Morgunblaðið - 04.12.1987, Page 16

Morgunblaðið - 04.12.1987, Page 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 Kókaínneysla æ al- gengari hér á landi „ÞAÐ ER greinilegt að notkun Islendinga á kókaíni hefur aukist á síðustu mánuðum, en hér á landi tekur þetta fíkniefni auð- vitað ekki við af heróíninu, því það hefur aldrei náð útbreiðslu hér,“ sagði Guðjón Marteinsson, deildarlögfræðingur hjá lögregl- unni í Reykjavík. í síðustu viku birti Morgunblaðið frétt, þar sem haft var eftir háttsettum starfs- manni Interpol að kókaínið virtist ætla að taka við af heróíni sem algengasta eiturlyf í Vest- ur-Evrópu. Guðjón sagði að þessar fregnir kæmu ekki á óvart, því starfsmenn fíkniefnalögreglunnar hefðu orðið varir við aukið magn af kókaíni í umferð hérlendis. Hann sagði að begar markaður í Ameríku væri mettur kæmu efnin til Evrópu. „Efnin lækka þá í verði í Evrópu og þá sjá menn sér leik á borði, kaupa þessi efni og flytja þau hing- að til lands," sagði Guðjón. „Eg held að lögreglan hér á landi sé viðbúin þeim möguleika að innflutn- ingur á kókaíni aukist, enda höfum við orðið varir við það undanfama mánuði að æ fleiri hafa notað kók- aín eða eru teknir með nokkur grömm í fórum sínum.“ Því hefur verið haldið fram að lögreglan nái aldrei nema hluta af þeim fíkniefnum sem flutt eru til landsins. í október voru hjón frá Brasilíu handtekin í Hveragerði og í fórum mannsins fundust 450 grömm af kókaíni. Þýðir þetta að innflutningur hingað til lands er þegar orðinn mjög mikill? „Nei, þetta mál er alls ekki dæmi- gert fyrir innflutning og neyslu á kókaíni hérlendis," svaraði Guðjón. „Það kom enda í ljós við rannsókn málsins að maðurinn hafði ætlað sér að flytja kókaínið til Banda- ríkjanna og selja það þar. Hérlendis kemur aukningin fram í því, að það verður æ algengara að menn séu teknir með lítilræði af kókaíni í fórum sínum og viðurkenni að hafa notað efnið. Hérna hefur heróínið aldrei náð útbreiðslu og aðeins einu sinni fundist lítilræði af efninu hér. Það virðist því sem betur fer ekki vera markaður hér fyrir heróín, enda eru fíkniefnavandamál okkar alls ekki sambærileg við mörg önn- ur lönd, þrátt fyrir að mörgum fínnist nú nóg um samt," sagði Guðfjón Marteinsson, deildarlög- fræðingur. Hvernig væri að heimsækja ættingja og vini erlendis um hátíðina, kynnast jólahaldi annarra þjóða og sleppa þessu hefðbundna jólaamstri heima - svona einu sinni? Flugleiðir bjóða sérstök jólafargjöld til eftirtalinna staða: Kaupmannahafnar Gautaborgar Óslóar Stokkhólms Glasgow Lundúna kr. 18.790 (jólapex) kr. 18.630 (jólapex) kr. 18.490 (jólapex) kr. 21.440 (jólapex) kr. 14.040 (jólapex) kr. 16.150 (jólapex) Ennfremur: Luxemborgar New York Boston Chicago Baltimore Orlando kr. 17.090 (pex) kr. 23.740 (super-apex) kr. 23.740 (super-apex) kr. 26.770 (super-apex) kr. 25.140 (super-apex) kr. 30.750 (super-apex) Jólapex gildir frá 1. til 31. desember 1987 Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Ragnar Borg ræðismaður Ítalíu á íslandi og Kristján Jóhannsson óperusöngvari takast í hendur eftir undirritun samningsins. Krístján á samning hjá frú Pavarotti KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur undirritað samning við umboðsskrifstof- una „Stagedoor Management", sem frú Adua Pavarotti, eigin- kona stórsöngvarans Luciano Pavarotti, veitir forstöðu. Að sögn Kristjáns felur samning- nrinn í sér að frú Pavarotti verður umboðsmaður hans á Ítalíu, en i öðrum löndum hefur Kristján fijálsar hendur með samninga. Kristján sagði að umboðsskrif- stofa þeirra hjóna hefði verið stofnuð fyrir um það bil ári og væri tilgangurinn að koma yngri söngvurum á framfæri. Skrifstof- an hefði tiltölulega fáa söngvara á sínum snærum, en gerði þeim mun betur við þá og má nefna að Kristján er annar af tveimur tenórum, sem frú Pavarotti hefur umboð fyrir. Það var frú Pavar- otti sem hafði samband við Kristján að fyrra bragði, og kvaðst. hann líta á það sem mikla viðurkenningu fyrir sig persónu- lega. „Ég tel það mikinn kost fyrir mig að vera kominn á samning hjá þessu fyrirtæki enda hefði ég aldrei skrifað undir samninginn nema að ég teldi að það gæti orð- ið mér til framdráttar," sagði Kristján. „Þótt frúin veiti skrif- stofunni forstöðu er auðvitað ljóst að Pavarotti sjálfur hefur þar hönd í bagga og það er hann sem velur í kringum sig fólk. Og þar sem litið er á hann sem eins kon- ar goð í óperuheiminum á Ítalíu hlýtur slíkur samningur að opna ýmsar dyr. Það liggur líka fyrir að sjálfur getur hann ekki tekið öll þau hlutverk sem honum bjóð- ast og þá liggur beinast við að umboðsskrifstofa þeirra hjóna hlaupi undir bagga og beini sínum umbjóðendum í þau störf." Undirskriftir til stuðnings héraðsskólanum í Reykjanesi Á ÞRIÐJA hundrað manns, sem flust hafa úr inn-hreppum ísa- fjarðardjúps suður á Stór- Reykjavíkursvæðið hafa sent ráðherrum og þingmönnum eftir- farandi: „í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988, sem nú liggur fyrir alþingi, er við það miðað, að héraðsskólinn í Reykjanesi verði lagður niður. Sveitarstjómir í fjórum inn-hrepp- um ísaflarðardjúps hafa sent samhljóða áskomn til fjármálaráð- herra, fjárveitinganefndar og þingmanna Vestfjarða um að þess- ari ákvörðun verði breytt og skólinn tekinn inn á fjárlög 1988. Vegna þessa viljum við undirritað- ir, brottfluttir Djúpmenn, velunnarar skólans og byggðarlagsins eindregið styðja þessa ósk heimamanna og með undirskriftum okkar beina þeirri áskorun til fjármála- og menntamálaráðherra og til þing- manna Vestfjarðakjördæmis, að þeir beiti sér fyrir því, að skólinn starfí áfram. Ollum þeim, er til þekkja, er ljóst, að byggð við Djúp stendur það tæpt nú, að ef til þess kæmi, að Reykja- nesskólinn, eini skólinn í byggðar- laginu, yrði lagður niður þá þýddi það rothögg fyrir byggð á þessum slóðum. Við treystum því, að til þess komi ekki.“ 'RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.