Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 16

Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 GULLNA FLUGAN OG BANDARÍKI NORÐURLANDA _________Bækur_________________ Stefán Friðbjarnarson Þorleifur Friðriksson: Gullna flugan - sag'a átaka í Alþýðu- flokknum Tvær heimsstyrjaldir (ekki sízt Evrópustyijaldir) settu svipmót á samskipti Norðurlandaþjóða á tutt- ugustu öldinni. í lok fyrri heimsstyrjaldar, 1914-1918, fengu hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóð- arbrota byr í segl. I skjóli þeirra sóttu Danir rétt sinn til hluta Slésvíkur, sem þeir misstu til Þjóð- verja 1864, og Islendingar fullveldi í hendur Dana 1918. I lok síðari heimsstyrjaldar, 1939-1944, stigum við síðan sjálf- stæðisskrefið til fulls með stofnun lýðveldis. Aðrar Evrópuþjóðir, Eystrasaltsríkin þijú, glötuðu full- veldi sínu á sömu tímamótum. I síðari heimsstyijöldinni her- námu Þjóðveijar Danmörku og Noreg. í báðum löndunum, einkum Noregi, starfaði virk andspyrnu- hreyfmg, byggð upp frá hægri og vinstri. Sósíaldemókratar vóru virk- ir þátttakendur í þessari hreyfingu. Það var því ekkert eðilegra en að norrænir sósíaldemókratar, sem aðrir andstöðumenn, hefðu á þess- um árum einhver tengsl við ensk og bandarísk stjómvöld, enda tóku norskar hersveitir þátt í styijaldará- tökum, m.a. frá Englandi. Það kom heldur ekki á óvart, í ljósi þess sem á undan var gengið, að evrópskir sósíaldemókratar vóm um margt í fararbroddi þegar Atlantshafs- bandalagið var stofnað. Það er eðlilegt að þetta baksvið sé haft í huga þegar lesin er bók Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræð- ings, „Gullna flugan“ (fyrra bindi), sem er „saga átaka í'Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslenzk stjómmál í krafti fjár- magns", eins og segir á bókarkápu. Höfundur segir í formála að hann hafi í fyrstu haft í huga að athuga samvinnunefnd danskra, sænskra og norskra sósíaldemókrata, sem stofnuð var 1913, en síðan tak- markað verksvið sitt við tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins við norræna sósíaldemó- krata. Höfundur hefur viðað að sér margs konar heimildum, bæði hér- lendis og erlendis. Úrvinnsla hans er fagleg á flesta grein og framsetn- ing lipur og læsileg. Engu að síður gætir fullmikillar hliðhylli, hóflega orðað, með kommúnistum og síðar sósíalistum, þegar sagt er frá álök- um milli jafnaðarmanna (Alþýðu- flokksfólks) og afla „vinstra megin“ við þá í íslenzkum verkalýðs- og stjómmálum. Sú spuming leitar og á hugan, hvort ekki sé horft um stækkunar- gler á meint áhrif fjárstuðnings frá norrænum (einkum dönskum) sósí- aldemókrötum til Alþýðuflokksins á afstöðu flokksins til einstakra mála. Þannig er þessi fjárstuðningur tengdur hægagangi flokksins að fullveldissamningi 1918 og lýðveld- isstofnun 1944. Lánsumsókn Alþýðusambandsins 1918 til dan- skra sósíaldemókrata (til stofnunar dagblaðs) er sögð „renna stoðum undir ásakanir andstæðinganna um að samband hafi verið á milli af- stöðu íslenzkra jafnaðarmanna í sambandsmálinu og danskra fjár- framlaga...“. Líklegt verður að talja að „al- þjóðahyggja“, sem setti svip á stefnu jafnaðarmanna snemma á öldinni, og trú á samstarf fólks með sömu lífsviðhorf - yfír landamæri - hafí fremur fjárhagsstuðningi ráðið viðhorfum. Höfundur ýjar raunar að því með þessum orðum: „Blaðið Dagsbrún, málgagn Al- þýðusambandsins, sem Ólafur Friðriksson ritstýrði boðaði alþjóða- hyggju og lýsti draumum um Bandaríki Norðurlandanna". Draumur norrænna jafnaðarmanna á öðrum tug aldarinnar um „Banda- ríki Norðurlanda" kemur efalítið mörgum í opna skjöldu í dag, þrátt fyrir margþætt og náið norrænt samstarf síðustu ára. Síðar í bókinni er samfylgd Al- þýðuflokksins með „lögskilnaðar- mönnum" fremur en „hraðskilnað- armönnum", rétt fyrir stofnun íslenzks lýðveldis, hnýtt - meira og minna - við persónuleg og fjár- hagsleg tengsl danskra og íslenzkra sósíaldemókrata. Itarlega er sagt frá átökum í Alþýðuflokknum sem leiddu til þess að Stefán Jóhann Stefánsson féll fyrir Hannibal Valdimarssyni við formannskjör 1952. Staðhæft er að stuðningsmenn Stefáns Jóhanns hafí haldið „þrátt fyrir allt yfirráð- um sínum yfír fjárhagslegum burðarstólpum Alþýðuflokksins: Al- þýðuhúsinu, Alþýðuprentsmiðjunni og Alþýðubrauðgerðinni". Hlutur fráfarandi formanns er ekki gerður rismikill í frásögninni. „Hnignun" Alþýðuflokks undir formennsku hans er m.a. rakin til „herverndar- samninga", „Keflavíkursamninga", „Marshallsamninga" og „Nato- saminga“. A hinn bóginn er „Sósíal- istaflokkurinn sagður hafa verið „í augum margra fijálslyndra þjóð- emissinna, tákn um einarða and- stöðu gegn ásælni erlends valds“. Áherzlur í þessari frásögn eru um- deilanlegar að ekki sé meira sagt. Gullna flugan á erindi inn í íslenzka sagnfræði. Atburði, sem hún spannar, verður hinsvegar að skoða frá fleiri sjónarhomum. Áhugafólk um íslenzk verkalýðs- og stjómmál getur vart látið bókina ólesna. Það mætti hinsvegar gjam- an og samhliða lesa lifandi og skemmtilega frásögn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, lengi formanns Alþýðuflokksins, af sama tímabili og sömu viðburðum í ævisögu hans, sem kom út fyrir mörgum ámm. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Proppé, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, og Árni Þorsteinsson, bílstjóri og umsjónarmaður nýja björgunarbíls- ins, fyrir framan Pinzgauer-torfærubifreiðina, sem var afhent Hjálparsveitinni á fimmtudaginn að viðstöddum fulltrúum frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar ásamt fleirum. Nýr tor- færubíll HJÁLPARSVEIT skáta í Hafnar- firði hefur fengið nýjan, sér- hannaðan torfærubíl til landsins sem nota á til björgunarstarfa, en hann mun vera einn sá full- komnasti sinnar tegundar á landinu. Bfllinn er austurrískur af Pinz- gauer-gerð, og hann getur rúmað 13 björgunarmenn og tvo menn í sjúkrabömm að auki. Hann verður notaður bæði við að flytja björgun- arsveitarmenn á vettvang, og við flutning sjúkra og slasaðra af slys- stað. Bíllinn er 6 hjóla, og er sjálfstæð flöðmn á hveiju hjóli, og sagði Ólafur Proppé, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfírði, að hann væri einn fullkomnasti tor- fæmbíll sem völ væri á, en þó væri einnig hægt að aka honum á vegum. Enginn annar bíll af þessarri gerð er til í landinu, en tveir eldri Pinzgauer-bílar em til, annar er í eigu Hjálparsveitarinnar í Hafnar- fírði, en hinn væri á Akureyri. Ólafur sagði að Hjálparsveitin hefði mjög góða reynslu af eldri bílnum, t.d. hafði hann komist jafn langt og flestir snjóbílar að flugvélarflak- inu í Ljósufjöllum í fyrra. Nýi bíllinn kostar um 2 milljónir króna, en fjarskiptatæki og annar búnaður mun kosta um 3- 500.000 krónur að auki. Ekki er búið að greiða bílinn að fullu, en félagar Hjálparsveitarinnar vona að jóla- tréssala, sem byijar á sunnudaginn, hjálpi þeim að ná endum saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.