Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
21
Verð léttari í sporiþegar
ég rifja upp björgunina
- segir Ásgeir á Látrum
ÁSGEIR Erlendsson hefur verið vitavörður og veðurathugunar-
maður á Látrum í 39 ár, og hann er einn þeirra sem sigu niður
á Flaugarnef í Látrabjargi til að bjarga skipbrotsmönnunum af
Dhoon. Morgimbiaðsmönnum fannst bera vel í veiði að spjalla við
Ásgeir á bjargbrúninni þaðan sem hann seig niður á sínum tíma.
Ásgeir var nýkominn í höfn á færðar matur, vettlingar, sokkar,
Patreksfírði þegar hann heyrði og fleira sem til var tínt, niður á
um slysið og lagði strax af stað Fláugamef. „Þegar við komum
ásamt fjórum félögum sinum með þama er byijað að draga Bretana
búnað og vistir út á Látrabjarg upp af Flaugamefínu, en þeir
og vom þeir komnir þangað níu vom sjö sem sváfu þar um nótt-
tímum síðar. Það var erfítt að ina. Það tók langan tíma, því þeir
finna staðinn þar sem björgunar- kunnu ekkert að fóta sig og dró-
menn höfðu farið niður í náttmyr- gust með gijótklettunum, og
krinu, en þegar þar var komið var mölin fór niður á bak á þeim.
björgunar- og skipbrotsmönnum Maður sá þetta þegar maður fór
Morgunblaðið/Þorkell
Ásgeir Erlendsson við uppgöngustaðinn á Látrabjargi: Hálf-
gleymdir atburðir lifna við í minningunni þegar horft er yfir
staðinn þar sem atburðimir fyrir 40 árum gerðust.
að baða þá þegar heim kom, þeir
vom settir í bala með volgu vatni,
þeir vom eins og böm.“
Síðan fóm Ásgeir og Ami
Helgason niður á Flaugamef til
að aðstoða við_ að draga þá fímm
Breta og þrjá íslendinga sem eft-
ir vom niðri í fjörunni. „Þá komst
ég í samband við mína félaga og
vini og gat farið að hjálpa þeim,
og þá breyttist skapið og öll hugs-
un því maður var í svo mikilli
óvissu á meðan maður var ekki
virkur þátttakandi - þá datt manni
allt í hug.“
Hvemig líður Ásgeiri í dag, 40
ámm síðar á þessum stað? „Það
riijast allt upp og maður verður
kannski svolítið léttari í spori en
þegar maður er heima við við sín
vanalegu störf. Maður sér þetta
í anda allt saman." En er nokkuð
eftir sem minnir á slysið og björg-
unina? „Já, ég var að kíkja þama
áðan á staðinn þar sem tjaldið var
sett þegar Bretamir komu fyrst
upp á bjargbrúnina þar sem þeim
var gefin hressing. Þar fann ég
brotinn háls af vínflösku í mosan-
um, og eins steina sem við sóttum
í urðir og notuðum sem þolla á
tjöldunum.“
Hveiju þakkar Ásgeir að björg-
unin tókst svo giftusamlega sem
raun ber vitni? „Ég þakka það
því, að þegar hugur fólksins,
bæði hér og í fjarlægð stefna á
sama punkt, þá getur gerst eitt-
hvað sem við ekki skiljum, eitt-
hvað yfímáttúralegt, sem gengur
undir nafninu kraftaverk. Eg álít
að það hafi gerst við þessa björg-
.un hér í Látrabjargi.“
_ Morgunbiaðia/J6n H. Sigurmundsson
Olfuskórinn verður f Betlehem á aðfangadag og syngur þar við
Fæðingarkirkju Krists.
Ölfuskórinn syng-
ur í Betlehem
Þorlákshðfn.
ÖLFU SKÓRINN leggur land
undir fót nú um hátíðimar og
heldur til landsins helga, ísrael,
og syngur við Fæðingarkirkju
Krists á aðfangadag og í Jerúsal-
em á jóladag.
Undanfarin ár hafa kórar frá
íslandi farið til ísrael um jólin og
sungið við Fæðingarkirkju Krists
ásamt fjölda annarra kóra sem
koma víða að úr heiminum. Þessari
athöfn er sjónvarpað beint víða um
heim.
Að þessu sinni er það Ölfuskór-
inn, sem samanstendur af kirkju-
kóram Hveragerðis og Þorláks-
hafnar, sem þiggur boð
borgarstjóra Jerúsalemborgar.
Söngstjóri kórsins er Róbert
Darling, undirleikari er Ari Agnars-
son og einsöngvarar era Ingveldur
Hjaltested og Soffía Halldórsdóttir.
Auk þess að syngja í Betlehem
syngur kórinn í Þjóðleikhúsi Jerúsa-
lemborgar, einnig verður íslensk
messa þar sem kórinn syngur og
sr. Tómas Guðmundsson predikar.
Fararstjóri í þessari ferð er Guðni
Þórðarson, sem er þarna öllum
hnútum kunnugur, því þetta er
hans sautjánda ferð til landsins
helRa- - J.H.S.
Logandijóla-
skreyting
ELDUR kom upp í verslun Bif-
reiða og Landbúnaðarvéla við
Suðurlandsbraut á laugardags-
kvöld. Þar hafði gleymst að
slökkva á kerti þegar starfsmenn
héldu heim á leið að loknum
vinnudegi.
Kertið brann niður og eldurinn
læsti sig í jólaskreytingu. Vegfar-
andi varð var við eldinn og gerði
viðvart. Ekki urðu miklar skemmdir
af. Nú þegar stutt er til jóla er full
ástæða til að minna fólk á að fara
varlega með eld og gæta þess að
reykskynjarar séu í lagi.
Horfdu é eina
oataktuupplwna
Tvær sjónvarpsstöövar eru barnaleikur
fyrír Philips HQ-VR 6542 myndbandstækiö
tæki sem svarar kröfum nútímans.
• Þráðlaus fjarstýring
• Sjálvirkur stöðva leitari
• 16stöðva forval
• Upptökuminni í 14 daga
fyrir 4 skráningar
• Skyndiupptaka óháð
upptökuminni
• Myndleitari i báðar áttir
• Frysting á ramma
• Og ótat fleiri möguleikar
sem aðeins Philips kann tökin á ^
• Verðið kemur þér á óvart.
Opiðídag:
Sætúni 8kl. 10-13
Kringlunnikl. 10-16
Heimilistæki hf
Íaf'SLt, 3 - KRINGLUNNI - SIETUN. 8 - S,M. 89 15 08