Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Harún-AI-Rashid
Þjóðhöfðinginn í „1001 nótt“
Harún-Al-Rashid, kalífi í Abbasidastórveldinu, sem náði frá Indlandi til
Norður-Afríku, var fæddur 763 (sumir telja þó tveimur árum síðar) og dó 809.
Það hefur verið litið á tuttugu og tvö ríkisstjórnarár hans og sonar hans,
Mamuns kalífa, sem gullöld munaðar og endurreisnar, hvað lærdóm og vísindi
snertir. Sú öld hefur verið vegsömuð af skáldum, tónlistarmönnum og rithöfundum
þessara tíma og hlotið heimsfrægð í sögunum „Arabískar nætur“ (1001 nótt),
þar sem Harún kalífa skýtur oft upp.
ó að upprunans að
mörgum sagnanna
sé að leita í Persíu
og Egyptalandi, þá
gefa þær einkar
góða mynd af
glæsilegu lífi í
Bagdad með ótal höllum og auð-
ugri kaupmannastétt. Lega borgar-
innar á bökkum Tígris-fljóts hafði
verið hyggilega valin af afa Har-
úns, kalífanum ÁI-Mansur, sem á
að hafa sagt: „Það er enginn þrösk-
uldur á milli okkar og Kína. Allt
sem fljtur á hafínu getur borizt til
okkar eftir Tígris.“ Vissulega óx
Bagdad ört og varð miðpunktur
heimsverslunarinnar þangað sem
skipin sigldu, hlaðin silki, kryddjurt-
um og gimsteinum frá Kína,
Indlandi, Ceylon (nú Sri Lanka) og
Austur-Afríku. Þrælar voru fluttir
inn að unnum styijöldum, svo að
markaðimir voru fullir af ánauðug-
um Grikkjum, Asíubúum úr ná-
grannalöndum og Afríkönum,
piltum og stúlkum. Fegurstu stúlk-
uraar voru seldar kalífanum og
öðrum æðstu mönnum Bagdad-
borgar. í ævisögu Harun-Al-Ras-
hid, lýsir John Philby þrælamarkaði
þessum þannig, að allur ljómi og
skart Hollywood sé aðeins svipur
hjá sjón samanborið við hann: „Óhóf
í kynlífí fór út í öfgar meðaí auð-
stéttanna, meðan hinn almenni
hirðir — hlaðinn sköttum — dró
vart fram lífíð, og varð að láta sér
nægja einkvæni." Hinn ímynduna-
rauðugi heimur andstæðna og
öryggisleysis, sem lýst er í
„Árabískum nóttum" er fjarri því
að vera tómur tilbúningur. Þrællinn
í Bagdad gat í sjálfu sér allt í einu
orðið voldugur og auðmaðurinn fá-
tæklingur.
Það áhugaverðasta í stjóm Har-
úns kalífa, og það sem hafði víðtæk
áhrif í öilum arabaheiminum og
Evrópu, var endurreisn lærdóms-
iðkana. Guðfræðingar íslams, sem
höfðu mikil áhrif á þessum tíma í
Bagdad, vissu lítið um heimspeki
og vísindi Grikklands hins forna.
Fyrir þeirra sjónum var ekkert til
sem hét orsök og afleiðing; allt var
fyrirfram ákveðið af Guði. Og þar
sem Kóraninn gaf svar við öllu, þá
var það óguðlegt að spyrja spum-
inga um alheiminn.
Enda þótt Harún-Al-Rashid væri
trúaður maður og færi fótgangandi
pílagrímsferðir til Mekka annað
hvert ár, var hann engu að síður
fróðleiksfús maður og vel viti bor-
inn. Og því var það að hann safnaði
að sér grískum og indverskum
handritum og lét þýða þau á
arabísku. Aðrar miklar framfarir
vom fólgnar í pappírsgerð, sem
upprunalega var komin frá Kína,
en áður höfðu arabar orðið að gera
sér að góðu notkun pergaments og
pappírssefs. Þá kunni kalífinn vel
að meta skáldskap og sönglist, og
fyrir hans tilstilli var tónlistarskól-
um komið á fót undir stjóm hæfustu
kennara.
Ymiss konar fræðsla tók fjörkipp
við fjölgun erlendra menntamanna
við hirðina, einkum Persa og ind-
verskra spekinga og töframanna.
Þeir bám með sér aukna þekkingu,
vöktu listræna hæfileika og nýjar
skáldskaparstefnur til lífs.
Harún fæddist skömmu eftir að
miðborg Bagdad var reist árið 762.
Það gerði Abu Jafar kalífi, annar
í röð Abbasída, en hann gekk undir
nafninu Al-Mansur. Hann flutti frá
A1 Kufa fyrir sunnan Bagdad, þeg-
ar nýja höfuðborgin var fullger.
Al-Mansur hafði sent Mahdi, son
sinn, sem útnefndur hafði verið eft-
irmaður hans, til þess að bæla niður
uppreisn landstjórans í Tabaristan
í Persíu. Eftir að Mahdi hafði sigr-
að landstjórann hafði hann numið
brott tvær ungmeyjar úr kvenna-
búri hans sem herfang. Önnur
þeirra var Khaizaran, sem ól Mahdi
tvo drengi, Hadi og Hamn, í borg-
inni Raig í grennd við Teheran.
Með hinni eignaðist Mahdi stúlku,
er hlaut nafnið Abbasa og fyrir til-
stilli Harúns átt.i hún ömurleg
ævilok. Um þetta leyti fæddist Fadl,
sonur Persans Yahya ibn Marmak,
en Khalid faðir hans gegndi háu
embætti hjá Mansur kalífa. Harún
og Fadl urðu fóstbræður, því að
Sigling á fljótinu Efrat.
vinfengi var með mæðmm þeirra
og skiptust þær á að hafa drengina
á brjósti.
Ekki er mikið vitað um Harún
fyrr en eftir dauða Al-Mansurs 775
þegar Mahdi, nýi kalífinn, sendi
Harún, sem þá var átján ára til að
stjóma herleiðangri hundrað þús-
und manna gegn Irem, grísku
keisaradrottningunni í Konst-
antínópel. Harún fór í þann leiðang-
ur, fullviss þess að ef hann stæði
sig ekki, mætti hann sín lítils í
heimaborg sinni í framtíðinni. Her
Harúns elti Grikki allt til Sæviðar-
sunds og neyddi drottninguna til
þess að semjá frið oggreiða kalífan-
um stórfé árlega. Mahdi kalífi var
svo ánægður með frammistöðu son-
ar síns að hann útnefndi hann
landstjóra ýfir nýlendunum allt frá
Sýrlandi til Abserbadsjan. Honum
var gefín nafnbótin Ál-Rashid —
hinn dyggðugi eða rétttrúaði — og
stóð þar með næstur kalífatign, að
Siepptum Hadi bróður sínum.
Khaizaran, móðir Harúns, hafði
verið gerð að drottningu með því
að giftast kalífanum og hafði hún
vemleg áhrif á hann. Harún var
uppáhaldssonur hennar og hún fékk
Mahdi til að gera hann að vara-
kalífa í stað eldra bróðurins, Hadi.
En Hadi, sem var í herferð í Persíu,
neitaði að víkja, og kalífinn studdur
af Harún-Al-Rashid, lagði upp með
her frá Bagdad til að beija hann
til hlýðni. Á leiðinni át kalífínn eitr-
aðan ávöxt. Það dró kalífann til
dauða, aðeins fjömtíu og þriggja
ára gamlan. Harún-Al-Rashid sýndi
Svartar ambáttir dansa fyrir tvo araba.
ur Harúns, gerði allt sem hann gat
til þess að telja kalífanum hug-
hvarf, var honum varpað í fangelsi.
Skömmu eftir þann atburð veiktist
Hadi, og var hann þá kæfður af
hjákonum sínum. Er talið að Khaiz-
aran hafí staðið að baki morðinu.
Fyrir atfylgi hennar var Harún
nú gerður að kalífa og kom ekki
til neins uppistands. Þá var Harún
aðeins tuttugu og tveggja ára gam-
all. Sonur Harúns, Al-Mamún, var
alinn af persneskri ambátt daginn
sem faðir hans tók við völdum. Síðar
ól Zubeida kona hans honum annan
son, en hún var sonardóttir fyrri
kalífa, Al-Mansúr, og því stóð hann
næstur til ríkiserfða. Síðar, að Har-
ún látnum, skarst í odda milli sona
hans, borgarastyijöld braust út,
sem endaði með sigri Al-Mamúns
og persneskra áhrifa.
Keppnin milli arabískra og ekki
arabískra múhameðstrúarmanna
hélt áfram á ríkisstjórnarárum Har-
úns kalífa. En persnesk áhrif voru
drottnandi, einkum sakir mikils
valds Barmakis, þar eð Yahya og
synir hans tveir, Fadl og Jafar,
voru kallaðir til. Yahya varð vesír,
einskonar forsætisráðherra. Hann
hafði unnið til þess eftir að hafa
setið í fangelsi fyrir að hafa varið
löglegan rétt Harúns til kalífátign-
ar. Fadl varð fulltrúi hans við stjórn
ríkisins og Jafar, yngri sonurinn,
var gerður að ritara og eftirlits-
manni við stjórn alríkisins. Báðir
synirnir gengu undir nafninu „litlu
vesírarnir“. Jafar, sakir mælsku
sinnar, vitsmuna og persónutöfra.
Arabískur riddari. Papýrus
teikning frá tíundu öld.
þá mikil hyggindi. Herinn var á
hans bandi og hann hefði auðveld-
lega getað fylgt ráði föður síns eftir
og orðið kalífí, en í þess stað gerði
hann Hadi boð um að skunda til
Bagdad og verða þar kalífí. Þetta
féll Khaizaran illa. Við valdatöku
nýja kalífans varð hún því lokuð
inni í kvennahverfínu og meinað
að hafa minnstu áhrif á stjóm
landsins. En hún hafði fullan hug
á að koma Hadi sem fyrst á kné.
Hadi kalífí gerði þau mistök að
neita réttlátri kröfu Harúns að
verða eftirmaður hans, en setti son
sinn í hans stað. Þegar Yahya, vin-