Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 30

Morgunblaðið - 06.12.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Aukning slysa og bruna af völdum raf- búnaðar SLYS á mönnum af völdum raf- búnaðar voru skráð fimm á árinu 1986, sem er tveimur fleiri en árið áður, að því er segir í árs- skýrslu Rafmagnseftirlits ríkis- ins. Brunar og annað tjón af völdum rafmagns og rafbúnaðar voru alls 31, sem er mikil aukn- ing frá fyrra ári og hefur fjöldi bruna ekki verið meiri undanfar- in 10 ár. Tuttugu og átta bruna á árinu mátti rekja til lágspennuvirkja, og urðu flestir vegna bilaðra tækja, eða tólf, og í ellefu tilvikum var orsökin bilaðar lagnir. Fimm brunar urðu vegna óvarlegrar eða rangrar notkunar raftækja. Slys á mönnum af völdum raf- búnaðar voru alls fimm. Tveir menn slösuðust við rafvirkjun, en þrír í öðrum starfsgreínum. 011 voru slys- in minniháttar. Af slysum á dýrum í fyrra drápust þijú hross vegna snertingar við háspennulínu, og sex svín drápust af rafstraum frá lág- pennu vegna bilunar í neysluveitu. Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu í gær um för forseta íslands til York misritað- ist nafn breska sendiherrans á íslandi en hann heitir Mark F. Chapman. Þá misritaðist nafn for- stöðumanns British Museum en hann heitir David Wilson. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þess- um mistökum. Guðrún Kristjánsdóttir við eitt verka sinna. Myndlistarsýning í Utvarpshúsinu MYNDLISTARSÝNING stend- ur nú yfir í Útvarpshúsinu að Efstaleiti 1 í Reykjavík. Guð- rún Kristjánsdóttir myndlistar- maður sýnir þar olíumálverk og „collage" myndir, alls 33 verk. Guðrún er 37 ára Reykvíkingur, hún var við nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og listaskóla í Aix-en-Provence í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Guðrún hefur tekið þátt í sam- sýningum og fýrir ári hélt hún sína fyrstu einkasýningu að Kjarv- alsstöðum. Þá sýndi hún í Slúnk- aríki á ísafirði í janúar á þessu ári. Þetta er önnur málverkasýning- in sem haldin hefur verið í nýja Útvarpshúsinu. Haukur Dór var sá fyrsti er sýndi og stóð sýning hans fram í nóvember. Sýning Guðrúnar sem er sölu- sýning stendur fram á vor. Opnunartími er alla daga kl. 9-18. Englar gráta eftir Wilbur Smith ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Englar gráta eftir Wilbur Smith. í kynningu útgefanda segir: „Draumur um heimsveldi, ásókn í lönd, dýrmæta málma og völd yfir stoltri stríðsþjóð. Þetta voru þau öfl sem knúðu Englendinga á síðustu stjómarárum Viktoríu drottningar til að seilast inn í ókannaða og ótamda myrkviði meg- inlands Afríku. Þar fundu þeir nýtt land sem þeir juku við nýlenduveldi Breta. Ralph Ballantyne var einn þessara landnema. Metnaðargimd hans og vitund um örlög sín ollu því að hann varð í senn þarfasti þjónn og mesti svikari leiðtoga síns. Frásögnin berst síðan frá lokum síðustu aldar og fram til okkar tíma þar sem tvær fjölskyldur, svört og hvít, standa augliti til auglitis og endurspegla átök tveggja þjóða.“ Þýðandi bókarinnar er Asgeir Ingólfsson. Bókin er innbundin og 451 bls. „í aðalhlutverki Inga Laxnessu BÓKAFORLAG Máls og menn- ingar hefur gefið út bókina í aðalhiutverki Inga Laxness, sem Silja Aðalsteinsdóttir skráði. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Ingibjörg Einarsdóttir, öðm nafni Inga Laxness, er uppalin á miklu menningarheimili í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar. Hún er dóttir Einars Arnórssonar, síðasta íslandsráðherrans, sem var einn áhrifamesti stjómmálamaður á sinni tíð. 16 ára gömul kynnist hún Halldóri Laxness og segir hér skemmtilega frá kynnum þeirra og hjónabandi sem stóð í 10 ár. Þau skrifuðust mikið á, einkum meðan Halldór dvaldist í Ameríku. Þegar Láms Pálsson stofnaði leiklistarskóla sinn árið 1940 varð Inga fyrsti nemandi hans. Hún stundaði einnig leiklistamám í Bret- landi og Bandaríkjunum og lék bæði þar og hér heima, á sviði og í útvarpi, um 20 ára skeið." Bókin er 255 bls. að stærð með hátt á annað hundrað ljósmyndum, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Teikn sá um hönnun kápu. Jólamatinn færðu í Svínahamborgar- hryggur m/beini 748, Endur 506,- kr.kg. Kalkún 645,- kr.kg. Bayonsskinka 729,- kr.kg. kr.kg. Rauðvmsmarinerað lambalæri úrb. 679, - kr.kg. Hangiframpartur úrb. 519,- kr.kg. Hangilæri m/beini frá Fellabæ 489, - kr.kg. Reykjavík Akureyri Njarðvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.