Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
Dramatísk lok Heimsmeist-
araeinvígisins í skák í Sevilla:
„Þeir eru ogf
verða bestir“
Friðrik Ólafsson:
Kasparov er verð-
ugur heimsmeistaxi
Sevilla, Reuter.
ANATÓLÍ Karpov kinkaði
kolli, stöðvaði klukkuna og
rétti fram hönd sína tíl merkis
um uppgjöf. Hinum tuttugu og
fjögurra ára gamla Garrí Ka-
sparov hafði á ævintýralegan
hátt tekist að verja heims-
meistaratitilinn. Tíu vikna
taugastríði á milli tveggja
fremstu skákmanna heims var
lokið.
Fyrir einvígið í Sevilla á Spáni
var heimsmeistarinn Kasparov
kokhraustur og gerði lítið úr
möguleikum áskorandans
Karpovs sem er 36 ára gamall.
Annað kom þó á daginn og flestir
voru búnir að afskrifa heimsmeist-
arann eftir tapið í 23. skákinni.
Aldrei hafði það gerst í sögu
heimsmeistaraeinvígja í skák að
öðrum keppandanum tækist að
snúa stöðunni í einvíginu sér í vil
í síðustu skákinni. En Kasparov
hafði sagt fyrir um að blóði yrði
úthellt undir lok einvígisins og
hvernig er betur hægt að lýsa
lokasennunni í Sevilla. Tvær
síðustu skákirnar eiga fáa sína
líka í heimsmeistaraeivígi hvað
varðar spennu og taugatitring.
Andrúmsloftið var rafmagnað
þegar keppendur stigu á sviðið í
Lope de Vega leikhúsinu á laugar-
daginn til að ljúka 24. skákinni
sem farið hafði í bið daginn áður.
Karpov var fagnað ákaflega enda
er hann mjög vinsæll á Spáni.
Hann hafði lést um þijú kíló á
tíu vikum sem er þó lítið miðað
við fyrri einvígi kappanna en þá
hefur hinn holdgranni Karpov
mátt sjá á bak allt að tíu kílóum.
Kasparov hefur heldur ekki farið
varhluta af álaginu. Sumir þykjast
sjá gráum hárbrúskum bregða
fyrir í dökku hárinu.
Áhorfendur sem ekki þoldu
spennuna í skáksal gátu brugðið
sér fram þar sem við blasti iðandi
kös af leikmönnum og stórmeist-
urum sem grúfðu sigyfir taflmenn
og spáðu f stöðuna. Öðru hveiju
mátti heyra undrunar- og fagnað-
aróp þegar snilldarleikir bárust
út úr skáksalnum. Andrew Page
umboðsmaður Kasparovs játar að
hann hafí verið orðinn áhyggju-
fullur en biðstaðan er vænleg og
því segir hann nú: „Þetta er hinn
raunverulegi Garrí eins og ég
þekki hann og eins og ég hef beð-
ið eftir að sjá hann."
Kasparov hafði fundið sig á ný.
Með hnitmiðuðum leikjum þjarm-
aði hann að Karpov og knúði til
uppgjafar. Flestir höfðu verið á
éinu máli um að biðstaðan biði
Reuter
Kasparov heimsmeistari skýrir
út fyrir fréttamönnum hvernig
hann fór að því að halda titlinum
í einvíginu við Karpov.
upp á vinningsmöguleika en að
dauðastríð Karpovs tæki svo
skjótt endi, á því átti enginn von:
„Eg trúi þessu ekki,“ sagði Raym-
ond Keene, enski stórmeistarinn
sem jafnan lætur ljós sitt skína
við slík tækifæri.
Gífurleg fagnaðarlæti brutust
út í leikhúsinu. En skákmennimir
tveir sýndu drengskap í verki og
sátu sem fastast og fóru yfír skák-
ina, og veltu vöngum yfír hvar
brestir hefðu verið í taflmenns-
kunni. Eftir nokkrar mínútur gat
Garrí ekki stilit sig heldur hljóp á
fætur og faðmaði aðstoðarmann
sinn að sér. Stórbrotnu einvígi
tveggja skákjöfra var lokið með
jafntefli 12-12. Innbyrðis hafa
þeir teflt 120 skákir og Kasparov
heldur naumri forystu, 60-59.
Eduard Gufeld, sovéskur stór-
meistari, spáir því að þessir tveir
muni eigast við árið 1990 í næsta
heimsmeistaraeinvígi: „Þeir eru
bestir og munu verða bestir um
ófyrirsjáanlega framtíð.“
„ÞESSI viðureign Karpovs og
Kasparovs sýnir best hversu
jafnir þeir eru að styrkleika,
þótt Kasparov hafi sannað það
undir lokin að hann er verðugur
heimsmeistari ,“ sagði Friðrik
Ólafsson, stórmeistari og fyrrum
forseti FIDE, um nýafstaðið
heimsmeistaraeingvígi í skák.
Friðrik kvaðst þó vera þeirrar
skoðunar báðir hefðu þeir oft
teflt betur en í þessu einvígi.
„Sérstaklega fannst mér Ka-
sparov eiga í erfíðleikum á tímabili
og það var eins og hann næði ekki
almennilega tökum á þessu einvígi.
„FRAMAN af var ég þeirrar
skoðunar að það yrði hollt heims-
meistaranum unga að tapa þessu
einvígi og var orðinn sannfærður
um að það myndi gerast, en Ka-
sparov sýndi fádæma hörku í
lokin og er þvi vel að því kominn
að halda titlinum áfram,“ sagði
Einar S. Einarsson, fyrrum for-
seti Skásambands íslands, um
úrslit heimsmeistaraeinvígisins í
skák, en Einar var viðstaddur
18. einvígisskákina.
„Mér fannst Kasparov vera far-
inn að sýna fullmikið kæruleysi og
Hins vegar var greinilegt að Karpov
kom mun betur undirbúinn til leiks
og tefldi af meiri einbeitni lengst
af. Kasparov hefur að undanfömu
dreift kröftum sínum meira, til
dæmis hefur hann mikið unnið fyr-
ir samtök stórmeistara og staðið í
þvargi við Campomanes, forseta
FIDE. Hann var því ekki eins þétt-
ur fyrir og Karpov þegar þeir mættu
til leiks, en hann hafði það samt í
lokin. Það sýndi og sannaði að hann
er verðugur titilsins, bæði hvað
hann er taugasterkur og hvemig
hann stóð að málum í síðustu skák-
inni,“ sagði Friðrik Ólafsson.
jafnvel stænlæti á stundum og þess
vegna hefði það verið honum hollt
að tapa,“ sagði Einar ennfremur.
„En út af fyrir sig er ég mjög á-
nægður með útkomuna eftir allt
saman. Varðandi stöðuna innan
FIDE, þar sem Karpov er fylgis-
maður Campomanesar, en Ka-
sparov hins vegar svarinn
andstæðingur hans og þessarar
stjómarklíku sem nú ræður þar
ríkjum, þá em þessi úrslit góð fyrir
Vesturlönd. Annars var þetta mjög
spennandi og athyglisverð viður-
eign í alla staði, “ sagði Einar S.
Einarsson.
Einar S. Einarsson:
Spennandi og athygl-
isverð viðureign
Kasparov vann sannfær-
andi signr í biðskákinni
Skék
Margeir Pétursson
GARY Kasparov, heimsmeist-
ari í skák, hristi af sér slenið
á síðustu stundu heimsmeist-
araeinvígisins í Sevilla. Eftir
tap í næstsíðustu skákinni varð
Kasparov að vinna til að halda
titlinum og það tókst honum
eftir langa og stranga biðskák.
Þegar skákin fór í bið á föstu-
dagskvöldið átti Karpov mjög
erfiða vörn fyrir höndum með
peð undir. Þar sem fremur lítið
lið var eftir á borðinu voru
margir sem földu að hann gæti
haldið jafntefli með ýtrustu
gætni. Framhaldsins á laugar-
daginn var beðið með gífurleg-
um spenningi viða um heim, en
niðurstaðan varð sú að heims-
meistarinn reyndist standa
undir nafni. í höndum hans
virtist biðskákin einföld og
hann knúði fram sigur á glæsi-
legan hátt.
Karpov þurfti að taka margar
erfíðar ákvarðanir þegar biðskák-
in var tefld áfram á laugardaginn.
Hann ákvað að stilla peðum sinum
upp á g6 og h5, þar sem þau
hindruðu hvít í að auka yfírburði
sína í rými, en gallinn var sá að
þau voru ákjósanlegt skotmarlc
fyrir hvíta biskupinn. Lengi virtist
engan snöggan blett á stöðu
svarts að sjá, en það reyndist
honum dýrkeypt að mega ekki
skipta upp á drottningum.
Með því að bjóða slík uppskipti
í 56. leik náði Kasparov sjöundu
reitaröðinni á sitt vald og eftir
næsta leik hans voru úrsiitin ráð-
in. Karpov lenti í leikþröng og gat
þá pkki lengur hindrað að hvíti
biskupinn káemist alla leið til e8
og varð að gefast upp eftir 64
leiki. Það má því segja að Ka-
sparov hafí unnið þessa skák með
sókn að svarta kónginum í enda-
tafli.
Leikþröngin þýddi það að þótt
staða Karpovs væri í lagi, voru
allir menn hans rígbundnir í vöm-
inni og hver einasti leikur sem
hann átti völ á lét af hendi mikil-
vægan reit. Ef sá möguleiki væri
fyrir hendi að segja „pass“ í skák
þá væri Karpov líklega heims-
meistari núna.
Það er ekki auðvelt að svara
þeirri spumingu hvort staða
Karpovs hafi verið töpuð þegar
skákin fór í bið á föstudagskvöld-
ið. Það er hægt að benda á aðrar
leiðir fíl vamar, bæði má gagn-
rýna peðauppstillinguná g6 og h5
og einnig stinga upp á öðrum
leikjum fyrir svart síðar. Bezti
reiturinn fyrir drottningu hans var
greinilega e7-reiturinn, en Karpov
lét hann af hendi í 47. leik og
eftir næsta leik Kasparovs átti
hann ekki möguleika á að ná hon-
um til baka.
En hvert svo sem fræðilegt mat
kann að verða lagt á stöðuna eft-
ir margra mánaða rannsóknir
sýndi Kasparov að hann er fær
um að skapa svo erfíð vandamál
fyrir svart í stöðunni að eitthvað
hlaut undan að láta.
Svart: Anatoly Karpov
Hvítt: Gary Kasparov
42. Kg2
Biðleikur Kasparovs.
42. - g6 43. Da5 - Dg7 44.
Dc5 - Df7 45. h4 - h5 46. Dc6
- De7 47. Bd3 - Df7?!
Það er engin spuming að svart-
ur átti ekki að láta e7-reitinn af
hendi.
48. Dd6! - Kg7 49. e4 - Kg8
50. Bc4 — Kg7 51. De5+ - Kg8
52. Dd6 - Kg7 53. Bb5 - Kg8
54. Bc6 - Da7 55. Db4!
Ókosturinn við 47. leik svarts
er nú kominn í ljós. Kasparov blæs
til atlögu við beztu hugsanlegu
skilyrði. Hvíta staðan er vafalaust
unnin nú þegar. 55. — Dc7 56.
Db7 - Dd8
Ef svartur skiptir upp á drottn-
ingum er pað aðeins tímaspursmál
hvenær hvítur innbyrðir vinning-
inn, því vel staðsett peð hans og
hvítreita biskup taka svo marga
reiti frá svarta riddaranum. T.d.
56. - Dxb7 57. Bxb7 - Rd7
(Eða 57. - e5 58. Bc8!) 58. f4 -
Rc5 59. Bc6 - Rb3 60. Kf2 -
Rd4 61. Ba4! og vinnur.
57. e5!
Svartur er nú í leikþröng og
getur ekki bæði haldið valdi á
reitunum e8 og f7 með góðu
móti, en aðgangur að þeim er lyk-
illinn að sigri hvíts. Eftir 57. —
Rh7 58. Dd7 lendir hann t.d. í
vonlausu endatafli. Karpov hugs-
aði sig nú um í fjörutíu mínútur,
án árangurs. Á meðan rann upp
ljós fyrir áhorfendum, hvíta stað-
an er unnin.
57. - Da5
Eða 57. - Dd3 58. Be8 - Df5
og nú er 59. Df3! einfaldast.
58. Be8 - Dc5 59. Df7+ - Kh8
60. Ba4! - Dd5+ 61. Kh2 -
Dc5 62. Bb3! - Dc8 63. Bdl -
Dc5 64. Kg2
í þessarí stöðu gafst Karpov
upp, enda er hann gjörsamlega
bjargarlaus í stöðunni. Eftir t.d.
64. - Dd5+ 65. Bf3 - Dc5 66.
Be4 er hann eina ferðina enn í
leikþröng og peðin á g6 og h5
falla.