Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 59
59
verustundir okkar og sendum
innilegar samúðarkveðjur til Hlöð-
vers, Ola, Eiríks, Ásu og Eiríks og
annarra aðstandenda.
Tóta og Eiríkur
í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar, hana Siggu, eins og við kölluðum
hana. Við kynntumst henni í febrú-
ar 1976, er hún hóf störf í hagfræði-
deild Seðlabankans, en þar vann
hún í 5 ár. Sigga var frábær fé-
lagi, alltaf í góðu skapi og sá alltaf
eitthvað jákvætt í öllu. Hún var
vinnuforkur og hafði fijótt og mik-
ið ímyndunarafl. Hún átti m.a.
hugmyndina að símsvara fyrir
gengi dagsins. Henni fannst það
nefnilega mikil tímasóun að þurfa
að svara sömu spumingunni allan
daginn.
Þo að hún hætti störfum í bank-
anum hélt hún áfram að líta inn
þegar hún átti leið framhjá og þeg-
ar við fyrst fréttum af veikindum
hennar, vorum við bjartsýn. Við
trúðum því að Sigga myndi sigrast
á þessum erfiðleikum eins og öðrum
áður, enda bar hún sig vel. Því var
það mikið áfall að fá þær fréttir
fyrir nokkmm vikum, að henni hefði
versnað.
Um leið og við kveðjum hana
Siggu og þökkum henni stutt en
ógleymanleg kynni, sendum við
Hlöðver, drengjunum, þeim Óla og
Eiríki, og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Gömlu félagarnir
úr Seðlabankanum.
Mánudaginn 14. desember sl.
andaðist Sigríður Erla Eiríksdóttir
heimilisfræðikennari við Foldaskóla
í Reykjavík. Hún hafði lengi barist
við erfiðan sjúkdóm, sem ágerðist
uns ekki varð lengur við neitt ráðið.
í svartasta skammdeginu, sem
dumbungsveðráttan gerði enn
svartara, barst fregnin um andlát
hennar. Enda þótt vitað væri að
hveiju stefndi var áfallið samt mik-
ið og sorgin yfirþyrmandi.
Sigríður Erla var ráðin heimilis-
fræðikennari að Foldaskóla sumarið
1985 þegar fyrstu kennaramir voru
ráðnir að skólanum. Strax þá um
sumarið hófst hún handa við að
undirbúa kennsluna. Hún lagði
mikla vinnu í að koma upp aðstöðu
til heimilisfræðikennslunnar í hin-
um nýja skóla, að vísu til bráða-
birgða. Áhugi hennar var smitandi
og aðdáunarvert hve mikla alúð hún
lagði í hvert atriði, stórt sem smátt,
í starfi sínu. Hún átti mjög gott
samstarf við samkennara sína, allt
starfsfólk skólans og nemendurna
ekki síst. Hún var hrókur alls fagn-
aðar á sinn hægláta og ljúfa hátt.
Sigríður Erla var gift Hlöðver
Emi Olasyni og áttu þau tvo syni,
þá Óla Öm 12 ára og Eirík 6'ára.
Báðir drengimir em nemendur við
Foldaskóla. Er mikill harmur að
þeim feðgum kveðinn við missi eig-
inkonu og móður.
Stutt er til jólanna — hátíðar
ljóssins. í dag byijar skammdegið
að hopa, smátt og smátt verður
dagurinn lengri og birtan meiri.
Sorginni svipar til skammdegis-
myrkursins sem grúfir yfir og
þrengir að okkur. Er hátíð ljóssins
er skammt undan og daginn fer að
lengja. Okkur þótti svo undur vænt
um Sigríði Erlu. Við viljum vona
Blömastofa
FnÖfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Simi 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig umhelgar.
Skreytingar við öli tilefni.
Gjafavörur.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
að eins og skammdegismyrkrið
víkur fyrir hækkandi sól þá komi
sá tími að björt minning um góðan
samstarfsmann megi verða yfir-
sterkari sorginni vegna ótímabærs
fráfalls.
Með þessum fáu og fátæklegu
orðum þökkum við öll, kennarar,
starfsfólk og nemendur Foldaskóla,
Sigríði Erlu árin sem við áttum
saman í skólanum, kynnin, sam-
starfið og jákvæðu áhrifin sem hún
hafði á okkur.
Við sendum eins innilegar og
hugheilar samúðarkveðjur og er í
mannlegu valdi til eiginmanns
hennar, sona, foreldra, bræðra og
allra vina hennar og annarra vanda-
manna.
Blessuð sé minning Sigríðar Erlu
Eiríksdóttur.
Kennarar og starfsfólk
Foldaskóla
Vinkona okkar, hún Sigga, er
dáin.
Við lítum upp úr amstri jólaundir-
buningsins og skiljum ekki hvað
hefur skeð. Það er svo erfitt að
trúa því að hún sé farin og ennþá
erfiðara að skilja hvers vegna.
Við kynntumst Siggu í Sam-
vinnuskólanum, við vorum öll
saman í bekk. Þar bundumst við
þeim vináttuböndum, sem æ hafa
haldist.
Þegar skólanum lauk fóru marg-
ir til Reykjavíkur að vinna. Nokkrar
stelpur utan af landi leigðu þá sam-
an íbúð. Það var oft gaman á
Grettisgötunni þegar skólafélag-
arnir komu f heimsókn. Sigga var
ætíð hrókur alls fagnaðar. Hún var
glaðlynd, opinská og hreinlynd. Á
þessum árum fór Sigga oft heim á
Laugarvatn um helgar og gjaman
einhver vinkona með og stundum
fleiri saman. Þangað var gott að
koma. Þar ríkti ástúð og hlýja, það
var ekki erfitt að sjá hvaðan Sigga
sótti sitt góða hjartalag. Grettis-
götubúskapurinn stóð í 2 ár, þá fór
Sigga í húsmæðraskólann og ári
seinna í húsmæðrakennaraskólann.
Þaðan útskrifaðist hún sem kennari
í heimilisfræðum. Á þeim árum
kynntist hún eftirlifandi manni
sínum, Hlöðver Ólasyni. Þau dvöldu
nokkur ár í Danmörku meðan Hlöð-
ver var við nám, þá var Óli fæddur
og Sigga alsæl. Þau komu heim og
eins og annað ungt fólk fóru þau út
í að eignast þak yfir höfuðið. Það
liðu nokkur ár, svo fæddist Eiríkur.
Einbýlishúsið í Grafarvogi var í
byggingu — framtíðin brosti við
þeim, þá veiktist hún.
Til að byija með leit út fyrir að
hðun myndi ná sér. Þau fíuttu í
nýja húsið og Sigga fór að kenna
við Foldaskóla. En svo fór að síga
á ógæfuhliðina, Sigga veiktist aft-
ur. Hún bar sig alltaf vel, hún var
raunsæ og átti létt með að tala um
veikindi sín, það var eflaust hennar
styrkur. Aldrei lét hún sig vanta í
saumaklúbbinn, né þegar bekkjar-
félagarnir hittust og enn var hún
hrókur alls fagnaðar. Við hin áttum
alltaf erfitt með að trúa því að þetta
gæti nokkum tíma farið svona.
En nú er hún farin, við eigum
eftir minninguna um góðan traust-
an vin. Vin, sem alltaf átti til rúm
í hjarta sínu fyrir aðra. Nú þegar
leiðir skilja viljum við þakka Siggu
kærlega fyrir samferðina í þessu
lífí. Eiginmanni, sonum, foreldmm
og öðrum aðstandendum vottum við
samúð okkar og vonum að minning-
in um hana veiti þeim styrk í
sorginni.
Ég er blómið, sem óx úr mold þinni, jörð,
hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í fang.
Ég dreifði gleði minni um þinn víðavang
ó, veröld, sem áttir hjarta míns þakkargjörð.
(Tómas Guðmundsson)
Bekkjarsystkini úr
Samvinnuskólanum.
0, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hveijum hal og drós,
sem hefur villzt af leið.
0, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvem sem þarf,
unz allt það pund, sem Guð mér gaf
ég gef sem bróðurarf.
(M. Joch)
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við eiginmanni Siggu og
bræðrunum Óla Emi og Eiríki svo
og öðrum aðstandendum.
Hafdís og Svanfríður
6. og 8. bekk Foldaskóla
Kveðja frá skóla-
systrum úrHKÍ
í dag kveðjum við skólasystur
okkar og vinkonu, Sigríði Erlu
Eiríksdóttur.
Það var haustið 1970 sem við
hófum nám við Húsmæðrakennara-
skóla íslands. Við vorum lítill hópur
og kynntumst þar af leiðandi náið.
Hluti af námi okkar var sumardvöl
á Laugarvatni og þar kynntumst
við æskuheimili hennar og yndisleg-
um foreldmm hennar, þeim Ásu og
Eiríki. Heimili þeirra stóð okkur
alltaf opið og það var okkur mikils
virði, þar sem við voram flestar
langt að komnar.
Sigga var skemmtilegur og góður
félagi, orðheppin og kát. Hún var
gefandi og sterkur persónuleiki og
kom það best fram í hennar langa
og erfiða veikindastríði. Nú er stórt
skarð höggvið í okkar litla hóp sem
ekki verður fyllt.
Fljótlega eftir að við lukum námi
giftist Sigga góðum manni, Hlöðver
Ölafssyni, og eignuðust þau tvo
myndarlega drengi, Óla Öm og
Eirík Kristin. Þau áttu fallegt og
gott heimili og þangað var alltaf
gaman að koma.
Við vottum eiginmanni hennar,
sonum, foreldram og bræðram,
okkar dýpstu samúð.
Við þökkum Siggu samfylgdina
og allt sem hún var okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Útför móður okkar,
ÁSTRÓSAR JÓHANNESDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavfk,
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir.
t
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Hraunbæ 138,
Reykjavik,
er látin.
Hallfríður E. Pótursdóttir, Stefán Friðriksson,
Stefanía M. Pótursdóttir, Ólafur Tómasson,
Kristin H. Pótursdóttir, Baldur Ingólfsson,
Björn Pétursson, Bergljót Olafsdóttir.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Konan mín,
LÁRA HJÁLMARSDÓTTIR,
Espilundi 4,
Garðabæ,
lést í Borgarspitalanum 21. desember. Vilhjálmur Þorláksson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRARINN SIGURÐSSON,
Ásavegi 2, Vestmannaeyjum,
sem andaöist 17. desember verður jarðsunginn frá Landakirkju
i dag, þriðjudaginn 22. desember, kl. 14.00.
Perla Björnsdóttir
og börn.
Sonur okkar, bróðir og mágur,
BJÖRN ÓLAFSSON
matreiðslumaður,
Skólabraut 21,
Seltjarnarnesi,
Fossvogskirkju
Kristjana Jónsdóttir,
Jón B. Ólafsson,
Finnbogi Ólafsson,
Ólafur H. Ólafsson,
Valdimar Ólafsson,
Ólafur Finnbogason,
Guðrún Ingimundardóttir,
Þórleif Drífa Jónsdóttir,
Ásta Knútsdóttir,
Steinunn Bragadóttir.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR,
Miðtúni 13,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans sem önn-
uðust hana sl. ár.
Elin Sigurðardóttir,
Sigrfður Inga Sigurðardóttir,
Þorbjörn Sigurðsson,
Jón Sigurðsson,
Elsa Sigurðardóttir,
Birgir Jónsson,
Þórhallur Steinsson,
Edda Ingvadóttir,
Anna-Maria Sigurðsson,
Hannes Ársælsson
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
SIGURBORGAR KARLSDÓTTUR,
Skarphóðinsgötu 12.
Ragnheiður Karlsdóttir,
Hörður Hákonarson, Þórdís Sveinsdóttir,
Ragnheiður Edda Hákonardóttir,
Guðbjörg K. Hákonardóttir, Birgir Scheving,
Kristín H. Hákonardóttir,
Anna M. Hákonardóttir,
Guðborg H. Hákonardóttir, Sigtryggur Stefánsson,
Jón Hákonarson,
Þorsteinn Hákonarson,
Guðrún S. Hákonardóttir, Gylfi Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför móður
okkar og tengdamóður,
INGIBJARGAR THORARENSEN.
Ebba Thorarensen, Ebenezer Þ. Ásgeirsson,
Pótur Hannar Thorarensen,
Sigrún Thorarensen,
Anna Ragnheiður Thorarensen, Sigríður Hallgrímsson,
Bjarni Páll Thorarensen.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar föður og fósturföður okkar,
EMILS B. JÓNASSONAR,
Kleppsvegi 126,
fv. umdæmisstjóra Pósts og síma, Seyðisfirði.
Anna Katrín Emilsdóttir,
Halldóra Jóna Stefánsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
BJARNA GUÐNASONAR
frá Súðavík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaða-
spítala.
Einar Póll Bjarnason,
Guðjón Bjarnason,
Elfn Bjarnadóttir,
Bjarnveig Bjarnadóttir,
Guðni Bjarnason,
Gylfi Bjarnason,
Hólmfríður H. Steinþórsdóttir,
Björg Pálsdóttir,
Guðmundur Kristinsson,
Jón Ólafur Þórðarson,
Sigrún Halldórsdóttir.