Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 19 liðagigt drekkur vín ætti það að drekka létt vín. Ég ráðlegg raunar engum að drekka sterk vín ög kaffi og tóbak er engum manni hollt. Sumu fólki ráðleggjum við að minnka mjólkurdrykkju, því mjólk er slímkennd fæða og getur oft valdið ofnæmi. Ég hef raunar ekki trú á að fullorðið fólk þurfí á mjólk að halda, mjólk er ungbamafæða. Sjálf höldum við mjólkumeyslu í lágmarki en notum í staðinn vatn og ávaxtasafa og svo mikið af hráum mat. Einnig notum við brauð físk og fuglakjöt. Lambakjöt er í lagi en ég tel nautakjöt og svínakjöt ekki heppilegt. í skólanum höfðu menn mjög misjafnar skoðanir á lýsi. Sumir töldu það mjög gott en aðrir vom á móti því, töldu það aðeins auka fítuneyslu sem þegar væri of mikið af. Sjálf læt ég eldri telpuna mína taka lýsi af og til. Hrár hvítlaukur er hins vegar allra meina bót“. Linda gat þess að vissulega væri hægt að lækna magasár með jurtum en ef manneskjan breytti ekki mat- arræði sínu þá fengi hún magasár aftur að skömmum tíma liðnum. Þess vegna er nauðsynlegt að fá fólk til að breyta margarvenjum sínum svo það lendi ekki í síendur- teknum sjúkdómsáföllum. Linda sagði að auk alls þessa væri öllu fólki ráðlagt að ganga mikið og svo hitt að eiga sér tíma á hveijum degi til þess að slaka á og gera helst ekki neitt nema hvíla huga og líkama. Jurtirnar sem Linda og John nota eru tíndar á ýmsum stöðum í Evr- ópu, í Ameríku og svo hér á landi lítils háttar. Mikið af jurtunum hafa þau flutt með sér, eitthvað hafa þau þó tínt, mest á Vestfjörðum þar sem Linda er fædd og uppalin. Seinna hyggjast þau tína sjálf mest af þeim jurtum sem þau þurfa að nota til lækninga, en þau hafa ákveðið að setjast hér að. Linda og John hafa bæði unnið töluvert við grasalækningar. „Við unnum á grasalækningastofu sem rekin er af skólanum í London í tvö ár“, segir Linda. „Þar heimsækja menn grasalækninn sinn næstum eins oft og heimilislækninn sinn.“ Það kom fram í máli þeirra beggja að þau teldu óheppilegt hve mikil tregða hefur verið á því að kunn- áttufólk á hinum ýmsu sviðum lækninga vinni saman. Kínveijar hafa að þeirra sögn þann hátt á að þeir mynda allt uppí sex manna lið þar sem hver og einn er menntaður á sínu sviði, einn er kannski grasa- læknir, annar kann sitt hvað fyrir sér í nálastungufræðum, þriðji er læknir með sérmenntun á ákveðnu sviði og svo framvegis. Allir leggja þeir svo saman til þess að reyna að hjálpa sjúklingum sem aðstoðar leita. „Of oft er það þannig", segir Linda,,, að ekki er gert nógu mikið til þess að reyna að fyrirbyggja sjúk- dóma hvorki af almenningi né heldur af yfírvöldum. Menn koma svo kannski með gömul mein og vilja fá lækningu strax. Það er ekki hægt. Þetta fólk hefur oft verið með sjúkdómseinkenni í mörg ár og það tekur langan tíma og krefst þraut- seigju af lækni og sjúklingi að lækna slíkt, en hafí menn slíka þrautseigju til að bera þá læknast margt." í öllu þessu spjalli um heilsufar berst talið að vöðvabólgum og ég segi þeim hjónum að ég sé ekki laus við verki í öxlum eins og margir sem skrifa mikið á ritvél eða tölvu. Þau snarast þá inn í herbergið þar sem jurtapokarnir eru geymdir og fyrr en varði höfðu þau mælt aðskiljan- legar jurtir á lítilli vog og sett þær í grænröndótta litla poka. Þau fengu mér pokana með þeim fyrirmælum að sjóða þær í potti í 20 mínútur og drekka síðan 100 ml af seyðinu þrisvar á dag. Þetta seyði sögðu þau eiga að auka blóðflæði og þannig vinna gegn vöðvabólgu. Einnig fengu þau mér smyrsl til þess að nudda með axlirnar. Með þetta í höndunum kveð ég með þau með virktum og dríf mig heim á leið til þess að fara að brugga mér seyði í heilsubótarskyni. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir ...................................... : |ngebrn MonsePoiúpal*K BIRGIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.