Morgunblaðið - 24.11.1987, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
79
Karpov sýndi sínar beztu hliðar
Skák
Margeir Pétursson
Þrátt fyrir mikið mótlæti upp á síðkastið í heimsmeistara-
einvíginu er Anatoly Karpov greinilega ekki af baki
dottinn. Eftir frábæra taflmennsku i sextándu einvígisská-
kinni í gærkvöldi eru allar líkur á því að Karpov jafni
metin í einvíginu þegar biðskákin verður tefld áfram í
dag. Fyrir skákina hafði Kasparov átta vinninga, en
Karpov sjö, þannig að það er Ijóst að lokabaráttan í ein-
víginu verður gífurlega spennandi.
Síðan Kasparov vann elleftu
skákina hafði baráttan verið með
daufara móti þar til á föstudag-
inn að Karpov sótti fast með
hvítu í þeirri fímmtándu. Þegar
skákin fór í bið var staðan dautt
jafntefli, en keppendum gekk illa
að ná friðarsamkomulagi.
Karpov bauð jafntefli, en Ka-
sparov var svo seinn til svars að
hann dró boðið til baka. Það
þurfti því úrskurð skákstjórans
til að fá Karpov til að standa við
boðið.
Þessi ólíkindalæti virðast hafa
haft góð áhrif á Karpov sem er
vanur skæruhemaði á milli
skáka frá tveimur einvígjum við
Viktor Korchnoi. Áskorandinn
leyfði Kasparov aftur að tefla
hefðbundinn enskan leik og virt-
ist nú mun betur undirbúinn en
fýrr í einvíginu.
í miðtaflinu komu stíleinkenni
þessara tveggja geysisterku
skákmanna vel í ljós. Kasparov
lék peðum sínum fram, fékk
meira rými og var að þreifa fyr-
ir sér um sóknarfæri. Karpov lét
peð sín hins vegar nærri óhreyfð,
en notaði fyrsta tækifæri til að
njörva niður peðaveikleika and-
stæðingsins. Áskorandinn var
greinilega ákveðinn í að láta
sverfa til stáls, hann skildi
kóngsvænginn eftir lítt varinn
og fór með báða riddara sína í
skæruhemað á drottningar-
væng.
Eftir 23 leiki var sýnt að góð
staðsetning á mönnum Karpovs
væri mikilvægari en peðafleygur
Kasparovs á miðborðinu. Heims-
meistarinn reyndi þá að þyrla
ryki í augu andstæðingsins með
peðsfóm, en Karpov tókst að sjá
við öllum gildmm og halda peð-
inu, án þess að verða fyrir
áföllum. í miklu tímahraki fýrir
bið fann Kasparov enga áætlun,
lék mönnum sínum fram og til
baka og við það versnaði staða
hans til muna.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Enski leikurinn
1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3.
Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2
- 0-0 6. 0-0 - He8
I annarri og fjórðu skákun-
um lék Karpov hér 6. — e4,
sem er hvassara. Nú er 7. Rd5
algengast, en heimsmeistarinn
beinir skákinni út á litt troðn-
ar slóðir.
7. d3 — Bxc3 8. bxc3 — e4 9.
Rd4 — h6 10. dxe4 — Rxel 11.
Dc2 - d5!?
Djarfur leikur, því nú lendir
svarta drottningin í skálínu bisk-
upsins á g2. Karpov hefur þó
sýnilega reiknað dæmið mjög
nákvæmlega.
12. cxd5 - Dxd5 13. e3
Karpov hefur vafalaust ætlað
að svara hinum eðlilega leik 13.
Hdl með 13. — Bf5! og eftir 14.
Rxf5 — Dxf5 hótar hann bæði
15. — Dxf2+ og 15. — Rxg3.
13. - Ra5 14. f3
Eftir 14. Hdl virðist svartur
ieysa vandamál sín með því að
leika 14. — Dh5!
14. - Rd6 15. e4 - Dc5+ 16.
Be3 - Rdc4 17. Bf2 - De7
18. Hadl?!
Hvítur hefði átt að leika strax
18. f4. Karpov sýnir með 20.
leik sínum að þessi hróksstað-
setning er óheppileg.
18. - Bd7 19. f4 - Had8 20.
e5 - Bg4! 21. Rf5 - De6 22.
Hxd8 - Hxd8 23. Rd4 - Dc8
Staða svarts er nú greinilega
betri. Kasparov vill ekki sætta
sig við hið rólega framhald 24.
Hel — c5 25. Rb3 — b6 og svart-
ur stendur áfram betur, en reynir
að slá ryki í augu andstæðings-
ins með peðsfóm:
24. f5!? - c5
Ekki 24. - Rxe5? 25. h3 - c5
26. De4! — He8 27. hxg4 —
cxd4 28. cxd4 og hvítur hefur
unnið peðið til baka með betri
stöðu.
25. De4 - cxd4 26. Dxg4 -
Rxe5
Vafalaust hefur Kasparov ver-
ið að vonast eftir 26. — dxc3,
því þá nær hann að hleypa tafl-
inu upp með 27. e6! Þar sem 26.
De4 gengur nú ekki vegna 26.
- Rec4 verður Kasparov að
sætta sig við að tapa peði.
27. De2 - Rec6 28. cxd4 -
Rxd4 29. Bxd4 - Hxd4 30. f6
Síðasta tromp heimsmeistar-
ans nægir til að veikja svörtu
kóngsstöðuna, en Karpov teflir
áframhaldið mjög vel og gefur
engin færi á sér. — De6 31. Db2
- De3+ 32. Khl - b6 33. fxg7
- Rc4 34. Dc2 - Kxg7 35. Bd5
- Rd6! 36. Db2 - De5 37. Bb3
- a5 38. Df2 - f5 39. Db2 -
b5 40. a3 - Kg6
í þessari stöðu fór skákin í
bið. Taflmennska Kasparovs í
síðustu leikjunum fyrir bið hefur
verið ráðleysisleg og Karpov er
nú kominn með yfírburðastöðu í
ofanálag við peðið sem hann
hefur yfír. Það verða því að telj-
ast hverfandi líkur á að Kasparov
nái jafntefli.
Eggjabændur falla frá
ákvörðun um samráð
FORYSTUMENN eggjabænda
hafa sent verðlagsstofnun yfir-
lýsingu um að eggjabændur hafi
samþykkt á fundi að falla frá
samráði því um verðlagningu á
eggjum sem þeir hafa viðhaft í
viku. Verðlagsstofnun taldi
samráðið stangast á við ákvæði
verðlagslaga og gerði athuga-
semdir við það. Vegna þessara
viðbragða ákváðu eggjabændur
að draga ákvörðun sína til baka
en óskuðu jafnframt eftir undan-
þágu frá þeim ákvæðum laganna
sem banna samráð.
Einar Eiríksson formaður Félags
alifuglabænda sagðist í gær ekki
eiga von á því að eggjaverðið
breyttist mikið. Því hefði verið svo
í hóf stillt. Vonaðist hann til að fá
sem fyrst leyfi verðlagsráðs til að
bændur geti verðlagt eggin sameig-
inlega, eins og lengst af hefði verið
gert. Framboð og eftirspum réði
eftir sem áður mestu um verðið.
Gísli ísleifsson lögfræðingur
Verðlagsstofnunar sagðist f gær
vera ánægður með þessi viðbrögð
eggjabænda. Næsta skref í málinu
væri það að verðlagsráð myndi
flalla um undanþágubeiðni bænd-
anna en ákvörðunarvald í því efni
væri ekki hjá stofnuninni. Taldi
hann að Verðlagsstofnun myndi
fylgjast sérstaklega með eggjaverð-
inu á næstunni. Ef bændur héldu
verðinu óbreyttu yrði að grípa til
ráðstafana, en þeir hefðu þó sinn
aðlögunartíma.
Slysavarnaskóli sjómanna:
Leiðaleitað til að afla fjár
Fjármálaráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson, hefur sent
skeyti til sjómanna þar sem
hann getur þess, að hann hafi
falið formanni fjárveitinga-
nefndar að leita leiða til að afla
fjár til slysavarnaskóla sjó-
manna. Skeytið er svar við
skeyti áhafna 101 skips, þar sem
farið var fram á fé til skólans.
Ekkert fé var ætlað til öryggis-
mála af þessu tagi í fjárlagafrum-
varpinu. Skýringin er sú að beiðni
þess efnis barst ekki frá viðkom-
andi ráðuneyti, þar sem á þeim
tíma var ekki fyllilega ljóst hver
ætti að óska fjárveitingarinnar.
Líklegt er talið að samstaða náist
innan fjárveitinganefndar um fé
til uppbyggingar skólans og ann-
arra öryggismála sjómanna.
Pétur Einarsson skreiðarsali:
Krefst 10 milljóna
í miskabætur af Vikimni
LÖGFRÆÐINGUR Péturs Ein-
arssonar, skreiðarsala, hefur
fyrir hans hönd stefnt ritstjórum
Vikunnar fyrir ærumeiðingar á
hendur Pétri. Krafizt er 10 millj-
óna króna miskabóta, 100.000
króna til að standa straum af
kostnaði við birtingu stefnu og
að ýmis ummæli um Pétur í Vik-
unni verði dæmd ómerk.
Tilefni stefnunnar er grein í Vik-
unni frá 5. nóvember síðastliðnum.
Greinin er ekki merkt höfundi og
er Þórami Jóni Magnússyni, rit-
stjóra og eiganda blaðsins, og
Magnúsi Guðmundssyni ritstjóra
stefnt, en þeir eru jafnframt
ábyrgðaimenn Vikunnar.
♦♦♦
WILKEIMS BSF
SMmM . ,
SILFURBUÐIN
KRINGLUNNI—REYKJAVÍK
SÍMI 689066