Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 57 var farið í bíltúr og þá á uppáhalds- staðinn, niður á bryggju. A jólunum var það orðin hefð hjá börnunum að segja: Hvar er gotteríspakkinn frá afa Dodda? Við munum öll eiga góðar minn- ingar um Dodda. Við þökkum honum fyrir það sem hann gaf okk- ur og megi góður Guð styrkja móður okkar og aðra ástvini í þeirra djúpu sorg. Bjössi, Konni og Diddi Hinn 17. desember síðastliðinn andaðist á heimili sínu Þórarinn Sigurðsson. -Með örfáum orðum langar okkur hjónunum að minnast hans. Þórarinn fæddist á Hallormsstað í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Guðbjörg Bjömsdóttir og Sigurður Sæmunds- son, bæði ættuð úr Rangárvalla- sýslu. Þórarinn sleit bamsskónum í Eyjum og kynntist snemma at- hafnalífi Eyjanna. Ungur að ámm nam Þórarinn skipasmíði og stund- aði þá iðju til ársins 1972, en þá tók hann við starfi Skipaskoðunar ríkisins í Vestmannaeyjum, og starfaði þar þar til kallið kom. Þórarinn var mjög vinsæll í starfí sínu sem skipaskoðunarmaður, enda með sérstæðan pesónuleika, sem laðaði að, og átti hann sérstak- lega gott með að umgangast og vinna með öðmm. Hann var einn af peyjunum úr Eyjum sem hvergi vildi eiga heima annarsstaðar en úti í Eyjum. Dag- lega fór hann niður að höfn til þess að fylgjast með bátunum og öllu því lífi og starfi sem þar fer fram. Þórarinn var tvíkvæntur, fyrri kona hans Sigrún Ólafsdóttir frá Litla-Bæ andaðist eftir stutta sam- búð. Seinni kona Þórarins er Perla Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð. Þau eignuðust tvö böm, Rúnar mat- reiðslumann og Guðbjörgu nema í Háskóla íslands. Þórarinn gekk í föðurstað þrem sonum Perlu sem hún átti frá fyrra hjónabandi, þeim Bimi, Konráð og Kristni, sem hann reyndist hinn besti faðir. Þeirra bömum reyndist Þórarinn mikill og góður afi, og vom bamabömin mjög hænd að afa sínum. Við hjónin þökkum samfylgd lið- inna ára, við áttum svo margar skemmtilegar og góðar samveru- stundir sem lifa í endurminning- unni, um góðan dreng, sem alltaf koni til dyranna eins og hann var klæddur. Okkur sem til hans þekkt- um gaf hann mikið. Perla mín, böm og bamaböm, við biðjum guð að gefa ykkur styrk og blessun í sorg ykkar. Sigfríður og Sigursteinn Marinósson Miðvikudaginn 16. desember sl. sátu nokkrir kunningjar að spjalli á skrifstofu Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Meðal þeirra var Þórarinn Sigurðsson eða Doddi á Hallormsstað eins og hann var ætíð kallaður af þeim mörgu er hann þekktu. Þar sem Doddi hafði verið undir læknishendi síðustu tvo mán- uði, lengst af í Reykjavík, barst talið að heilsufari hans. Hann kvaðst vera miklu hressari og ljóm- aði allur þegar hann sagði okkur, að innan tíðar gæti hann gengið að sínu starfi, því hann var einn af þeim, sem undi því illa að hafa ekkert fyrir stafni og leið best þeg- ar mest var að gera. Morguninn eftir, þann 17. desember, leið hann út af, á heimili sínu, og var allur. Hér sannast enn hið fornkveðna „enginn veit sína ævi, fyrr en öll er“. Þórarinn Sigurðsson var fæddur 24. febrúar 1925 á Hallormsstað í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans vom hjónin Guðbjörg Bjömsdóttir og Sigurður Sæmundsson er lengi bjuggu þar. Hann ólst upp í for- eldrahúsum, en eins og þá var títt um unga drengi stóð hugur hans snemma til sjávar. Þó kom það fljót- lega í ljós að höndin var óvenju hög og þess vegna varð það úr að hann hóf ungur nám í skipasmíðum og gerði þá iðn að ævistarfi. Þau urðu mörg handtökin hans Dodda í þessu mjög svo erfiða starfi og þeir em margir gömlu trébátamir, sem enn- þá vitna um handbrögðin hans. Þó að skipasmíðin væri aðalstarfið brá Doddi sér öðm hvom á sjóinn, var m.a. talsvert á síldveiðum fyrir Norðurlandi og í siglingum flest stríðsárin. 4. október 1958 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Perlu Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð, og eignuðust þau tvö böm, Rúnar og Guðbjörgu. Doddi hafði byggt ein- býlishús á Heiðarvegi 47 og þar bjó Perla eiginmanni og börnum hlýlegt og myndarlegt heimili og er óhætt að fullyrða að þar hafí ætíð ríkt ástúð, traust og tryggð. Á Heiðar- veginum bjuggu þau lengst af, en fyrir stuttu seldu þau það hús, og keyptu fallega íbúð í nýju fjölbýlis- húsi á Ásavegi 2, og undu þar vel sínum hag. Upp úr 1970 gerist Doddi starfsmaður ríkisins, sem skipaskoðunarmaður, og síðar um- dæmisstjóri Siglingamálastofnunar ríkisins, hér í Eyjum, og gegndi hann því starfí til dauðadags. Jafn- framt því annaðist hann skoðun á gúmmíbjörgunarbátum Eyjaflotans og má því með sanni segja að hann hafi gegnt miklum ábyrgðarstörf- um fyrir sjómannastéttina. Það var með þessi störf, sem önnur er Doddi tók að sér, hann sinnti þeim af alúð og trúmennsku og var ætíð boðinn og búinn til þess að liðsinna mönn- um eða leiðbeina ef á þurfti að halda. Á þessu fátæklega æviágripi sést að Þórarinn Sigurðsson frá Hall- ormsstað vann allt sitt líf í þágu útvegsbænda í Vestmannaeyjum, okkur er því bæði ljúft og skylt, nú við leiðarlok, að þakka honum mjög vel unnin störf. Eiginkonu, bömum og öðrum aðstandendum, biðjum við blessun- ar o g huggunar Guðs í þeirra harmi. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN KRISTINSSON, Aðalstræti 16, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 18. desember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. des- ember kl. 13.30. Aðalbjörg Lárusdóttir, Gréta Aðalsteinsdóttir, Hilmar Aðalsteinsson, Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir, Sigurður Einarsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Eyrún Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og sonur, ÁRNI HJÁLMARSSON, Ásfelli, Innri-Akraneshrepp, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð. Elm Kolbeinsdóttir, Hjálmar Árnason, Kolbeinn Árnason, Hjálmar Jónsson. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 16, andaðist föstudaginn 18. desember. Bjarni Ásmunds, Þórunn Guðmundsdóttir. SCHIESSER SLOPPAR VELÚRSLOPPAR ú FRÖTTESLOPPAR -e IvmpiT Laugavegi S: 1 3300 / Glæsibæ S: 31300 LeÖurklœddir hvíldarstólar. Litir: Svartur og brúnn. Tilboðsverð kr. 23.000,- stgr. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími - 82275. ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gírónúmer 6210 05 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK S 62 10 05 OG 62 35 50 Nýsendina VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími - 82275. FROTTE- SLOPPAR stuttir - síðir 16 gerðir Verð f rá 1.990. $ OiD PIONEER ÚTVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.