Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 LeðurJdœddir hvíldarstólar. Tilboðsverð kr. 23.000,- stgr. VAIHÚSGÖGN Armúla 8, simi - 82275. Heillandi náttkjóll úr silkisatíni. Sannkallaður draumakjóll. Gullfallegur silkisloppur í sama lit og kióllinn. OBAOCaySlNGAPJONUSTAN SlA Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis, Enginjól smákökulaus 4 valdar tegnndir fyrir þær sem enn eru ekki búnar að öllu. Og nú bökum við úr smjöri. Gómsætar kökúr í pappírs- formum Látið kökumar kólna vel áður en þið dýfið botninum á þeim í vel bráðið súkkulaðið. Hafíð súkkulaðið frekar þunnt. Bezt finnst mér að bræða það í vatnsbaði, því þá helzt hitinn lengur. Þetta þarf í um 40 stk.: Um 300 gr. hveiti, 200 gr. smjör, 100 gr. sykur, 1 mjög lítið egg (eða V2 stórt), örlítið hjartarsalt (um V4 tesk.). Fylling: 150 gr. malaðar möndlur, 50 gr. sykur, 3 egg. Allt þeytt mjög vel saman þar til létt og ljóst. Ofan á: Flórsykur hrærður út í appelsín- usafa og strimlar af sykruðum appelsínuberki. Minni gerðin af pappírsformum. Blandið fyrst hjartarsaltinu sam- an við hveitið og hnoðið síðan deig á venjulegan hátt. Gott að hnoða saman í hrærivél sem er með hnoð- ara. Geymið deigið á köldum stað í um klukkutíma. Fletjið það þá út, eða bara þrýstið því með fingrunum í botn og hliðar formanna (þunnt lag). Látið fýllingu í hveija köku, og bakið við 200 gráðu hita (180 gráður í blástursofni) í 10-12 mínútur. Látið kökumar kólna vel ef þið ætlið að taka þær úr formunum. Smyijið glasúr ofan á og skreytið efst með strimli af sykruðum app- élsínuberki. Hnetukökur með súkku- laði, um 40 stk. í þær fara: 300 gr. hnetukjam- ar, 225 gr. sykur, 4-5 eggjahvítur (miðlungs), um 125 gr. dökkt suðu- súkkulaði. Malið hnetu- kjamana í kvörn og blandið saman við sykurinn og eggjahvítumar (þær þeytast ekki sér). Bökunarpappír settur á bökunar- plötumar og deigið sett á með teskeið. Bakað í miðjum ofni í um 10-12 mínútur við 200 gráðu hita (180 gráður í blástursofni). Kúrenukökur, um 50 stk. 200 gr. smjör (ekki beint úr ísskápnum), 2 dl. sykur, 1 dl. kúren- ur, 1 egg, 5 dl. hveiti, 2 tesk. lyftiduft. Hrærið sykur og smjör ljóst og létt. Skolið vel af kúrenunum, þurrkið með eldhúsrúllupappír, og blandið þeim og eggjnu saman við sykurinn og smjörið. Látið lyftiduf- tið út í hveitið og hnoðið síðan deig á venjulegan hátt og verið snögg að því. Geymið svo deigið á köldum stað í smástund. Gerið litlar kúlur úr deiginu milli handanna og leggið þær á pappírsk- lætta bökunarplötu. Þrýstið með gaffli tvisvar á hveija köku til að búa til rúðumynstur. Bakist við 200 gráður (180 gráður í blástursofni) þar til kökumar hafa tekið fallegan lit. Súkkulaðibitakökur um 75 stk. 250 gr. smjör, 125 gr. flórsyk- ur, 1 stórt egg, 300 gr. hveiti, 100 gr. gróftsaxaðir hnetukjam- ar, 100 gr. gróftsaxað súkkulaði, möndluspænir til skrauts. Hrærið saman smjör og flór- sykur, og bætið síðan egginu út í. Blandið hnetum og súkkulaði saman við hveitið og hrærið öllu saman. Setjið á pappírsklædda plötu með stórri teskeið í litla toppa og stingið 2-3 möndlu- spænum á hveija köku. Bakið efst í ofninum við 200 gráðu hita (180 gráður í blást- ursofni) í 8-10 mínútur. . Látið kökurn- ar kólna á bökunarrist áður en þær eru settar í kassa. Nýr klúbbur mat- reiðslumeistara: Vilja hrossa- gauka og hóstakirtla á matborðið STOFNAÐUR hefur verið nýr klúbbur matreiðslumeistara, sem ber nafnið Framandi, og hefur hann m.a. að markmiði að auka fjölbreytni í matargerðarlist ís- lendinga. Nú em tíu matreiðslumeistarar frá sjö veitingahúsum félagar í Framanda, en fyrsti viðburðurinn sem félagið gekkst fyrir var kvöld- verður í Holiday Inn á fímmtudags- •kvöldið. Ekki er afráðið hvenær klúbburinn býður almenningi næst að bragða á nýjungum félaga sinna, en stefnt er að því að halda kvöld- verð í nafni klúbbsins tvisvar á ári. í stefnuskrá klúbbsins segir að auka þurfi fjölbreytni á hráefni í íslenskri matargerð, og er m.a. minnst á að nýta þurfi þann físk sem hent er af bátum, nýta betur innmat eins og kálfanýru og hósta- kirtil, og að athuga hvort hægt sé að fá að veiða fugla sem nú eru friðaðir, svo sem hrossagauka, lóur, spóa, kjóa og þresti. Þá vill klúbbur- inn koma á betri tengslum við veitingahús erlendis, t.d. með því að félagar fari utan á námskeið. Skáldsaga eftir Jo- hannes Mario Simmel IÐUNN Jhefur gefið út bók sem nefnist Orlaga saga og er eftir þýska rithöfundinn Johannes Mario Simmel. í kynningu útgefanda á bókinni segir m.a.: „Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnar- lausum örlögum og mannlegri þjáningu, saga sem grípur lesand- ann heljartökum og heldur honum föngnum, frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríðum og ör- væntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáð- ur um allan heiminn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tæki- færi til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint?“ Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. AXtÆk'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.