Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 55 Þessi skemmtilega brúða í önnum er Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. Hans vísa hljóðar svo: Húfan fína og frakkinn þinn færa um það sanninn að fara vel með fatnaðinnn fötin skapa manninn. Guðjón Sigurbjömsson yfirlæknir svæfíngadeildar á Kvennadeild til hægri og Gunnar Herbertsson læknir til vinstri. Gunnar orti sjálfur vísu með sinni brúðu, en síðan bætti Hrafnkell annarri við: Sæmir dúkku siðsemi sveipuð hvítri flík hún er gull og gersemi Og seinni vísan: Gunnsa reyndist lík. Mér væri svo sem fjúft að lofann liti hann ekki stórt á sig. Vísan sem hér er að ofan er eftir Gunnsa en ekki mig. Kristján Sigurðsson.yfirlæknir Krabbameinsleitarstöðvarinnar, heldur hér á tæki sem smokk er brugðið yfir og skýrir vísan það: Smokkar hindra smitun vel og smíði bama. Ég gúmmíverjur góðar tel til geislavama. Auðólfur Gunnarsson, sérfræðing- ur í kvensjúkdómum er hér sýndur með stækkunargleraugun sem hann notar við aðgerðir. Hann hefur fengið tvær vísur, önnur er svona: Þótt kona fari fötum úr mér finnst hún ekki vitund klúr, en ofurlítið örvandi ems og gengur, en eftir ferð í fræðslutúr sem farin var til Singapore þá banana ég borða ekki lengur. Eg hefi gaman af ýmiskonar handavinnu, eins og hver góð hús- móðir“, segir Þóra Grönfeldt. Hún kveðst aldr- ei hafa lært neitt í þá áttina, oft ætlað að gera það, en ekki verið mikill tími aflögu. Hún hefur verið starfandi hjúkrun- arfræðingur í 20 ár og haldið heimili með eiginmanni og þremur bömum, svo ekki hefur gefist tími til þess. Stóra húsið þeirra með garði og hitapotti ber þess líka merki að þar hefur margt handtak verið unnið og listræn hönd farið um. Einn góðan veðurdag settist Þóra niður til að búa til brúðu sem væri tákn- ræn fyrir stétt hennar , til að tjá sig og eiga til minja, eins og hún segir. Og hafði hana af eðlilegum ástæðum klædda eins og skurð- stofuhjúkrunarfræðing. “Þegar ég kom með brúðuna á vinnustað, varð Báru Gísladóttur að orði að þetta væri bara alveg eins og hún. Aðrir tóku undir það. Og ég ákvað að búa líka til einn lækni. Fólki þótti gaman að þessu og brúðumar urðu fleiri, þar til komnir vom 23 læknar og hjúkmn- ar fræðingar. Vísumar hans Hrafnkels vöktu líka kátínu og hvöttu mig. Hann var að senda mér eina og eina. Ég var alltaf svolítið kvíðin þegar ég kom með nýja brúðu, vissi ekki hvemig þessu yrði tekið, hvort einhver tæki grínið nærri sér. En það varð ekki reynd- in. Svo stakk einhver upp á því að stilla brúðunum upp í skáp. For- stjóri Ríkisspítalanna, Davíð Gunnarsson, var því hlynntur, og fyrir hálfum mánuði var þeim öllum komið fyrir í glerskápnum.“ Ljósmyndari Morgunblaðsins Ámi Sæberg tók myndir af nokkr- um brúðanna og við fengum leyfi til að birta þær til gamans með til- heyrandi vísum. -E.Pá. HANDAVINNUPOKINN Sætasta músin í bænum Já, hér kemur það, seinasta gæludýrið í ár. Þessi líka bráð- skemmtilega mjúka mús. Hún verður áreiðanlega vinsæl hjá yngri deildinni. Það sama gildir um þessa uppskrift og þær fyrri: það er auðvelt að sauma músina ef fylgt er vandlega númerunum. Músin er um 38 sentimetra há, og sniðin em að þessu sinni með saumum. í hana fara um 30 sm. af 150 sm. breiðu plussefni auk smábúts af t.d. flóneli, flaueli eða velúr, sem notaður er innan í eyr- un (að framan), í sólana og í skottið. í bolinn þarf 23x54 sm. af jersey efni, og í pilsið 60 sm. af tjull efni. En auðvitað getið þið notað hvaða efni sem er þótt músin sé skemmtileg úr þessum efnum. Einnig þarf 2 kringlótt augu (gler eða plast) og svo upp- fyllingarefni. Eins og ég hef áður bent á er auðvitað bezt að teikna sniðin á röngu efnisins. Og ég endurtek: sniðin em með saumfari (6 mm). Sniðin em alls 13, og númemð eins og hér segir: Nr. 1, höfuð, framstykki, 2, höfuð, framstykki, 3, eyra, 4, höfuð, bakstykki, 5, búkur, 6, handleggur, 7, fætur, 8, fótlegg- ur, 9, sóli, 10, skott, 11, bolur, framstk., 12, bolur, bakstk., 13, pils. Leiðarvísir. Notið frekar gróft saumspor á vélinni. Byijið á höfuðstk. nr. 1. Saumið saman á röngunni innan- verðan saum og framsaumana. Þræðið saman höfuðstykki nr. 1 og 2. Saumið lekið neðan á höfð- inu. Saumið síðan saman eyrun á röngunni, bæði efnin, skiljið eftir op að neðan, „saxið“ í sauminn allt í kring og snúið við - sjáið mynd og frekari leiðbeiningar á sniðsörk. Þræðið eyrun á milli merkinga á höfuðið. Saumið mið- saum á bak-höfuðstykki nr. 4, og síðan fram og bakstykki saman. Fýlgið númemm. Snúið stykkinu við. Saumið augun föst á sinn stað og búið til lítinn svartan, þéttan dúsk. Þetta er nefíð. Fes- tið það á sinn stað. Troðið í höfuðið og saumið opið saman, eða herpið það saman, en ekki of fast. Saumið saman miðsaum á búk- stykki nr. 5, saxið í saumfarið. Bijótið handlegg, snið nr. 6, til helminga, rétt móti réttu, látið númer standast á, saumið hand- legginn saman, en skiljið eftir op til að troða í (merkt á sniði), sax- ið í saumfar. Snúið stykkjunum við, þræðið saman saumfar að ofan, sbr. mynd, þræðið handleggi á búkinn samkvæmt merkjum, og saumið síðan fast. Saumið lek á öxl, saumið axlasaum, snyrtið homið. Saumið þá fótstykki nr. 7, þræðið það á fótlegg nr. 8, rétt mót réttu. Bijótið fótlegg til helm- inga, og saumið bæði stykkin saman, skiljið eftir op til að troða í. Þræðið þvert fyrir saum að of- an, sbr. mynd. Saumið sólann á, snúið stykkinu við. Að utanverðu, þræðið fótleggi á búk, þræðið neðri hluta búks, saumið saman (sjá mynd á sniðs- örk). Leggið skottið saman eftir endilöngu, rétt mót réttu, saumið saman en skiljið eftir op við end- ann. Snúið stykkinu við. Þræðið á búk (merkt). Saumið miðsaum á baki (búkstykki, nr. 5). Saumið saman neðst á búkstykki (skottið saumast þá með). Fylgið merkj- um. Snúið réttunni út. Troðið fyllingarefni I hand- og fótleggi (sjáið mynd á sniðörk) og saumið op saman í höndunum. Saumið með þykku svörtu út- saumsgami í „hendur" og tær sbr. mynd á sniði. Troðið vel og vandlega í búk- inn. Saumið höfuðið á og gætið þess að saumar standist á að framan og aftan. Saumið gjaman 2svar allt í kring um hálsinn. Notið hörtvinna eða eitthvað álíka sterkt. Veiðihárin: Klippið 8 stykki hvom megin af stífum hörtvinna, 12 sm. löng, og saumið þau föst á trýnið, sbr. mynd. I verzluninni Bamarúm við Skólavörðustíg hef ég fengið mjög gott uppfyllingarefni, sem er bæði dijúgt og ódýrt. Það kallast ullar- dúnn. Augu úr plasti og gleri fást í úrvali bæði í verzluninni Sauma- sporinu í Kópavogi og Litum og Föndri við Skólavörðustíg. Vona að ykkur gangi vel með þetta. Ef þið viljið fá sniðin send, þá skrifíð eftir þeim. Utanáskrift- in er: Dyngjan, Aðalstræti 6, Morgunblaðinu, 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.