Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
33
Ingi
keyptum, en svo fór ég að taka
hana með mér til þess að kaupa*
blóm og leyfa henni að velja þau
og síðan hefur hún ekki snert þau.
Þóra er greindust af heimilisfólkinu
sem hér er. Hún kom hér 16 ára
að aldri árið 1972 og var þá mjög
erfíð viðskiptis. Hún var svo of-
stopafull fyrstu árin að hún svaf
varla nema 3 tíma á sólarhring
vegna geðveiki sinnar. Lengi vel
réðst hún á starfsfólk og reif í hár
þess og lamdi það og klóraði, oft
barðist hún við starfsfólkið í marga
tíma samfleytt. I fyrra bytjuðum
við að sýna henni mikla blíðu og
athygli og þá brá svo við að hún
fékk traust á starfsfólkinu og núna
síðustu tvö ár hefur hún fengið að
fara á vinnustofurnar og þar hefur
hún lært táknmál á ótrúlega stutt-
um tíma
Kristín segir mér að húsnæði
deildarinnar hafí verið lagað mikið
frá því sem áður var. Loftin lækkuð
og gert eins hlýlegt og heimilislegt
og kostur er. Starfsfólk var að sögn
Kristínar með í að velja húsgötn
og myndir o.þ.h. Við förum fram
til þess að skoða húsakynni deildar-
innar. Fyrir framan línherbergi er
Hilmar að taka þvott uppúr poka
og bijóta saman. Hann er mjög
duglegur að hjálpa til að sögn
Kristínar. „Hann er líka mjög til-
tektarsamur," segir Kristín. „í
hitteð fyrra henti hann öllu jóla-
skrautinu út um gluggann þegar
aðfangadagur var liðinn. Þá voru
jólin búin að hans mati og hann
ákvað að henda öllu skrautinu út
til guðs, eins og hann orðaði það.“
Við göngum um og skoðum her-
bergi og aðrar vistarverur. Á hæla
okkar gengur Ingi, ungur maður
sem veiktist í æsku og hefur síðan
mjög litla greind. Hann getur þó
talað og er ræðinn og félagslyndur.
Hann er líka mjög blíður í sér og
kyssir mig að minnsta kosti þrisvar
sinnum á kinnina meðan á skoðun-
arferðinni stendur. Stebbi er að
raða fötum inn í skáp ásamt tilsjón-
armanni sínum. Hann hlær ákaf-
lega þegar við fylgjumst með
honum stutta stund, en svo fær
hann nóg af þessari forvitni og ýtir
okkur út úr herberginu. Frammi í
dagstofunni sitja Kiddi og Tóti í
sófanum. Kiddi var að koma framan
úr eldhúsi þar sem hann hafði ný-
lokið við að taka úr uppþvottavél-
inni með góðri aðstoð starfsmanns.
Lengi var hann að ganga frá leim-
um en þetta hafðist og hann
vandaði sig mjög við að þurrka
hnífapörin. Nú situr hann brosmild-
ur inn í sófa og nýtur þess að eiga
frí. Tóti er lítt gefinn fyrir marg-
menni segir Kristín mér. Hann
hefur ekki gengið í fotum nema í
rúmlega hálft ár þrátt fyrir að hann
sé orðinn tæplega fertugur. Ég rek
upp stór augu við þessi tíðindi en
Kristín tekur að segja mér sögu
Tóta. Hann var sem komabam sett-
ur á vöggustofu. Þaðan var hann
sendur á Sólheima og kom svo ell-
efú ára á Kópavogshæli. Hann er
því dæmi um bam sem verið hefur
á stofnun allt sitt líf og ekki er vit-
að hve mikinn þátt sú lífsreynsla á
f geðveiki hans og þroskaleysi sem
hefur háð honum frá bamæsku.
Tóti var vemlega hættulegur sjálf-
um sér og öðm fólki. Ef hann
Auður Hilmar
Morgunblaðið/Sverrir
Nokkrir af starfsmönnum á deild 2 á Kópavogshæli. F.v. Hörður
Sigurðsson, Kristín Indriðadóttir, Olöf Atladóttir, Magnús Sigurðs-
son, Hulda Skjaldardóttir og Hlynur Guðjónsson
Kristín Indriðadóttir
reiddist eða ef honum mislíkaði eitt-
hvað þá réðist hann á næsta mann,
helst starfsmann, og beit hann af
öllum kröftum. Oft hefur þurft að
senda starfsfólk í stífkrampa-
sprautu eftir bit af hans völdum.
Hann tolldi aldrei í fötum heldur
reif þau utan af sér jafnóðum og
sat lengst af ber út í homi, hélt
um hnén á sér og faldi sig þannig
fyrir umhverfinu. Eftir að hann kom
á deild 2 fyrir einu og hálfu ári þá
eltum við hann með nærbuxur til
þess að fá hann til að klæðast þeim
og svo með fleiri og fleiri fataplögg
þar til hann samþykkti að ganga
klæddur eins og aðrir. Við létum
hann meira að segja smá stund út
í kuldann til þess að hann áttaði
sig á að hann yrði að vera í fötum.
Hann gerði sér smám saman ljóst
að við myndum ekki láta okkur og
nú hefur hann verið alklæddur alla
daga eins og aðrir í hálft ár, vill
raunar alls ekki vera ber lengúr.
Menn héldu að Tóti gæti lítið sem
ekkert lært, en nú hefur hann lært
almennustu umgengnisvenjur eins
og að borða með.gaffli, skammta
sér sjálfúr mat og hella í glas fyrir
sig. Hann getur líka klætt sig og
þrifið sig að mestu.
Þegar ég kveð deild 2 á Kópa-
vogshæli er Hlynur Guéjónsson að
líta til með Þóru sem er að setja
óhrein matarílát í uppþvottavélina.
Hlynur er tvítugur, stúdent frá
Menntaskólanum í Kópavogi og
hyggur að eigin sögn á sálfræðin-
ám. „Það er gott að vinna hér“,
segir Hlynur. „Bæði gaman og þro-
skandi, en oft mjög erfítt. Þetta er
nánast eins og sjálfboðastarf því
kaupið er svo lélegt. Ég er því ekki
hér vegna kaupsins heldur af áhuga
og þannig er það með flest starfs-
fólk hér. Þetta starf er þannig að
maður binst þessu vangefna fólki
tilfinningatengslum og fínns næst-
um því eins og maður sé að svíkja
það ef maður hugsar sér að hætta.
Ég var tiltölulega fljótur að venjast
öllu hér og fór eins og fleirum, mig
bókstaflega dreymdi á nóttunni um
starfíð og vistmennina. Ég hef orð-
ið var við mikinn misskilning hvað
varðar vangefíð fólk hjá þeim sem
eðlilegir eiga að teljast. Ég lenti
t.d. í því þegar ég var með Tóta
og Auði úti í sjoppu að eigandi
sjoppunnar trylltist og skipaði mér
út með þessi „hættulegu ógeð“, eins
og hann kallaði þau. Það er alrangt
að þetta fólk ráðist á hvem sem
er og sé öðrum hættulegt að öðru
jöfnu. Fólk eins og Auður og Tóti
ræðst aðeins á þá sem gera til þess
kröfur sem það getur ekki risið
undir. En maður reynir þá að fá
nauðsynlegum kröfum, sem miða
að auknum þroska, framgengt
smám saman og oftast gengur það
vel.
Að þessu samtali loknu kveð ég
deild tvö og held út í regnþrunginn
morguninn. Sem ég grýni út um
blauta bflrúðuna út á dökkann veg-
inn kemur andlit Auðar allt í einu
í geislann frá bflljósunum. Ég veifa
til hennar og brosið sem berar
skörðóttann tanngarðinn í ófríðu
andliti hennar fyigir mér alla leið
heim. Það stendur mér enn fyrir
hugskotsjónum þegar ég nú lýk
þessari frásögn af heimsókn minn
til sjö geðveikra og vangefínna
heimilismanna á deild 2 á Kópa-
vogshæli.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
0húsgagna-
u verslanir
í Nýborg aukum við sýningarsvæði okkar á hús-
gögnum um helming.
Á Laugavegi 91 í hjarta borgarinnar: Glerborð, stór
og lítil, sófaborð, skrifborðsstólar, fatahengi og fata-
skápar.
í Skútuvogi 4 á II hæð: Leðursófasett, borðstofu-
borð, bauhaus-stólar, smáborð, spegil-flísar og
fataskápar.
Laugavegi 91 - Sími 623868
Skútuvogi 4 - Sími 82470
GEYMIÐ
B/ÍKLINGINN
ísafold dreifir bæklingi um starfsemi sína,
þ.m.t. útgáfu ársins, á 110. starfsári sínu 1987.
Hver bæklingur er númeraður.
18. desember verður dreginn út glæsilegur
vinningur: Vínarferð fyrir tvo
ásamt aðgöngumiðum á hina frægu
nýárstónleika með ferðaskrifstofunni Faranda.
Vinningsnúmerið verður birt í dagblöðunum
19. desember n.k.
Geymið bæklinginn ykkar - hver veit nema
Vínarferðin falli á ykkar númer.
1877 ÍSAFOLD 1987
Deman tur
fvrirdömuna
Gull og demantar
Kjartan Asmundsson, gullsmiður,
Aðalstræti 7. Sími 11290.