Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 1AMSTRAD ! VERSLUNV/HlEMM. S. 621122. j [KK Bókabud l^Í>Braga^9œ6' j TOLVUDEILD_s. 621122 | Akranet BAkaakemman / Kaflavik: Bókab. Keflav | Akurayri: Bókav. Edda / íaafj Hljómtorg ★ Geislaspilari ★ ★ Útvarp ★ ★ Tónjafnari ★ Tvöfalt segulband Magnari Hátalarar AMSTRAD-GREIÐSLUKJOR EKKERT ÚT: 7 ALLT AÐ 1í MAN. ALLT AÐ 12 MÁN. EÐA REST A 6-8 MÁN. SKULDA8RÉFI. AMSTRAD mm HUÓMTÆKJASAMSTÆBA HEIMA EÐA íFERÐALAGIÐ Tollalækkun? kr. 33.66ð!- Viðlækkumstraxlkr. 29.700.- HÖFMOPNAÐ STORGLÆSILEGA 200FERMETRA VERSLUN VID HLEMM. Nú kynnum við Ijúffenga lambakjötsrétti í hádeginu á sunnudögum. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER Innbakaður lambavöðvi með blómkáli, gulrótum og mintsósu Holts rjómaís • Verð kr. 695,- fyrir fullorðna og kr. 350,- fyrir börn. NJÓTIÐ HÁDEGIS í HOLTI MEÐ ALLRIFJÖLSKYLDUNNI. BERGSTAÐASTRÆTI37 - SÍMI25700 Bergsteinn Guð- jónsson bifreiða- stjóri—Minning Fæddur 4. júlí 1909 Dáinn 4. desember 1987 Laugardaginn 5. desember var hringt í mig og mér tilkynnt að hann Bergsteinn væri dáinn. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Beggi eða „afi“ eins og hann var kallaður af okkur krökkunum í hverfinu var vinur allra, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Böm hændust mjög að honum vegna þess hve hann var góður. Man ég þá sérstaklega eftir því þegar ég lá á spítala 9 ára göm- ul hve góður hann var við mig. Oft kom hann 1—2 sinnum í viku til mfn og stytti mér stundir á meðan ég lá þar. Hann sagði mér sögur frá því í gamla daga og aldrei fékk ég leið á að heyra þær og voru þær sagðar oftar en einu sinni. Alltaf var heimili hans á Bústaða- vegi 77 fullt af bömum sem heimsóttu hann og oft var hann að útbúa eitthvað handa okkur. Alltaf gaf hann okkur krökkunum af- mælis- og jólagjafir. Beggi hafði oftast svör við þeim spumingum sem við lögðum fyrir hann og gaf hann sér alltaf tíma til að útskýra hlutina fyrir okkur. Að lokum langar mig til þess að þakka fyrir að hafa kynnst þessum yndislega og góða manni. Ég á aldr- ei eftir að gleyma þeim góðu minningum sem ég á um hann og ég á eftir að sakna Begga. Blessuð sé minning hans. Brynja Hauksdóttir Kveðja frá bifreiðastjórafé- laginu Frama Þegar saga Bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils, sfðar Frama, verður skráð, þá mun nafn eins manns skera sig þar úr, en það er nafn Bergsteins Guðjónssonar, er lést föstudaginn 4. des. sl. Bergsteinn Guðjjónsson var fæddur 4. júlí 1909 á Stokkseyri. Gerðist leigubifreiða- stjóri í Reykjavík 1929. í rúm 26 ár helgaði hann stéttarfélagi leigu- bifreiðastjóra krafta sína. Sjaldgæft mun vera að eitt stétt- arfélag eigi einum manni eins mikið að þakka og leigubifreiðastjórar í Reykjavík Bergsteini Guðjónssyni. Reyndar búa leigubifreiðastjórar um allt land að störfum hans. Bifreiðastjórafélagið Hreyfíll var stofnað 6. okt. 1934. Búið var að gera tvær tilraunir til stofnunar stéttarfélags atvinnubifreiðastjóra og höfðu þær báðar mistekist. Mik- ið átak þurfti á þessum árum, til að stofna stéttarfélag og koma því á fót. Samkvæmt fundargerðarbók- um félagsins ber fljótlega á manni sem hefur margt gott til málanna að leggja, það var Bergsteinn Guð- jónsson. Prúðmennska í ræðu og riti var eitt megin einkenni hans ásamt mikilli málafylgju. Hann var fyrst kosinn í stjóm 1940 og for- maður félagsins 25. janúar 1943. Árið 1947 baðst hann undan endur- kosningu. En var endurkosinn formaður árið 1951 og var þá sam- fellt formaður félagsins til ársins 1973. Á þessum tíma voru mikil um- brot í landinu, framfarir miklar og ekki hvað síst í bifreiðaakstri og umferð og má segja að á þessum árum hafi Bergsteinn mótað og byggt upp félagið. Hann var mikill hugsjónamaður sem ekki spurði hvað félagið gæti gert fyrir sig, heldur hvað hann gæti gert fyrir það. Ekki tel ég á neinn hallað þó fullyrt sé, að hann hafí náð ótrúleg- um árangri í að bæta réttindi Geirþrúður Arsæls- dóttir -Minning Fædd 21. júní 1933 Dáin 17. nóvember 1987 Mig langar til að minnast tengdamóður minnar hér með örf- áum orðum og þakka henni samfylgdina síðustu 8 ár. Geirþrúður, eða Þrúða, eins og hún var oftast kölluð, var dóttir Katarínu Magnússon og Ársæls Magnússonar steinsmiðs. 2. janúar 1954 giftist hún Gunnari Yngva- syni frá Hliðsnesi á Álftanesi og eignuðust þau 6 börn: Ársæl Karl, kvæntan Onnu Hafsteinsdóttur; Gunnhildi, er lést fyrir tæpum 2 árum; Högna Stein, kvæntan Eddu Sigurðardóttur; Gunnar, kvæntan Erlu Geirsdóttur; Magnús Geir, unnusta hans er Hafdís Linda Sim- onsen; og Sólrúnu. Bamabömin eru orðin 9. Það var öllum sem til þekktu þungbær missir er Þrúða dó þann 17. nóvember, eftir harða baráttu við þau veikindi sem urðu hennar banamein, því þrátt fyrir hlé- drægni hennar var hún viljasterk kona sem leit alltaf á björtu hliðar lífsins. Það var alltaf gott að koma í Breiðholt því þar voru allir vel- komnir og gestrisnin mikil því Þrúða var mikil húsmóðir og hafði hún mikla ánægju af því að stjana við okkur öll, að maður tali nú ekki um bamabömin. En þar sem jólin nálgast nú hvílir skuggi á t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Unaðsdal. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki á Grens- ásdeild Borgarspítalans. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför litla drengsins okkar, STYRKÁRS SNORRASONAR, Mávahlíð 38, Reykjavfk. Snorri Styrkársson, Dagrún Magnúsdóttir, Kristrún Ragnarsdóttir. félagsmanna og að engum manni eigi félagsmenn meira að þakka en Bergsteini Guðjónssyni. Það segir líka meira en mörg orð um það traust sem samferðamenn hans hafa borið til hans, að hann skyldi vera endurkosinn formaður félags- ins 26 sinnum. Þegar Bergsteinn varð sjötugur var hann útnefndur heiðursfélagi Bifreiðastjórafélags- ins Frama. Bifreiðastjórafélagið Frami telur það heiður að fá að sjá um útför Bergsteins Guðjónssonar til að sýna þakklæti fyrir .óeigingjöm störf hans í þágu félagsins. Ingólfur Ingólfsson, formaður Bifreiðastjóra- félagsins Frama. Kveðja frá Lífeyrissjóði leignbifreiðastj óra Bergsteinn Guðjónsson fyrrver- andi formaður Frama er látinn. Þegar jafn ástsæll og virtur for- ystumaður einnar stéttar er kvaddur hinstu kveðju, er þeim sem þekktu störf hans og hafa notið þeirra í sínum daglegu störfum, efst í huga þakklæti og virðing. Það mun ekki ofmælt og á engan hall- að, þótt sagt sé að flest það sem leigubifreiðastjórar búa við í dag mr~“ þeim því stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna við missi Þrúðu, því hún var einn stærsti hlekkurinn sem tengdi okkur sam- an, því til hennar gátu allir leitað með vandamál sín. Auk húsmóður- starfanna tók hún einnig þátt í útgerðinni og kjúklingaræktuninni með Gunnari því henni var ekki eiginlegt að sitja auðum höndum. Fyrir. 2 árum vorum við Gunni og Geir svo heppin að komast með Þrúðu og Gunnari til Þýskalands þegar hún heimsótti skyldfólk sitt þar því hún hafði ekki komíið þang- að í 50 ár og sáum við þá hversu seig hún var í þýskunni, því hún hafði aðeins verið í Þýskalandi hluta úr ári þegar hún var lítil og haldið henni síðan aðeins við með móður sinni. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja Þrúðu og koma mér í hug orð þjóðskáldsins frá Fagra- skógi er hann segir: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð." (D.S) Erla Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.