Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 9 HUGVEKJA í fangelsi eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON 3. sd. í aÖventu. Mt. 11; 2.—10. 3. sd. í aðventu. Mt, 11; 2.-20. Maður er hnepptur í fangelsi vegna þess að hann hefur brotið lðg þjóðfélagsins, lög meirihlut- ans, lög hins sterka. Við þá aðgerð má sjaldnast spyija, hvort rétt- mæt sé. Ekki einu sinni hér á þessu ári, hvað þá ef litið er til annarra landa sem búa við annað þjóðskipulag og enn síður ef við lítum til fortíðar. Hér á dómkerfið að tryggja réttlæti og því er það mjög alvarlegt þegar fram hefur komið opinber gagnrýni á dóm- kerfí okkar frá aðilum sem hafa unnið innan dómkerfísins, hvað þá ef við bætast frásagnir allra þeirra aðila sem á síðustu árum fullyrða að þeir hafí verið hneppt- ir skyndilega og óvægið í fangelsi án saka og síðan þurft að sæta einangrun og harðræði þar, að ekki sé meira sagt. Þessi mál hljóta að þurfa endurskoðunar við, þar sem heiðarleiki og rétt- læti sé tryggt í allri málsmeðferð og að sá sem í fangelsi situr geti treyst því að hann njóti vemdar og sé hann í trúnaði yfirheyrður; þá viti ekki þjóðin það nokkrum dögum síðar. Þetta er hið átakanlega ytra borð. En er nokkur leið að skyggn- ast undir það borð og reyna að nálgast hugsun þess sem fyrir verður? Fyrst þess einstaklings, sem er frelsi sviptur án þess að hann viti um sök. Allt sem hann hefur unnið fyrir og trúað að vemdaði og tryggði mannréttindi, htynur í einu vetfangi. Og þegar sá hinn sami horfíst í augu við hvemig söguburður sannar á hann sekt, hljóta öll sund sjálfs- bjargar að lokast. Og hvað er þá eftir. Aðeins trú. Og margur unglingurinn hefur hrasað á villubraut vegna að- stæðna. Ef til vill var það vegna þess að hann átti enga foreldra eða það sem verra var að hann átti foreldra,' sem sýndu engan kærleika og bjuggu við fjötra víns eða eiturefna. Aðstæður eru þá svo átakanlegar að engin virðist útgönguleiðin. Og hvað er þá eft- ir? Aðeins trú. Og margur er sá fullorðinn sem hefur orðið fyrir því að gera það sem hann sér eftir alla ævi og kemst ekki framhjá nema með því að taka út sína refsingu. En þá bíður hans smán hins brotlega og miskunnarleysi okkar sem teljum okkur saklaus, þannig að það er eins og ógjömingur að byija upp á nýtt. Og hvað er þá eftir? Að- eins trú. Hver er þessi trú, sem getur byggt upp þann sem er brotinn, gefíð nýjan þrótt, nýjan styrk og nýtt líf? Það er trúin á Jesúm Krist. Á þessum sunnudegi fjöllum við um Jóhannes skírara, þar sem hann situr í fángelsi af því að hann hafði sagt sannleikann um Heródes, sem hafði brotið lögin. En Heródes var hinn sterki og það vom hans lög sem giltu og því beið Jóhannes dóms í fangels- inu. Þá kom trúarefínn til hans, svo óvæginn og engum staðreyndum þyrmandi. Var þetta þá allt ein- tóm blekking sem hann hafði lifað fyrir? Köllunin til að prédika í eyðimörkinni, sýnin sem hann sá við ána Jórdan, þegar hann skírði Jesúm, vissa hans um að hann væri Messías og sannfæring um að hann væri að flytja fagnaðar- boðskap. I stað þess að fínna sigurmátt köllunarinnar beið hans ósigurinn og smánin í myrkvuðu fangelsi. Hann var að niðurlotum kominn. Og þa var aðeins eitt eftir. Hann sendi menn til Jesú og lét þá spyija hann: „Ert þú sem koma á eða eigum vér að vænta ann- ars? Og Jesús svaraði og sagði við þá: Farið og kunngjörið Jó- hannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og dauf- ir heyra og dauðir upprísa og fátækum er boðað fagnaðarer- indi. Og sæll er sá sem ekki hneykslast á mér.“ Jóhannes beið lægri hlut fyrir ærandi dansmúsík þess tíma og eggjandi stúlku, sem hafði áhrif á valdhafann og ákvarðanatök- una, gegn hans betri vitun. Höfuð Jóhannesar var fært Heródesi. Samt talar það höfuð enn og kall- ar til okkar með þrumuraustu. „Þér nöðru afkvæmi. Hver kenndi yður að flýja undan hinni kom- andi reiði? En öxin er og þegar lögð að rótum tijánna; verður þá hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upphöggvið og því í eld kastað. Og mannijöldinn spurði hann og sagði: Hvað eigum vér þá að gjöra? En hann svaraði og sagði við þá: Sá sem hefír tvo kyrtla, gefí þeim annan, sem eng- an hefír, og sá sem matföng hefír, geri eins.“ Röddin hans kallar okkur til ábyrgðar gagnvart þeim sem mis- rétti eru beittir, kallar á gjafír af nægtarborði okkar til munaðar- lausra bama í Eþíópíu og svo víðar þar sem hörmungin er — einnig hér. Jóhannes skírari kallaði eftir svari trúarinnar úr fangelsinu um Jesúm Krist og kraftaverk hans. Þau kraftaverk eru enn að gerast allt í kring um okkur. Dauðvona læknast og sá sem var svo alls- laus, öllu rúinn, hann á allt í Jesú Kristi. Þennan fagnaðarboðskap er ekki hægt að útskýra og ekki hægt að sanna, en hann er engu að síður lifuð staðreynd fjölda ein- staklinga. Þetta er hin kristna trú sem boðar sigur réttlætis í hveiju máli um síðir. i HCR ERU UPPLYSIHGAR SCM SKIIA HAGNAÐI Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ávallt kappkostað að gefa sem gleggstar upp- lýsingar um alla möguleika varðandi spamað. Til marks um það höfum við gefíð út marga veglega bæklinga. í öllum þessum bækling- um eru haldgóðar upplýsingar um sparnað- arkosti sem skila þérhagnaði þegar á reynir. FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 689700 Allt frá árinu 1976 hefur Fjárfestingarfélagið verið í fararbroddi í öfíugri upplýsingastarf- semi og faglegri ráðgjöf. Komdu við á verð- bréfamarkaði okkar í Kringlunni og Hafnar- stræti 7 og ræddu við ráðgjafá okkar. Fáðu þér upplýsingabæklinga í leiðinni. Þú getur einnig hringt eða sent okkur svar- seðilinn og við sendum þér bæklingana um hæl. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjöiþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 11. des. 1987: Kjarabréf 2,505 - Tekjubréf 1,312 - Markbréf 1,275 - Fjölþjóðabréf 1,140 SVARSEÐILL Vinsamlegast sendið mér neðangreinda bæklinga: □ Kjarabréf □ Verðbréfamarkaðurinn | □ Tekjubréf □ Fjármálareikningur 1 □ Markbréf □ Frjálsi lífeyrissjóðurinn Nafn: Nafiinr.: Heimili: Staður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.