Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
Helgí Hálfdanarson:
Það skal í Tjörnina!
Þegar skoðanakönnun hefur
leitt í ljós, með þeirri vissu sem
sú aðferð rís undir, að mikill
meirihluti Reykvíkinga er
andvígur fyrirætlun borgar-
stjómarinnar að smíða stórhýsi
úti í Tjörn, mætti ætla, að hik
kæmi á ráðamenn um svo af-
drifaríkar framkvæmdir. En það
virðist öðru nær. Engu er líkara
en sú vitneskja stappi í þá stál-
inu. Þó verður enn að vona, að
þar sé ekki sem sýnist, heldur
séu þeir þess minnugir, að vald-
ið er ekki partur af gáfnafari
þerira, heldur til þeirra komið
frá okkur, sem þennan bæ
byggjum, og er í því fólgið að
framkvæma vilja meirihlutans.
Skrýtileg er sú kenning, að
vegna vandkvæða á því að
kanna almannavilja í hveiju
smámáli, sé ekki hægt að taka-
mark á honum í þetta sinn, þeg-
ar hann hefur einmitt verið
kannaður og niðurstaðan orðin
harla glögg: Almenningur, sem
fengið hefur borgarstjóminni
umboð til að framkvæma vilja
sinn, vill ekki að þetta hús sé
reist á þessum stað. Svo einfalt
er það nú.
A maður þá að trúa því, að
borgarstjómin ætli að ganga í
berhögg við vilja sinna eigin
umbjóðenda? Því er ekki að
neita, að lítinn bilbug er að finna
á þeim sem þar virðast ráða ferð-
inni. Og þá er ekki horft í
skildinginn. Tvö hundruð og
fimmtíu milljónum, fjórðungi úr
milljarði, á að kasta í það eitt
að koma nauðsynlegustu bíla-
stæðum niður í hvem kjallarann
undir öðmm, vegna þess að
hvergi er rúm fyrir þau á yfir-
borði jarðar. Telja þó ýmsir
hæpið, að sú kostnaðaráætlun
fái staðizt við þær fádæma ön-
ugu aðstæður, sem þarna eru
leitaðar uppi. Og er þá sjálft
stórhýsið eftir.
Röksemdimar fýrir þessari
sóun hafa verið að skýrast æ
meir að undanförnu. Þar ber
hæst, að ráðhús þurfi fyrir hvem
mun að vera miðsvæðis, og að
það hús, sem teiknað hefur ver-
ið, _sé fallegt.
I símaskránni er landabréf
Reykjavíkur. Þar getur hver sem
vill áttað sig á því, hversu mjög
Vonarstrætið er miðsvæðis í
bænum. Það er nú rétt eitthvað
annað en að svo sé. Gamli bær-
inn er nú þegar orðinn eitt af
afskekktustu hverfunum og
hlýtur að verða það því fremur
sem lengra líður. Hitt skiptir þó
ekki minna máli, að þar em
þrengslin fyrir löngu orðin
óbærileg, og úr þeim er engin
leið að bæta. Þeim verkefnum,
sem þessi smáskiki hefur
annazt, hefði fyrir löngu þurft
að ætla annað svæði í bænum
að vemlegu leyti. En einmitt
vegna þess, hvað Gamlibær er
að verða illa í sveit settur og
löngu úr sér genginn sem „mið-
bær“, þykir ýmsum miklu til
kostandi að halda honum enn
við efnið í lengstu lög, svo „eign-
ir“ á þeim slóðum verði enn um
sinn í ofurverði. Og í þann
skollaleik ætti ráðhús heldur en
ekki erindi.
Hæsta trompið virðist þó vera
fegurð þessa væntanlega ráð-
húss. En svo undarlega er henni
farið, að húsið þykir því aðeins
fallegt, að það standi úti í Tjöm;
og svo virðast menn ekki geta
ímyndað sér neitt ráðhús fallegt
á neinum öðmm stað! Hug-
mynda-harðlífí af þessu tagi er
venjulega kallað meinloka.
Það em annars ljótu vandræð-
in hvað báglega hefur gengið
að skilgreina hugtakið „fegurð".
Sumir segja að hún fari að
mestu, ef ekki öllu, eftir smekk
hvers og eins. Og þá er einatt
sagt, að um smekk sé ekki hægt
að deila. Hitt mun þó sönnu
nær, að það sé einmitt það eina
sem hægt sé við hann að gera.
Og víst yrði dapurlegri jarðvist-
in, ef við legðum af allar deilur
um svo kölluð smekksatriði.
Um Tjamar-ráðhúsið má
halda því fram, að þessi „súlna-
röð“ minni á grískt hof í háborg
Aþenu frá blómaskeiði fornaldar
(kannski ögn kollhúfulegri). 0g
með engu minni rétti mætti
segja, að þessi „stauraröð“
minni á síldarbryggju á Siglu-
fírði frá grútarámnum. Og má
þá einnig kalla svo, að vandmet-
ið sé, hvort þeirra tveggja
fyrirbæra sé hinu fegurra eða
virðulegra. Þar kann að vera
margs að gæta.
Það sem oft ræður úrslitum,
þegar tiltekinn hlutur er metinn
til fegurðar, er samræmi hans
við umhverfi sitt, ef ekki hefðir
einar saman. 0g það á ekki sízt
við um hús í þéttbýli. Meðal
annars vegna ósamræmis við
það sem fyrir var, fer Þjóðleik-
húsið illa á sínum fordæmda
stað við Hverfísgötuna, og stein-
báknin miklu við Lækjargötu.
Nema ætlunin sé að útrýma
smám saman öllu sem áður setti
svip á þessa staði, og aðra þar
sem farið hefur á líkan veg. Það
má vel vera, að ráðhúsið góða
færi þokkalega í grennd við
Akrópólis, eða í flæðarmálinu á
Siglufirði; og áreiðanlega mætti
finna því stað í Reykjavík, þar
sem það yrði snoturt. En í Tjörn-
inni er það óskyldur aðskotahlut-
ur og ömurlegt stílbrot á þeim
stað. Þó að gosbunan í Syðri-
Tjörn sé hlægilegt stílbrot í
nokkurnveginn náttúrlegu um-
hverfi sínu, er hún tiltölulega
meinlaus, því alltaf er hægt að
skrúfa fyrir hana og koma á
þeim friði sem þar ríkti áður.
Óðru máli gegnir um ráðhús.
Og hvort sem það er einstakl-
ingsbundinn smekkur eða fleira,
sem ræður afstöðu Reykvíkinga
til ráðhússins í Tjöminni, þá er
meirihluti þeirra sá eini dóm-
stóll sem leyfilegt er að taka
mark á í því máli. Nú liggja
fyrir rökstuddar líkur til þess,
að mikill meirihluti Reykvíkinga
sé mótfallinn þessu uppátæki.
Einhveijum ' kynni að þykja
ástæða til að leita staðfestingar
á niðurstöðu þeirrar skoðana-
könnunar, sem fram hefur farið,
og efna til allsheijar atkvæða-
greiðslu um málið. Sé það hins
vegar ekki gert, ber að taka á
henni fullt mark.
Hvers konar velsæmi væri þá
að beija í borðið og hrópa: Ráð-
húsið skal í Tjörnina! Hvernig
væri sjálfum ráðamönnum bæj-
arins trúandi til slíks? Hvers
konar lýðræði væri það, sem
þeir menn aðhylltust, ef þeir
teldu sig til þess kjöma af al-
menningi að gera það sem þeir
vita að þessi sami almenningur
vill að þeir geri ekki! Ég er
hræddur um að þeir kæmust
ekki hjá því að dæma sjálfa sig
seka um grófasta stjórnarfars-
hneyksli í sögu hins íslenzka
lýðveldis.
Við Reykvíkingar trúum því
ekki fyrr en við tökum á, að
þeir, sem fara með málefni okk-
ar í krafti lýðræðis, sýni okkur,
umbjóðendum sínum, og þá
sjálfu lýðræðinu, svo blygðunar-
lausa fyrirlitningu.
Dagatöl
Fíladelfíu
FÍLADELFÍA-forlag hefur sent
frá sér þijár gerðir dagatala
fyrir árið 1988.
„Sköpunin 1988“ er veggdagatal
með myndum úr ríki náttúrunnar.
Hveijum degi ársins fylgir ritning-
argrein og reitur fyrir minnisatriði.
„Börn 1988“ og „Litlir vinir
1988“ eru póstkortadagatöl með
barnamyndum. Þessum gerðum er
ýmist ætlað að standa á borði eða
hanga á vegg.
Ljóðabók
eftir Jón Egil
Bergþórsson
TUNGLIÐ sf. hefur gefið út nýja
ljóðabók sem nefnist Kvíðbogi
og er eftir Jón Egil Bergþórsson.
Þetta er fyrsta bók höfundar sem
er fæddur 1960 en ljóð hans hafa
birst í blöðum og tímaritum.
Kvíðbogi inniheldur 25 ljóð.
Tunglið sf. er bókafélag sem sér;
hæfir sig í útgáfu á ljóðabókum. I
júlí síðastliðnum gaf félagið út
Gægjugat eftir Gunnar Hersvein.
r
Bókabúðin Garðastræti 17
Jólaboð í Garðastræti 17
Kæri granni! vekjum athygli yðar á nýrri
bókabúð - á gömlum grunni - sem hefur
opnað í Garðastræti 17.
Höfum á boðstólum allar bækur síðari ára, auk
jólabókanna í ár. Við gleymum ekki
börnunum, og við eigum til mikið úrval bóka
handa börnum á öllum aldri.
En við seljum ekki bara bækur, líka kerti og spil
og mandlan í grautnum er auðvitað kaffihúsið
í búðinni, en við höfum kosið að nefna það
Skáldatíma. Þaher boðið upp á expressokaffi,
cafe latte, capuccino, uppáhaldsköku
skáldsins og fleira og fleira, auk tímarita og
dagblaða...
Velkomið að borga með Visa frænda og
Eurokorti.
Sparið fé og kynnist rólegri búð með bækur í
Garðastræti 17, sími 621045
Heimsendingarþjónusta... en í góða bókabúð
liggjagagnvegir...
Bókabúðin Garðastræti 17
Er númerið á bœklingi vinningshafa ÍSAFOLDAR. Handhafi þess bceklings
hlýtur vikuferð fyrir tvo til Vínarborgar ásamt aðgöngumiðum að hinum
þekktu nýárstónleikum, allt með ferðaskrifstofunni FARANDA.
Handhafi bœklingsins er beðinn um að hafa samband við skrifstofu ÍSAFOLDAR
í síma 17165 í síðasta lagi mánudaginn 28. desember n.k„
því ferðin hefst miðvikudaginn 30. desember,
1877 ÍSAFOLD 1987