Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Fanginn fundinn FANGINN sem stra.uk frá saka- dómi Reykjavíkur á föstudaginn fannst á veitingahúsi í Reykjavík aðfararnótt laugardagsins. Maðurinn er 26 ára gamall refsi- fangi á Litla-Hrauni. Hann átti að mæta fyrir dóm á föstudagsmorg- uninn en hljóp þá á brott. Deilatækni- skólakenn- ara leyst DEILA kennara í frumgreina- deild Tækniskóla íslands við fjármálaráðuneytið um túlkun á samkomulagi um greiðslu fyrir kennslu og önnur störf leystist um hádegisbilið í gær, laugar- dag. Kennsla verður með eðlileg- um hætti samkvæmt stundaskrá á mánudag, en kennarar lögðu niður vinnu á föstudag í mót- mælaskyni. Launadeild fjármálaráðuneytis- ins taldi að mat á kennslu og öðrum störfum kennara, sem kennslu- matsnefnd gerði í sumar, væri of hátt og vildi skerða það um 10%. Kennarar mótmæltu skerðingu vegna stjómunarstarfa og sam- kvæmt því samkomulagi sem nú hefur náðst nær skerðingin til kennslunar og aðalprófa í desem- ber, en ekki til stjómunarstarfa og endunektarprófa í desember og janúar. í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með nafn formanns Félags tækniskólakennara. Hann heitir Guðbrandur Steinþórsson. Em hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Þrír teknir með fíkniefni LÖGREGLAN átti annrikt að- fararnótt laugardagsins vegna mikillar ölvunar og óspekta í miðborg Reykjavíkur. Rúður voru brotnar á nokkrum stöðum í borginni og fengu margir að gista í fangageymslum lögregl- unnar um nóttina. Þá voru þrír ungir menn hand- teknir með fíkniefni í húsi í vestur- bænum. í dag jflargnnblafrii) I 1 l C C I i C 1 L L Heim úr útlegð BLAO B Samningar hjá SR á Raufarhöfn SAMNINGAR tókust í fyrra- kvöld i Iaunadeilu starfsmanna síldarverksmiðjunnar á Raufar- höfn og Síldarverksmiðja ríkis- ins en verkfall átti að öðrum kosti að hefjast í verksmiðjunni á hádegi í gær, laugardag. Samkomulagið, sem var einróma samþykkt af starfsmönnunum, fólst í því að starfsmennimir fá greiddar 20 mínútur aukalega fyrir hverja vakt en þeir höfðu farið fram á að halda þeim launum, 212 krónur á tímann, sem þeir höfðu fengið sam- kvæmt samningum sem gilda áttu til 1. september sl. en vora fram- lengdir til 27. nóvember sl. Starfs- mennimir fá nú 199,10 krónur á tímann en SR treysti sér ekki til að greiða starfsmönnunum áfram sömu laun, sem þeir höfðu krafíst, vegna samninga sem eru í vinnslu, að sögn Stefáns Óskarssonar trún- aðarmanns starfsmannanna. Vegna déilunnar var lokað fyrir móttöku á loðnu í verksmiðjunni frá miðnætti aðfaranætur sl. miðviku- dags. Kaupfélag Skaftfellinga: Fjórtán manns sagt upp í Vík ÖLLUM starfsmönnum trésmiðju og bifreiðaverkstæðis Kaupfélags Skaftfellinga í Vík í Mýrdal, 14 talsins, hefur verið sagt upp störf- um. Smiðjan og verkstæðið hafa haft „nokkuð sæmileg verkefni" en þær eru fjárfrekustu deildir kaupfélagsins. í athugun er að stofna hlutafélag kaupfélagsins, starfsmanna þess og jafnvel ann- arra fyrirtækja í Vík og opinberra aðila um rekstur þeirra. Meira eigið fé vantar í rekstur kaup- félagsins og hann hefur verið mjög þungur á þessu ári, að sögn Friðbjamar Níelssonar kaupfé- lagsstjóra. „Þeim sem vinna í trésmiðju og bifreiðaverkstæði kaupfélagsins, 14 manns, var sagt upp um sl. mánaða- mót,“ sagði Friðbjöm. „Alls vinna um 40 til 50 manns hjá kaupfélaginu hér í Vík, þar af um 30 við verslun- ar- og skrifstofustörf. Það verður fundur kaupfélagsmanna, fulltrúa sveitarfélaga, fyrirtælq'a og starfs- manna þeirra á Hellu, Hvolsvelli og Vík með mönnum frá Byggðastofnun nk. þriðjudagskvöld, þar sem tekin verða fyrir hliðstæð fyrirbæri. Við erum að bíða eftir því hvað komi út úr þeim viðræðum. Það er næsta víst að tiltölulega fáir þeirra, sém við sögðum upp, fengju aðra vinnu hér í Vík, a.m.k. fyrst í stað. En við eram að vinna að stofnun hlutafélags kaupfélagsins um reksturinn á trésmiðjunni og bif- vélaverkstæðinu með starfsmönnum þeirra og jafnvel öðrum fyrirtækjum í Vík og opinberum aðilum. . Kristmundur Gunnarsson er trún- aðarmaður starfsmanna trésmiðju kaupfélagsins. Hann sagði að öllum hefði verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. „Það era engir aðrir atvinnumöguleikar fyrir þessa menn, hvorki í Vík né í nágrenni hennar. Hins vegar höfum við haft nóg verkefni, einkum í trésmiðjunni, því við fengum verkefni í flugstöð- inni. Við smíðuðum innihurðir í hana og erum búnir með þær, en eram búnir að fá ný verkefni. Við starfs- mennimir ráðum ekki við að kaupa trésmiéjuna og bifreiðaverkstæðið með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíla,“ sagði Kristmundur. Breytingar HÉR FER á eftir listi sem fjármálaráðuneytið lét frá sér fara í gærmorgun um breytingar á vöruverði samkvæmt samkomulagi ríkisstjórn- arinnar um breytingar á óbeinum sköttum. Áætlað hlutfall tolla, Mjólk, skyr, smjör og dilkakjöt vörugjalda og hækka ekkiíverði söluskatts af söluverði Önnur matvara ýmist lækkar, hækkar Er Verður eða stendur í stað — Alifugla- og svínakjöt hækkar um 0 20 5-10% — Nautakjöt hækkar um 10—15% 0 20 — Fiskur hækkar um 25% 0 20 — Nýttgrænmeti hækkarum 15—25% 28 34 — Kaffí hækkar um 2—3% 9/15 20 — Sykur hækkarum 13% 9 20 — Gosdrykkir standa í stað 29 28 — Brauð, ostar og egg hækka um 25% 0 20 — Nýir ávextir hækka um 15—25% 35 34 — Þurrkaðir ávextir lækka um 35% 35 20 — Kryddlækkarum35% 35 20 — Morgunverðarkom (Cheerios) lækkar um 35 34 12% Hreinlætisvörur lækka verulega — Sjampó um 25% 34 20 — Tannburstarum45% 45 20 á vöruverði — Tannkrem um 25% 34 20 — Sápurogþvottaefnistandaístað 20 20 Snyrtivörur lækka — Ilmvötnum45% — Rakspírar um 45% 43 20 — Varalitirum47% Búsáhöld lækka — Borðbúnaðurum40% 43 20 — Hnífapör um 50% 47 20 Heimilistæki ýmist lækka eða hækka — Þvottavélar hækkar um 15% 28 34 — Þurrkarar lækka um 5% 37 34 — Sjónvörp og myndbandstæki lækka um 11% 43 38 — Saumavélar hækka um 16% 20 34 — Hljómflutningstæki lækkaum 15% 44 38 — Kæliskápar hækka um 16% 28 34 — Frystikistur lækka um 5% 37 34 íþrótta- og tómstundavörur lækka Bifreiðavarahlutir lækka um 20% 42 34 Hjólbarðar lækka um 20% 35 26 Byggingavörur lækka — Hreinlætistæki lækka um 40% 49 28 — Blöndunartæki lækka um 30% 43 28 — Ráflagnavörar lækka um 30% 42 28 — Gólfteppi og dúkar lækka um 20% 32 20 — Steypustyrktaijám lækkar um 5% 32 28 Rekstrarvörur og ýmis hráefni til atvinnu veganna lækka — Haframjöl og heilhveiti lækkar um 9% 15 20 — Niðursoðnir ávéxtir lækka um 35% 35 20 — Fryst og niðurs. grænmeti lækkar um 15% 35 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.