Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
56
•y—
f lok tónleikanna sungu allir kóramir saman. Morgunbiaðið/Sigrfn Sigfúsdóttir
Hveragerði:
Fjölmenni var á afmælistón-
leikum Kirkjukórasambands
Hveragerði.
Kirkjukórasamband Árnes-
prófastsdæmis hélt afmælis-
tónleika í Hveragerðiskirkju
þ. 14. nóvember síðastliðinn.
Tilefnið var 40 ára afmæli
sambandsins. Allir kórar próf-
astsdæmisins komu fram og
fluttu eitt til þijú verk hver.
Einnig var leikið á orgel,
■píanó og samleikur á orgel og
trompet. Mikil aðsókn var að
tónleikunum og undirtektir
góðar.
Formaður kirkjukórasambands-
ins, frú Ragnheiður Kjartansdóttir
Busk, setti afmælishátíðina og
bauð gesti velkomna. Lýsti hún
efnisskrá tónleikanna og sagði
m.a.: „Ég tel að efnisskráin sé
nokkuð sérstök, því að öll tónlist
sem hér verður flutt er eftir menn
sem einhvem tíma hafa verið eða
em organistar og kórstjórar í próf-
astsdæminu. Fyrst má nefna stóru
tónskáldin, Pál ísólfsson, Sigfús
^Einarsson, ísólf Pálsson, Friðrik
Bjamason, Sigurð Ágústsson,
Pálmar Þ. Eyjólfsson og fleiri.
Síðan fóram við að kanna málin
hjá þeim organistum sem við viss-
um að fengjust við tónsmíðar. Kom
þá margt óvænt og skemmtilegt
í ljós og árangurinn varð sá, að
hér verða framflutt ein 7 verk sem
Kirkjukórar Ólafsvallakirkju og Stóranúpskirkju sungu undir stjóm Lofts S. Loftssonar.
komu fram í dagsljósið við þessa
könnun. Alls fundum við 18 organ-
ista í prófastsdæminu sem einnig
era tónsmiðir, en era vafalaust
fleiri. Hér verða flutt verk eftir
13 höfunda. Þessi dagskrá er fjöl-
breytt, hér verður kórsöngur,
leikið á orgel, píanó, trompet og
einnig emsongur.
Ragnheiður kynnti síðan alla
liði tónleikanna og vora þeir í eftir-
farandi röð.
Ágrip og sögu KSÁ rakti Einar
Sigurðsson, gat þess meðal annars
að þetta væri áttunda söngmótið
sem haldið hefur verið á þessum
40 áram. Formenn hafa verið frá
upphafi Anna Eiríksdóttir á Sel-
fossi, Guðmundur Gilsson á
Selfossi, Einar Sigurðsson á Sel-
fossi og Ragnheiður K. Busk í
Hveragerði. Þá var einleikur á
orgel, flutt af Hauki Guðlaugs-
syni. Kirkjukórar Gaulvetjabæjar-
Ragnheiður Kjartansdóttir Busk.
kirkju og Stokkseyrarkirkju
sungu, undir stjóm Pálmars Þ.
Eyjólfssonar.
Kirkjukórar Hranakirkju og
Hrepphólakirlqu sungu, stjómandi
var Haukur Guðlaugsson.
Þá lék Rut Magnúsdóttir á org-
el.
Kirkjukórar Ólafsvallakirkju og
Stóra-Núpskirkju sungu, söng-
stjóri var Loftur S. Loftsson.
Samleikur á orgel og trompet,
flytjendur vora Steindór Zophoní-
asson og Jóhann Stefánsson.
Kirkjukór Mosfellsprestakails
og Söngkór Miðdalskirkju sungu.
Stjómandi var Jón Vigfússon.
Haukur Guðlaugsson lék á
píanó.
Kristjana Gestsdóttir söng ein-
söng.
Kirkjukór Eyrarbakka söng,
stjómandi var Guðrún Sigríður
Friðbjamardóttir.
Kirkjukórinn á Selfossi söng,
stjómandi Glúmur Gylfason.
Kirkjukórar Villingaholtskirkju
og Hraungerðiskirkju sungu,
stjómandi var Einar Sigurðsson.
Kirkjukór Hveragerðis og Kot-
strandasóknar og Söngfélag
Þorlákshafnar sungu, stjómendur
vora Ari Agnarsson og Róbert
Darling.
Að lokum sungu allir kóramir
saman fjögur lög og áðumefndir
söngstjórar ýmist stjómuðu eða
léku með á hljóðfæri.
Var það svo sannarlega hljóm-
mikil afmæliskveðja til kirkjukóra-
sambandsins.
— Sigrún
Landið og umheimurinn - fréttir af hvorutveggja færir Sjónvarpið þér beint
og milliliðalaust. Með gervihnattasambandi við allar heimsálfur er tryggt að
fréttir dagsins eru alltaf splunkunýjar.
Það er staðreynd að fréttatímar, fréttaskýringa- og umræðuþættir
Sjónvarpsins njóta vinsælda og virðingar um allt land og stöðugt er unnið að
því að bæta við nýjum og áhugaverðum þáttum. Nú hefur tveimur nýjungum
verið hleypt af stokkunum:
Nýr fréttatími, kl. 18.50 alla daga.
Brotið til mergjar, á laugardögum kl. 19.30. Þar eru teknar fyrir fréttir
vikunnar og þau mál sem hæst hefur borið.
Fylgstu með, í Sjónvarpinu er alltaf eitthvað títt.