Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
11 Ævintýraferðir til Bangkok
með hóteli í hálfan mánuð.
90 Evrópu.ferðir.
20 Bandaríkjaferðir.
392 Innanlandsferðir.
Ungmennafélag Hveragerðis og ölfus
Pantanir (sima 99-4220
„AÐ SÝNA SIG OG SJÁ AÐRA“
/ myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki.
Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykurþanng öryggi hans og annarra
vegfarenda.
Mörgum biieigendum þykir einnig til bóta að ijóskerin prýði útlit bllsins.
RING aukaljóskerin skila þessu tvlþætta hlutverki vel. Þau eru með
sterkum halogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar glóþráðaperur.
RING aukaljóskerin fást f mörgum stærðum og gerðum, bæði með
gulu og hvltu gleri og leiðbeiningar á Islensku tryggja
auðvelda ásetningu.
Þeir bllaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti,
ættu að koma við á næstu benslnstöð Skeljungs og kynna
sér nánar kosti RING aukaljóskeranna.
Kveðjuorð:
Sveinsína “Sísí“
Tryggvadóttir
Fædd 30. nóvember 1935
Dáin 19. nóvember 1987
Hún lést á Landspítalanum 19.
nóvember sl., rúmu ári eftir að hún
fór að finna fyrir þeim sjúkdómi
er dró hana tii dauða. Hún hafði
tekið sjúkdóm er olli lömun og við
hann varð ekkert ráðið. Þrátt fyrir
að aðstandendur hennar og nánustu
vinir gerðu sér fulla grein fyrir því
að við þennan sjúkdóm yrði ekkert
ráðið, er alltaf jafn erfitt að sætta
sig við dauðann og þá sérstaklega
þegar í hlut á manneskja á besta
aldri, full af lífskrafti og lífsvilja,
sem sífellt miðlaði öðrum af andleg-
um nægtabrunni sínum, var styrk
stoð þeirra sem til hennar leituðu
með margvísleg vandamál sín. En
við vinir hennar og vandamenn
verðum að sætta okkur við lögmál
lífs og dauða, hún Sísí er horfin
sjónum okkar, henni hefur verið
kippt burtu af þessu jarðneska sviði,
en eftir standa minningamar ljóslif-
andi, sem vitna um merka konu.
Hún var fædd 30. nóvember
1935, einkabam hjónanna Tryggva
Kristjánssonar og Magnfríðar Sig-
urbjömsdóttur, sem bæði vom
ættuð af Snæfellsnesi. Tryggvi fað-
ir hennar lést árið 1964, en móðir
hennar Magnfríður varð 80 ára í
sömu vikunni og Sísí dó. Magnfríð-
ur býr á Hofteigi 16 í Reykjavík
og er fjölmörgum að góðu kunn.
Vegna vanheilsu Magnfríðar móður
hennar dvaldist Sísi frá því að hún
var á öðm ári á því ágæta heimili
Reykjum í Mosfellssveit hjá frænd-
fólki sínu til ársins 1941, en síðan
dvaldi hún um hríð að Klömbmm
við Reykjavík. Á áttunda ári kemur
hún svo aftur í foreldrahús og elst
upp hjá foreldmm sínum. Hún gift-
ist árið 1955 Stefáni Jóhannssyni
rafvirkja og eignuðust þau þijú
böm, en þau em, Lára, gift Gísla
Gíslasyni framkvæmdastjóra,
Fríður Bima, gift Óskari Jónssyni
blikksmíðameistara, og Jóhann
Gunnar sem er sölustjóri hjá Olís
hf. Öll búa þau í Reykjavík. Þau
Stefán slitu samvistir árið 1980.
Bömin vom öll uppkomin og því
sneri Sísí sér að sínum áhugamál-
um, sem vom fyrst og fremst
mannúðar- og líknarmál, hún
menntaði sig, lauk stúdentsprófi frá
Öldungadeild Hamrahlíðarskóla,
sótti námskeið bæði hérlendis og
erlendis og vann síðan meðan heils-
an lejnfði á vegum SÁÁ. Vann hún
þar að björgunar- og hjálparstörf-
um og munu þeir ófáir sem eiga
henni mikið að þakka frá þessum
ámm sem hún var ráðgjafi að Sogni
í Ölfusi, ennfremur var hún um tíma
að Staðarfelli við samskonar störf.
Ósérhlífni hennar og dugnaður
var einstakur, sem sýndi sig meðal
annars í því að hún ók gjaman
hvem dag á milli heimilis síns í
Reykjavík og vinnustaðarins að
Sogni, jafnvel eftir að hún fór að
finna fyrir lömuninni, lét hún það
ekki aftra sér frá því að stunda
vinnuna. Loks var lömunin orðin
það mikil að hún varð að hætta að
vinna og neyddist til að selja íbúð
sína við Safamýri. Þrátt fyrir þetta
var enga uppgjöf að fínna hjá
henni. Þegar hún lést átti hún íbúð
með er líða tekur á ævina. Og eftir
að hún stofnaði sitt eigið heimili í
Reykjavík, bmstu aldrei þau bönd
sem bundin vom í æsku. Fyrir mér
var Sísí hin lífsglaða fallega stúlka,
full af gefandi orku sem erfítt er
að útskýra.
Síðast heimsótti ég hana í sept-
ember á heimili hennar í Hátúni,
þá var þegar séð hvert stefndi. En
hún var þrátt fýrir allt full af bjart-
sýni, hún talaði um íbúðina sína við
Grafarvog með barnslegri tilhlökk-
un og lífsvilja sem einkenndi hana
alla tíð. Og nú er þessi fallega tign-
arlega kona fallin frá. Eftir stendur
mikil eyða sem erfitt verður að fylla
út í, en minningamar sem eftirlif-
andi ástvinir eiga um hana em svo
bjartar að þær lýsa fram á veginn
og gera leiðina greiðfærari.
Eg vil fyrir hönd systkina minna
minnast þessarar frænku okkar
með þakklæti og votta ástkærri
aldraðri móður, sem nú sér á bak
einkabami sínu, bömum hennar og
bamabörnum einlæga samúð.
Guð blessi minningu hennar.
Kristinn Kristjánsson
NÆST ÞÁ
FÆRÐ ÞÚ f
TVIST í
í byggingu inn við Grafarvog, sem
var sérhönnuð fyrir lamaða, hún
fylgdist vel með hvemig gengi með
bygginguna og hlakkaði til að kom-
ast í hana. Á meðan dvaldi hún í
lítilli íbúð við Hátún. Sísí hafði
mikla ánægju af ferðalögum og
ferðaðist mikið bæði innanlands og
utan. Síðustu ferðina fór hún nokkr-
um vikum fyrir andlát sitt til
Grikklands með syni sínum og yngri
dóttur. Eftir heimkonuna dvaldi hún
aðeins eina viku í Hátúninu með
aðstoð vina og vandamanna, en þá
vom kraftamir á þrotum, hún lá
aðeins í eina viku á Landspítalan-
um, en þá var hún öll.
Eg og systkini mín eigum svo
margar fallegar minningar um
þessa frænku okkar. Þegar hún var
barn að aldri og kom í sína áriegu
ferð vestur að Hellnum með móður
sinni til ömmu sinnar, var sem sól-
argeisli birtist, þessi fallega unga
stúlka átti svo auðvelt með að glæða
umhverfí sitt hreinni birtu og fersk-
leika. Þessar heimsóknir hennar í
sveitina verða nú að þeim óbrot-
gjömu gullum sem maður leikur sér
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Þjónustumiðstöðin Kringlan í byggingu í Vogunum.
Þj ónustumiðstöð
byggð í Vogunum
Vogum.
í VOGUM standa yfir fram-
kvæmdir við byggingu þjónustu-
miðstöðvar, þar sem er gert ráð
fyrir að minnst sex aðilar starfi.
Það er byggingarfyrirtækið
Lyngholt hf. sem stendur fyrir
byggingunni, sem í daglegu tali er
nefnd „Kringlan". Húsið er staðsett
á horni Vatnsleysustrandarvegar
og Iðnvals, og er um 600 fermetrar
að stærð.
Gert er ráð fyrir að Kaupfélag
Suðumesja verði með verslun í hús-
inu sem verði opnuð í marsmánuði
næst komandi, heilbrigðisþjónusta
á vegum Heilsugæslu Suðumesja,
lyfjaafgreiðsla, skrifstofur Vatns-
leysustrandarhrepps og afgreiðslur
Útvegsbankans og Brunabótafélags
íslands.
Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
um verði lokið um mitt næsta ár.
- EG.