Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
Stjórnandiim
kominn út
NÝ BÓK er komin út hjá Vasa-
útgáfunni, Stjórnandinn eftir
Ólaf M. Jóhannesson.
Höfundurinn, Ólafur M. Jó-
hannesson, hefur tekið sér fyrir
hendur af skyggnast til 21. aldar
og gera sér í hugarlund hvað
muni gerast í framhaldi af hinni
miklu upplýsingabyltingu, sem nú
er að hellast yfír okkur, en undir-
titill bókar er: Handbók fyrir
stjómendur framtíðarinnar, er
lýsir, hvemig ná má völdum og
halda þeim í upplýsingasamfélag-
inu, svo lítið beri á.
í bókinni kemur Ólafur M. Jó-
hannesson ekki aðeins fram með
hugmyndir um nýskipan stjóm-
kerfísins heldur og atvinnulífsins,
peningakerfísins, menntakerfis-
ins, menningarlífsins, heilsugæsl-
unnar, náttúmvemdar, upplýs-
ingamiðlunarinnar, fyrirtækja-
rekstrarins, eignarhaldsins og
síðast en ekki síst kemur höfund-
ur fram með byltingarkenndar
hugmyndir um nýskipan fjölskyl-
dunnar í víðasta skilningi.
Bókin um Stjómandann er af-
ÓLAFUR M. JÓHANNESSON:
J
Handbók fyrií StjánwMtoz (zarráíöarínnaz.
©r )ý»r. fepomig tA tni vflkfcun og haid* þe;m í
Dppiýsjngasamíéiaginu, — wo líáð berí 4.
rakstur ríflega áratugar hugleið-
inga og efnisöflunar höfundar og
er hún rituð á lipm og auðskiljan-
legu alþýðumáli enda ætluð
hversdagsmönnum 21. aldar sem
einskonar handbók eða vegvísir,
vafalaust sá fyrsti sinnar tegund-
ar.
(Fréttatilkynning)
Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar:
Framlög til Ríkisspítal-
anna hafa hækkað mikið
„ÞETTA er of i lagt hjá forstjóra Ríkisspítalanna og virðist mér
hann i athugasemdum sínum líta fram hjá þvi hverjar breytingar
hafa orðið á framlögum til Rikisspítalanna i meðförum fjárlagafrum-
varpsins á Alþingi og sem honum er fullkunnugt um,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson formaður fjárveitinganefndar Alþingis i samtali við
Morgunblaðið i tilefni þeirra ummæla Davíðs Á. Gunnarssonar, for-
stjóra Ríkisspítalanna, í Morgunblaðinu, að 150—200 miUjónir vantaði
á fjárlögum til að ætlanir stjórnarnefndar Rikisspítalanna stæðust.
Sighvatur sagði að við aðra um-
ræðu hefðu verið teknar ákvarðanir
um aukið framlag til hjartaaðgerða,
úr 2 milljónum í 3, þannig að búið
væri að útvega þær 8,5 milljónir
sem fyrirhugað væri að í þær færi
á næsta ári. Einnig væri búið að
ákveða að veija 13 milljónum til
viðbótar til tælqakaupa og stofn-
kostnaðar og heimild hafi verið veitt
fyrir nokkurri §ölgun á stöðugild-
um. „Fjárveitinganefnd hefur og
gert tillögu fyrir þriðju umræðu
fjárlaga um hækkun framlaga til
K-byggingar Landspítalans og fjár-
málaráðherra mun taka lán
samkvæmt heimild á lánsfjárlögum
til hennar. Þetta er forstjóra
Ríkisspítalanna fullkunnugt um og
því kemur það mér mjög á óvart
að hann skuli tala eins og honum
sé ókunnugt um þessar breyting-
ar,“ sagði Sighvatur.
Sighvatur sagði það vera vanda
Ríkisspítalanna hversu launa-
greiðslur hefðu farið langt umfram
áætlun. Yfírvinnu- og álagsgreiðsl-
ur og yfirborganir væru um 95%
ofan á föst laun, eða nær tvöföld-
un. Kvað hann stjóm Ríkisspítal-
anna hafa farið fram á 2% hækkun
álagsins, en því verið hafnað. „Það
er ekki unnt að hækka álagsgreiðsl-
ur árlega, heldur verður að leita
annarra iausna,“ sagði Sighvatur
og benti á að ef við þessum óskum
hefði verið orðið, hefði það kostað
ríkissjóð 300—400 milljónir auka-
lega. Taldi Sighvatur tímabært að
fara ofan í launakostnað Ríkisspít-
alanna með það til dæmis að
sjónarmiði að koma álags- og yfír-
vinnugreiðslum inní samninga sem
fostum launagreiðslum.
Spádómsbók
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Bros hf. hef-
ur gefið út Spádómsbókina eftir
Guðna Björgólfsson íslenskukenn-
ara frá Akranesi og er þetta
fyrsta bók höfundar.
í fréttatilkynningu segir m.a. að
Spádómsbókin sé afurð margra ára
heimildaskoðunar og vangaveltna.
Hún er skrífuð með hliðsjón af
reynslu flölda einstaklinga sem
stundað hafa spádóma auk þess sem
stuðst hefur verið við fræðirit innlend
sem erlend. Hér er allt samankomið
í einni bók; lófalestur, spilaspá, ta-
rot- og bollaspá.
Bubbi kóngur mark-
aðshyggjunnar
eftir Steinar Berg
Fólk gerir sér sjálfsagt að ein-
hveiju leyti grein fyrir því að
talsvetð átök fylgja samkeppninni
um hylli þess. Samt hafa þessi átök
alltaf tekið mið af því að við búum
í litlu samfélagi og því verið innan
ákveðinna marka, þannig að þó
ekki séu allir sáttir við allt sem all-
ir gera hefur ekki átt sér stað
opinbert persónuníð á samkeppnis-
aðilana.
Þetta gilti fram til sunnudagsins
20. desember 1987, þegar markaðs-
kóngurinn Bubbi Morthens steig
fram á síður Morgunblaðsins, einu
sinni sem oftar undir leikstjóm
Áma Matthíassonar, og lét hafa
eftir sér rakalausar og ómerkilegar
fullyrðingar um samkeppnisaðila
sína í útgáfu- og tónlistarmálum.
Ég gat ómögulega á mér setið,
þessu varð að svara. Yfirlýsinga-
gleði Bubba er með eindæmum, og
hingað til hefur hann ekki þurft að
standa við eitt einasta orð. Það er
kominn tími til að einhver láti heyra
í sér svo hann trúi þvf ekki alfarið
að hann sé einn á sviðinu og geti
komist upp með hvaða kjaftæði sem
er.
Áður en ég sný mér að því að
svara beint skítkasti kóngsins ætla
ég að leitast við að upplýsa lesend-
ur um leikmynd þá og sviðsbúnað
sem búin hefur verið til fyrir Bubba
af útgefendum hans.
Sagt er að Bubbi og Grammið
hafí notið leiðsagnar sænsks mark-
aðssérfræðings við útgáfu „Frelsi
til sölu“, og að kerfí því sem sá dró
upp sé fylgt út í ystu æsar. Nú
veit ég ekki hvort tilvist þess
sænska er sönn, en hitt er víst að
ákveðinni taktík hefur verið fylgt í
markaðssetningu á Bubba Mort-
hens.
Saftiað hefur verið saman mikl-
um halelúja kór, sem blessar allt
sem Bubbi og Grammið láta frá sér
fara, helst löngu áður en til útgáfu
kemur. Kórstjóri er Ámi Matthías-
son poppskríbent Morgunblaðsins,
en jafnframt er kórfélaga að fínna
inni á nokkrum helstu fjölmiðlum
landsins.
Þeir boða sýknt og heilagt að
Bubbi og Megas séu hálfguðir og
að sölulisti svokallaðra óháðra
plötufyrirtækja í Bretlandi sé tón-
listarbiblía. Það getur vel verið að
ég fjalli um þennan þátt ítarlegar
seinna, en kemst þó ekki hjá þvf
að benda á hlutverk kórstjórans
Áma Matthíassonar.
Hans hlutverk er jú að leiða sam-
kunduna og halda nafni Bubba og
annarra flytjenda sem tengjast
Gramminu stöðugt inni á síðum
Morgunblaðsins. Hann kyndir undir
með því að flalla um plötuna meðan
hún er í vinnslu, með 2—3 greinum
þar um. Hann setur fram fullyrðing-
ar í fyrirsögn og dómi að þetta sé
það besta sem Bubbi hafi gert, í
yfirgengilega jákvæðri halelúja
umíjöllun, áður en til útgáfu kem-
ur. Hann fylgir þessu síðan eftir
með markaðsupplýsingúm um sölu-
tölur, vinsældalistastöður og nú
viðtali, og því er hampað að Bubbi
sé mestur og bestur. Nú Grammið
fylgir þessu síðan eftir með auglýs-
ingum þar sem vitnað er í kórstjór-
ann og aðra kórdrengi, öllu lofínu
til réttlætingar. Svo þegar Bubbi,
Megas, Sykurmolarnir, Bleiku bast-
amir, Svart-hvítur draumur,
Johnny Triumph, eða aðrir sem
tengjast Gramminu spila opinber-
lega birtast þessir líka fínu dómar.
Stundum fá yngri mennimir þó að
heyra föðurlegan umhyggjutón
Áma, þessa sjálfskapaða guðföður
íslenskra bílskúrshljómsveita.
Allir þeir sem eitthvað fylgjast
með vita um hvað ég er að tala.
Það stendur ekki á halelúja dómum
og um spilamennsku íslenskra og
erlendra flytjenda ef þeir tengjast
Gramminu. Síðustu hljómamir eru
varla hljóðnaðir þegar lofið birtist
í Morgunblaðinu. Á sama tfma eru
aðrir flytjendur meira og minna
sniðgengnir og látið líta út að allt
sem raunverulega er að gerast í
íslensku tónlistarlífí tengist einu
útgáfufyrirtæki og að samkeppnin
sé engin eins og segir í halelúja-
dómi um spilamennsku Bubba
kóngs í Óperunni fyrir fáeinum
dögum. Það er ekki að furða þó
urgur sé í flestum þeim hljómsveit-
um og flytjendum sem svo til
algerlega hefur verið úthýst af
poppsíðum Morgunblaðsins, þó þeir
hafí verið að gefa út hljómplötur
og spila opinberlega fyrir fjölda
fólks undanfamar vikur. Með þeim
hefði verið fylgst betur og af meiri
Steinar Berg ísleifsson
„Ég gat ómögulega á
mér setið, þessu varð
að svara. Yfirlýsinga-
gleði Bubba er með
eindæmum, og hingað
til hefur hann ekki
þurft að standa við eitt
einasta orð. Það er
kominn tími til að ein-
hver láti heyra í sér svo
hann trúi því ekki alfar-
ið að hann sé einn á
sviðinu og geti komist
upp með hvaða kjaftæði
sem er.“
áhuga ef þeir hefðu verið á útgáfu-
samning hjá rétta fyrirtækinu.
í ljósi þeirrar myndar sem hér
hefur verið dregin upp verður svar
Bubba skiljanlegt, þegar hann svar-
ar spumingu Ama Matthíassonar,
„Ert þú búinn að selja þig; hefur
þú gengið markaðsöflunum á hönd?
Nei, nei (hlær), markaðsöflin eru
búin að beygja sig fyrir mér.“ Og
síðar... „það er minn stærsti
metnaður í plötusölu að Jón Óiafs-
son og Steinar verði númer tvö og
Grammið númer eitt, (hlær).“
Markaðskóngurinn heldur svo
áfram að ausa úr viskubrunni
sínum: „Markaðurinn fer bara alltaf
ódýrustu leiðina til að ná í sem
mestan hagnað og fífla fólkið sem
mest. Eins og þetta með falsaðar
sölutölur í jólaplötuflóðinu, það er
árviss viðburður að þessir stóru
útgefendur ljúgi til um tölur."
Vegna þessarar ósvífnu fullyrðing-
ar vil ég taka eftirfarandi fram:
Samband hljómplötuframleið-
enda samþykkti sl. haust nýjar
reglur hvað varðar veitingu gull-
og platínuplatna sem eru alþjóðleg-
ur mælikvarði á sölutölur, þ.e. að
gullplata skyldi veitt fyrir sölu á
yfir 3.000 eintökum og platínuplata
á sölu yfír 7.500 eintökum. Innan
sambands hljómplötuframleiðenda
eru öll helstu hljómplötuútgáfufyr-
irtæki landsins s.s. Fálkinn, Steinar,
Gramm, Skífan, Geimsteinn o.fl.
Reglur vegna afhendingar gull- eða
platínuplatna kveða á um að Gunn-
ari Guðmundssyni framkvæmda-
stjóra Sambands hljómplötufram-
leiðenda beri að staðfesta söluna
áður en afhending fer fram, og
hefur hann aðgang að öllum sölu-
gögnum úr bókhaldi fyrirtækjanna
þessu til staðfestingar.
Steinar hf. hafa fylgt þessum
reglum og í öllum tilfellum hefur
framkvæmdastjóri Sambands
hljómplötuframleiðenda staðfest
sölutölur fyrirtækisins fyrir af-
hendingu slíkra viðurkenninga.
Lesendum til enn frekari glöggv-
unar á sölumálum hljómplatna ætla
ég að leitast við að útskýra þaú
aðeins nánar, eins og þau snúa að
mínu fyrirtæki.
Steinar hf. er ekki einungis stórt
útgáfufyrirtæki heldur líka einn
stærsti innkaupaaðili á hljómplötum
frá öðrum útgáfufyrirtækjum. Af
væntanlegum sterkum söluplötum
kaupum við oft inn verulegt magn
og fáum þá magnafslátt. Þannig
höfum við t.d. keypt 2000 eint. af
„Dögun“ áður en hún kom út, og
áttu því stóran þátt í óstaðfestu
gullplötunni sem Bubbi fékk á út-
gáfudaginn. Steinar hf. tekur því á
sig margra vikna heildsölqbirgðir
fyrir önnur útgáfufyrirtæki og
dreifír á útsölustaði sem eru 4 versl-
anir fyrirtækisins ásamt Hagkaup-
um Kringlunni, Akureyri og
Njarðvík, Miklagarði og nokkrum
öðrum smærri útsölustöðum. Þann-
ig gat t.d. Grammið gefíð upp stóra
heildsölutölu við útgáfu á „Dögun"
þó Steinar hf. og aðrir lægju með
nokkurra vikna óseldar heildsölu-
birgðir.
Þegar Steinar hf. gefa út eigin
útgáfuplötur þá skráist heildsalan
ekki nema á þeim fárra daga birgð-
um sem dreift er til verslana, m.ö.o.
við kaupum ekki af sjálfum okkur
margra vikna birgðir eins og við
kaupum af öðrum. Þess vegna er
samanburður sölutalna óhagstæður
fyrir Steina hf. og þá flytjendur sem
fyrirtækið gefur út.
Bubba ferst því illa að vera að
tala um fölsun á sölutölum. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að það fór
um goðið þegar hann sá að plata
Bjartmars Guðlaugssonar „í fylgd
með fullorðnum“ ýtti honum úr
efsta sæti DV listans fyrir 3 vikum.
Ámi Matthiasson birti líka frétt
daginn fyrir útgáfu DV listans og
hamraði inn að Bubbi væri seldur
í níu þúsund eintökum en Bjartmar
bara í flögur og sagði að það væri
eiginlega ekkert að marka DV list-
ann lengur. Bubbi hefur síðan allt
að því haldið til í Kaupstað í Mjódd
við áritanir á plötum, því salan þar
vegur þyngst í samsetningu DV list-
ans.
Ég ætla ekki að eltast við sjálf-
umglaðar fullyrðingar kóngsins um
útgáfumál, þær dæma sig sjálfar.
Sumir halda kannski að ég sé
„svekktur gæi“ og fínni mig þess
vegna knúinn til þessara skrifa, en
svo er ekki. Ég er afskaplega sæll
og glaður með uppgang og árangur
Steina hf. og allra þeirra sem starf-
að hafa með mér við útgáfuna. Við
höfum ekki þurft sérlegan útsend-
ara á ijölmiðlum okkur til aðstoðar,
einungis góða útgáfu, og heilbrigða
og eðlilega þjónustu við fjölmiðla-
fólk. Við munum halda áfram eftir
sem áður að gefa út allt það sem
okkur fínnst gott og að eigi erindi
á íslenskan markað, en ég ætla að
vona- að verk okkar ali ekki af sér
annan hrokafullan markaðshyggju-
kóng á borð við Bubba Morthens.
Það hefur alltaf þótt merki um lítil-
mennsku þegar menn reyna að
upphefía sjálfa sig á kostnað ann-
arra. Með lítilmannlegri og hroka-
fullri framkomu sinni hefur Bubbi
nú endanlega tapað virðingu hjá
þeim stóra hóp fólks sem unnið
hefur að útgáfu og tónlistarmálum
hérlendis. Tvískinnungur hans þeg-
ar hann talar um tónlist, peninga,
dóp, auglýsingagerð, alþjóðaframa
og önnur uppáhalds umræðuefni
hefur verið flestum sem tengjast
hljómplötuútgáfu lengi ljós. Það er
kominn tími til að hinn sanni Bubbi
Morthens standi upp og sýni sig í
réttu ljósi. Það er líka kominn tími
til að alvöru fólk fjalli um popptón-
list og hljómplötuútgáfu á Islandi
en ekki strengjabrúður.
Höfundur er foraijóri Steina hf.