Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
MESSÍAS
Polýfónkórinn 30 ára
Hljómplötur
Egill Friðleifsson
Um þessar mundir er þess
minnst að þrír áratugir eru liðnir
frá því að Pólýfónkórinn hóf fyrst
upp raust sína. Stofnun kórsins er
einn af vendipunktum íslenskrar
tónlistarsögu. Þar kvað við alveg
nýjan tón, fágaðri og fegurri en
áður hafði heyrst. En það var ekki
aðeins söngurinn, verkefnavalið
var einnig nýstárlegt, þar sem
meistarar flölröddunarinnar voru
fyrirferðarmiklir. Undirritaður
minnist margra ógleymanlegra
stunda frá fyrstu árunum, en þá
fóru tónleikar kórsins gjaman fram
í Kristskirkju við Landakot, sem
er frábært hús fyrir kórsöng. Tær
tónlist þeirra Orlandi Di Lasso,
Palestrina og fleiri snillinga hljóm-
aði líkt og opinberun i fáguðum
flutningi kórsins. Raunar hef ég
aldrei orðið samur maður eftir að
hafa heyrt I kómum í fyrsta sinn.
Hér er ekki um ýkjur að ræða.
Silfurtær og upphafinn söngur
kórsins umbylti gjörsamlega öllum
fyrri hugmyndum mínum um söng-
máta og söngstfl og ég hygg að
svo hafi verið um fleiri. Seinna
stækkaði kórinn og réðst í stærri
verkefni, en kórinn hefur frumflutt
hér á landi mörg af helstu stórverk-
um tónbókmenntanna.
Stofnandi og stjómandi kórsins
„meistari hins hreina tóns“, Ingólf-
ur Guðbrandsson, hefur unnið
þrekvirki með kómum. Hann getur
nú með stolti litið yfir farinn veg
og glaðst yfir góðum sigrum. Ing-
ólfur hefur ekki alltaf siglt lygnan
sjó og oft hefur gustað í kring um
hann. En dugnaður hans, hæfni
og úthald ásamt takmarkalausum
listrænum metnaði hefur dugað til
að stjama Pólýfónkórsins skín
skært á himni hins íslenska listalifs
og þrítugsafmælisins er nú minnst
á mjög myndarlegan hátt. Fyrir
Ingólfur Guðbrandsson, stjórn-
andi Pólýfónkórsins.
nokkmm dögum komu út geisla-
diskar sem hafa að geyma söng
kórsins ásamt einsöngvurum og
hljómsveit í Messíasi Hándels tekin
upp á tónleikum í Hallgrímskirkju
í desember 1986. Um leið kom út
hljómplata með völdum köflum úr
verkinu og auk þess veglegt af-
mælisrit, sem ber titilinn „I ljósi
líðandi stundar" en þar er litrík
saga kórsins rakin. Raunar er hér
um heila bók að ræða, sem telur
um 120 blaðsíður, og er prýdd
fjölda ljósmynda. Varðandi flutning
kórsins á þessu meistaraverki
Hándels, sem fram fór í Hallgríms-
kirkju dagana 11. og 13. desember
1986 sem fyrr segir, birtist umsögn
um tónleikana hér í blaðinu og er
vitnað í hana í afmælisritinu og
verður ekki endurtekið hér. Á það
skal aðeins minnst að þó flutningur
sé ekki alveg hnökralaus er hlutur
kórsins mjög góður, blæfagur,
hreinn og rismikill, sömuleiðis
stendur hljómsveit sig ágætlega og
einsöngvarar en það eru þau
Maureen Brathwaite, Anna M.
Kaldalóns, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Jón Þorsteinsson og Peter
Coleman-Wright. Þessi útgáfa er
kómum til mikils sóma.
Um leið og kómum og stjóm-
anda hans eru færðar bestu þakkir
og afmæliskveðjur er við hæfi að
vitna í afmælisbókina, en þar segir
Thor Vilhjálmsson m.a.: „Hér er
söngur sem gengur til hugar og
hjarta, hófstilltur vel og fágaður,
andstæður öskrinu, hrekkur undan
harkinu og sigrar það þó.“
Pólýfónkórinn
SOGUSTAÐUR
vm SUND
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
PáU Líndal: REYKJAVÍK.
Sögnstaður við Sund. Ritstjórn:
Einar S. Arnalds. Ritstjórn
myndefnis: Örlygur Hálfdanar-
son. Prentlögn: Kristinn Sigur-
jónsson. 2. bindi. H-P.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
1987.
í öðru bindi Reykjavíkur, sögu-
staðar við Sund heldur Páll Líndal
áfram fræðslu sinni um höfuð-
borgina fyrr og nú. Hér er um
að ræða uppsláttarrit og að þessu
sinni nær það frá bókstöfunum
H-P. Myndefni er stór hluti rits-
ins. Fyrir, utan venjulegar upplýs-
ingar um hús, götur og fólk eru
birt ýmiskonar ummæli um borg-
ina. einkum tekin úr bókum.
í Reykjavík, sögustað við Sund
er fylgt þeirri_ stefnu sem mótaði
Landið mitt, ísland. Sami útgef-
andi gefur bæði ritin út og hefur
lagt metnað sinn í að þau verði
að öllu leyti sómasamleg. Hvað
annað bindi Reykjavíkur, sögu-
staðar við Sund varðar get ég
ekki betur séð en að hér sé mikið
og þarft efni saman komið á ein-
um stað og það sem athygli vekur
í sambandi við myndimar er hve
gamlar myndir og nýjar samtengj-
ast vel.
Það er langt síðan spumir bár-
ust af því að Páll Líndal væri
manna fróðastur um Reykjavík
og sögu borgarinnar, að minnsta
kosti eftir að Áma Óla naut ekki
lengur við. Sem betur fer lét Páll
ekki nægja að leiðbeina erlendum
gestum sem embættismaður borg-
arinnar. Þekkingu hans og
skemmtilegan frásagnarhátt höf-
PáU Líndal
um við nú í bókum. Það er
vissulega mikil saga og líklega
óþijótandi sem til er um borgina.
Engin furða þótt sumt verði
snubbótt sem stendur um götur
og götunúmer. Það sem Páll og
samstarfsmenn hans vita ekki um
eða engar prentaðar heimildir em
til um er skilið útundan. Eyður
verða í sögu borgarinnar. Svo er
líka að meta hvað eigi heima í
bók. En Páll er mjög fundvís á
allt sem gefur sögu borgarinnar
lit og þótt sumt sem í bókinni
stendur þyki ansi léttvægt og
margendurtekið í ræðu og riti er
þess að gæta að uppsláttarrit um
borgina gegnir ekki síst því hlut-
verki að vera nýjum kynslóðum
bmnnur að sækja í. Menn. geta
því verið sáttir við þetta rit sem
slíkt.
Ekkí hættur að segja frá
Spallað við séra Emil Björnsson
STARF séra Emils Björnssonar
hefur lengst af verið að segja
frá einhverju. í útvarpi hefur
hann sagt landsmönnum fréttir
af mönnum og málefnum og í
kirkjunni hefur hann sagt þeim
frá guði. En séra Emil er ekki
hættur að segja frá; nýlega kom
út annað bindi af æviminning-
um hans sem nefnist „Litríkt
fólk“. Þar segir frá samferða-
mönnum og atburðum á fjórða
og flmmta tug aldarinnar. Af
þessu tilefni ákváðu Morgun-
blaðsmenn að spjalla við
útvarps- og guðsmanninn séra
Emil Björnsson.
Allt á hverfanda hveli
Nú liggur þér vel orð til þeirra
manna sem þú segir frá og segir
yfírleitt frá því jákvæðasta sem
þú veitir eftirtekt í fari þeirra.
Hefur þú nokkum tímann rekist á
slík óþverramenni að þú getir ekki
sagt nokkurt gott orð um þau?
„Erfíð spuming. Segðu hvorki
já né nei en svaraðu mér þó allt-
ént, eins og segir í gömlum
orðaleik. Það hlýtur að vera eitt-
hvað gott í hveijum einasta manni.
Bólu- Hjálmar sagði:
„Guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.““
Á fjórða og fimmta áratugnum
urðu miklar breytingar í íslensku
þjóðlífí. í dag eru líka miklar
breytingar að gerast. Hvað finnst
þér líkt og ólíkt meðþessum tveim-
ur breytingaskeiðum?
„Það var allt á hverfanda hveli
þá og það er allt á hverfanda hveli
nú. Það var mikið umrót þá og
það er mikið umrót nú. Það er líkt
með þessum tveimur tímabilum.
En þó held ég að tíundi maí 1940
marki slík þáttaskil í íslensku þjóð-
félagi að það verði seint að slíkt
gerist aftur. Og svo kom kjamork-
an til sögunnar, ekkert verður eins
eftir það.
Það sem er óiíkt með þessum
tveim tímabilum er að fátæktin,
allsleysið og atvinnuleysið ríkti
fyrir 1940 en í dag vantar fólk í
störf. í stríðinu og upp úr stríðinu
fengu menn peninga og fóru að
eyða. Og eyða um efni fram og
hafa gert það síðan. Menn em
ekki hagsýnir."
Aðgát skal höfð
Einn kaflinn i bók þinni er sér-
stæður fyrir það að þar eru menn
ekki nafngreindir. Hann lýsir
„mannfagnaðiu sem þú sóttir sem
fréttamaður ríkisútvarpsins.
Veisla þessi var haldin i ónefndri
menningarstofnun. Skrifaðir þú
þennan kafía öðrum til viðvörunar?
„Nei, ég vildi ekki skrifa siða-
predikun, ég skrifaði þennan kafla
eingöngu vegna þess hvað þessi
„mannfagnaður" varð mér minnis-
stæður."
Þú manst þennan „mannfagn-
að“ vel, varstu „edrú“?
„Eðlileg spuming; því ekki er
sagt frá allsgáðum manni í sam-
kvæminu. Ég var í sjálfu sér ekki
betri en aðrir, en þannig stóð á
að ég var að lesa undir próf og
var fenginn til að hlaupa í skarðið
sem fréttamaður til að segja frá
þessum mannfagnaði í fréttum
daginn eftir, ég hafði hreint og
beint ekki tíma til að verða timbr-
aður. Sem góður fréttamaður hélt
ég út alla nóttina þótt ég smakk-
aði ekki dropa af áfengi en ég
varð forvitnari og forvitnari eftir
því sem á leið. Þessi veisla grópað-
ist í minni mitt. Hún var jafnframt
táknræn fyrir margar veislur á
stríðsárunum og kannski allar
götur síðan. Þess vegna freistaðist
ég til að setja þennan kafla með.“
Nú samdir þú kurteislega frétt
fyrir útvarpið af „ánægjulegu“
samkvæmi og þú segir í bókinni
að íslenskir fréttamenn séu flest-
um kollegum sínum mjúkhentari.
Ættu þeir að vera harðhentari?
„Nei, ég held að íslenskir frétta-
menn ættu ekkert að vera harð-
hentari heldur en þeir enl. Ég
setti þennan mannfagnað í „mjúkt
ljós“. Héma er afar sérkennilegt
og fámennt þjóðfélag og aðgát
skal höfð í nærvem sálar, ekki
síst í litlu samfélagi.
Þegar ég var við sjónvarpið
brýndi ég fyrir fréttamönnum, að
varast að setja nokkurt málefni
Morgunblaðið/Sverrir
Séra Emil Björnsson.
eða nokkum mann eða stofnun í
niðrandi ljós. Það eru allir mann-
legir og það verður að taka tillit
til náungans. Ég held að íslenskir
fréttamenn séu alls ekki of mjúk-
hentir í sínu starfí en hitt er svo
annað mál að menn mega ekki
vera svo mjúkhentir að þeir láti
spillingu þrífast og þori ekki að
fletta ofan af því sem miður fer
og þarf að taka á.“
Voru menn illskeyttari ogrætn-
ari í deilum á þessum árum?
„Menn voru afar viðkvæmir.
Það var mikið að gerast og mikil
spenna. Það voru deilur um her í
landinu og kalda stríðið var í upp-
siglingu og tortiyggnin var
ofboðsleg. Menn voru miklu per-
sónulegri og óvægnari í átökum
en þeir eru orðnir núna.“
Þú varst fréttamaður í innlend-
um fréttum á fímmta áratugnum
þegar þessi spenna og tortryggni
var í hámarki. Var hægt að flytja
óhlutdrægar fréttir án þess að þær
yrðu litlausar?
„Sú hætta lá við borð að frétt-
imar yrðu litlausar. Upphaflega
hylltist maður til að taka afar
varlega eða létt á, jafnvel sleppa
fréttum sem voru viðkvæmar eða
vandmeðfamar. Eftir að upptöku-
tæknin kom til sögunnar varð
auðveldara að láta ólíkar skoðanir
og sjónarmið vegast á.
Útvarpsstjóri sagði einu sinni
að á meðan við værum ásakaðir
um hlutdrægni frá báðum hliðum
værum við á réttri leið og að ásak-
anir um hlutdrægni á einn veg
væru oftast dulbúnar kröfur um
hlutdrægni á hinn veginn."
/ bók þinni greinir þú frá trú-
fræðideilum í guðfræðideildinni.
Heldur þúað slíkt gæti gerst í dag?
„Varla, núna deila menn meira
um siðfræðilegar spumingar eins
og fóstureyðingar, lífið og dauð-
ann og tæknina. Innantómt trú-
fræðistagl er ekki í brennidepli
eins og er, sem betur fer.“
Eitthvað eftir
í pokahorninu?
Nú eru komin út tvö bindi end-
urminninga þinna og þú aðeins
kominn fram að þrítugasta og
sjötta aldursári. Hvað verða bindin
mörg?
„Eg vil engu lofa eða hóta í
þessu efni en það má vel vera að
eitthvað sé eftir í pokahominu."