Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 65

Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 65 Tónleikar Fóstbræðra í Liszt-safninu í Budapest. bærinn vera Iöngum eftirsóttur af listamönnum. Og hér áður fyrr af austurríska aðlinum. Þarna í Szent- endre voru Fóstbræður ásamt skylduliði svo leiddir inn í safn leir- listakonunnar Margit Kovács, en það er einn undraheimur útaf fyrir sig. Margrét Kovács er nýlega látin fyrir aldur fram og var einn virt- asti listamaður Ungveija. Enn var ekið í norður og eigi létt fyrr en komið var norður undir tékknesku landamærin. Leiðin með- fram Dóná er undurfögur. Skógi- vaxnar Dónárhæðir, kastalar og kirkjur og áin sjálf, svo breið og blá, varða veginn. Þama er borgin Visegrád. Og þama gefur að líta hallarrústir frá 13. og 14. öld utan í skógivöxnum klettum vestan við ána. Þegar hér var komið sögu var skipt um farartæki. íslendingunum var boðið að stíga á skipsflöl og sigla á Dóná til baka. En þeir René og Monsieur Femand máttu skrölta með tóma vagnana sömu leið til baka í steikjandi sólarhitanum. Um borð í fetjunni var framreidd ein af þessum þríréttuðu stórmáltíðum og var hún ekki af verri endanum frekar en vant var. Og ljúft var að sitja á þilfarinu og njóta útsýnisins á bakaleiðinni meðan andvarinn kældi brennheita vangana. Sunnudaginn 14. júní skyldu svo haldnir lokatónleikar Karlakórsins Fóstbræðra í þessari ferð. Hitinn var kominn í þetta 34—36 stig og enn fór söngstjórinn að hafa áhyggjur af viðkvæmum raddbönd- um og miklum sólarhita. Þessi dagur var „ftjáls“ — ekkert að ráði skipulagt af hendi Ungveija — nema þá helst sólbaðsferð út í Margrétareyju á Dóná, en þar mun vera aðalsólabaðsparadís borg- arbúa og meira að segja útileikhús. En það er ekki ofsögum sagt af skynsemi kórmanna í svoleiðis mál- um: aldrei slíku vant var þátttakan fremur dauf í sólbaðsferð þennan dag. Klukkan sjö um kvöldið hélt svo Karlakórinn Fóstbræður tónleika í sal Ferenc Liszt-safnsins í Búdapest og var það jafnframt þeirra loka- konsert í þessari tónleikaför þeirra um Mið-Evrópu eins og fyir var sagt. Þessi dagur hafði verið heit- asti dagur í Búdapest á árinu til þessa. Engin loftkæling var í saln- um. Gluggar byrgðir og Fóstbræður í kjólfötunum sínum. — Ég held að konunum hafi ekki verið alveg sama þegar bændur þeirra þöndu bijóstið á hæstu tónunum og svitinn rann í lælq'um niður andlitin. Hitinn aftr- aði þó ekki þeim Gunnari Guð- bjömssyni tenórsöngvara og Ragnari Bjömssyni stjómandi kórs- ins að taka nokkur einsöngslög fyrir tenór og píanó í hléi, en Jónas Ingi- mundarson hafði orðið frá að hverfa, eins og fyrr sagði. Er skemmst frá því að segja að tónleikunum var frábærlega vel tekið, hvort heldur var einsöngshlut Gunnars Guðbjömssonar eða söng kórsins sjálfs og þeim einsöng sem honum fylgdi. Að tónleikunum lokn- um hélt Karlakórinn Tungsram Fóstbræðrum glæsilega veislu að Hótel Royal og vom þar meðal gesta bæði tónlistarfólk og tónlist- argagnrýnendur sem áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. Þama var tónlistargagnrýnandi sem t.d. neitaði að trúa því að ein- stakir kórmenn Fóstbræðra væm hvorki lærðir söngvarar né þjálfaðir í nótnalestri og tónheym. Þarna vora miklar ræður haldnar og var svo að heyra á Ungveijunum að þeir ætluðu sér ekki að sleppa kóm- um úr landi fyrr en þeir hefðu lofað að mæta til leiks í alþjóðlegri kóra- keppni þama í Ungveijalandi sem kennd er við Béla Bartók, en hún verður haldin næsta sumar. Ungveijamir höfðu heitið Fóst- bræðmm því að mánudeginum 15. júní, sem var síðasti dagurinn þeirra í Ungveijalandi að þessu sinni, skyldu þeir fá að ráðstafa sjálfír. Og stóðu þeir við það — nema — hvað þeir höfðu náttúmlega — blessaðir — skipulagt hádegisverð útí bæ í fallegum kjallara á fínu hóteli. — Kannski var þetta sögu- frægur kjallari! — Og þar var borin fram ein af þessum myndarmáltíð- um Ungveijanna. Þama héldu svo fararstjóramir ungversku ræður og kvöddu skjólstæðinga sína. í þetta allt saman — ferðina til og frá staðnum, máltíðina og ræðuhöldin — fóm einir þrír klukkutímar og var ekki alveg laus við að sumir hefðu fegnir viljað nota þá til inn- kaupa, því í Búdapest var furðulega ódýrt að kaupa góðar vöm og sæmi- legasta úrval. En verslunarhættir vom óneitanlega skrítnir á stund- um. Það kemur mönnum vist ekki á óvart sem hafa verslað austan- tjalds, að margir eigulegir hlutir fáist eingöngu í „dollarabúðum" — og þær geta verið býsna dýrar. — En að gjaldeyrisbraskarar skuli ganga á eftir ferðamönnum, hik- laust fyrir allra augum, jafnt fararstjóranna ungversku (sem gætu hæglega verið ,,kommisarar“) sem annarra á Hetjutorginu eða f Fiskimannavirkinu eða bara úti á götu, það finnst manni skjóta skökku við í sósíölsku ríki! Loks var svo Búdapest kvödd árla morguns þriðjudaginn 16. júní og mátti ekki seinna vera, því dag- inn eftir — á þjóðhátíðardegi íslendinga — skyldu Fóstbræður taka þátt í hátíðahöldum í Walch- see, lengst vestur í Austurríki og var það nálægt 700 kílómetra ferða- lag. Það fór að rigna er leið á daginn og var hitinn kominn niður í 15—16 stig. Hitabylgjan var liðin hjá. Leiðin reyndist löng og ströng. Einkum þegar halla tók degi. Þó skipti Monsieur Fernand bara einu sinni skapi á þeirri 12—13 tíma aksturleið. (Reyndar var það víst líka í eina skipið sem hann skipti skapi á þessum rúmum þrem vikum sem hann sá um að koma Fóst- bræðmm og þeirra fólki leiðar sinnar um ókunn lönd — og var það meira en hægt var að segja um félaga hans René.) Monsieur Fem- and skipti um skap þegar vantaði einn farþegann í vagninn hans á landamæmm Austurríkis og Ung- veijalands, Ungverjalandsmegin, en að öðm leyti allt klárt og pass- amir höfðu verið afhentir. Þá fómaði Femand inn franski hönd- um, greip um höfuð sér og hrópaði: „Ég verð sendur til Síberíu! Af hveiju þurfti þetta nú að koma fyr- ir?“ Svo vildi hann bara ijúka af stað og láta hinn bílinn um að hirða konuna. En eiginmaðurinn var nú aldeilis ekki á því. „Zum Donner- wetter!" veinaði Monsieur Femand. En þegar frúin hoppaði svo allt í einu léttfætt upp í vagninn, bráðn- aði hann alveg fyrir geislandi spékoppabrosinu og sagði bara: „Hefur maðurinn áður lent í því að tapa konu á landamæram?" Þá fékk hann svarið: „Ja, það má eiginlega segja það!“ En til Walchsee komst hópurinn allur — þ.e.a.s. sá hluti hans sem lagði upp frá Búdapest um morgun- inn. Reyndar hafði verið að reitast af honum hér og hvar á leiðinni, þó ekki nema svona fímm-sex manns, allt í allt. Seinustu klukkutíma ferðarinnar til Walchsee hafði verið dynjandi rigning og þokubakkar huldu Alp- ana. Leiðin var sérlega hægfarin þar sem hraðbrautina þraut vegna vegagerða, fljótlega eftir að komið var inn á Alpasvæðið. En þegar menn risu úr rekkju morguninn eftir þá rann upp fyrir ferðalöngun- um hvílík óhemju náttúmfegurð umlukti þá á alla vegu. Þorpið Walchsee er í Týról og stendur við stórt og fallegt vatn, sem var svo kyrrt að það var eins og náttúran héldi niðri í sér andanum. Og þetta var var fjöllum kringt — svokölluð- um Keisarafjöllum. Þau minna mann reyndar ekkert á kónga eða keisara, svo háreist og tignarleg sem þau þó em. Maður gleymir eig- inlega bara stund og stað í nálægð þeirra. Flugleiðir og e.t.v. einhveijr fleiri höfðu skipulagt ýmiskonar hátíða- höld í tilefni þjóðhátíðardags íslend- inga þennan 17. júní þama í Walchsee og hófust þau með því að töluverður hópur íslendinga var kominn saman á gmndinni fyrir framan Hótel Bellevue, en þar bjó um helmingur Fóstbræðrafólksins. Fóstbræður tóku lagið og sungu nokkur ættjarðarlög og leiddu söng íslendinganna. Heljarmikil tromma var sett framan á fínlegan Fóst- bróður sem syngur tenór og gítar var komið fyrir í fanginu á öðram. Svo var íslenskur bréffáni settur í hendumar á fólkinu og stór og mikill taufáni í fylkingarbijóst. Var svo haldið af stað, fylktu liði, upp í sveit þar sem slegið hafði veið upp grillveislu í skála einum miklum. Þennan dag skiptust á skin og skúr- ir en veðrið var milt og að þessu sinni vörpuðu þokuslæðurnar ævin- týralegum blæ á umhverfíð. Um kvöldið efndu Flugleiðir til veislu þar sem saman vom komnir ferða- menn af bresku, skandinavísku, þýsku og íslensku þjóðemi á einum stað. Var dagskrá kvöldins býsna fjölbreytt. Fóstbræður sungu þar við mikil fagnaðarlæti eins og fyrri daginn. En Seerosen-tríóið í Walch- see og jóðlsöngkonan Sabína (sem var aðeins fjórtán ára yngismær) héldu uppi fjörinu að öðm leyti ásamt hópi gáskafullra Týrólapilta, með jóðlsöng, hljóðfæraslætti, hoppum, dönsum, rassaköstum, hrekkjum og bellibrögðum veislu- gestum til óblandinnar ánægju — að minnsta kosti þeim sem ekki urðu fyrir barðinu á hrekkjabrögð- um pömpiltanna. Þetta var í seinasta sinn sem Karlakórinn Fóstbræður komu fram í þessari ferð og jafnframt þeirra síðasta formlega samvemstund í ferðinni. Daginn eftir, fímmtudag- inn 18. júní, var komið los á hópinn. Sumir fóm til Ítalíu. Aðrir tóku sér bílaleigubíl og óku eitthvað út í buskann. Og sumir settust um kyrrt í Walchsee í von um betri tið með blóm í haga. En þeir sem gerðu sér grein fyrir því að heima er best tóku sér far með FÍ-533 frá Salz- burg að kvöldi föstudagsins 19. júní og flugu inn í þá náttlausu voraldar- veröld er ríkir norður undir heim- skautsbaugi á þessum árstíma. P.S. Þegar Fóstbræður litu í pósthólf- ið sitt eftir heimkomuna, kom í ljós að aðstandendur Harmonie Festival 87 höfðu sent þeim fréttablað tón- listarhátíðarinnar, þar sem kynning hátíðarinnar á Karlakómum Fóst- bræðmm var innrömmuð á miðri forsíðu blaðsins. Einnig umsögn hátíðarinnar um frammistöðu kórs- ins á hátíðinni. Má það kallast vel við hæfi að enda frásögn þessa á þeim orðum í lauslegri þýðingu: Karlakórinn Fóstbræður, Reykjavík, ísland Alþjóðlegur kór í fremstu röð undir stjóm Ragnars Bjömssonar. Frammistöðu kórsins fylgir ágæt- asta hrós gagnrýnenda alls staðar að úr heiminum. Starf kórsins er skreytt verðlaunum og öðmm viður- kenningum vegna framúrskarandi frammistöðu á ferðum þeirra um Danmörku, Finnland, Noreg, Svíþjóð, Holland, Belgíu, Frakk- land, England, Wales, Skotland, Þýskaland, Sovétríkin og Banda- ríkin. Kórinn tekur þátt í opnunar- tónleikum Harmonie Festival ’87 29.5. Og á sunnudaginn 31.5.’87 koma þeir fram í keppninni. Heim- sókn þeirra stendur yfír frá 27.5. til 2.6.’87 og dvelja þeir í Ko- blenz." (Það var nú reyndar misskilningur eða breyttist, þar sem þeir bjuggu í Bad Ems, sem er að vísu í ekki nema um 10 km fjar- lægð frá Koblenz. Ath. greinarhöf.) „Við þökkum hr. Bjömssyni og kór hans fyrir þátttökuna í tónlist- arhátíðinni. Við óskum þeim hjart- anlega til hamingju með þá stórkostlegu frammistöðu að vinna til 3. hæstu verðlauna í hópi 25 karlakóra frá 10 löndum. Og einnig óskum við þeim til hamingju með glæsilega frammistöðu á alþjóðlegu kvöldtónleikunum. Dómaranir vora sammála um að karlakóramir f þrem efstu sætunum hefðu allir verðskuldað fyrstu verðlaun. Við sendum körlunum frá Reykjavík okkar bestu kveðjur og óskum þeim áframhaldandi góðs gengis í kór- starfinu og hlökkum til að sjá þá aftur. Við endurtökum eindregið heimboð formanns okkar: Þér emð ævinlega hjartanlega velkomnir til okkar." Texti og myndir: Sigrún Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.