Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 JT Geiri Sæm var að gefa út plötuna „Fílinn", sem þegar er farin að hljóma í eternum. En fyrir utan útvarpsspilun er Geiri búinn að berja saman hljómsveitinni Hunangs- tungli og nú tekur spila- mennskan við. Þá hleraði Rokksíðan að hljómsveit- in væri þegar farin að huga að plötuútgáfu. Hvað sem því líður er platan hans Geira um- ræðuefnið hér og neðan- skráð viðtal tekið af því tilefni. Hvernig plata er þetta? „Þetta er eins konar „kons- ept“-plata, ef maður má taka sér erlent orð í munn. Svo ann- að sé notað, þá er ákveðið „þema“ á henni og allir textarn- ir eru í samræmi við það.“ Er efnið byggt á eigin reynslu? „Já, vitaskuld — hvað er það ekki? Platan er þó engin sjálfs- ævisaga, heldur er ég að lýsa MorgunblaðiS/Bjarni Eg brosi breitt Geiri Sæm íviðtali við Rokksíðuna ýmsu, sem ég hef séð, hvort sem ég er í aðalhlutverki eða ekki. Hvert lag er sjálfstæð saga, en þau mynda eina heild . . . svona líkt og Cre- epshow Stephens King. Ekki svo að skilja að platan sé hryll- ingur, en hér ræðir sumsé um safn laga, sem þó geta staðið ein og sér.“ Nú var þessi plata óhemju lengi i smíðum. Hvers vegna, og er ekki hætt við að hún sé sundurleit? „Ég held nú að hún sé heil- steypt, þó hún hafi verið lengi í vinnslu. Hins vegar eru marg- ar ástæður fyrir vinnslutíman- um. Ég stóð sjálfur undir hluta kostnaðarins, sem þýddi að maöur varð að vinna hana með hléum. Svo fór mikill tími í und- irbúning og annað. Annars finnst mér ár ekkert sérlega langur tími. Að minnsta kosti er betra að hafa ár en viku fyr- ir sér. Eða það finnst mér. Aðrir vinna vafalaust betur undir álagi og á skemmri tíma.“ Nú kemur þú ekki einn við sögu; á umslaginu má m.a. sjá nöfn gömlu félaganna úr Pax Vobis. Hvað gerðir þú og hvað gerðu aðrir? „Ég samdi vitaskuld efnið að mestu leyti sjálfur og svo stjórnaði ég upptökum. Þannig heldur maður betur utan um þetta. Lögin eru reyndar mis- gömul — ýmislegt, sem ég hef safnað í sarpinn — en í allt vann ég 15 lög og þetta er úrvalið: átta lög. En þetta er alls engin Pax l/oö/s-dagskrá. Markmiðið var alltaf að vera í félagi við fleiri. Til að mynda Kristján Edelstein, sem fer á kostum a' plötunni, enda maðurinn snill- ingur á gítar." En seg mér Ásgeir að iokum: Hvað finnst þér best á plötunni fyrirutan það að þú ert á henni? „Ég er eiginlega ánægðastur með hvað platan er heilsteypt. Ég var stundum hræddur um að ekki kæmist allt til skila, en það reyndist ástæðulaus ótti. Upptökumaðurinn, Ásgeir Jónsson, átti þar ekki minnstan hlut að máli. En hvað um það, ég er hæstánægður með afurð- ina og brosi breitt." A.M. STRAX í dag Og ný Stuðmannalög á leiðinni Hljómsveitin STRAX er komin á kreik enn á ný og rétt í þessu er að koma út ný skifa með þessari eðalsveit. Og eins og vanalega þegar STRAX er nærri, þarf ekki að leita lengi að Stuð- mönnum og því fjöri, sem þeim er samfara. Hin nýja plata Strax heitir „Face The Facts" og inniheldur níu lög — öll á ensku. Það eru þau Jakob Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir, Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason, sem bera hitann og þungann af þessari afurð vegna anna hinna. Þá er búið að gera myndband og í næstu viku koma út leysidiskar með STRAX og Stuðmönnum — „Face The Facts" og „Á gæsaveiðum". Á síðar- nefnda disknum eru tvö aukalög, bæði glæný og rammíslensk. Þegar er út kominn leysidiskur með fyrstu plötu STRAX og samnefndri. Stuðmenn/STRAX hafa ekki sagt síðasta orðið með þessu, því kvikmyndin „Strax í Kína" verður , sýnd í áramótadagskrá Ríkissjónvarpsins. Umslagið á hinni nýju plötu STRAX, „Face Th« Facts“ er í óræðara lagi, en lögin er það hins veg- ar ekki, enda hljómsveitarmeölimir þekktir að öðru stefnuleysi. Blúskvöld á Borginni Næstkomandi miðvikudag, 16. desember, verður haldið blúskvöld eitt almagnað á Hótel Borg. Þar kemur fram í aðalhlutverki blúsrokksveitin Centaur og hefur hún margt góðra gesta sér til halds og trausts. Gestirnir hafa margir hverjir lítið fengist við blús hin síðari ár þó þeir hafi flestir getið sér gott orð fyrir slíka iðju í eina tíð. Aðr- ir hafa minna fengist við blúsinn, en hafa sungið poppmúsík. Endanleg tónleikaskrá er ófrá- gengin, ,en víst er að eftirfarandi verða á staðnum: Fyrst ber frægan að telja Jó- hann G. Jóhansson, sem var með fremri blúsrokkurum í sínu ung- dæmi. Magnús Eiríksson er einn þeirra sem myndast hefur við að leika og syngja blús, en hann var lengi vel aðal driffjöður Blús- kompanísins. Þá verður gítarleik- arinn Björgvin Gíslason með í hópnum, en hann er líklegast eini íslenski tónlistarmaðurinn, sem starfað hefur með fyrstu gráðu blústónlistarmanni banda- rískum og þá ekki minni manni en Clarence Gatemouth Brown. Magnús Guðmundssson, söngv- ari í Þey meðal annars, verður í hópnum og einnig poppsöngvar- arnir Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunnarsson og Sigga Beinteins. Þrátt fyrir að þau síðastnefndu hafi lítið sungið blús, að minnsta kosti á opinberum vettvangi, er ekki að efa að þau hafa sitthvað blúskennt í fórum sínum. Svo mikið er víst að ávallt var stutt í blúsinn hjá Eika Hauks þegar hann stundaði þungarokkið af jötunmóð hér um árið. Árni Matt. Björgvin Gíslason Nr. Flytjandi—titill Verð 1. Bjartmar Guölaugsson - í fylgd með fullorðnum 899 809 2. Laddi - Ertu búnaðverasvona lengi 899 809 3. Ríó tríó - Á þjóðlegum nótum 899 809 4. Jólastund - Ýmsir flytjendur 899 809 5. Bubbi Morthens-Dögun 899 809 6. Greifarnir - Dúbl í horn 899 809 7. Model-Model 899 809 8. Grafík-Leyndarmál 899 809 9. Gunnar Þórðarson - í loftinu 899 809 10. Sverrir Stormsker - Stormskersguðspjöll 1.399 1.259 11. Úrmynd-Labamba 799 719 12. Megas - Loftmynd 899 809 13. Ýmsir-Now10 1.099 989 14. MicaelJackson-BAD 799 719 15. Madonna - You Can Dance 799 719 16. BeeGees-E.S.P. 799 719 17. Reynir Jónasson - Leikið tveim skjöldum 899 809 18. BrianFerry-BeteNoire 799 709 19. Rauðir fletir—Minn stærsti draumur 899 809 20. HörðurTorfason - Hugflæði 899 809 Góðir íslendingar ath.: Þessi topp 20 listi mun gilda fram að jólum. Ef þú gefur plötu í jólagjöf kemur þú til okkar því við bjóðum ódýrustu plöturnar í bænum. Póstkröfuþjónusta. Rauðarárstíg 16 s. 11620 og 28316 Símsvari opinn allan sólarhringinn. Sími 28316. Goð þjónusta. STEINAR HF Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl- unni. Póstkröfusími 11620 og 28316 (símsvari).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.