Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 53 . Markús Örn Antonsson tel ég mikilvert að eiga siðanefnd Blaðamannafélagsins að sakir reynslu hennar og virðingar, sem hún nýtur hjá öllu fjölmiðlafólki. SÉRSTÖK SIÐANEFND RÚV - segir Kári Jónasson, fréttastjóri Á fréttastofu Útvarps er unnið samkvæmt hefðbundum reglum á fréttamiðlum. Daglega eru haldnir fundir þar sem viðfangsefni dagsins eru rædd og verkefnum úthlutað til einstakra starfsmanna sem eru á vakt hveiju sinni. Síðan er unnið samkvæmt þessum ramma undir stjóm fréttastjóra, varafréttastjóra eða vaktstjóra, sem hafa umsjón með aðalfréttatímum. Hver fréttamaður vinnur nokkuð sjálfstætt að verkefnum sínum, og eins og á öðrum íjölmiðlum ber hver maður ábyrgð á því efni sem hann sjálfur semur og hefur sína heimildarmenn. Síðan kemur til ábyrgð fréttastjóra og útvarps- stjóra. Þetta er eins og á blöðunum hvað varðar ábyrgð blaðamanna og ritstjóra. Bæði á blöðum og í út- varpi verða menn að treysta sínum heimildarmönnum, en stundum bregðast þeir eins og dæmin sanna. Fréttamenn Útvarpsins eru í sam- bandi við tugi heimildarmanna á degi hverjum vegna fréttaöflunar og yfirleitt er hægt að treysta þeim. Ef hinsvegar heimildarmenn bregð- ast er það sjálfsögð skylda viðkom- andi íjölmiðils að birta það sem sannara reynist. I þvi máli sem hér um ræðir hafði fréttaritari Útvarps í Osló í upphafi enga ástæðu til að draga í efa sannleiksgildi þeirra upplýs- inga sem hann fékk fyrst frá Dag Tangen, enda höfðu bæði blöð í Osló og Norska útvarpið rætt við hann vegna birtingar gamalla skjala um samskipti Norðmanna og Bandaríkjamanna. Þegar svo kom í ljós að Norðmaðurinn gat ekki staðfest ummæli sín bar fréttastofa Útvarps fréttina til baka, jafnframt því sem birting fréttarinnar var hörmuð. Þetta var ekki nema sjálf- sagt því hafa skal það sem sannara reynist, og ekki úr vegi að nota þetta tækifæri til að endurtaka það að fréttastofa Útvarps harmar að heimildarmaður sem hún treysti skuli hafa brugðist. Því miður virð- ist sem fréttamenn þurfi nú orðið að vera varkárari í umgengni sinni við heimildarmenn. I þessu sam- bandi er ekki úr vegi að benda á baksíðufrétt í Morgunblaðinu 9. október sem daginn eftir var borin til baka og hörmuð í sama blaði. Svo virðist sem heimildarmenn hafi ekki ætíð þá heildaryfírsýn yfír við- komandi mál sem nauðsynleg er, og væri hægt að nefna þó nokkur dæmi um slíkt úr fréttum síðustu vikna. Hér á Útvarpinu er þinglq'örið útvarpsráð sem fjallar um það sem á að vera í Útvarpi og Sjónvarpi og ennfremur fjallar ráðið um efni sem flutt hefur verið. Öðru hvoru fjailar ráðið þá um fréttaflutning, og þá einkum ef því fínnst eitthvað athugavert. Stundum er leitað eftir skýringum á einstökum fréttum, sem ráðið ályktar um, en ekki allt- af. Útvarpsráð fjallar því ekki um þessa hluti á faglegan hátt, heldur fremur samkvæmt tilfínningu ein- stakra fulltrúa í ráðinu, stjóm- málaskoðunum eða afstöðu einstakra fulltrúa til mála hveiju sinni. Kári Jónasson Bókanir ráðsins eru svo yfirleitt birtar í fjölmiðlum án þess að frétta- stofum eða viðkomandi fréttamönn- um gefíst kostur á að koma með sínar athugasemdir. Þá fjalla blöðin oft mjög einhliða um fréttir í út- varpi og sjónvarpi og í þessum fjölmiðlum eru líka birtar bókanir útvarpsráðs án þess að sjónarmið fréttamanna komi fram, gagnstætt því sem gerist á blöðum, þar sem ritstjórar eða blaðamenn gera oft athugasemdir við aðsendar greinar þar sem verið er að setja út á eitt- hvað sem birst hefur í blöðunum. Fréttamenn á útvarpi og sjónvarpi eru því undir meira eftirliti en blaðamenn almennt og eiga erfíðara um vik að verja sinn málastað. Siðanefnd Blaðamannafélags Is- lands íjallar um mál sem snerta félaga í BÍ en aðeins hluti frétta- manna á Útvarpi og Sjónvarpi er í því, vegna þess að félagið fer ekki með samningamál fyrir þá. Frétta- menn eru í sérstöku stéttarfélagi, Félagi fréttamanna, sem er innan BHM, og innan þess er ekki starf- andi nein siðanefnd fréttamanna. Siðanefnd BÍ fjallar því aðeins um fréttamenn á Útvarpi og Sjónvarpi ef viðkomandi er í BÍ, en fellir ekki úrskurð gagnvart þeim sem ekki eru í Blaðamannafélaginu eins og nýlega kom skýrt fram í úrskurði nefndarinnar. í nágrannalöndunum eru víða starfandi sérstakar nefndir sem menn geta snúið sér til þegar þeim fínnst eitthvað athugavert við vinnubrögð í útvarpi eða sjónvarpi eða efni sem þar hefur verið flutt. Slíkár nefndir geta fjallað um allt efni í útvarpi og sjónvarpi og kanna þá forsögu málsins, ræða við alla málsaðila og fella síðan sinn úr- skurð. E.t.v. ætti að setja á laggim- ar slíka nefnd hér, þar sem valdsvið Ingvi Hrafn Jónsson siðanefndar Bl er ákaflega tak- markað varðandi efni í Útvarpi og Sjónvarpi, og umfjöllun útvarpsráðs um ágreiningsmál byggir ekki á faglegri umfjöllun, auk þess sem valdsvið þess nær aðeins til Ríkisút- varpsins. ÁKVÖRÐUN ÚTVARPSSTJÓRA EÐLILEG — segir Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps Ríkisútvarpið hefur stöðugt og öflugt innra eftirlit með fréttaþjón- ustu sinni, en þrátt fyrir það geta orðið slys, eins og á öllum öðrum fjölmiðlum. Þetta vita yfírmenn Morgunblaðsins vel af eigin reynslu. Útvarpsráð er þingkjörin yfír- stjóm Ríkisútvarpsins og tekur virkan þátt í eftirliti með starfsemi þess. í þessu tilviki virðist útvarps- stjóri hafa talið mistökin og hin hörðu viðbrögð við þeim vega svo þungt að ástæða væri til að leita umsagnar óháðs aðila, eins og Siða- nefndar Blaðamannafélagsins. Ég tel þá ákvörðun hans sjálf- sagða og fullkomlega eðlilega. TEK MÁLIÐ UPP Á ALÞINGI — segirSverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra Það er að mínum dómi ekkert álitamál hver ábyrgð ber þegar slíkar fréttir birtast í útvarpi. Það er yfírstjóm Útvarpsins. Það er útvarpsstjóri og útvárpsráð. Það að vísa þessu máli út fýrir veggi Útvarpsins tekur engu tali. Sverrir Hermannsson Af þeim sökum meðal annars hefi ég ákveðið að biðja um utandag- skrámmræðu, eftir næstu helgi, um þetta mál. Og þar ætla ég að fara fram á skýrslu af hálfu mennta- málaráðherra, æðsta yfírmanns Ríkisútvarpsins, um þetta rhal; rækilega úttekt á öllu málinu, og svör við þeim spumingum sem vaknað hafa í þessu sambandi, meðal annars þeirrar sem þið Morg- unblaðsmenn berið hér fram. SAMANFARI ÁBYRGÐ OG ÁKVÖRÐUNARVALD — segir Hrafn Gunnlaugs- son, dagskrárstjóri Ég vil ekkert segja um mína sam- starfsmenn við einstakar og ólíkar deildir Ríkisútvarpsins; hvemig stjómskipulagi þeirra deilda er ná- kvæmlega háttað. Hvað sjálfan mig snertir lít ég svo á að ég beri alfar- ið ábyrgð á þeim þáttum sem gerðir em á vegum innlendrar dagskrár- gerðardeildar. Komi upp vafaatriði, ágreinings- mál eða verði slys er öðmm fremur Hrafn Gunnlaugsson. við mig að fást eða sakast, en ekki einstaka þáttagerðarmenn. Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð. En um leið geri ég þá kröfu að fá að ákveða þykktina á ísnum, sem ég á að ganga á. Ég nefni sem dæmi þegar duglegur starfsmaður hér var orðinn svo duglegur að hann gerð- ist dagskrárstjóri, og rauk svo með það í dagblöð, að hann hefí verið beittur ofriki þegar hann var beðinn um að halda sig innan síns starfs- ramma. Það framtak stangaðist á við það meginatriði, að dagskrár- stjóri ber ábyrgð á þætti, hver svo sem vinnur hann. Ég hef eiginlega ekki meira um þetta að segja, hvað sjálfan mig áhrærir. Ég kæri mig ekki um að hafa skoðanir á því, hvemig deildar- • stjórar í öðmm deildum þessarar stofnunar haga vinnubrögðum sínum. Þegar útvarpsstjóri tekur ákvörðun af þvi tagi, sem hér er spurt um, hlýtur hann að gera það út frá meginreglum, sem gilda á hveijum tíma. Ég tel það hinsvegar ekki til bóta að ijúka með hvert deilumál innan þessarar stofnunar í aðra fjölmiðla. Þá verða fjaðrimar fljótar að breytast í hænur. AÐ LOKUM FÆRÐ ÞÚ 1 fl| flflHB VIÐ SEGJUM BLESS OG GÓÐA FERÐ FYRIR 50 KRÓNUR Ungmennafélag Hveragerðis og ölfus Pantanir f síma 99-4220
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.