Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 FRUMVARP TIL LAGA UM STJORNUN FISKVEIÐA: Mikil andstaða við „Siglingaskattínn“ FYRIRKOMULAG á svokölluðum sigl- ingaskatti samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til laga um stjórnun fiskveiða, hefur mætt mikilli mótspyrnu meðal fulltrúa útgerðar og sjómanna, en fulltrúar fiskvinnslunni eru í flestum tilfellum sáttir við það. Samkvæmt þessu skerðist aflakvóti um 15 til 25% þess magns, sem flutt er utan ferskt. Afli skipa, sem sigla með aflann skerðist um 15% miðað við vigt upp úr þeim. A sama hátt skerðist aflakvóti vegna útflutnings í gámum sé fiskurinn veginn fyrst hér heima, en um 25% sé hann fluttur óveg- inn utan. Hér fer á eftir álit fimm fulltrúa hagsmunaaðila í sjávarútvegi og sjávarútvegsráðherra. HALLDOR ÁSGRÍMSSON: Bil beggja farið í kvótaálaginu „ÞAÐ er undarlegt að menn skuli vera hissa á þvi að þetta komi inn. Umræðan undanfar- ið hefur þá farið framhjá viðkomandi aðilum. Þetta hófst meðal annars með því að vinnslan og fleiri kröfðust þess að fiskvinnslan fengi hluta kvótans. Síðan hefur all mikið verið talað um þetta og það var krafa fiskvinnslunnar að álagið hækkaði aftur i 25% eins og var við upphaf kvót- ans,“ sagði Halldór Ásgrims- son, sjávarútvegsráðherra. 15% álag er aðareglan og gert ráð fyrir sambærilegum vigtunar- aðferðum, en sé ekki vigtað hér innan lands, komi 10% álag vegna þess til viðbótar. í fyrstu frum- varpsdrögum var álagið sett í 20% og jafnframt tekið fram í athuga- semd sagt að gengið væri út frá sambærilegri vigtum. Niðurstað- an varð svo 15% og skýrari ákvæði um vigtum, það er að segja 10% álagið til viðbótar, en álag er ein- göngu á karfa og þorsk. Það hefur ýmsum þótt það eðli- legt þegar draga á saman afla, að þaið komi fremur niður á fersk- fískútflutningi, en því sem unnið er innan lands. Stefnt er að því að þorsk- og karfaafli verði lítil- lega minnkaður á næsta ári og það má ekki koma niður á vinnslu innan lands. Það er farið bil beggja í þessari tillögu og við vilj- um að í vigtun sé eitthvert samræmi," sagði Halidór. ÁRNIBENEDIKTSSON; Vonbrigði að samstaða náðist ekki „ÞAÐ urðu mér mikil vonbrigði að á síðasta stigi vinnu ráðgjafar- nefndarinnar voru settir fram fyrirvarar, sem voru í andstöðu við allt, sem áður haf i verið reynt að stefna að. Þess vegna gátu menn ekki lokið við málið með samstöðu," sagði Arni Benedikts- son, formaður Félags Sambands- fiskframleiðenda. „Ég er sátttur við frumvarpið eins og það er, það er búin að vera starfandi með sjávarútvegsráðu- neytinu frá í september sérstök ráðgjafamefnd sem fjallað hefur um fiskveiðistefnuna. I þeirri nefnd komu fram mörg og mismunandi sjónarmið um hvemig fiskveiði- stjómun skuli haga og hvetju þyrfti að brejda. Undanfamar vikur hafa fulltrúar samtaka i sjávarútvegi, sem sæti eiga í nefndinni, reynt að ná saman heilstæðu áliti. Það var svo komið að búið var að ná saman frumvarpi, sem flestir gátu sætt sig við að lagt væri fram. Þó flestir hefðu sjálfsagt viljað hafa eitthvað öðm vísi, en það er jafnan svo, þegar þarf að semja, að það ná Á fiskmarkaði í Grímsby. ekki allir fram öllu, sem þeir helzt hefðu viljað. Því urðu mér það von- brigði að samstaða náðist ekki,“ sagði Ámi Benediktsson. ÓSKAR VIGFÚSSON: Bein aðf ör að umbjóðendum okkar VIÐ Guðjón A. Kristjánsson vor- um einfaldlega samrnála um það, að við gætum ekki sætt okkur við frumvarpið fyrir hönd um- bjóðenda okkar. Hér er um ræða, að okkar mati, kjaraskerðingu fyrir þá menn, sem vilja selja afla sinn hæstbjóðenda. Við telj- um þau rök, sem fram hafa komið hjá þeim, sem þetta vilja hafa svona, ekki nægilega hald- góð. Þetta munar því að af hveijum 100 tonnum, sem menn selja á erlendum markaði, lækk- ar kvótinn um 25% af því, sem selt er úr gámum, en 15% sé selt úr skipum. Þessi munur er meiri en við getum sætt okkar við,“ sagði Óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands íslands. „Þetta er bein aðför að umbjóð- endum okkar. Ef leita á skýringa á því, hvers vegna þetta sé fram komið, dettur mér í hug að hér sé verið að bæta samkeppnisaðstöðu vinnslunnar hér á landi hvað varðar hráefnisverð. Það er búið að höggva í þennan sama knérunn í þijú skipti og við teljum að nóg sé komið. Við samþykktum, á sínum tíma að kröfu fískvinnslunar sérstaklega, að taka þátt í kostnaði útgerðarinnar við útflutning í gámum. Það þótti ekki nægjanlegt og því var þvinguð fram af fískvinnslunni greiðsla í Verð- jöfnunarsjóð fískiðnaðarins af ferskum físki. Síðan kemur þetta þriðja högg og það getum við ekki sætt okkur við,“ sagði Óskar. GUÐJÓNA. KRISTJÁNSSON: Kvótaálagið er byggt á alröng- umforsendum „ÉG ER alls ekki sáttur við að þetta verði afgreitt án þess að tekið sé tillit til samþykkta sam- taka hagsmunaaðila í sjávarút- vegi. Það erum við sem eigum að búa við þetta og fara eftir því. Því hlýtur að eiga að taka tillit til okkar. Að auki er álagið á ferskfiskútflutninginn byggt á alröngum forsendum,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. „í fyrsta lagi geri ég athugasemd við að ekki skuli settar inn heimild- ir til sóknarmarksskipa til að flytja til sin afla á óbreyttum sóknardög- um. Þetta var samþykkt bæði hjá FFSÍ, LÍÚ og Fiskiþingi og því ein- kennilegt að ekki skuli hafa verið telið tillit til þess. í öðru lagi sam- þykktum við og Fiskiþing að sóknarmarksskip innan sama út- gerðarstaðar mættu flytja afla- heimildir sín á milli á óbreyttum sóknardögum. Um rækjuna sam- þykktum við að stjóma veiðunum með takmörkunum á veiðidögum og skipafjölda meðan skipin væru að vinna sér áreiðanlega reynslu. Loks hafa flestir hagsmunaaðilar lýst andstöðu við aukið kvótaálag vegna sölu á ferskum físki erlendis. Eins og þetta er orðið í frumvarpinu er ósamræmi milli skerðingar vegna útflutnings á físki í gámum og með fiskiskipum. Álagið, sem ráðgert er að taka upp á ferskfískútflutning er byggt á alröngum forsendum og ég hlýt að mótmæla því,“ sagði Guðrjón A. Kristjánsson. KRISTJÁN. RAGNARSSON: Er í megin dráttum sáttur við frumvarpið „ÉG ER í megin dráttum sáttur við frumvarpið. Það er mikil- vægt að það er unnið í samráði við okkur, hagsmunaaðila f sjáv- arútvegi. Enda er grundavallar- atriði að þeir, sem eiga að búa við fiskveiðistjórnunina, geti sætt sig við hana, annars verður engin stjórnun á veiðunum," sagði Kristján Ragnarsson, form- aður Landssambands íslenzkra útvegsmanna. „Við treystum því að reglugerð- um verði beitt skynsamlega svo sem hvað varðar veiðar á rækju og svæðaskiptingu. Ég er hins vegar ósáttur við aflaskerðingu vegna útflutnings á ferskum físki. Það er ekki fískveiðistjómun. Við höfum lagt áherzlu á að ná friði um þetta innan sjávarútvegsins í heild. Það tókst því miður ekki, en við vorum tilbúnir til samkomu- lags á grundvelli frumvarpsins og til að sýna að við ættum heldur að leysa málin sjálfír fremur en að ætla Alþingi að gera það fyrir okk- ur,“ sagði Kristján Ragnarsson. LANDSSAMBAND SMÁBÁTAEIGENDA: 10. greinin skerðir mjög hag fjölmargra LANDSSAMBAND smábátaeig- enda mótmælti á síðasta fundi ráðgjafarnefndar um fiskveiði- stjómum þeirri grein frumvarps ríkisstjórnarinnar til laga um stjórnun fiskveiða, sem fjallar um veiðar smábáta. í bókuðum mótmælum þess segir að nokkuð góður friður hafi verið um nú- verandi stjórnun veiðanna. Það sé þvi krafa sambandsins að henni verði haldið óbreyttri. Arthur Bogason, formaður sam- bandsins, segir svo í mótmælunum: „Aðalástæður þess að Landssam- band smábátaeigenda er gegn 10. grein laganna, sem fjallar um veið- ar smábáta, eru þær að greinin skerðir mjög hag fjölmargra smá- bátaeigenda og lítilla sjávarplássa á landsbyggðinni. Að auki gengur hún þvert á þá átt, sem fram kem- ur í starfsáætlun núverandi ríkis- stjómar, þar sem talað er um endurskoðun á fískveiðilöggjöfinni með tilliti til byggðarsjónarmiða og aukins athafnafrelsis manna í sjáv- arútvegi." missa af þessu EIpH 50-70% afsláttur Meiriháttar útsala á aóðum fatnaði Vetrargallar kr-1.900,- Jogginggallar kr. 800,- o.fl. o.fl. Þetta er ekki brandari Opið frá kl. 10.00-18.30 alla daga nema laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Bylgjubúð, Arnarbakka 2, sími 75030 (á móti Breiðholtskjöri).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.