Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
59
Síðan drögum við hvern skip-
brotsmanninn í land á fætur öðrum.
Margir þeirra eru gagnteknir af
skelfíngu, enda höfðu þeir orðið að
horfa upp á óblíð örlög félaga sinna
og að öllum likindum verið búnir
að missa alla von um björgun.
Flestir eru mennimir sæmilega á
sig komnir, sumir jafnvel að mestu
leyti þurrir, og einstaka maður hafði
getað tekið með sér lítilsháttar af
föggum sínum.
Nokkrir skipbrotsmanna eru þó
illa útataðir í olíu cg þá látum við
það verða okkar fyrsta verk að
klæða þá úr hlífðargallanum.
Einn þeirra, sem þannig var
ástatt um, er mér sérstaklega
minnisstæður, en hann virtist með
öllu orðinn viti sínu fjær af ótta og
örvæntingu.
Hann er með band hnýtt um sig
miðjan, og Gamalíel, sem ég gat
um áðan, stór maður vexti og þrek-
inn, er með hníf í hendi og ætlar
að skera sundur bandið, svo að við
getum klætt manninn úr gallanum.
En þá tryllist hann gersamlega,
svo að við verðum að hjálpa Gamalí-
el að halda honum.
Aumingja maðurinn hefur ugg-
laust verið sannfærður um, að við
ætluðum að kála sér!
Nei, það var síður en svo auð-
velt að taka á móti vesalings
færa þá í hlý föt, hlúa að þeim og
hlynna.
Það er af Sigurði Þorleifssyni að
segja. að hann og menn hans gengu
með fram fjörunni, eins og talað
var um.
Þá verða þeir varir við manninn,
sem einn hafði synt til lands og
komist upp í skútann.
Þeir rejmdu fyrst að renna til
hans kaðli, en hann virtist ekki
geta bundið sig nógu rammlega til
að treystandi væri á að draga hann
upp. Svo vel vildi til, að í hópi björg-
unarmanna var Björn Þórðarson,
skipstjóri á vélbátnum Grindvík-
ingi, en hann var ættaður úr
Vestmannaeyjum og þaulvanur
bjargsigi. Hann býðst nú til að síga
niður í skútann, gerir það síðan
snarlega og tekst að ná til manns-
ins, sem var orðinn kaldur og
þrekaður og þjáðist auk þess af
olíunni, sem hann hafði þurft að
synda í á leiðinni til lands.
Og Björn tekur manninn óðara á
bakið, og síðan eru þeir báðir dregn-
ir upp.
Maðurinn var strax sendur til
vitavarðarbústaðarins til annarra
félaga sinna, sem bjargast höfðu.
Þegar við erum búnir að taka
saman björgunartækin leggjum við
af stað áleiðis eftir fjörunni til að
athuga hvort við gætum hjálpað til
Með Eggert G. Þorsteinssyni, sem var sjávarútvegsráðherra
1965-71.
mönnunum þama á bjargbrúninni
— á flughálli olíuleðju í þessum
hryssingslega sjávargangi.
Nítjándi og síðasti maðurinn, sem
við björgum í stólinn er skipstjór-
inn, L. E. Clayton að nafni.
Hann var lítll maður vexti og
grannur — og hríðskalf, eflaust
bæði af kulda og hryllingi.
Ég tek undir handlegg honum
og geng með hann að klettabelti,
þar sem hann getur tyllt sér. Hon-
um veitti sannarlega ekki af að
hvíla sig stundarkom.
Allt í einu dregur hann þá upp
úr barmi sínum tvö sígarettukarton,
réttir mér þau og þakkar um leið
mörgum orðum fyrir björgun sína
og sinna manna.
Ég spyr hann, hvort fleiri menn
séu um borð í skipinu, og þegar
hann hefur fullvissað mig um að
svo sé ekki, læt ég skera á líflínuna
og segi félögum mínum að byija
að taka saman björgunartækin.
Við fömm síðan með mennina
nítján til vitavarðarbústaðarins, en
þangað em þá komnar allmargar
konur af bæjum í Staðarhverfí og
hjálpa til við að þrífa mennina,
þar. Við hittum Sigurð og hans
menn. Þeir höfðu þá gengið allar
fjömr og fundið sjö lík.
Þau liggja þama hlið við hlið,
fimm af Kínverjum en tvö af Eng-
lendingum.
Síðar hef ég samband við bifreið-
arstjóra, Karl Karlsson frá Ási í
Grindavík, og við fömm að sækja
líkin.
Við setjum þau á bflpallinn og
breiðum yfir.
Síðan ökum við að vitanum.
Bfllinn átti að halda áfram til
Grindavíkur með líkin, því að gerð-
ar höfðu verið ráðstafanir til að
flytja þau til Reykjavíkur.
Það er afráðið að hafa þann hátt-
inn á.
í sama bili kallar bflstjórinn til
mín, biður mig að finna sig og segir:
„Ég treysti mér ekki til að fara
einn með þennan flutning."
Ég bið þá tvo menn að fara með
honum.
En sagan er ekki öll.
Nokkm síðar selur Karl bflinn.
Hann gat ekki hugsað sér að
eiga hann eftir þetta.
MYNDBANDSTÆKI
VELDU
^TDK
EGAR ÞU VILT
HAFA ALLT Á
HREINU
Þú færð jólagjöf íþrótta-
mannsins í Spörtu
Panda dúnúlpur
Litir: Dökkblátt, turkish, milli-
blátt.
Nr. 140-152-164
kr. 5.590,-
Nr. S-M-L-XL- XXL
kr. 5.990,-
Matinbleu gallarnir
Loksins fáanlegir aftur í
mörgum tegundum. Margir
litir. Verð frá kr. 4.885,-
Frábært úrval af fatnaði fyrir
eróbikk, jassballett og fim-
leika. Bolir, buxur, belti,
samfestingar o.fl.
Matinbleu barnagallar
3 týpur. Verð frá kr. 3.890,-
Adidas Laser
Kominn aftur í nýjum litum.
Nr. 150 til 198 kr. 6.950,-
Adidas Liverpool
Dökkblár m/ljósbláum rönd-
um.
Nr. 128-176 og 3-9. Rautt
128,152, 164, 176.
128-176, verð kr. 2.925,-
3-9, verð kr. 2.995,-
Adidas Victory
Glansgalli.
Nr. 140-176 og 46-54. Dökk-
blátt og rautt m/dökkbláum
buxum.
Kr.3.518,-
Adidas Challenger
Litir: Grátt/svart, rautt/blátt,
svart, Ijósblátt, grátt/dökk-
blátt, Hvítt/ljósblátt, dökk-
blátt.
Nr. 138-198 kr. 6.290,-
'fitsí
Adidas Alberta
Regngallar. 100% regnhelt
efni. Dökkblátt, svart, rautt,
Ijósblátt.
Kr. 3.596,-
Búningasett frá Adidas.
Manchester United. 3 litir.
Liverpool, heima, úti og vara-
búningar.
Arsenal, Luton, West Ham
sett kr. 1.940,-
Treyja kr. 1.130,-
Póstsendum samdægurs
SPORTVÖRUVERSLUNIN
LAUGAVEGI 49 SIMI 12024
1