Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 nægja að reka öðru hvoru upp org en ég fylgdi Kristínu Indriðadóttur inná skrifstofu hennar til þess að fá frekari upplýsingar um heimilis- fólkið á deildinni. Varla höfðum við fengið okkur sæti þegar næstum ómennskt öskur kvað við. Ég hrökk í kút á ný, en starfsstúlka frammi á ganginum lét sér hvergi bregða heldur sagði einbeitt: „Hvað eiga þessi bölvuð frelquöskur að þýða", og að svo mæltu lækkaði öskrið niður í lávært mótmælamuldur. Starfsstúlkan hnykkti á með því að segja: „Hvað áttu að segja? Þú átt að segja, „Já“.“ Kristín forstöðukona brosir við og segir mér hin rólegasta að nú hafi Auður, önnur vistkonan, greini- lega ekki viljað búa um rúmið sitt sem hún eigi að gera. Hún hafi samþykkt að gera það en þegar til ætti að taka nennti hún því oft ekki. Auður er að sögn Kristínar alvarlega geðveik og oft erfíð í sam- skiptum en hefur þó mjög lagast. Samkvæmt upplýsingum sem ég fæ þá fær Auður enn frekjuköst en þau fara minnkandi og standa ekki eins lengi og áður. Mér er sagt að hún slasi sig mun minna en áður en sé mjög löt og vilji helst sitja og sofa. í húsverkum hefur henni þó farið mikið fram, hún t.d. straujar, en ekki nógu vel ennþá, setur í þvotta- vél og þurrkara en á erfítt með að stilla vélamar vegna þess að augu hennar og hendur vinna illa saman. Kristín segir mér að allt heimilis- fólkið hafí verið á miklum geðlyfjum þegar það kom á deildina fyrir einu óg hálfu ári en það hefur breyst þannig að einn er nú lyfjalaus en lyfjaskammtur hinna hefíir mikið verið minnkaður. „Fordómaleysi og góð aðhlynning hefur fengið þessu áorkað. Margir halda að Kópavogs- hæli sé geymslustaður, en svo er ekki,“ sagði Kristín ennfremur. „Með góðu starfsfólki og skipu- lagðri starfsemi er hægt að gera margt fyrir vangefíð fólk án þess að það kosti endilega stórfé, það tel ég að deild 2 sé augljóst dæmi um“. Það kemur fram í samtalinu við Kristínu að allar ákvarðanir í sam- bandi við heimilisfólk eru teknar Kiddi af starfsfólkinu sameiginlega. „Þó ég sé yfír deildinni", segir Kristín. „Þá ráðskast ég ekki með starfs- fólkið. Ég tel það óheppilegt í slíku starfí sem hér fer fram og einkum til þess fallið að drepa niður áhuga og ábyrgð hjá starfsfólki. Ég hef unnið hér í mörg ár og man eftir þessu fólki sem nú er hér til heimil- is á deildinni og því afskiptaleysi sem það bjó við áður, á þeim tíma sem starfsfolk var fátt og yfír- hlaðið störfum. Þetta vistfólk kom sér upp lífsmynstri þannig að það hélt öllum frá sér. Það treysti eng- um því mannaskipti höfðu verið svo ör. Það tók okkur sem hugsum um það í dag langan tíma að fá það til að þora að mynda tilfínninga- tengsl við okkur. Hér áður fyrr reif það allt og tætti og eyðulagði alla hluti sem það náðu í. Sumt var haft í einangr- unarklefa þar sem ekkert var inni nema fast rúm. En í dag snertir þetta fólk ekki neitt. Þóra eyðilagði að vísu lengi vel öll blóm sem við Heimilismenn og starfsfólk láta fara vel um sig í setustofunni á deild 2 Fordómaleysi oggóð aðhlynning fá miklu áorkaÖ Mikil blaðaskrif hafaað undanf örnu verið um Kópavogshæli. Sú stefna að safna vangefnu fólki saman á stór hæli hefur mjög látið undan síga seinni árin og lítil sambýli er það sem margir horfa til í dag sem æskilega lausn fyrir vangefið fólk. Ekki hentar sú lausn þó öllum. Fyrir áhrif frá nýjum straumum í þessum málum hefur verið gert mikið átak til þess að bæta aðbúnað vangef inna á Kópavogshæli og færa þar allt í nýtískulegra horf. vistfólki hefur verið fækkað á sumum deildum og húsakynni öll lagfærð og gerð fallegri og hlýlegri. I mörgum tilvikum hefur starfsfólki fjölgað til þess að hægt sé að sinna vistfólki betur en áður var hægt. Það þótti löngum lítt eftirsóknar- vert að sinna „fávitum", eins og það hét í munni almennings í gamla daga. Mönnum þótti ekki taka því að vera að kenna vangefnu fólki neitt að margir héldu að það hrein- lega þýddi ekki. Aðhlynning ein- Stebbi skorðaðist oft við að klæða þetta fólk og gefa því að borða, að öðru leyti var það látið afskiptalaust nema að það réðist á aðra, þá var reynt að koma í veg fyrir að það skaðaði sjálft sig eða þá sem í kring- um það var. Þessu lík voru viðhorf bæði almennings og einnig margra þeirra sem önnuðust vangefið fólk á hælum. Nú er öldin önnur, það hefur sýnt sig að mikið er hægt að gera fyrir vangefið fólk með daglegri þjálfun og hlýlegu viðmóti. I apríl 1986 var opnuð á Kópa- vogshæli deild fyrir geðveikt, vangefið fólk, eftir að á henni höfðu farið fram gagngerar breytingar. Heimilismönnum var fækkað úr sextán í sjö en starfsfólki hins veg- ar fjölgað úr sjö í þrettán. A deildinni vinna að staðaldri á vökt- um fimm konur og sjö karlar, allt fólk frá tvítugu til rúmlega þrítugs. Að sögn Kristínar Indriðadóttur deildarþroskaþjálfa á deild 2 hefur umönnun heimilisfólks á deildinni breyst mjög mikið frá því deildin Tóti var opnuð á ný. Heimilisfólkið þar er allt geðveikt og vangefið og var áður mjög erfitt viðfangs. „Sumt af þessu fólki var á því stigi að það klíndi saur upp um alla veggi. Við tókum okkur til og létum þá sem þannig höguðu sér þrífa eftir sig og þeirri stefnu héldum við þangað Þóra til fólkið hætti þessu algerlega“, sagði Kristín í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sem fékk að skoða þessa lokuðu deild nú fyrir nokkrum dögum. Því er ekki að leyna að það er visst áfall fyrir óvant fólk að koma inn á deild sem þessa. Gestakoman olli nokkrum óróa hjá heimilisfólki, sem lýsti sér í orgum og óhljóðum. Allir kækir sem vangefið fólk leggur sér til magnast ef það verður órólegt og mér þótti í fyrstu nóg um hvemig það réri sér ofsalega fram og aft- ur, rak upp tryllingsleg óp og ekki lagaðist ástandið þegar ein vistkon- an, Þóra, varð svo æst að hún gerði sig líklega til þess að klóra ungan mann sem hefur umsjón með henni. Ég sá að hann átti fullt í fangi með að verjast höggum og klóri og róa hana þannig að hún næði sæmilegu jafnaðargeði á ný. En starfsfólkið kippti sér ekki upp við þennan at- burð, enda er slíkt ekki óvenjulegt. Starfsmanninum tókst svo að róa Þóru og hún settist í stól og lét sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.