Morgunblaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
51
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir góðu stundimar sem við áttum
með honum.
Fari hann í friði.
Þórleif og Gunna
Það var mánudagsmorguninn 14.
desember síðastliðinn, ég heyri að
f útvarpinu er verið að spila lagið
„I’m tired" með Lennon, sem við
báðir höfum einstaklega mikið dá-
læti á. Síminn hringir og það er
Óli, bróðir Bjössa, að tilkynna mér
að Bjössi hafí dáið um nóttina.
Manni bregður óneitanlega við
svona fréttir og meðtekur þetta
ekki alveg strax. Ósjálfrátt fer hug-
urinn á fleygiferð og flest rifjast
upp frá byijun til enda við svona
aðstæður.
Mig langar í nokkrum línum að
rifja upp og minnast vinar míns,
Bjössa, en leiðir okkar lágu fyrst
saman haustið 1961 er ég fluttist
á Seltjamamesið og byrjaði í Mýr-
arhúsaskóla, við þá 9 ára gamlir.
Ég var ekki lengi búinn að sitja í
bekknum er ég fann út hver átti
tápið og fjörið. Þar hófst vináttan
sem hefur haldist óslitið síðan. Á
heimili Bjössa var manni alltaf tek-
ið opnum örmum og átti hann
einkar fallegt æskuheimili.
Seinna meir fór Bjössi út í mat-
reiðslunám á Hótel Loftleiðum og
ég stuttu síðar. Síðan höfum við
hvor hafíð sinn róður í öldudal
lífsins en reglulega fylgst hvor með
öðrum. Bjössa varð ekki bama auð-
ið, en í sex ár bjó hann með
sambýliskonu sinni, Sæunni, og
gekk dóttur hennar í föðurstað,
enda einstaklega bamgóður. Hin
síðari ár átti elsku Bjössi við vanda-
mál að stríða, sem hann var
ákveðinn í að takast á við einhvem
daginn. En þeir deyja ungir sem
guðimir elska, enda var Bjössi gull
að manni.
Ég votta fjölskyldu
mína.
hans samúð
Öddi
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
HANDHÆGT OG GÖIT
Sanitas
Spöfag sókp Gleðileg jól
Allt
íjóla-
matínn
Útvals hangikjöt
frá Húsavík og
Sambandinu.
Londonlamb. |
Kalkúnar.
Aligæsir.
Svínakjöt í miklu úrvali.