Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 29 fyrir ári, flykkjast stúlkur í allar deildir hans.„ Við eigum konur í öllum mögulegum starfsgreinum, ekki bara í kvennagreinum. Og það er allt jákvætt. Við eigum meira að segja einn kvenknapa..hugsaðu þér, hvað það hefði þótt ósiðlegt fyrir fáeinum árum.“ „Öllum verður starsýnt á konu, ef hún ber blæju,“ hélt hún áfram.,, Blæjan er í ykkar augum eins kon- ar auðmýkingartákn. Ég er ekki sammála því. En spámaðurinn sagði að konur skyldu bera sig að með fullri reisn og ekki ögra karlmönn- um. Og sannleikurinn er bara sá að ómanskar konur hafa ekki gam- an af því að flörta eða gefa karlmönnum undir fótinn. Þær fá ekki neitt út úr því. Hvaða voðalega synd er það þá ef kona vill bera blæju og losna þar með við að karl- menn séu að glápa á hana. Ég ber oft blæju, ef ég fer á markaðinn. En ég er ekki kúguð manneskja út af því. Á hinn bóginn er ég á móti grímunni, sem sumar konur nota og heitir búrka. Það er hálfgerð grind, sem er fest yfir augu og nær niður að munninum. Ekki vinnandi vegur að kyssa konu með svoleiðis útbúnað. Þetta setja eiginmennimir á þær og geyma lykilinn...og þetta er ógeðfellt. En þá er að hyggja að því, að þetta er ekki frá okkur komið, gríman og búrkan á uppruna sinn í Tyrklandi og íran og alveg óþolandi, að við.skulum hafa tileink- að okkur þetta." Huda hefur sótt ýmsar alþjóðleg- ar ráðstefnur um málefni kvenna fýrir hönd lands síns. Meðal annars var hún formaður sendinefndar Ómans á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Nairobi. Hún stendur einnig fýrir því að fá konur utan af landsbyggðinni til reglu- legra funda á vegum ráðuneytisins og segir, að augljós vakning sé að verða hjá kvenfólki. Samt segist hún vona, að gamlar hefðir varð- andi ijölskyldu og samskipti kynj- anna breytist ekki. En konur hafi ekki gert sér grein fyrir, hvílíkt afl þær gætu verið, sameinaðar. Þó að ómanskar konur legðu sjálfsagt annan skilning í það en kynsystur á Vesturlöndum. Hún segir mér frá því, þegar hún hitti manninn sinn fyrst. For- eldrar hennar bjuggu þá utan Ómans, ef ég man rétt í Egyptal- andi.„Hann var sonur vinafólks og kom í heimsókn. Þá var hann í háskólanum að læra efnafræði. Hann varð strax hrifinn af mér... hvað um mig.nei. Ekki þá, ekki strax.Ég var of ung til að átta mig á nokkru svoleiðis," segir hún og hlær glaðlega. „En hann færði þetta í tal við foreldra mína þá og þegar ég varð eldri, ræddu þau þetta við mig. Ég hugsaði málið og ákvað að kynnast manninum. Og það á ekki bara við í mínu tilfelli; sam- kvæmt islam er ekki hægt að neyða stúlku í hjónaband. Þó að böm beri takmarkalausa virðingu fyrir for- eldrum sínum, hafa foreldrar engan slíkan rétt. En mér leizt bara vel á hann! Svo giftum við okkur í Lon- don og bjuggum þar meðan ég var að læra og hann fór til Sandhurst. Nú eigum við þrjá stráka, tólf, níu og fimm ára. Og hann er alveg vit- laus í að eignast stelpu." Eins og ég hef líka áður komið að er oft erfitt að fá að taka mynd- ir af konum í Arabalöndum. „Hvað er athugavert við það?“ sögðu þær allar þrjár, sitt á hverjum stað, Wafa og Reem í Kuwait og Huda í Óman. „Þetta er nýtt fyrir mörg- um konum. Þeim finnst þetta bera vott um ágengni. Fyndist ykkur á Íslandi alveg sjálfsagt að einhver framandlegur aðili kæmi aðvífandi og tæki mynd án þess að biðja um leyfi?“ Það er sjálfsagt nokkuð til í þessu. Það fer ekkert á milli mála, að konan í Arabaheiminum er að breytast. Hún hefur aðra lífsskoðun en við, annan lífsmáta, gildi hennar eru önnur. En þurfa þau endilega að vera ómerkilegri fyrir það? Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir 1 : : Tima Ávöxt- lengd unar- Vextir Vextir 6,6% 7.0% 0 o « —^ Ip^lf évkur vcrðgildi Wm mm ■sitt! ■ ■ ■ : 44% á ársgrundvcllí! Ennþá betri kför! I dag na fjarmumr a Avoxtunarbrefum 44% ávöxtun á ársgrundvelli, sem er 14% umfram verðbólgu. • Enginn aukakostnaöur er dreginn frá andviröi bréfanna viö innlausn. í • Innlausn getur aö jafnaöi fariö fram samdægurs. VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF: krafa 14,00 93,4 14.26 90,2 14.60 87,2 14.76 84,2 16,00 81,8 16.26 78,6 16.60 76,9 16.76 73,4 16,00 71,0 16,26 68,7 98.9 90.9 88,0 86,1 82.4 79.8 77.8 74.9 72.5 70,8 ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF: .t') Tima- Ákv. umfr. Ár»- lenvd verðb,- vextir Ár *pi 20% 1. 8,00 86,6 2. 9,00 79,8 3. 10,00 78,8 4. 11,00 69,0 - ...^ W V ■ 1 Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 Gengi Avöxtunarbréfa 13.12.1987 er 1.3524 Gengi Spariskírteina Ríkissjoðs 2. fl. 1987 10.000 að nafnverði Söluverð 13.12.1987: til 2ja ára 11.165,72 til 4ra ára 11.149,05 til 6 ára 11.122,29 Verðtryggð og óverðtryggð veöskuldabréf óskast í sölu. Ávöxtunarbréfin eru í fjórum verðflokkum: Kr. 1.000.-, kr. 10.000.-, kr. 50.00,- og kr. 100.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.