Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
39
Á Páskaeyjum árið 1975, en ferðin þangað var sú síðasta sem Davíð
fór með foreldrum sínum og viðtók strangt læknanám.
eignast systkini og ætlaði að eiga
minnst þrjú böm. Eg sakna þess
að eiga ekki fleiri böm.“
— Davíð býr í Noregi.
„Já, hann starfar sem barna-
læknir við háskólasjúkrahúsið í
Þrándheimi, einnig kennir hann við
háskólann."
— Vildirðu ekki hafa hann í
meiri nálægð?
„Jú, þó ekki væri nema í sama
landi. Ég lít þó svo á að fyrst gefum
við börnunum það besta sem við
eigum í sjálfum okkur, síðan verði
að leyfa þeim að fljúga frá okkur.
Ég er ánægð ef hann er ánægður.
Hann kemur hingað til íslands á
Þorláksmessu og ætlum við að eyða
jólunum og nýárinu héma.“
— Á Davíð íjölskyldu?
„Nei, hann er mikill vinnuþjarkur
og ég hef sagt við hann, að hann
nái sér aldrei í konu meðan hann
vinni til ellefu á hveiju kvöldi!
Af endurminningunum má ráða
að Halla tekur dijúgan þátt í sam-
kvæmislífinu í Los Angeles. Við
spyijum hana hvernig það sé?
„Það er ógurlega skemmtilegt
og líkist einna helst ævintýri. Eg
er mjög félagslynd og líður aldrei
eins vel og þegar ég er sjálf með
fullt hús af gestum. Hér er líka
venjan sú að ef þér er boðið í sam-
kvæmi þá verður þú að gjalda í
sömu mynt, því annars er þér ekki
boðið lengur."
Hún segist umgangast mest kon-
umar, sem eru með henni í félags-
skap. „Þær eru flestar eiginkonur
manna, sem stýra stærstu fyrir-
tækjum Bandaríkjanna og búa við
mikið ríkidæmi. Eg stend auðvitað
hvergi nærri þessu fólki hvað efni
varðar, ég er heldur ekkert að
keppa við það. Það tekur mér eins
og ég er. Þessar konur hafa reynst
mér afar vel, þær sáu til dæmis um
erfídrykkju Hals," segir hún.
— Nú ert þú ræðismaður íslend-
inga, umgengst þú þá ekki töluvert?
„Jú, ég reyni að aðstoða þá eftir
bestu getu. Á meðal þeirra á ég
nokkra virkilega góða vini.“
í bókinni segir þú: „Það býr í
mér lítil prinsessa.“ Hvað áttu við?
„Æ, mér finnst svo gaman að
láta dekra við mig. Mér finnst líka
gaman að vera í fínum fötum, fara
í góðar verslanir og hótel, aka um
í glæsilegum límósínum með
einkabílstjóra, sem opnar fyrir mér
hurðina og ber fyrir mig farangur-
inn. Slíkt líf á mjög vel við mig.
En ég er óvön því að láta stjana
við mig og ber mínar byrðar sjálf."
í bók sinni tala Halla afar opin-
skátt um tilfinningalíf sítt og virðist
fátt hafa að fela. Við spyijum hana
| því jafn opinskátt: Þú kynnist ást-
inni á miðjum aldri, heldur þú að
hún sé jafn funheit og hjá yngra
fólki?
„Ekki síður. Ég get lýst því þann-
ig, að þegar ég kynntist Riek Jason
var ég eins og eiturlyij aneytandi,
þeir þurfa á efninu að halda en ég
þurfti á ást hans að halda. Mér leið
illa ef ég var ekki í návist hans.
Ég var með honum í þijú ár eða
þangað til að ég var búin að fá nóg.“
— Það kemur fram í bókinni að
þetta var mikill kvennabósi og
fremur óáreiðanlegur, hvað sástu
við hann?
„Mér fannst hann allur fallegur,
meira að segja tærnar líka!
— Það er nokkuð útbreidd skoð-
un að með aldrinum minnki löngun
fólks til að njóta kynlífs, er þetta
þitt álit?
„Nei, það tel ég ekki. Tilfmning-
in er enn fyrir hendi en kynþörfin
getur minnkað. Ástæðan fyrir því
getur verið sú að fólk er búið að
vera gift lengi og kynlífíð orðið
hversdagslegt, þetta er fólkinu
sjálfu að kenna. Það þarf rómantík,
til að vekja þessar kenndir."
— Ert þú rómantísk?
„Já, ég er alltof rómantísk," seg-
ir hún eins og hún sé svolítið þreytt
á því.
Halla hefur síðastliðið ár verið
að vinna efni af ferðalögum þeirra
Hals á myndband og nokkur þeirra
eru komin á markaðinn. Góður vin-
ur hennar hefur aðstoðað hana við
þetta verk, hann hvatti hana einnig
til að skrifa ævisöguna, sem nú er
komin út og er tilefni þessara skrifa.
Það er komið að lokum samtals-
ins við Höllu og það er ekki annað
hægt en að dást að henni. Hún er
hugrökk kona, hrein og bein og
laus við fordóma enda séð og reynt
svo ótal margt. Þær eru ekki marg-
ar sem fara í fötin hennar. Við
spyijum hana hvort hún sé að hugsa
um að koma heim?
„Já, ég hugsa um það, því mér
finnst ég í raun og veru á hálfgerðu
flæðiskeri stödd. Hér býr móðir
mín. En ég veit þó ekki hvað ég
ætti að gera hér. Eitt er víst að ég
vil búa hér þegar ég eldist."
— í lok bókar sinnar segir Halla:
„Ef til vill stend ég á þröskuldi
mesta ævintýris lífs míns.“ Við
spyijum hana á hveiju hún eigi
von?
„Ég er ennþá að skirna," segir
hún og ber höndina upp að enninu
eins og hún sé að skyggja á sólina,
sem vami henni sýn. „Það er alltaf
eitthvað að gerast og ég er ekkert
hrædd við að stökkva. Eg hef aldr-
ei haft gaman af því að fara í
spilavíti en ég er þó tilbúin til að
veðja eigin lífi.“
REYKJAVIK
Mörk
lögsagnarumdæma
Verðureign
^Reykjavíkur
Land í lögsögu Kópavogs
verður eign Reykjavíkur
Ný mörk
lögsagnar-
umdæma
Reykjavíkur
og Kópavogs
skv. samkomulagi
24. nóvember 1987
TVÆR MILLJÓNIR FYRIR 9 HEKTARA
Reykjavíkurborg og Kópavogur hafa náð samkomulagi um ný mörk milli bæjarfélaganna. Samningur-
inn felur í sér makaskipti á löndum við Lækjarbotna og ELliðavatn. Komu rúmlega níu hektara úr landi
Reykjavíkur í hlut Kópavogs umfram makaskipti og greiðir Kópavogsbær Reykjavíkurborg 2 miUjónir
fyrirþá.
Trúnaðarráð og stjórn Hvatar.
Trúnaðarráðsfundur Hvatar
FYRSTI trúnaðarráðsfundur
Hvatar var haldinn 23. nóvem-
ber sl.
Áður hafði stjómin skipt með
sér verkum sem hér segir: Form-
aður María E. Ingvadóttir, vara-
formaður Hanna Johannessen,
gjaldkeri Hulda Ólafsdóttir, ritari
Katrín Gunnarsdóttir, varagjald-
keri Áslaug Friðriksdóttir, vara-
ritari Ásdís Loftsdóttir, með-
stjómendur Anna Borg, Anna
Kristjánsdóttir og Guðrún Zoéga.
Á þessum fundi var rætt um
vetrarstarfíð og gerð drög að ráð-
stefnum og fundum vetrarins.
Einnig var rætt um á hvem hátt
mætti brydda upp á nýjungum í
starfí félagsins til að efla starf-
semi þess og taka enn frekar þátt
í málefnalegri stefnumótun
flokksins. Síðast en ekki síst var
rætt um að fá sem flestar konur
til starfa og konur á öllum aldri.
(Fréttatilkynning frA Hvöt.)
AUÐVELD I NOTKUN.
SÖLUAÐILAR KENNA
ÞÉR Á HANA- IBM PS/2