Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 GULLNA FLUGAN OG BANDARÍKI NORÐURLANDA _________Bækur_________________ Stefán Friðbjarnarson Þorleifur Friðriksson: Gullna flugan - sag'a átaka í Alþýðu- flokknum Tvær heimsstyrjaldir (ekki sízt Evrópustyijaldir) settu svipmót á samskipti Norðurlandaþjóða á tutt- ugustu öldinni. í lok fyrri heimsstyrjaldar, 1914-1918, fengu hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóð- arbrota byr í segl. I skjóli þeirra sóttu Danir rétt sinn til hluta Slésvíkur, sem þeir misstu til Þjóð- verja 1864, og Islendingar fullveldi í hendur Dana 1918. I lok síðari heimsstyrjaldar, 1939-1944, stigum við síðan sjálf- stæðisskrefið til fulls með stofnun lýðveldis. Aðrar Evrópuþjóðir, Eystrasaltsríkin þijú, glötuðu full- veldi sínu á sömu tímamótum. I síðari heimsstyijöldinni her- námu Þjóðveijar Danmörku og Noreg. í báðum löndunum, einkum Noregi, starfaði virk andspyrnu- hreyfmg, byggð upp frá hægri og vinstri. Sósíaldemókratar vóru virk- ir þátttakendur í þessari hreyfingu. Það var því ekkert eðilegra en að norrænir sósíaldemókratar, sem aðrir andstöðumenn, hefðu á þess- um árum einhver tengsl við ensk og bandarísk stjómvöld, enda tóku norskar hersveitir þátt í styijaldará- tökum, m.a. frá Englandi. Það kom heldur ekki á óvart, í ljósi þess sem á undan var gengið, að evrópskir sósíaldemókratar vóm um margt í fararbroddi þegar Atlantshafs- bandalagið var stofnað. Það er eðlilegt að þetta baksvið sé haft í huga þegar lesin er bók Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræð- ings, „Gullna flugan“ (fyrra bindi), sem er „saga átaka í'Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslenzk stjómmál í krafti fjár- magns", eins og segir á bókarkápu. Höfundur segir í formála að hann hafi í fyrstu haft í huga að athuga samvinnunefnd danskra, sænskra og norskra sósíaldemókrata, sem stofnuð var 1913, en síðan tak- markað verksvið sitt við tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins við norræna sósíaldemó- krata. Höfundur hefur viðað að sér margs konar heimildum, bæði hér- lendis og erlendis. Úrvinnsla hans er fagleg á flesta grein og framsetn- ing lipur og læsileg. Engu að síður gætir fullmikillar hliðhylli, hóflega orðað, með kommúnistum og síðar sósíalistum, þegar sagt er frá álök- um milli jafnaðarmanna (Alþýðu- flokksfólks) og afla „vinstra megin“ við þá í íslenzkum verkalýðs- og stjómmálum. Sú spuming leitar og á hugan, hvort ekki sé horft um stækkunar- gler á meint áhrif fjárstuðnings frá norrænum (einkum dönskum) sósí- aldemókrötum til Alþýðuflokksins á afstöðu flokksins til einstakra mála. Þannig er þessi fjárstuðningur tengdur hægagangi flokksins að fullveldissamningi 1918 og lýðveld- isstofnun 1944. Lánsumsókn Alþýðusambandsins 1918 til dan- skra sósíaldemókrata (til stofnunar dagblaðs) er sögð „renna stoðum undir ásakanir andstæðinganna um að samband hafi verið á milli af- stöðu íslenzkra jafnaðarmanna í sambandsmálinu og danskra fjár- framlaga...“. Líklegt verður að talja að „al- þjóðahyggja“, sem setti svip á stefnu jafnaðarmanna snemma á öldinni, og trú á samstarf fólks með sömu lífsviðhorf - yfír landamæri - hafí fremur fjárhagsstuðningi ráðið viðhorfum. Höfundur ýjar raunar að því með þessum orðum: „Blaðið Dagsbrún, málgagn Al- þýðusambandsins, sem Ólafur Friðriksson ritstýrði boðaði alþjóða- hyggju og lýsti draumum um Bandaríki Norðurlandanna". Draumur norrænna jafnaðarmanna á öðrum tug aldarinnar um „Banda- ríki Norðurlanda" kemur efalítið mörgum í opna skjöldu í dag, þrátt fyrir margþætt og náið norrænt samstarf síðustu ára. Síðar í bókinni er samfylgd Al- þýðuflokksins með „lögskilnaðar- mönnum" fremur en „hraðskilnað- armönnum", rétt fyrir stofnun íslenzks lýðveldis, hnýtt - meira og minna - við persónuleg og fjár- hagsleg tengsl danskra og íslenzkra sósíaldemókrata. Itarlega er sagt frá átökum í Alþýðuflokknum sem leiddu til þess að Stefán Jóhann Stefánsson féll fyrir Hannibal Valdimarssyni við formannskjör 1952. Staðhæft er að stuðningsmenn Stefáns Jóhanns hafí haldið „þrátt fyrir allt yfirráð- um sínum yfír fjárhagslegum burðarstólpum Alþýðuflokksins: Al- þýðuhúsinu, Alþýðuprentsmiðjunni og Alþýðubrauðgerðinni". Hlutur fráfarandi formanns er ekki gerður rismikill í frásögninni. „Hnignun" Alþýðuflokks undir formennsku hans er m.a. rakin til „herverndar- samninga", „Keflavíkursamninga", „Marshallsamninga" og „Nato- saminga“. A hinn bóginn er „Sósíal- istaflokkurinn sagður hafa verið „í augum margra fijálslyndra þjóð- emissinna, tákn um einarða and- stöðu gegn ásælni erlends valds“. Áherzlur í þessari frásögn eru um- deilanlegar að ekki sé meira sagt. Gullna flugan á erindi inn í íslenzka sagnfræði. Atburði, sem hún spannar, verður hinsvegar að skoða frá fleiri sjónarhomum. Áhugafólk um íslenzk verkalýðs- og stjómmál getur vart látið bókina ólesna. Það mætti hinsvegar gjam- an og samhliða lesa lifandi og skemmtilega frásögn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, lengi formanns Alþýðuflokksins, af sama tímabili og sömu viðburðum í ævisögu hans, sem kom út fyrir mörgum ámm. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Proppé, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, og Árni Þorsteinsson, bílstjóri og umsjónarmaður nýja björgunarbíls- ins, fyrir framan Pinzgauer-torfærubifreiðina, sem var afhent Hjálparsveitinni á fimmtudaginn að viðstöddum fulltrúum frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar ásamt fleirum. Nýr tor- færubíll HJÁLPARSVEIT skáta í Hafnar- firði hefur fengið nýjan, sér- hannaðan torfærubíl til landsins sem nota á til björgunarstarfa, en hann mun vera einn sá full- komnasti sinnar tegundar á landinu. Bfllinn er austurrískur af Pinz- gauer-gerð, og hann getur rúmað 13 björgunarmenn og tvo menn í sjúkrabömm að auki. Hann verður notaður bæði við að flytja björgun- arsveitarmenn á vettvang, og við flutning sjúkra og slasaðra af slys- stað. Bíllinn er 6 hjóla, og er sjálfstæð flöðmn á hveiju hjóli, og sagði Ólafur Proppé, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfírði, að hann væri einn fullkomnasti tor- fæmbíll sem völ væri á, en þó væri einnig hægt að aka honum á vegum. Enginn annar bíll af þessarri gerð er til í landinu, en tveir eldri Pinzgauer-bílar em til, annar er í eigu Hjálparsveitarinnar í Hafnar- fírði, en hinn væri á Akureyri. Ólafur sagði að Hjálparsveitin hefði mjög góða reynslu af eldri bílnum, t.d. hafði hann komist jafn langt og flestir snjóbílar að flugvélarflak- inu í Ljósufjöllum í fyrra. Nýi bíllinn kostar um 2 milljónir króna, en fjarskiptatæki og annar búnaður mun kosta um 3- 500.000 krónur að auki. Ekki er búið að greiða bílinn að fullu, en félagar Hjálparsveitarinnar vona að jóla- tréssala, sem byijar á sunnudaginn, hjálpi þeim að ná endum saman.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.