Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 78

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Stuðningnr fyrii'tækja við listir í Morgunblaðinu á sunnudaginn birtist viðtal við Gunnar B. Kvaran, Sjá þögnina og heyra hrópið, og vegna mistaka óskar Gunnar eftir að eftirfarandi málsgrein birtist í heild: Það fínnast einstaka fyrir- tæki sem veita fé til lista og menningarmála t.d. Flugleiðir og Eimskip og síðan íslenskar banka- stofnanir, s.s. Seðlabankinn, Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Iðnaðarbankinn og Útvegsbankinn en margar þessarar stofnana eiga nú orðið dágóð listasöfn. En öll þessi menningarviðleitni þyrfti að vera markvissari. Ekið á bíl og á brott EKIÐ var á rauða Toyota-bifreið við Olduselsskóla á föstudag. Sá sem það gerði, eða vitni að at- burðinum, er beðinn um að hafa samband við lögregiu. Óhappið varð einhvem tíma frá klukkan 11-17 á föstudag. Slysar- annsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík þiggur allar upplýsingar með þökkum. Bjarni Ragnar: Sýning í FIM- salnum BJARNI Ragnar opnaði mynd- listarsýningu í FÍM-salnum Garðastræti 6 síðastliðinn föstu- dag. Þetta er sjöunda einkasýning Bjama, sem er rúmlega fertugur Reykvíkingur. Hann hefur einnig tekið þátt í 9 samsýningum á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Sýning Bjama Ragnars stendur til 6. desember og er opin virka daga frá klukkan 16-21 en um helg- ar frá 14-22. Ætternisstapi og átján vermenn í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist bókarkafli, Sigurðar Breið- fjörð og hundurinn Pandór, úr bók Þorsteins frá Hamri, sem nýkomin er út. Misritun varð í nafni bókar- innar, en hún heitir Ættemisstapi og átján vermenn. Þá féllu niður tilvitnunarmerki á nokkmm stöðum í bókarkaflanum. Hlutaðeigendur em beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Við erum minni - jbess vegna verðum við að gera betur. arnarflug

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.