Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 ÁLFASAGAN MIKLA perluskart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. Bökmenntir Sigurjón Björnsson Eiríkur Laxdal: Saga Ólafs Þórhallasonar. Álfasagan mikla. Skáldsaga frá 18. öld. Þorsteinn Antonsson og María Anna Þor- steinsdóttir sáu um útgáfuna. Reykjavík. Bókaútgáfan Þjóð- saga. 1987. XIII + 456 bls. Talsvert varð ég undrandi þegar ég hóf að lesa þessa sögu. Að vísu hafði ég heyrt minnst á Eirík þenn- an Laxdal (1743—1816), kenndan við Laxárdal í Skagafirði. En sú var meining mín að hann hefði ver- ið hálf geðtruflaður flakkari, sem sett hafði saman eitthvert „þjóð- sagnaþrugl" um álfa, sem Jón Ámason gat ómögulega tekið í útg- áfu sína. Síst af öllu bjóst ég við frásögn sem hófst á þessum ilm- andi fína stíl og hélst til enda á þéttprentuðum 372 bls.: „Svo byijar saga þessi að maður er nefndur Þórhalli er bjó á bæ þeim á Skaga er liggur út frá Eilífsfelli sem vér almennt Tinda- stól köllum og heitir bær þessi að Gauksstöðum. Ekki var Þór- hatli ríkur maður en búþegn góður, vel stilltur hversdagslega og góðlátur við hvem mann. í ungdæmi sínu var hann kunn- áttusamur talinn og fom í brögðum en engar sögur gengu þó af að hann hefði gjört nokkr- um manni mein með fomeskju er nokkrir það svo kölluðu. Leit- uðu margir til hans sem í vandræðum voru og fengu þeir flestir bætur á raunum sínum, var hann því elskaður af þjóðlýð og goð hverjum manni." Frásögn Eiríks ber sem gull af eiri af því sem ég hef séð frá samtíma hans. Og raunar getur nútíð einnig af honum lært. Ekki er höndum kastað að samningu þessarar sögu. Hún hefur bersýni- lega ekki verið samansett í neinu flaustri eða snarhasti og sá sem það gerði hefur svo sannarlega ver- ið með fullu viti. Ólafssaga Þórhallasonar er sér- kennileg saga. Óiafur þessi er sagður bóndason frá Gauksstöðum á Skaga. Hann kemst brátt í bland við álfa, einkum gullfagrar álfkonur og álfameyjar í Skagaheiðinni, Drangey og raunar vítt um land. Hann lendir í alls kyns ævintýrum og þrekraunum og ástafar hans er fjölskrúðugt mjög. Sagan er samin á þann hátt að Ólafur er ávallt höfuðpersónan ásamt nokkrum öðr- um, en innan þessarar umgerðar koma svo fjölmargar aðrar sögur. Um það er lýkur hefur höfundur raunar endursagt og umsamið meg- nið af álfa- og tröllasögum þeim sem hann kunni, með því að láta sögumar gerast í heimi Ólafs. Minnir þessi frásagnarmáti allnokk- uð á Þúsund og eina nótt. En auk þess eru langar ræður og útlistanir lagðar í munn persónum sögunnar og fær höfundur þar ráðrúm til að reifa skoðanir sínar og 'þekkingu á náttúrlegum og yfimáttúrlegum fyrirbærum og hlutum. Ég hygg að þeir sem gaman hafa af þjóðsögum telji sig ekki svikna af þessari sögu, því að betri þjóðsagnastíl hygg ég að erfitt sé að finna. Þau sem um útgáfu sáu hafa að því er mér virðist unnið verk sitt af alúð og vandvirkni. Segjast þau hafa fylgt frumriti höfundar svo langt sem það náði. En í það vant- ar víst lítilræði og sums staðar er það orðið máð og fúið. En tvö eftir- rit eru til af frumtexta Eiríks að styðjast við þegar annað þrýtur. Á eftir sögunni er löng ritgerð eftir umsjónarmenn um höfundinn og söguna (bls. 375—427). Þar em deili sögð á Eiríki, æviferill hans rakinn og greint frá öðrum ritstörf- um hans. Hann ritaði aðra sögu, Ólandssögu, sem ekki hefur verið gefín út og sögð er lakari en þessi. Rímur orti hann. Samkvæmt Rímnatali Finns Sigmundssonar eru til í handritum í Lbs. fímm rímna- flokkar eftir Eirík (ekki þó allir heilir). Enginn þeirra hefur verið prentaður. Fleira orti Eiríkur einn- ig. I ritgerðinni er t.a.m. þetta erindi tilfært, en það orti hann til konu sinnar: Konan kær er mér að öllu, kurt og dygð búin; svona sviptir hún mig göllum, sefast hörmungin. Vonar vel á drottin sinn. Hugurinn fijáls er heima, hana ég hvem dag fínn. Er margt víst lakara þessu frá 18. öld. Ritgerð þessi er vissulega fræð- andi og um margt gagnleg. Heldur þykir mér þó stíll höfundar sér- viskulegur og þreytandi til lengdar. Ekki er ég heldur alltaf sáttur við tilgátur hans og skýringar og óná- kvæmni gætir á stöku stað. (Það eru t.a.m. engir Hafsteinsstaðir í Laxárdal og hafa aldrei verið. Þeir eru hins vegar skammt utan Reyni- staðar og þar sátu prestar stund- um.) Á eftir ritgerðinni er sundurliðað- ur efnisúrdráttur sögunnar (synops- is). Og að lokum eru tilvísanir og heimildir. Vel er að útgáfunni staðið, þó að ég rækist að vísu á prentvillur á fáeinum stöðum. Bókin er fallega hönnuð og í eigulegu bandi, en það er eins og menn vita einkennis- og aðalsmerki Þjóðsögu. . ; mMm - : v i f' . ■ ■ _ . 4-i - ■; v M jjflg t/sSJ verðskuldar jóladrykk af bestu gerð; malt og appelsín frá Sanitas. Fram að jólum býður Sanitas upp á handhæga jólapoka með tólf dósum. Sex dósum af Ijúffengu og freyðandi malti og sex dósum af svalandi appelsíni sem pú síðan blandar saman eftir eigin smekk. Drekktu góða jólablöndu um jólin og þú kemst í ekta jólaskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.