Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 1
144 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
278. tbl. 75. árg.
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fiskeldi í Svíþjóð:
Um 50% af-
urðaaukn-
ing 1986
Stokkhólmi. SIP.
FRAMLEIÐSLA eldisfisks til
sölu á neytendamarkaði komst
yfir 4.000 tonn í Svíþjóð á árinu
1986, og var það 51% aukning
frá árinu áður, samkvæmt upp-
lýsingnm frá stjórnvöldum.
Mestur hlutinn var regnbogasil-
ung^ur yfir 1,5 kg að þyngd.
Fiskeldisstöðvum fjölgaði um
27% á sama tíma, og eru þær nú
249.
Kræklingaræktun dróst saman
þriðja árið í röð, var 325 tonn 1986,
en 415 tonn árið áður.
Áætlað er, að heildarframleiðslu-
verðmæti fískeldisstöðvanna á
árinu 1986 hafi verið um 95 milljón-
ir sænskra króna (um 580 millj.
ísl. kr.).
Svenska Dagbladet:
Lesendur fá
umboðsmann
Stokkhólmi. SIP.
STAÐA umboðsmanns lesenda
hefur verið sett á fót við Svenska
Dagbladet í Stokkhólmi, eitt af
stærstu dagblöðunum í Svíþjóð.
Mun hann koma fram fyrir hönd
lesenda á ritstjórn og vera tals-
maður þeirra þar, ef þeim finnst
sér misboðið á síðum blaðsins.
Þetta mun vera fyrsta embætti
sinnar tegundar á norrænu dag-
blaði, en fordæmið er fengið frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Kanada. Embætti þinglegs umboðs-
manns var fyrst tekið upp í Svíþjóð
árið 1809, og var hann talsmaður
almennings gagnvart réttarkerfínu
og stjómvöldum. Frá Svíþjóð
breiddist umboðsmannshefðin út
um allan heim.
í Svíþjóð er fyrir sameiginlegur
umboðsmaður fyrir öll blöð í
landinu, og er hann opinber eftirlits-
maður með blaðaheiminum í heild
sinni.
SKAMMDEGISKOSS
Morgunblaðið/Arnar Vignis
Deilt um væntanlegan afvopnunarsáttála risaveldanna:
Flokksbræður Reagans æf-
ir vegna ummæla forsetans
Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
REPÚBLIKANAR, flokksmenn
Ronalds Reagan Bandaríkjafor-
seta, eru margir hveijir æfir af
reiði vegna ummæla forsetans í
sjónvarpsviðtali á fimmtudag er
hann sagði ákveðna flokksbræður
sína líta svo á að stríð milli stór-
veldanna tveggja væri „óhjá-
kvæmilegt" og vændi þá um að
hafa ekki kynnt sér væntanlegan
afvopnunarsamning þeirra. Sú
sérkennilega staða er nú komin
upp að flokksbræður Reagans
finna viðleitni hans til að ná af-
vopnunarsamningum við Sovét.-
stjórnina flest til foráttu en
demókratar styðja samkomulag
risaveldanna um upprætingu
meðal- og skammdrægra flauga,
sem áformað er að Reagan og
Míkhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
undirriti á þriðjudag, og hugsan-
legan samning um helmings-
fækkun langdrægra kjarnorku-
vopna.
Bandarískir stjómmálaskýrendur
segja deilumar í Repúblikanaflokkn-
Washington:
Fimm fundir áætlaðir
njrton
MÍKHAIL S. Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Raisa eigin-
kona hans eru væntanleg hingað til Washington ásamt fylgdarliði
um miðjan dag á morgun, mánudag. Það kemur í hlut Georges
Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að taka á móti Sovét-
mönnunum á Andrew’s-herflugvellinum í Washington. Mikil leynd
hvílir yfir hvaða Ieið bílalest sovésku fulltrúanna ekur að sovéska
sendiráðinu. Mikill viðbúnaður verður í borginni vegna komu
Gorbatsjovs og verður götum í nágrenni sovéska sendiráðsins og
Hvita hússins lokað þá daga sem Gorbatsjov dvelst í Bandaríkjun-
um.
Áætlað er að leiðtogamir komi
fimm sinnum saman til fundar í
Hvíta húsinu þann 8. til 10. desem-
ber og verður fyrsti fundur þeirra
árdegis á þriðjudag. Hæst ber und-
irritun samkomulags risaveldanna
um upprætingu meðal- og skamm-
drægra kjamorkuflauga á landi,
sem áformuð er síðdegis á þriðju-
dag.
Gorbatsjov mun árdegis á mið-
vikudag eiga fund með fulltrúum
Bandaríkjaþings í þinghúsinu.
Bandarísku forsetahjónin munu á
miðvikudagskvöld sitja kvöldverð-
arboð Sovétleiðtogans í sendiráði
Sovétríkjanna en slíkt þykir tíðind-
um sæta hér vestra. Síðasti fundur
leiðtoga stórveldanna verður á
fímmtudag á hádegi og að honum
loknum er áætlað að Gorbatsjov
haldi fund með fréttamönnum.
Sömuleiðis er ráðgert að Reagan
forseti ávarpi þjóð sína í beinni
sjónvarpsútsendingu á fímmtu-
dagskvöld.
Viðræður leiðtoganna munu
einkum snúast um fjóra mála-
flokka; afvopnunarmál, mannrétt-
indamál, svaeðisbundin ágreinings-
efni ríkjanna og samskipti
stórveldanna.
Mannréttindamál verða' að öllum
líkindum mikið í sviðsljósinu þá
daga sem fundimir standa. Gyð-
ingar hafa undirbúið mikil
mótmæli í miðborg Washington
hér í dag til að undirstrika kröfur
sinar þess efnis að sovéskir gyðing-
ar, sem þess æskja, fái að flytjast
brott frá Sovétríkjunum. Hér í
Washington er það talin vísbending
um vissa tilslökun Sovétmanna á
þessu sviði að Sovétstjómin hefur
á undanfömum dögum veitt nokkr-
um sovéskum gyðingum úr hópi
andófsmanna brottfararleyfí.
um sérlega óheppilegar fyrir Reagan
og stjóm hans og að þær kunni að
veikja stöðu hans í væntanlegum
viðræðum við Gorbatsjov. Fulltrúar
stjómarinnar kveðast á hinn bóginn
ekki hafa vemlegar áhyggjur af
þessu og segjast þess fullvissir að
samningurinn um útrýmingu meðal-
drægra og skammdrægra kjam-
orkuflauga verði undirritaður á
þriðjudag. Þá telja þeir einnig ör-
uggt að öldungadeild Bandaríkja-
þings leggi blessun sína yfír
samninginn.
íhaldssamir þingmenn telja að
öryggi aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins verði ógnað undirriti
forsetinn samning um að fjarlægja
bandarískar kjamorkueldflaugar frá
meginlandi Evrópu. Segja þeir Sov-
étmenn hafa svikið alla sáttmála sem
þeir hafa undirritað hingað til og
nefna því til stuðnings alþjóðlegar
mannréttindayfírlýsingar, ABM-
sáttmálann frá árinu 1972 um
takmarkanir gagneldflaugakerfa og
SALT II-samkomulagið um tak-
markanir langdrægra kjamorku-
vopna. Demókratar hafa á hinn
bóginn lýst sig fylgjandi samningn-
um um meðaldrægu flaugamar og
kveðast þess fullvissir að hann þjóni
hagsmunum bæði Bandaríkjanna og
ríkja Vestur-Evrópu enda séu eftir-
litsákvæði hans sérlega afdráttar-
laus.
Sjá grein á bls. 34 og 35C og
forystugrein á miðopnu.