Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
SPARISJÓDUR HAFNARFJARDAR 85 ÁRA í DAG:
Sparisjóður Hafnarfjarðar er 85 ára
í dag, 22. desember. Var hann
stofnaður árið 1902 en saga
sparisjóðsstarfsemi í Hafnarfirði
er þó eldri eða allt frá árinu 1875
þegar Sparisjóður Alftaneshrepps tók til
starfa í bænum. Var starfsemi hans nokkur
framan af en síðasta áratuginn lítil sem
engin. Á árunum fyrir aldamót var hart í
ári hjá Hafnfirðingum eins og öðrum
landsmönnum, aflabrestur og erfiðleikar e
og bæjarbúum fór fækkandi. Með nýrri öld
rofaði aftur til og sama árið og
Sparisjóðurinn var stofnaður hófst
vélbátaútgerð á íslandi. Þremur árum síðar
urðu Haf nfirðingar f yrstir til að ríða á
vaðið með togaraútgerð og svo vill til, að
fyrsta lánveiting Sparisjóðsins var til
Jóhannesar Reykdals, þess manns, sem
ruddi brautina fyrir rafvæðingu á íslandi.
Það má því með sanni segja, að
Sparisjóðurinn hefur átt þátt í
framfaramálum Hafnfirðinga og
landsmanna allra.
Gamli barnaskólinn við Suðurgötu. Þar var haldinn stofnfundur Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar.
Stuðlað að framförum og
vaxið með viðgangi bæjarins
í drögum að „Sögu Sparisjóðs
Hafnarfjarðar", sem Lúðvík Kristj-
ánsson rithöfundur tók saman í
tilefni af 60 ára afmæli hans, talar
hann um Sparisjóðinn sem „bol-
mikla eik“ og á það ekki síður við
nú 25 árum síðar. Talnadálkamir
kunna að virðast þurr lesning við
fyrstu sýn en þegar betur er að gáð
segja þeir merka sögu. Þeir eru
eins og vog eða mælir á mannlífíð
í bænum, greina frá erfíðleikum,
sem lýsa sér í minni inn- og útlán-
um, og uppgangurinn birtist í
vaxandi umsvifum Sparisjóðsins og
allra bæjarbúa.
Hugsj ónamaðurinn Páll
Einarsson sýslumaður
Haustið 1899 var Páll Einarsson
skipaður sýslumaður í Gullbringu-
sýslu og 1908, þegar Hafnarfjörður
fékk kaupstaðarréttindi, varð hann
fyrsti bæjarfógetinn þar í bæ. Fað-
ir Páls, Einar Guðmundsson, bóndi
í Hraunum í Fljótum, hafði verið
einn helsti hvatamaður að stofnun
Sparisjóðs Siglufjarðar árið 1873,
elsta, starfandi sparisjóðs á landinu,
og hafði Páll snemma smitast af
áhuga hans og hugsjónaeldi. Hófst
hann enda handa skömmu eftir
komuna til Hafnarfjarðar og 22.
desember árið 1902 komu saman
10 kunnir menn í bænum og stofn-
uðu Sparisjóð Hafnarfjarðar. Voru
stofnendurnir auk Páls þeir Ágúst
Flygenring kaupmaður, Einar
Þorgilsson, kaupmaður og hrepps-
stjóri, Finnur Gíslason seglamakari,
Jóhannes Sigfússon kennari, Jón
Gunnarsson verslunarstjóri, Jón
Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri og Jónas Reynisson aðstoðarsparisjóðsstjóri. Séð yfir aðalafgreiðsluna
við Strandgötu.
Þórarinsson skólastjóri, Sigfús
Bergmann verslunarstjóri, Sigur-
geir Gíslason vegagerðarmaður og
Ogmundur Sigurðsson kennari.
Frá árinu 1884 hét Sparisjóður
Álftaneshrepps Sparisjóðurinn í
Hafnarfírði og má rekja nafnbreyt-
inguna til þess, að þá hafði hinum
foma Álftaneshreppi verið skipt í
Bessastaðahrepp og Garðahrepp og
fyigdi Hafnarfjörður þeim síðar-
Sparisjóður Hafnarfjarðar við Strandgötu.
nefnda. Með stofnun Sparisjóðs
Hafnarfjarðar tók hann við eignum
og skuldum Sparisjóðsins í Hafnar-
fírði og hóf þegar starfsemi en
fyrsta lánveitingin var þó ekki
ákveðin fyrr en á stjórnarfundi 4.
febrúar 1903.
Fyrsta lánið til
Jóhannesar Reykdals
Jóhannes Reykdal, sá mikli fram-
kvæmdamaður og frumkvöðull að
rafvæðingu hér á landi, fékk fyrsta
lánið hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar,
að vísu lítið, víxillán upp á 125
krónur, en síðar á árinu fékk hann
nokkuð stórt fasteignalán til að
koma á fót fyrsta trésmíðaverk-
stæði hér á landi. Er það Dvergur
hf., elsta iðnfyrirtæki í Hafnarfírði.
Jóhannes varð þó ekki fyrstur til
að fá fasteignaveðlán hjá sjóðnum,
það var í millitíðinni veitt út á hús-
ið Kirkjuveg 3.
Eins og fyrr segir hefur það ver-
ið stefna Sparisjóðsins að stuðla að
eflingu atvinnulífsins í bænum og
sýna þessi fyrstu skref hans, að
hann hefur ekki aðeins komið við
sögu merkilegra nýjunga í Hafnar-
firði, heldur einnig átt þátt í
framfaramálum, sem til heilla hafa
horft fyrir alla landsmenn.
Öll stjórnin
viðstödd
Tvö fyrstu árin, sem Sparisjóður
Hafnarfiarðar starfaði, var öll
stjómin viðstödd þá einu klukku-
stund, sem hann var opinn. Var
þessu síðar breytt þannig, að for-
stöðumaðurinn sá einn um dagleg
störf og var bæði gjaldkeri og bók-
ari. Fyrstu áratugina varðveittu
forstöðumennimir sjóðinn á heimili
sínu en árið 1929 var starfsemin
flutt í leiguhúsnæði og henni jafn-
framt tvískipt. Var Sigurgeir
Gíslason ráðinn gjaldkeri en Ólafur
Böðvarsson bókari og forstöðumað-
ur.
Fram til ársins 1935 var stjóm
Sparisjóðsins skipuð þremur mönn-
um, sem ábyrgðarmenn kusu á
aðalfundi, en þá kom til sú laga-
breyting, að stjórnin skyldi skipuð
fímm mönnum, þremur kosnum af
ábyrgðarmönnum og tveimur af
bæjarstjóm. Er hún nú þannig skip-
uð, að Matthías Á. Mathiesen
ráðherra er formaður en aðrir í
stjóm em Stefán Jónsson forstjóri,
Ámi Grétar Finnsson hæstaréttar-
lögmaður, Hörður Zóphaníasson
fræðslustjóri og Ágúst Flygenring
forstjóri. A þeim 85 árum, sem
Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur
starfað, hafa eftirtaldir menn gegnt
starfí sparisjóðsstjóra: Jóhannes
Sigfússon, Jón Gunnarsson, Guð-
mundur Helgason, Ólafur Böðvars-
son, Matthías Á. Mathiesen,
Guðmundur Guðmundsson, Guð-
mundur Hauksson og núverandi
sparisjóðsstjóri er Þór Gunnarsson.
Aðstoðarsparisjóðsstjóri er Jónas
Reynisson og útibússtjóri Þorleifur
Sigurðsson.
Starfsmenn Sparisjóðsins em nú
72 í 68 stöðugildum og má af því
sjá, að hann er með stærstu vinnu-
veitendum í Hafnarfírði.
Húsnæðiö er að
verða of lítið
Fyrstu 62 starfsár Sparisjóðsins
var hann til húsa víðs vegar um
bæinn, framan af á heimili forstöðu-
mannanna en síðan í leiguhúsnæði.
Árið 1964 komst hann loks í eigið
húsnæði, sem hann hafði látið reisa
við Strandgötuna, og var það mikil
breyting til hins betra, jafnt fyrir
starfsfólk sem viðskiptavini. Nú
horfír þó þannig, að húsið verði
fullnýtt þegar á næsta ári. Á miðju
ári 1978 fékk Sparisjóðurinn leyfí
fyrir útibúi í Norðurbænum og var
það opnað í ársbyijun 1979. Hefur
starfsemi þess aukist ár frá ári.
Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur
ávallt reynt að leggja sitt af mörk-
unum til að stuðla að auknum
spamaði og aðstoðað viðskiptavin-
ina við að ávaxta sitt pund á sem
bestan hátt. Það var m.a. með þetta
í huga, að samþykkt var á aðal-
fundi Sparisjóðsins árið 1931, að
hveiju skírðu bami í Hafnarfirði
og Garða- og Bessastaðahreppi
skyldi gefín sparisjóðsbók með nok-
kurri innstæðu. Hefur þessum sið
verið haldið síðan á starfssvæðinu
Fékk fyrstu spari-
sjóðsbókina í tannfé
„FAÐIR minn var einn af stofnendum Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar og hann gaf mér þessa bók í tannfé, fyrstu
sparisjóðsbókina, ásamt 10 króna innstæðu,“ segir Hall-
dór M. Sigurgeirsson, sonur Sigurgeirs Gíslasonar, eins
af stofnendum Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
• Halldór er jafnaldri Sparisjóðs-
ins, fæddur 27. október árið
1902, og hefur starfsemi sjóðsins
verið snar þáttur í lífi hans alla
tíð. Voru málefni hans að sjálf-
sögðu mikið rætt á æskuheimili
hans enda faðir hans ekki aðeins
stofnandi, heldur einnig starfs-
maður Sparisjóðsins um skeið,
og þá hefur Halldór sjálfur verið
einn af ábyrgðarmönnum sjóðs-
ins frá árinu 1929.
„Þegar ég byggði fékk ég lán
hjá Sparisjóðnum eins og aðrir
enda hefur sjóðurinn verið mikil
lyftistöng fyrir bæjarfélagið og
aðstoðað marga við að eignast
þak yfír höfuðið. Á þessum tíma-
mótum óska ég honum velfamað-
ar og vona, að hann megi
blómgast eins og hingað til,"
sagði Halldór M. Sigurgeirsson.