Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON UMHVERFIFÓLKS OG HEILBRIGÐI 1987. - 1057 ár frá stofnun AI> ps. 110. löggjaforþing. - 132. mál. Sþ. 137. Tillaga til þingsályktunar um vcrndun ósonlagsins. 1987. - 1057 ár frá stofnun Alþingis. 110. löggjaíárþing. - 7. mái. Sþ. 7. Tillaga til þingsályktunar um undirbúning notkunar á Nýlausu bcnsíni hér á landi. 1987. - 1057 ár frá stofnun Alþingis. 110. löggjafarþing. - 10. mál. Sþ. 10. Tillaga til þingsályktunar um umhverfisfræðslu. 1987. - 1057 ár frá stofnun Alþingis. 110. löggjafarþing. - 111. mál. Sþ. 115. Tillaga til þingsályktunar um mælingar á geislavirkni í sjávarafuröum og umhverfi. Flm Ragnhildur Hclgadóttir. Alþingi ályktar að skora á rflusstjórnina ad gera hid fyrsTa ráöstafamr til aö unnt vcrði að gcra mælingar á gcislavirkm. m.a. í sjávarafurðum og umhvcrfi. mcð tækjum sem Alþjóöakjarnorkumálastofnunin lætur Geislavörnum ríkisins t tc samkvarmt samningi viö ríkisstjóm íslands. Greinargerö. Eftir kjarnorkuslywd í Tsjernóbfl í Sovctríkjuinim varð fleirum cn aður Ijosi h'.aða þvðingu það hcfur fvrir öryggi manna og hcilsu að unnt sc aö fvlgjast reglubundið mcð gcislavirkni í urahvcrfinu svo og í neysluvörum. Um þetta lcyti fóru kaupcndur sjávaraíuröa okkar erlendis að krefjast vottorða um geislavirk efni í afuröunum svo aö tríggjandi \«ii að gcislavirkni væri ekki yfir lcyfilcgu magni. Ljóst var því aö þær afurðir væru verömein ct freons. Þá er segir að „sársauka- í önnum AJþingis síðustu starfsdaga fyrir jól, þegar mál hrannast upp á borðum þing- manna, beinast kastljós fjöl- miðla einkum og sér í lagi að fáeinum „stórum" málum: fjár- lagafrumvarpi, skattlagabreyt- ingum (staðgreiðslu skatta, uppstokkun tolla), fiskveiði- stefnu, húsnæðislánakerfi og svo framvegis. En hvaða mæli- kvarði mælir og metur þingmál i „stór“ mál eða „smá“? Fyrir þinginu liggja ófá mál er varða umhverfi okkar, rammann utan um mannlífið og samfélagið. Þessi mál fjalla ekki siður um almennt heil- brigðL Umhverfismengun hverskonar hefur áhrif á heil- brigði fólks. Og heilbrigði fólks og lifrikisins, sem það deilir jörðinni með, telst naumast „smámál“? Hér verður litillega drepið á fjögur slík þingmál, sem eiga það sameiginlegt að fyrstu flutningsmenn eru konur. I Ragnhildur Helgadóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, flytur tillögu til þingsályktunar um mælingar á geislavirkni í sjávaraf- urðum og umhverfi. Tillagan felur ríkisstjóminni, verði hún sam- þykkt, að „gera ráðstafanir til að unnt verði að gera mælingar á geislavirkni, m.a. í sjávarafurðum og umhverfi, með tækjum sem Alþjóðakjamorkumálastofnunin lætur Geislavömum rikisins í té, samkvæmt samningi við ríkis- stjóm íslands". í greinargerð segir að kjam- orkuslysið í Tsjemóbfl í Sovétríkj- unum hafi opnað augu þjóðanna fyrir því, hvaða þýðingu það hefur fýrir öryggi manna og heilsu að unnt sé að fylgjast reglubundið með geislavirkni í umhverfinu, svo og í neyzluvörum. Eftir Tsjemóbíl-slysið fóru kaupendur íslenzkrar sjávarvöru að krefjast vottorða um geislavirk efni í afurðum. Málið var að hluta til og um stundar sakir leyst með lánstækjum erlendis frá og ráðn- ingu eðlisfræðings til Geislavama rfldsins. Samningur var gerður við Alþjóðakjamorkumálastofti- unina um tækjabúnað til mælinga. En tiyggja þarf framhaldið. Til- lagan er „hvatning til fyrirhyggju sem annars vegar varðar heil- brigði landsmanna og hins vegar verðmæti útflutningsafurða okk- ar“. n Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Reykjaneskjördæmis, flytur ásamt fleiri samflokksmönnum sínum tillögu til þingsályktunar um umhverfísfræðslu. Tillagan felur menntamálaráðherra að „efla og samræma fræðslu um umhverfismál í grunnskólum og framhaldsskólum landsins og meðal almennings". I greinargerð segir að „marg- háttaðar rannsóknir og mælingar upplýsi okkur um jarðvegs- og gróðureyðingu, ofnýtingu auð- linda og mengun í lofti, vatni og sjó, sem stefni öllu lífi í voða . . .“. Greinargerðin leggur áherzlu á að „stóraukin þekking og skilningur á náttúrunni" sé forsenda þess að manninum takizt að lifa i sátt við umhverfí sitt. Vitnað er til ráðstefhu á vegum UNESCO í Tbflísi árið 1977 þar sem skilgreind eru markmið um- hverfisfræðslu. Hér er hreyft máli sem á æ brýnna erindi við almenning. m Guðrún Helgadóttir, þingmaður Reykvíkinga, flytur ásamt fleiri þingmönnum tillögu til þings- ályktunar um undirbúning notk- tmar á blýlausu benzini hér á landi. Tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjómin skipi nefiid er vinni að þessu verkefiii. í nefnd- inni eigi sæti fulltrúar hagsmuna- aðila, notenda og seljenda, svo og kunnáttumenn um umhverfismál. Nefndin geri tillögur um leiðir að þessu marki, „en jafnframt skal hún benda á vamir gegn því að önnur og ekki síður hættuleg eit- urefni taki við af útblæstri farar- tækja sem ganga fyrir blýbættu benzíni“. í greinargerð segir að langf- lestar Evrópuþjóðir hafí hafíð sölu á blýlausu eldsneyti. Hér gegni öðm máli. „Ein ástæðan er vafa- laust sú,“ segja flutningsmenn, „að benzín er keypt frá Sovétríkj- unum en þar er sala blýlauss benzíns ekki hafin . . .“ í greinargerð segir og að loft- mengun frá umferð sé vaxandi vandamál f stórborgum heims. Tímabært sé að huga að þessum málum hér áður en í óefrii sé kom- ið. rv Alfheiður Ingadóttir, þingmað- ur Reykvíkinga, flytur ásamt fleiri þingmönnum tillögu til þings- ályktunar um vemdun ósonlags- ins. Tillagan felur ríkisstjóminni að gera ráðstafanir til að draga úr notkun óson-eyðandi efna hér á landi og hefja þátttöku f sameig- inlegu átaki Norðurlandaþjóða, sem sett hafi sér það markmið að minnka notkun ósoneyðandi efiia um 25% fyrir árið 1991 og um a.m.k. 50% fyrir árið 1999. Tillagan kveður og á um samstarf opinberra stofnana og sérfræð- inga í viðkomandi iðngreinum um þessa viðleitni. í greinargerð segir að „nú liggi fyrir vísindalegar sannanir, sem ýmsir hafa talið skorta, um eyð- ingarmátt svonefndra freona og halona á ósonlagið". Ennfremur segir „að vart hafi orðið árstí- ðabundins „gats“ á ósonlaginu undanfarin ár“ yfir Suðurskautsl- andinu. Vitnað er til visinda- manna, sem telja að „ósonmagnið yfir Suðurskautslandinu hafi minnkað um helming eða um 50% frá árinu 1979“. Flutningsmenn segja að það þurfi að þróa notkun annarra efna á kælikerfi (m.a. f fiskiðnaði) en laust sé með öllu að banna inn- flutning og framleiðslu úðabrúsa, sem innihalda frean sem úðaefrii, enda hafa framleiðendur víða um heim hætt notkun freons til að geta boðið vöru sína á markaði í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Svíþjóð, sem þegar hafa bann- að notkun slíkra brúsa“. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Nú er lokið þremur umferðum í úrslitakeppninni og eru línur að byrja að skýrast. I A-riðli eru 4—5 sveitir sem berjast um efsta sætið og stendur sveit flugleiða bezt að vfgi. í B-riðli virðist sem sveit Pólaris ætli að taka öll völd og i C-riðli eru sveitir Jóns Páls Siguijónssonar og Þor- jáks Jónssonar efstar. ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gírónúmer 6210 05 KRÝSUVfKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20'105 REYKJAVlK » 62 10 05 OG 62 35 50 Bridsdeild Hún- vetningfaf élag-sins Nú stendur yflr tveggja kvölda einmenningur. Spilað er í tveimur 16 manna riðlum og er staða efstu spilara þessi: A-riðiU: Ester Valdimarsdóttir 258 Lárus Pétursson 239 Þórarinn Ámason 236 Kristfn Jónsdóttir 231 Þorsteinn Erlingsson 223 B-riðiU: Sigurþór Þorgrímsson 280 Hermann Jónsson ' 255 Skúli Hartmannsson 242 Jóhann Lúthersson 240 Magnús S verrisson 211 Keppninni lýkur nk. miðvikudag. Spilað er í Ford-húsinu í Skeifunni. Bridsfélag Breiðfirðing-a Þremur umferðum er ólokið í aðalsveitakeppninni og er staðan þessi: HansNielsen 362 Ingibjörg Halldórsdóttir 328 Guðlaugur Sveinsson 328 Hulda Steingrímsdóttir 312 ÓlafurTýrGuðjónsson 306 Helgi Nielsen 305 Elís R. Helgason 305 Jakob Ragnarsson 301 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á fímmtudaginn kl. 19.30 í húsi Bridssambandsins. Síðasta umferðin verður svo spiluð eftir áramót. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvimenningur í tveimur riðl- um. Röð efstu para varð þessi: A-riðill 14 para. Jón Ingi Ragnarsson — Burkni Dómaldsson 198 Siguijón Bjömsson — Sigurpáll Ingibergsson 177 María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 173 Óskar Friðþjófsson — Gísli Tryggvason 170 Anton R. Gunnarsson — Hjördís Eyþórsdóttir 169 B-riðill 12 para Þorvaldur Valdimarsson — Bjöm Svavarsson 137 Jón Sigurðsson — Jens 127 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 122 Haukur Ámason — Skúli Skúlason 118 Næsta þriðjudag verður verð- launaafhending fyrir aðalkeppnir haustsins og eru væntanlegir verð- launahafar minntir á að mæta. Einnig verður spilað létt jólarúberta með monrad-fyrirkomulagi. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvís- lega. Flugleiðamót Bridsfélags Reykjavíkur 1987—1988 A-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Jón Þorvarðarson 14 23 10 47 2. Detta 16 15 24 55 3. EstherJakobsdóttir 7 13 5 25 4. Bragi Hauksson 4 4 13 21 5, Flugleiðir 25 16 21 62 6. Samvinnuf.-Landsýn 17 25 14 56 7. Veróbr.m. Iðnaðarb. 15 25 17 57 8. Guðmundur Sveinss. 20 6 9 35 B-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Eiríkur Hjaltason 17 12 17 46 2. Bragi Erlendsson 13 | 11 8 32 3. Georg Sverrisson 18 18 10 46 4. Pólaris 25 25 22 72 5. HallgrímurHallgr. 0 7 6 13 6. Björn Theódórsson 12 3 23 38 7. Atlantik 19 20 8 37 8. Fataland 13 22 24 59 C-RIÐILL: 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Magnús Eymundss. | 13 13 18 44 2. Kristófer Magnúss. 17 10 25 52 3. Snasbjörn Friðrikss. 17 16 15 48 4. Ragnar Jónsson 3 25 5 33 5. Jón Páll Sigurjónss. 25 17 24 66 6. LúðvíkWdowiak 14 4 13 31 7. Þorlákur Jónsson 20 15 25 60 8. Guðm. Þóroddss. 12 5 6 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.