Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
47
Hákon Einarsson
- Minningarorð
Fæddur9.júlí 1898
Dáinn 1. desember 1987
Það er margs að minnast þegar
svona maður kveður í hinsta sinn
sína vini og kunningja.
Ég man óljóst eftir því að afí
átti kindur og gengu þær yfír sum-
armánuðina um Skeifnadal og
víðar. Einu sinni sem oftar fórum
við á sunnudegi til þess að gefa
þeim brauð og þegar þær komu
auga á Hoffann, en það var jeppinn
hans alltaf kallaður, komu þær
hlaupandi, sumar langt að bara til
að fá brauð. Þar var ein kind sem
var mjög blíð og góð. Afí sagði að
ég mætti eiga hana og spurði ég
hvort ég mætti eiga hana í alvöru
og sagði hann já. Eftir það hét hún
Alvara.
Hákon Einar Einarsson ræktaði
kartöflur frá því ég man eftir, bæði
í Vík og á. Völlum. Oft var meting-
ur hjá honum að fá sem stærstar
kartöflur og voru þær stærstu alltaf
hafðar efstar í pokunum þegar ver-
ið var að taka upp til þess að sýna
öðrum. Alltaf voru stórar og falleg-
ar kartöflur hjá afa, og sagði Svala
frænka í gríni að hann gæfí þeim
bara smá dreitil af víni þegar hann
setti niður á vorin til þess að þær
spryttu betur.
Einu sinni sem oftar var farið út
í Mýrdal til þess að hitta og klippa
nokkra vini sem hann átti. Þá
klippti hann einn ansi mikið og illa
og sagði á eftir að það gerði ekk-
ert til því hann færi bráðum að
deyja og settist því næst ofan á
gleraugu hans í ógátL
Afí vann hjá Kaupfélagi Skaft-
fellinga í pakkhúsinu þegar ég man
fyrst eftir og var hann mikill kaup-
félagsmaður. Sem dæmi má nefna
þá gleymdi hann saltfisksborða og
fleira góðgæti handa ríkum presti
sem var einbúi að austan, senniiega
nískum. Afí hvíslaði að honum að
hann gæti fengið þetta á mjög
vægu verði sem var sko þegið með
þökkum.
Einnig var hann iðinn við að setja
skemmda tómata og banana í slopp-
vasana hjá afgreiðslustelpunum f
búðinni og voru oft mikil læti af
þeim sökum og þá sagði hann að
sinn yfírmaður, Ámi Siguijóns,
hefði sagt sér að gera þetta, því
hann gerði allt sem jrfírmaðurinn
segði. Það er óhætt að segja að oft
var glatt á hjalla með þeim félögum
í pakkhúsinu.
Allt var þetta vel meint og orða-
tiltækið tóm lygi allt saman oft
orðað. Oft var gaman þegar farið
var út á sanda til að ræna máfínn.
Þá var spenningur um það hver
fengi flest egg og margar sögur
voru þá sagðar. Meðal annars sagði
hann að einu sinni var hann með
Finni og ‘ Magnúsi Ingólfs ásamt
fleirum í máfseggjum þegar þeir
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN Ó. GUÐMUNDSSON
húsgagnasmíðameistari,
sem andaðist í Borgarspítalanum 7. desember, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. desember kl. 13.30.
Margrét Jónasdóttir,
Emilía Guðjónsdóttir,
Hilmar Guöjónsson,
Rúnar Guðjónsson,
Guðlaugur Guðjónsson,
Jónas Karisson,
Ögmundur Guðmundsson,
Sigrún Jensdóttir,
Guðmunda Jóhannesdóttir,
Þorbjörg Auðunsdóttir.
Lokað
Skrifstofur Bifreiðastjórafélagsins Frama og Lífeyris-
sjóðs leigubifreiðastjóra verða lokaðar mánudaginn 14.
desember 1987, vegna jarðarfarar BERGSTEINS
GUÐJÓNSSONAR.
Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama
og stjórn Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra.
Lregsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, simi 54034,
222 Hafnarfjörður
Legstelnar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Ve'itum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
_______um gerð og val legstema._
a
S.HELGASONHF
STEINSMIIUA
SKEMAJVEGI 48-SlMI 76677
sjá annan bíl á sandinum og menn
sem voru einnig að ræna máfínn.
Þá bað afí um að þeir eltu hinn
bílinn sem var gert og er honum
náð, þá spurði afi hver hafí leyft
þeim að ræna máfínn. Þeir gáfu
loðin svðr og fóru í burtu. Þá sagð-
ist afí einnig vera í leyfísleysi og
hló eins og honum einum var lagið.
Afí sagði mér frá því þegar hann
var aðstoðarleikari, stuntman, sá
fyrsti á íslandi þegar verið var að
taka upp kvikmyndina Hadda
Padda. Þá var hann fenginn til
þess að síga hið fræga sig sem
Clara Poutapidan varð fiæg fyrir
og hvergi kom hans nafn fram.
Hann var að kenna stelpunum
gömlu dansana og var þá oft kátt
í Fljótshlíðinni en þar voru upptökur
að mestu teknar.
Míkið var gaman að fara með
afa mínum í bíó og sjá hann leika
í Höddu Pöddu og heyra hvemig
hann lýsti aðstæðum við Halldór
Laxness og Thor Yilhjálmsson.
Svona mætti lengi telja sem ekki
er hægt hér og nú, en margar eru
og góðar minningar og gleðistundir
sem við afi höfum átt saman, og
maður verður að sætta sig við sem
er erfitt, að verði ekki fleiri héma
megin. Ég þakka- fyrir að hafa get-
að verið með afa sem félaga og vin
og vona innilega að vel verði tekið
á móti honum og að hann megi
hvfla í Guðs friði.
Hákon Jón
Þórbergur Þórðarson:
Mítt rómantíska æðí
Þetta eru dagbækur. bréf og önnur óbirt
rit Þórbergs frá árunum 1918-1929, eins
konar framhald af Ljóra sálar minnar sem
út kom í fyrra. Hér er kímni og strákskapur
Þórbergs upp á sitt besta. Hann var einstakur
bréfritari og í bókinni er að finna mörg
skemmtileg sendibréf sem hann skrifaði
vinum sinum á þriðja áratugnum, flest til
Vilmundar Jónssonar landlæknis. Þá eru birt
dagbókarbrot úr hinum frægu orðasöfnunar-
leiðöngrum Þórbergs og frásögn af fyrstu
utanlandsferð hans þar sem hann dvaldi
fyrst í Englandi en sótti svo alþjóðaþing
guðspekinga í Paris. Hér eru líka birtir
fyrirlestrar um guðspeki, jafnaðarstefnu,
esperanto og önnur hugðarefní Þórbergs.
Mesta forvitni munu þó eflaust vekja bréf
sem varpa Ijósi á tilurð Bréfs tíl Láru og þá
ekki síður á hin sterku viðbrögð sem bókin
vakti.
Helgi M. Sigurðsson tók safnið saman,
það er 213 bls., prýtt 50 gömlum Ijósmynd-
um sem margar hverjar hafa ekki birst áður.
Verð: 2.490,-
Mál og menning Eð