðsins fyllstu merkingu. Hans fýrirmynd, elska og heilag- leiki má aldrei víkja í skuggann og aldrei má gleymast hve mann- legur hann var í öllum samskiptum við samtíð sína. Eitt er víst, ef kirkjan hangir svo fast í formum og kennisetning- um — mannlegum misskilningi og mistúlkun játninga og bókstafs, að hún getur ekki lagað sig að vormerkjum líðandi stundar jarðlífs þá em áhrif hennar og kraftur í hættu. Þess skal sífellt gætt, að ekkert skyggi á sólstafi kærleikans á vegum mannlífs. Kirkjan verður að eygja ljós hins yfírstandandi tíma og birtu fram- tíðar. Og ganga því ljósi á hönd, þótt fjarstætt kunni að virðast, annars verður hún tilfinningalaus gagnvart framvindu og þróun lífs og hugsana. Getur jafnvel slitnað úr tengslum við samfélagið, sem hún er lifandi hluti af, um leið og hún varðveitir þess æðstu hugsjón- ir. Yrðu þama mistök, þá gerðist það, sem því miður hefur oft kom- ið fram, að hún verður ónæthæf fyrir þann kraft, sem hún þjónar, og um leið visin grein á menningar- meiði mannkyns. Hún, hin kristna kirkja, sem er af Guði lífsins gefin til að verða stofn hinna æðstu heilla í þessum heimi. Hinir „rétttrúuðu", sem svo nefna sig með nokkmm hroka, ganga fram í þeirri sannfæringu, að þeirra æðsta hlutverk sé að vemda hina heilögu, einu og sönnu kirkju Krists fyrir lausung og blekkingum nútímans, með öllum hans ókostum, efnishyggju, fjár- græðgi, hraða og glaumi. Vissu- lega er slík vemd og varðveizla nauðsynleg. Aldrei skyldi kasta perlum fyrir svín. En samt verður slík varðveizla að eiga sín tak- mörk, umburðarlyndi og skyggni á hvem gimstein, sem glitra kann í sorpi hversdagsins. Annars gæti hún átt á hættu að missa tök á því, sem henni er dýrmætast, sjálf- um mannssálunum og hugsjónum hinna hjartahreinu og hógvæm. Þar verður kirkjan að eiga hinn rétta tón í boðskap Jesú, sem ein- mitt náði bezt til þeirra, sem samtímamenn hans leyfðu sér að lítilsvirða og ganga framhjá. íslenska kirkjan hefur oft sýnt sig til fyrirmyndar á réttri leið í fótspor meistara síns: Fijálslynd, víðsýn og skyggn á dýmstu verð- mæti menningar í listum, vísindum og starfi, einmitt nú á síðustu ámm. Það hefur komið í ljós, þeg- ar dómkirkjupresturinn og kaþ- ólski presturinn hafa skipzt á starfi í predikunarstólum kirkna sinna og boðið forystumönnum sértrúár- hópa í helgidóma sína. Það hefur einnig sannast á hinn fegursta hátt í því, að engin rödd hefur opinberlega mótmælt vígslu kvenna í embætti og starf presta. Þá er eins og bókstafurinn, jafnvel í sjálfu Nýja testamentinu, um að konur eigi að þegja á helgisam- komum, hafi sem betur fer alveg horfið í skuggann fyrir mannrétt- indakenningum Jesú, sem setti réttindi kvenna og barna jafnvel ofar rétti lærisveina sinna. Þar átti enginn að gleyma samanburði hans á aðstöðu vinkonunnar Maríu Magdalenu, þegar hann lýkur þeim orðum á þessa leið: „Hvar sem mín verður minnzt mun hennar einnig getið.“ Eða „sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steinin- um“ við grýtingu á götunni, þar sem hinir „réttlátu" vildu ganga að verki með gijótkasti. Eins og gert hefur verið með orðum „kristniboða Krossins" í Kópavog- inum á síðustu dögum gagnvart hinu svonefnda kynhverfa fólki. Það skal allt fordæmt, þótt engan hafi það glæpinn drýgt fremur en að vera fæddur örvhentur eða rangeygður, bláeygður eða brún- eygður. Krossberinn í Kópavogin- um ætti samt að hugsa sig betur um, þótt auðvitað sé honum fijálst að birta sínar skoðanir hér á okkar fijálsa landi, Guði sé lof. En vel mætti muna og minnast, að margir af beztu og snjöllustu mönnum mannkyns hafa verið for- dæmdir þannig, þótt síðar sé þeirra minnzt sem hinna mestu og beztu guðsbama og þeim reist ódauðleg minnismerki fyrir snilli sína, for- ystu og mannsgöfgi. A síðustu tímum, að ekki sé sagt síðustu dögum, hefur íslenzka þjóðkirkjan sýnt og sannað með fundarsamþykktum, að hún er í þessum málum í fremstu röð fijáls- lyndis og víðsýnis. En hún þarf að ganga betur fram gagnvart vemdun bama í móðurlífi. Einn hennar fyrsti stórsigur var unn- inn gagnvart bamamorðum, sem þá varð að fremja hjá þjóð, sem var að deyja úr hungri og nefnt „útburður bama“. Hvað ætti hún þá að gera núna, þegar hundruðum bama er fyrirfarið í móðurlífi á fyrstu mánuðum lífsins í landi alls- nægta og háþroska á vegum samfélags og fyrirhyggju þess á vegum fæddra í fyrirmyndar heilsugæzlustöðvum og spítölum. Auðvitað getur fóstureyðing verið sjálfsögð lækningaaðferð, ef líf móðurinnar er í veði eða annað því líkt, t.d. hjá hungurþjóðum heims. En að móðir óski eða leyfi að fyrirfara barni sínu að nauð- synjalausu er eitt hið fjarstæðasta fyrirbrigði jarðh'fsins. Eitt af því hræðilegasta, sem nú hijáir mannkynið ofan og utan atómsprengju og hefndarverka, heimsku og haturs, eru hin svo- nefndu fíknilyf, sem flestu fremur eyðileggja á stuttum tíma menntun og manngildi svo allt hið versta getur orðið til ógæfu. Þarna verður kirkjan að ganga til forystu í vemd og strangri handleiðslu og hvergi slaka til. Einn raunalegasti atburður síðustu tíma hér var niðurrif hinn- ar svonefndu „Hjálparstofnunar kirkjunnar". Þar tókst á stuttri stund á bijóta niður eina blóm- legustu grein á lífstré kirkjunnar í bili að minnsta kosti. Það eru samt vonir og óskir um endurreisn og upprisu þessarar stofnunar. En svo mikils virði, sem hún var og þroskavænleg að öllu, þá eru sam- tök og starf hinna mestu og beztu bama íslands, bæði kvenna og karla gagnvart hinu svonefnda „dópi" og eitumeyzlu, hvort sem það heitir „alkóhól", „hass“ eða öðmm hryllingsheitum ekki síður lífsnauðsyn gagnvart æsku og framtíð og íslenzkar þjóðar og kirkju. Aldrei skyldi gleymast, að Jesús — hinn mikli meistari kærleika og sannleika á vizkunnar vegum — setti bömin efst á sínum óskalista. Það gerir hann áreiðanlega ennþá með boðskap sínum til æsku allra landa, allra þjóða og allra kyn- slóða. Hann lokaði sig ekki inn í kirkjum, klaustmm eða mustemm til að tauta þar við sjálfan sig. Hann safnaði krafti í kyrrð og þögn einvemnnar og í faðmi fjall- anna. En kom svo og gekk um götur og staldraði við á torgum. Fór með til fiskveiða, talaði í veizl- um og á mannamótum, gerði sér engan mannamun. Hann notaði samt ekki fyrst og fremst orð, þaðan af síður úreltar kennisetn- ingar og hegisiði, sem fáir skildu rétt. Hann talaði ekki í kirkjum, heldur í fjallshlíð og hafði stein við veginn að altari, blæhvísl og ölduhjal að bæn og tónlist. Hann var stuttorður og gagnorður svo sem hinar sjö bænir í „faðir vor“ sanna bezt. En hann talaði í trú á kraft hins góða, kraft Guðs í hverri mannssál. Sál fariseans og tollheimtu- mannsins, heiðingjans og hórseku konunnar og lærisveinsins, róm- verska hermannsins og kanversku konunnar. Allt átti þetta fólk í barmi sér jafndýrmætar perlur hins eilífa að hans áliti. Og hann var sendur, hann var kominn til að veita því frelsi — heillir og kraft til þroska frá uppsprettulindum hins algóða sólarföður. Þeim boð- skap má kirkjan — musteri Guðs í mannsál hverri — aldrei gleyma. Fyrirlestur um félags- lega blönd- un fatlaðra GUÐBJÖRG Vilhjálmsdóttir uppeldisfræðingur flytur fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofn- unar uppeldismála í dag, þriðjudaginn 24. nóvember. Fyrirlestur Guðbjargar nefnist Ólík sjónarmið á félagslegri blöndun fatlaðra. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heim- ill aðgangur. ALlT ÁHREINU MEÐ ^TDK Miele þvottavélar á leidinni! — Síðasta sending uppseld Næsta sending kemur fyrstu dagana í desember, en viö höfum sýnishorn í versluninni, sem viö höfum ánægju af að sýna þér - til þess liggja margar ástæður. Einstök Vestur-Þýsk gæðaframleiðsla MIELE er að öllu leyti unnin í Vestur- Þýskalandi úr gæðastáli. Bæði ytri og innri þvottabelgur er úr ryðfríu stáli í gegn. Emaleringin er gljábrennd beint á stálið, sem gerir hana sterk- ari, hún er vindingsprófuð og gulnar ekki. Einkauppfinning og einkaleyfi MIELE verksmiðjanna. ÖRYGGISLÆSING á þvottaefnis- hólfinu svo að börnin fari sér ekki að voða. Öryggisfrárennsli ef straumur skyldi rofna, svo að hægt sé að tappa af vélinni og bjarga þvottinum út. MIELE er sérlega sparneytin, reynd- ar hönnuð með orkusparnað í huga og hefur tvö hitaelementi, sem þýðir minna álag og betri endingu og að sjálfsögðu er sparnaðarrofi fyrir lítið magn af þvotti. Komdu í heimsókn og skoðaðu MIÉLE, hún hefur marga aðra góða kosti, sem við hlökkum til að sýna þér enda standast þessar gæða- þvottavélar ströngustu kröfur Þjóð- verja. Iþlíele er framtíðareign. JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG ■ 104 REYKJAVfK • SfMI 688 588

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.