Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
75
U
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
„ FRÁ MÁNUDEGI
AL TIL FÖSTUDAGS
^ÉfiniáÉCUt^Éíiiii^
Ríkisútvarp:
Obreytt tilhögnn jólakveðja
- svar til „Úti vinnandi húsmóður“
Til Velvakanda. gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökk fyrir tilskrifið hér í Velvak- er hluti jólaundirbúningsins.
anda í morgun. Ég er sammála því Síðustu 57 árin hefur útvarpið ver-
að rödd þularins, sem flytur vinum ið tengiliður á milli fólks um land
og vandamönnum þakklæti allt, á virkum dögum sem helgum,
sendandans og bestu óskir um og mun verða það áfram.
Ég get glatt þig með því að segja
þér að engin breyting er fyrir-
huguð. Við munum með ánægju
veita þessa þjónustu áfram og hér
í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1 í
Reykjavík, verður tekið á móti
kveðjum að venju.
Elfa Björk Gunnarsdóttir
Hvermg er hægt
aðtryggja
parket?
Erla hringdi:
„Mér kom mjög á óvart, þegar
ég ætlaði að fá mér heimilistrygg-
ingu fyrir skömmu, að mér var
sagt að hún næði aðeins yfir teppi
en ekki parket. Röksemdin er sú
að teppi geti maður tekið með sér
þegar íbúð er seld en parket ekki.
Nú mun hins vegar vera hefð fyr-
ir því að teppi fylgi íbúðum þegar
þær eru seldar. Eina leiðin til að
tryggja parket virðist vera sú að
taka húseigandatryggingu en mér
skilst að hún nái ekki yfír slys sem
verða fyrir vangá húseigenda."
Ráðhúsið - of fá
bílastæði
Karl Árnason hringdi:
„Ég er ekki sáttur við fyrir-
hugaða ráðhúsbyggingu við
Tjömina. Hvar á torgið að vera
sem er stolt allra ráðhúsa? Hvað
er gert ráð fyrir að mörg bfla-
stæði þurfí fyrir væntanlegt
starfsfólk? Það hlýtur að vera
mikill fjöldi og þar af leiðandi fá
bílastæði fyrir almenning.“
Góð kaup
Sigrún hringdi:
„Mig langar til að þakka fyrir
góða þjónustu hjá versluninni Góð
kaup á Hverfisgötu."
Gula línan
Hulda hringdi:
„Mig langar til að vekja at-
hygli á góðri þjónustu hjá Gulu
lfnunni. Eg hef leitað til þeirra
nokkrum sinnum og þeir hafa
ávalt getað liðsinnt mér.“
Tjörnin og andmælendur
Til Velvakanda. það gæti tmflað fislrigengd inn alls ekki að það sé skert, en ég læt
Á meðal okkar þrífst Utill en Qörðinn sem aldrei hafði brugðist. engan telja mér trú um að þótt
harðakeyttur hópur atvinnumót- Hvort aem það varð vegna aðgerða yfirborð hennar skeröist um 1—2%,
mælenda sem rýkur upp til handa mótmælendanna eða ekki, hefur aé verið að útrýma öUu fugialífi
og fóta ef eitthvað á að gera, aem ekkert orðið úr byggingu álverk- Tjamarinnar. Ef mótmælendur
þeim er ekki að skapi. Þá er stofn- amiðjunnar ennþá. gætu hins vegar sýnt fram á að
að til mikils gauragangs og óspart En um sama leyti og mest gekk Uísskilyrði fugianna þyldu ná-
spilað á tilfinningalif hins almenna á hjá mótmælendum, hvarf allur kvæmlega enga skerðingu á vatns-
borgara. Þetta fóUc er yfirieitt fiakur úr Eyjafirði og hefúr hans fletinum, gætu borgaiyfirvðld
Pels
Brúnn, hálfsíður pels var tekinn
í unglingasamkvæmi hinn 30.
október. Sú sem pelsinn tók er
vinsamlegast beðin að skila hon-
um til lögreglunnar sem fyrst.
Ráðhúsið í
Vatnsmýrina
Unnur hringdi:
„Ég er ein af þeim fjölmörgu
sem e_r á móti ráðhúsinu við Tjöm-
ina. Ég tel að þetta hús ætti að
byggja á svæðinu á milli Norræna
hússins og Hringbrautar. Þar
myndi það sóma sér mjög vel og
um leið væri bílastæðavandamál
Háskólans leyst, þar sem fyrir-
hugað er að hafa tvo kjallara fyrir
bílageymslur í ráðhúsinu. Síðan
vil ég að gamla, fallega og reisu-
lega bárujámhúsinu við enda
tjamarinnar sé sýndur sá sómi
að gerður verði garður í kringum
það með bekkjum. Þá fyrst væri
heildarmynd Tjamarinnar falleg."
Ráðhúsið á
réttum stað
Ragnheiður hringdi:
„Ég vil taka undir það sem
Andavinur skrifar í Velvakanda
föstudaginn 20. nóvember. Sú
spuming hlýtur að vakna hvort
þessir háværu skúradýrkendur
eigi öllu að ráða um skipulag
Miðbæjarins. Má aldrei hrófla við
neinu þama fyrst einhveijir eiga
persónulegar minningar sem
tengjast þessu svæði? Munu borg-
aryfírvöid neyðast til að hætta við
Skúlagötuskipulagið vegna þess
að einhveijir eiga persónulegar
minningar sem tengjast Skúlagö-
tunni eins og hún var? Er eitthvað
vit í að láta slíka afturhaldssemi
ráða ferðinni varðandi skipulags-
mál í miðborginni?“
Gæsluvellir
Guðrún Aðalsteinsdóttir -
hringdi:
„Mér fínnst einkennilegt að
boðið er upp á betri þjónustu á
Seltjamamesi hvað gæsluvelli
varðar heldur enn í Reykjavík.
Ég hef búið í Vesturbænum í 20
ár en fer með bömin mín á gæslu-
völl út á Seltjamames. Þar er
gæsluvöllur opinn frá kl. 8 til 12
og frá kl. 13 til 17. Að vísu þarf
maður að borga aðeins meira en
þar er um smávægilega upphæð
að ræða. Nýlega var opnaður nýr
gæsluvöllur í Skjólunum, skammt
þaðan sem ég á heima. Hann er
hins vegar aðeins opin frá kl. 10
til 12 og kl. 13.30 til 16. Hvers
vegna er Reykjavíkurborg ekki
samkeppnisfær við Seltjamames
hvað þetta varðar."
• •
BOKUNAR
VÖRUR
Ljóma smjörlíki 500g • • • 43,
Srásykur, lkg • ...........16,
Finax hveiti 2 kg • .......41,
Golden síróp, 500g • • • • 65,
Hagvers
kókosmjöl, 500g
Dansukker
flórsykur, 500g
Dansukker
púðursykur, 500g
Rússnesk
jarðarberjasulta, 454g
Odense
hrámarsipan, 200g • •
Odense
konfektmarsipan, 200g
Konsum
suðusúkkulaði, 200g •
Mónu
súkkulaðispænir 150g
...48,-
...17,-
...19,-
...31,-
139,-
105,-
127,-
..47,-
HAGKAUP
REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
í -
■*-