Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Skólastúlkur í Mirbat S Óman
Er svona eftírsóknarvert
að sofa hjá út og suður?
Hugleiðingar um konuna í Arabíu
„Bezti maðurinn í starfið er venjulega kona“ stóð stórum stöfum á
spjaldi hjá Wafa AI Rasheed, sem hefur umsjón með upplýsingum
og almannatengslum i Kauphöllinni í Kuwait. Wafa er ekki mjög
óvenjulegt dæmi um konu í Kuwait, sem hefur komizt áfram í starfi.
Sannleikurinn er líklega sá, að kuwaitskar konur hafa að mörgu
leyti meiri réttindi - á okkar mælikvarða - og láta meira að sér
kveða en víðast hvar á Arabíuskaganum. Þó sögðu nokkrir útlending-
ar, sem ég hitti þar að stjómvöld gerðu langtum meira úr áhrifamætti
kvenna en væri raunsætt.
Ég er auðvitað ekki dómbær um
það. En eftir mörg ferðalög til þessa
heimshluta síðasta áratuginn hefur
óneitanlega vakið forvitni mína að
huga að þessu efni. Vesturlandabú-
ar hrökkva í kút af skelfmgu og
hneykslan, þegaf þeir sjá blæju-
klæddar arabískar konur. Blæjan
er í okkar augum rakið kúgunar-
tákn. Og með réttu að nokkru. En
bara að nokkru leyti. Og þær breyt-
ingar, sem eru að verða á stöðu
konunnar í Óman, Kuwait, Jórdaníu
og Sýrlandi og víðar eru nægilega
athygliverðar til að við erum ekkert
of góð til að gefa þeim gaum. í
staðinn fyrir að býsnast í tíma og
ótima.
í Kuwait er sjaldgæft að konur
klæðist hefðbundnum búningi
arabiskra kvenna, þar er tízkufatn-
aður Vesturlanda alls ráðandi. Svo
getur auðvitað hver haft sína skoð-
un á, hversu mikilvægt þetta sé.
En ég hygg, að ein af ástæðunum
fyrir því, hversu Vesturlandabúum
gengur erfiðlega að skilja stöðu
konunnar meðal Araba, sé að okkur
hættir ti! að líta á ytri merkin og
leggja í þau of mikla þýðingu. Fjöl-
skyldumynstur Arabaþjóða er
gerólíkt okkar, hefðir og siðir fram-
andlegir og formfestan innan fjöl-
skyldunnar. Við verðum líka a'ð
hafa í huga, að trúin,*islam er aröb-
um meira en trú. Hún er ákveðin
lífsmáti, hvort sem átt er við hina
félagslegu eða siðfræðilegu hlið.
Sagt er að islam leggi fjötur á kon-
ur. Víst er rétt að í Saudi Arabiu
eru konur beittar félagslegri kúgun,
sem óvíða þekkist annars staðar.
En það er líka að seilast of langt
að stimpla allar Arabaþjóðir í því
ljósi. Samkvæmt islam eru konur
jafnréttháar körlum og islam gerir
beinlínis ráð fyrir að konur séu fjár-
hagslega sjálfsstæðar og flest er
gert til að tryggja þeim þetta sjálf-
stæði. Þetta atriðj er ekki lítilvægt
í augum vestrænna kvenna.
Það hefur komið fram í greinum,
sem ég hef skrifað frá þessum lönd-
um, að lögð er æ ríkari áherzla á
að ýta undir menntun kvenna. í
löndum eins og Kuwait og Óman
er helmingur háskólanema stúlkur
og þær eru að hasla sér völl á öllum
sviðum þjóðlífsins. Ekki sízt fyrir
hvatningu forystumanna í þessum
löndum. Sem eru reyndar karlmenn.
Upplýsingaráðherra Ómans orðaði
það svo í viðtali við mig, að það
þyrfti einnig að mennta karlmenn
til að skilja konur. Og það á ugg-
laust ekki bara við um ómanska
karlmenn, ég veit ekki betur en
þetta sé eitt helzta vandamál vest-
urlandakvenna; að fá karlmenn til
að skilja þær og meta eftir verðleik-
um.
Wafa A1 Rasheed, hafði numið
franskar bókmenntir í París í nokk-
ur ár og ætlaði að stunda kennslu.
En var svo boðið þetta starf, þegar
hún sneri heim. Hún staðhæfði, að
konur fengju sömu laun fyrir sömu
vinnu í Kuwait. Hún er gift starfs-
manni Kuwait Airways og hún hafði
pínulitlar áhyggjur af því, að hún
væri að fá stöðuhækkun á næst-
unni og þar af leiðandi myndi hún
vera komin með hærri iaun en eigin-
maður hennar. Skyldi hún vera ein
um heilabrot af þessu tagi. Varla.
Ung palestínsk stúlka sem ég
hitti í Vísinda- og rannsóknarstofn-
un Kuwait og gefst væntanlega
færi á að segja frá nánar síðar,
Reem A1 Husseini, sagðist vera
þeirrar skoðunar, að Kuwait væri
kannski komið lengra að styrkja
konuna í starfi, vegna þess hve íbú-
ar eru sundurleitir. Ekta Kuwaitar
eru ekki nema 40 prósent og hvergi
eru Palestínumenn fleiri á einum
stað en í Kuwait, þ.e. utan ísraels
og hemumdu svæðanna. Reem
sagði, að hún gæti ekki séð neitt
teljandi vit í því að það væri nauð-
synlegt að varpa fyrir róða öllum
gömlum hefðum og lífsgildum, enda
gæti það aldrei samrýmzt islam.
Náin kynni karls og konu fyrir
hjónaband væru oft tekin sem enn
eitt dæmið um „ófrelsið" eða höft-
in. Sjálf sagðist hún telja þetta
laukrétt. Venjulega væru það fjöl-
skyldumar sem kæmu sér saman
og það væri misjafnt, hvað unga
fólkið fengi að kynnast fyrir hjóna-
band. Þó hefði þama orðið nokkur
Wafa A1 Rasheed
breyting á, til dæmis með vem
beggja kynja í sama háskóla. Stúlka
og piltur gætu kynnzt undir þeim
kringumstæðum og rennt hým
auga til hvors annars. Síðan væri
málið rætt innan fjölskyldnanna og
reynt að kanna ýmsar hliðar og ef
um semdist yrði úr þessu hjóna-
band.
Reem sagði, að hún vissi ofurvel
um hið svokallaða frelsi í kynlífs-
málum á Vesturlöndum. Hún
sagðist kæra sig kollótta og hún
kæmi heldur ekki auga á allar dá-
semdir þess. Eða eins og hún orðaði
það svo umbúðalaust:„Hvað er
svona eftirsóknarvert við það að
sofa hjá út og suður?“ Hún sæi
heldur ekki fegurðina í endalausum
skilnuðum, þrátt fyrir náin og vand-
leg kynni og henni fannst ekkert
eftirsóknarvert við „frelsi“ sem
fæli það í sér að stúlkur yrðu að
ala upp eitt eða fleiri böm, án að-
stoðar föðurins.
Þetta kom einnig fram í máli
Huda A1 Ghazali, ráðuneytisstjóra
þeirrar deildar félagsmálaráðuneyt-
isins í Múskat, sem fer með málefni
kvenna og bama. Við röbbuðum
saman á skrifstofu hennar, morg-
unstund, á dögunum og ritari
hennar, gjörvulegur karlmaður bar
okkur te eftir þörfum.
Huda sagði, að það sem henni
fyndist bezt hvað snerti arabiska
íjölskyldu væm hin sterku bönd
innan hennar. Hún sagði, að Vest-
Huda A1 Ghazali
Reem A1 Husseini
Verðandi kuwaitskar mæður
urlandafólk skildi ekki þessa ríku
þörf fjölskyldunnar fyrir að vera
saman og oft væri talað um þetta
í háðungarskyni. En í Arabalöndum
væri að minnsta kosti tvennt alveg
ömggt, böm þyrftu aldrei að alast
upp við óöryggi og í öðm lagi þyrfti
fólk ekki að óttast ellina, það yrði
aldrei eitt og yfirgefið. Þvert á
móti nyti það meiri virðingar.
Það væri ofsagt, að Huda A1
Ghazali sé alveg dæmigerð ung
ómönsk kona; sannleikurinn er sá,
að hún er ein fárra kvenna; sem
hefur komizt í áhrifastöðu í Óman.
En ég ítreka enn, að breyting á
stöðu kvenna er óvíða að gerast
jafn hratt og í Óman.
Raunar hefur það verið svo,
segir hún, að konur hafa alltaf ráð-
ið miklu bak við tjöldin. En þær
hafa hikað við að hafa sig í frammi
á opinberum vettvangi. Samt hefur
breytingin á stöðu kvenna úti á
vinnumarkaðnum verið mjög hröð
og eftir að háskólinn tók til starfa