Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 48
 PykkvabœjM Þar vex sem veí er sáð! SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 VEM) í LAUSASÖLU 55 KR. Laxaslátrun í Grundarfirði: Hár sjávarhiti eykur vaxtarhraða ■^LAXASLÁTRUN stendur nú yfir Igá Snælaxi hf í Grundarfirði. 11 tonn hafa þegar verið seld til Frakklands með góðum árangri að sögn Svans Guðmundssonar, framkvæmdastjóra og 24 tonn- um verður slátrað í næstu viku. Meðalþyngd laxins er 2,1 kíló, en hann hækkar nokkuð í verði, þegar hann er kominn yfir 3 kOó. Ovenjumikill sjávarhiti að und- anförnu hefur aukið vaxtar- hraða fisksins veruiega. í fyrrasumar setti fyrirtækið 76.000 laxaseiði út í sjókvíar og 180.000 á þessu ári. 200.000 seiði -U>verða síðan sett út á því næsta og í framhaldi þess verður 400 til 500 tonnum slátrað árlega. Svanur Guð- mundsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrir áramót yrði slátrað rúmlega 30 tonnum og 100 tonnum frá áramótum til vors. Það ylli fyrirtækinu hins vegar nokkrum erfíðleikum, að lán væru af skom- um skammti. Afurðalán væri til dæmis aðeins 30% meðan önnur fiskvinnsla fengi 70%. Vegna þessa meðal annars og þrýstings frá bönkum, væru menn neyddir til að slátra laxinum smærri en heppileg- ast væri. Hins vegar gat Svanur þe_ss að sjávarhiti væri nú óvenjuhár. I nóv- ember hefði hitinn verið tveimur gráðum hærri en í júnímánuði 1986. Vegna þess hefði vaxtarhraði í nóv- ember verið óvenjumikill eða um 25% og það hjálpaði vissulega til. Laxinn sem þeir væm að slátra nú, væri að meðaltali 2,1 kíló að þyngd 'og fyrir hann fengjust um 260 til 270 krónur á kíló í Frakklandi. Fyrir þau 11 tonn, sem þar hefðu verið seld nú, hefðu því fengist um þijár milljónir króna, en laxinn væri sendur utan ísaður í gámum. Veiðistjórn fjögur ár í kvótakerfi: Aflinn 356.0001 umfram tillögur ÞORSKAFLI landsmanna á þessum áratug hefur verið í litlu samræmi við tillögur fiskifræðinga um hámarksafla. í flestum tilfeUum hefur ársaflinn o’rðið meiri en fiskifræðingar hafa lagt til, en í tveimur tilfeUum minni. Mestur er munurinn 128.000 tonn. Á kvótaárunum fjórum, sem nú er að ljúka, hef- ur aflinn farið 356.000 tonnum fram úr tiUögum fiskifræðinga, en 232.000 fram úr útgefnum hámarksafla frá stjórnvöldum. Hvað varðar aflahámark stjóm- valda skal þess getið að í þeim tölum er ekki tekið tillit til mögulegrar aflaaukningar sóknarmarksskipa. Árið 1980 lögðu fiskifræðingar til 300.000 tonnaþorskafla, en veið- Pin varð 428.000. Árið eftir voru tillögur upp á 400.000 en afli varð 461.000. 1982 voru tillögur um 450.000 tonn en aflinn varð 382.000 og 1983 voru lögð til 350.000 en 293.000 öfluðust. Á viðmiðunarárunum þremur Iögðu fiskifræðingar samtals til 1,2 millj- óna tonna veiði, stjómvöld heimil- uðu 1,22 milljónir og veiðin var 1,14 milljónir tonna. Mismunur í Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hefst 1. janúar næstkomandi 1984 200 232 282 82 50 og um þessar mundir hafa 1985 200 262 328 128 66 flestir landsmenn fengið 1986 300 300 366 66 66 skattkort sín. Þótt stað- 1987 300 330 380 80 50 greiðslukerfið sé í sjálfu sér einfalt munu vafalaust vakna Samtals lögðu fiskifræðingar til spurningar hjá fólki um ýmis atriði. Morgunblaðið hefur því ákveðið að veita lesendum þá þjónustu að koma spumingum þeirra um staðgreiðslukerfið á framfæri við embætti ríkis- skattstjóra. Spumingar lesenda og svör ríkisskattstjóraembætt- isins munu birtast fljótlega í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spum- ingar sínar. heild er því óverulegur, en misvægi milli tillagna fiskifræðinga og afla em frá því að vera 128.000 tonn umfram og í 68.000 undir og aldrei minni en 57.000 tonn. I kvótakerfmu hefur alltaf verið veitt meira en fískifræðingar lögðu til. Með lfðandi ári er mismunurinn 356.000 tonn, en 232.000 tonn vom tekin umfram óljósar heimildir stjómvalda, þar sem svigrúm til aukningar á afla sóknarmarksskipa gaf möguleika á meiri veiði en út- gefnar tölur sögðu til um. Veiðin á þessum tíma hefur því farið fram úr tillögum fiskifræðinga, sem svar- ar til rúms ársafla að meðaltali þetta tímabil kvótakerfisins. Hér fara á eftir tillögur fiskifræð- inga um þorskafla á kvótaámnum, útgefnar veiðiheimildir stjómvalda og mismunur á tillögum fiskifræð- inga og afla og munur á heimildum og afla. Aflinn er talinn í þúsundum tonna: að ein milljón tonna yrði veidd þessi flögur ár, stjómvöld heimiluðu 1,1 milljón, en veiðin var 1,4 milljónir. Þorskafli líðandi árs er samkvæmt áætlunum Fiskifélags íslands. Skýringin á afla umfram heimildir stjómvalda liggur í því, að í kvóta- kerfínu hefur sóknarmarksskipum venð heimilt að fara 20% fram yfir leyfilegt aflahámark og bættist síðan hluti þess við aflareynslu þeirra við úthlutun næsta árs og síðan ár frá ári, þar til ný lög taka gildi, en þá er þetta svigrúm minnk- að verulega. Aflaaukning á þessu tímabili hefur því að meiri hluta til komið til sóknarmarksskipa. Morgunblaðið/RAX Lax hífður upp úr sjókví hjá Snælax í Grundarfirði til slátrunar. \ v á Framleiddi amfeta- mín heima í stofu í fyrsta sinn sem kemst upp um framleiðslu efnisins hér á landi STARFSMENN fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík handtóku aðfaranótt föstudagsins rúmlega þrítugan mann, sem hefur framleitt amfetamín í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar. I íbúðinni fannst nokkurt magn af fullunnu amfetamíni, efni til framleiðslunnar og tæki. Á föstudag var annar maður á sama aldri handtekinn og er hann grunaður um aðild að málinu. Ljóst þykir að framleiðslan hefur verið í gangi í nokkum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan verður vör við að amfetamín er framleitt hér á landi. Að sögn Amars Jenssonar, lög- reglufulltrúa, er framleiðsla am- fetamíns flókin aðgerð og þarf til hennar góða efnafræðiþekkingu. Hann sagði ljóst að framleiðslan hefði staðið í nokkum tíma og efn- ið verið selt hér á landi. „Við höfum aldrei áður orðið varir við fram- leiðslu amfetamíns hér,“ sagði Amar. „Starfsmenn Rannsóknastofu Háskóla íslands aðstoða lögregluna nú við að greina efnin sem fundust í íbúðinni og hjálpa okkur við að gera okkur betur ljóst hvað fór þar fram. Ég vil ekkert láta uppi á þessu stigi um framleiðsluna, en í íbúðinni var geysileg hætta á íkveikju og ótrúlegt að ekki hafí orðið stórslys." Lögreglan lagði í gær fram kröfu um 10 daga gæsluvarðhald yfír húsráðandanum. Að sögn Amars átti einnig að krefjast gæsluvarð- halds yfir hinum manninum, en ekki hafði verið tekin ákvörðun um þá kröfu þegar Morgunblaðið fór í prentun. Báðir mennimir hafa kom- ið við sögu hjá fíkniefnalögreglunni áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.