Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
fU*V0l Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjöm Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Tímaþröng á þingi
Líkur standa til þess að Al-
þingi starfí á milli jóla og
nýjárs. Það hefur ekki skeð
síðan 1958. Þá baðst vinstri
stóm Hermanns Jónassonar
lausnar í desembermánuði, að
Qárlögum óafgreiddum. Ástæð-
an var ágreiningur við verka-
lýðshreyfínguna um frestun
verðbóta á laun, sem var liður
í ráðgerðum eftiahagsaðgerð-
um og verðbólguvömum stjóm-
valda. Við tók minnihlutastjóm
Emils Jónssonar. Hún var und-
anfari viðreisnarstjómarinnar,
sem þrír formenn Sjálfstæðis-
flokks leiddu, hver eftir annan.
Sú stjóm var bæði langlíf og
farsæl. Verðbólga var að með-
altali innan við tíu prósent á
ári — á ellefu ára starfsferli
hennar.
Líkur standa jafnframt til
þess að Alþingi hefji störf ein-
hvem fyrstu daga hins nýja
árs, jafnvel 4. janúar, en oft
hefixr starfshlé þingsins yfír jól
og áramót staðið fram yfír miðj-
an mánuðinn. Ástæða þess að
Alþingi breytir starfsháttum að
þessu leyti er sú, að mörg og
viðamikil mál hafa safnast sam-
an til afgreiðslu á síðustu
þingvikum. Það hefur að vísu
áður skeð en ekki í jafn ríkum
mæli sem nú.
Enginn vafí er á því að nýjar
þingskapareglur, sem þetta
þing starfar eftir, skapa skil-
yrði til bættra þingstarfa. Þær
hafa þó ekki dugað til þess að
starfshættir þingsins, það sem
af er vetri, geti talizt eftir-
breytni verðir. Orsökin er
margþætt. í fyrsta lagi er nauð-
synlegt að stjómarfrumvörp,
sem fá eiga afgreiðslu fyrir
áramót, séu lögð fram fyrr á
starfstíma þingsins en raun
varð á nú. Spuming er jaftivel,
hvort ekki þurfí að binda í
starfsreglur Alþingis að fmm-
vörp, sem fá eiga afgreiðslu
fyrir áramót, skuli lögð fram
fyrir einhvem tilskilinn tíma,
til dæmis 20. nóvember. Stjóm-
arfmmvörpum má og dreifa
jafnar á starfstíma Alþingis, til
að nýta hann betur — sem og
þingdeildir. Mergurinn málsins
er þó sá að ná sæmilegri sátt
milli stjómar og stjómarand-
stöðu um vinnulag þingsins á
mestu álagstímum þess. Það
hefur jafnan tekizt, þótt dýpra
virðist á slíku samkomulagi nú
en áður. Hvað veldur skal ósagt
látið, en Qölgun þingflokka auð-
veldar ekki sátt af þessu tagi.
Það er á hinn bóginn hvorki í
anda lýðræðis né þingræðis að
stjómarandstaða tefji eða tor-
veldi meirihluta löggjafarsam-
komunnar — með málþófí —
að koma fram málum sínum.
Stjómarandstaða verður hins-
vegar að fá eðlilegan tíma til
að tíunda sín sjónarmið.
Meðal stórra mála, sem þetta
þing hefur fjallað um, era hús-
næðislánakerfíð og fiskveiði-
stefnan, auk fjárlaga og
lánsfjárlaga. Óvenju mörg og
mikilvæg frumvörp tengjast
síðan flárlagaframvarpinu,
enda má segja að tekjukerfí
ríkisins sé nánast stokkað upp,
samhliða því að stefnt er að
breyttri verkaskiptingu ríkis og
syeitarfélaga. Staðgreiðsla
skatta hefst eftir fáeina daga,
í endað „skattlaust ár“. Og þær
söluskattsbreytingar, sem
stefnt er að, era skref í átt að
virðisaukaskatti. Slíkur skattur
hefur verið tekinn upp í flestum
viðskiptalöndum okkar. Líkur
standa til að hann verði lögtek-
inn fyrir næsta ár.
Tilgangur uppstokkunar
tekjukerfis ríkisins er marg-
þættur. Skattakerfið er einfal-
dað. Eftiriit með réttum
skattskilum er auðveldað. Inn-
flutningsgjöldum breytt til að
færa þá verzlun frekar inn í
landið, sem landsmenn hafa í
stríðum straumum sótt til út-
landa. Þar fylgir hinsvegar
böggull skammrifí, er undan-
þágum söluskatts er fækkað.
Tiltekin matvæli hækka í verði.
Ríkisstjómin staðhæfír að sú
hækkun sé bætt eftir öðram
leiðum. Stjómarandstaðan talar
hinsvegar um „matarskatt",
sem gangi þvert á meint sósíal-
demókratísk viðhorf.
Fjárlagadæmið skarast síðan
við þann efnahagsvanda sem
við blasir um áramót: nauðsyn
þess að draga saman þorskafla,
versnandi viðskiptalg'ör (m.a.
vegna slæmrar stöðu Banda-
ríkjadals), minnkandi hagvöxt,
vaxandi viðskiptahalla, efa-
semdir um úthald fastgengis-
stefnunnar — og ýmiss konar
verðbólguteikn. Fjárlagadæmið
skarast ekki síður við þá kjara-
sátt, sem aðilar vinnumarkað-
arins verða að ná saman um
undir hækkandi sól hins nýja
árs. Sameinuð stendur þjóðin
af sér vandamálin. Sundrað
uppsker hún vorið frá 1983.
MÁLARIBLÓ
OG BIRTUSK
Á Austurvelli um eða eftir 1920. Yst til vinstri stendur Valtýr Stefánsi
Stefánsson, Kristín Jónsdóttir og Muggur (sitjandi).
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fyrir fjórum árum gaf bókaút-
gáfan Þjóðsaga út veglega lista-
verkabók um Þorvald Skúlason,
sem er ein hin glæsilegasta slíkra
bóka, er litið hafa dagsins ljós hér-
lendis. Bókina hannaði útgefand-
inn, hinn annálaði smekkmaður,
Hafsteinn Guðmundsson, en Bjöm
Th. Bjömsson, listsagnfræðingur,
var höfundur umfangsmikils texta
í 32 köflum, þar sem hann þræddi
lífs- og listferil Þorvaldar.
Nýlega kom svo önnur bók út frá
þessu forlagi og er hún um Kristínu
Jónsdóttur frá Amamesi við Eyja-
fjörð, sem var fyrst íslenzkra
kvenna til að gera málaralistina að
ævistarfi — var hér aðeins á undan
Júlíönu Sveinsdóttur. Aðalsteinn
Ingólfsson, listsagnfræðingur, hef-
ur ritað texta bókarinnar og þræðir
mjög í fótspor starfsbróður síns um
tíð kaflaskipti, en þeir em þó held-
ur færri eða 26 talsins.
— Það sætir jafnan miklum
tíðindum, er jafn veglegar lista-
verkabækur koma á markaðinn og
auðga þær bókmenntir, sem fyrir
em, um íslenzka myndlist. Lengi
var ekki um auðugan garð að gresja
á því sviði, og enn em margar
gloppur og ótrúlega njargt ógert
varðandi hlutlausa miðlun upplýs-
inga um einstaka listamenn svo og
þróunina almennt. Og eins og Aðal-
steinn Ingólfsson áréttar réttilega
í viðtali hér í blaðinu, „þá veit marg-
ur grátlega lítið um ýmsa burðarása
í íslenzkri listasögu."
Ekkert mjmdlistarmannatal er til
né hlutlaus yfírsýn yfír þróunina
og einkum frá stríðslokum fram á
daginn í dag, og í raun býður heil-
mikið rannsóknarefni íslenzkra
sagnfræðinga á myndlistarsviði —
hins vegar er sýnu meira til um
hlutdræga miðlun og umfjöllun. Á
þetta hljóta ungir sagnfræðingar
að reka sig illilega, þegar þeim er
falin samantekt bóka um löngu
gengna myndlistarmenn.
Einnig telst það hárrétt hjá Aðal-
steini, „að bækur sem slíkar þurfi
mikillar undirbúningsvinnu við, sem
útgefendur eru yfírleitt tregir til
að greiða fyrir". Hið sfðasttalda er
mjög eðlilegt, því að ef vel ætti að
vera, eru 1—2 ár minnsti hugsan-
legi tími til rannsókna og gagnaöfl-
unar, áður en hafíst er handa um
endanlega samantekt hinna meiri-
háttar listaverkabóka, er marka
spor í listasöguna, og þá einkum,
ef byggt er frá grunni vegna ónógr-
ar þekkingar.
Kristfn Jónsdóttir er vel að þeim
heiðri komin, að bók sé gefín út
um æviverk hennar, því að hún var
ekki einasta merkur málari heldur
mikill áhrifavaldur í íslenzkri lista-
pólitík. Áhrifavaldur, sem tók
einarðlega afstöðu með umdeildum
vaxtarsprotum f íslenzkri myndlist,
þótt það kostaði hana ónáð og fá-
læti ýmissa samtíðarmanna hennar
í listinni. Hún hafði aðstöðu til að
hafa drjúg áhrif bæði sem virt lista-
kona og svo vegna þess að eigin-
maður hennar, Valtýr Stefánsson,
var ritstjóri stærsta dagblaðs þjóð-
arinnar og lét sér annt um að halda
í gangi menningarmálaumræðu á
síðum þess.
Það gustaði af þeim hjónum á
fslenzkum þjóðmála- og menningar-
vettvangi um áratuga skeið, og er
það talandi tákn um víðsýni þeirra,
að húsið á Laufásveginum, þar sem
þau bjuggu alla tíð, var opið lista-
mönnum án tillits til stjómmála-
skoðana og réð þar manngildi
viðkomandi öllu öðru fremur.
Ég var lengi vel undir sömu sök-
ina seldur og fleiri varðandi ónóga,
þekkingu á umfangi listar Kristínar
Jónsdóttur, sem þó var eðlilegt svo
sem fram kemur í eftirfarandi
línum, er ég reit í tilefni af yfírlits-
sýningu á verkum hennar á Kjar-
valsstöðum á Listahátíð árið 1980:
„Greinarhöfundur taldi sig þekkja
harla vel til brautryðjenda og þró-
unar íslenzks landslagsmálverks og
myndlistar yfirhöfuð allt þar til
hann leit þá sýningu á verkum
Kristínar Jónsdóttur
(1888—1959), er sett hefur verið
upp á Kjarvalsstöðum í tilefni af
Listahátíð 1980. Einhvers staðar
stendur skrifað „það er mannlegt
að skjátlast“ og í þessu tilviki tek
ég meintri yfírsjón minni með gleði,
því að það er sannarlega ánægju-
legur viðauki við íslenzka mynd-
hefð, er við blasir. Vitaskuld var
mér fullljóst, að Kristín væri ágæt-
ur málari, en var þó ekki alveg viss
um stöðu hennar og styrk innan
íslenzkrar myndlistar. Þess ber þó
að gæta, að það er ekki mikið að
vöxtum, sem sést hefur opinberlega
af verkum listakonunnar á undan-
fömum áratugum. Sérsýning
hennar í Listamannaskálanum
1952 sá ég ekki, enda var ég þá á
Spáni í námsferðalagi, og sýning á
síðustu verkum Kristínar í Bogasal
1962 gaf eðlilega ekki neina heild-
armynd af lífsverki hennar. —
Engin bók hefur ennþá verið gefín
út um list og lífsferil Kristínar Jóns-
dóttur, og er hér enn eitt dæmið
um vanrækslu þjóðárinnar við að
kynna list sinna mestu afreks-
manna á sviði myndmennta —
hingað til hefur allt slíkt framtak
verið í höndum hugumstórra ein-
staklinga, svo sem allir vita, er til
þekkja. Auðvitað þekkja flestir
listamenn til Kristínar Jónsdóttur
sem málara, mikil ósköp, en það
er nú fyrst við skoðun umræddrar
sýningar, að það rennur upp fyrir
mörgum, af hvaða stærð hún var í
list sinni og það hefði að ósekju
mátt ske fyrr."
Mér þótti þetta upphaf umfjöllun-
ar minnar um yfirlitssýninguna
falla vel að umsögn um bók þá, sem
loks er komin út um þessa ágætu
listakonu, því að hún undirstrikar
vel, hvílíkur hvalreki bókin er fyrir
alla þá, sem vilja fræðast um
íslenzka myndlistarsögu. Og um
leið staðfestir hún þá fullyrðingu,
að framtakið sé enn í höndum hug-
umstórra einstaklinga, hvað það
snertir að uppfræða þjóðina um þá
menn og konur, sem við getum
þakkað okkar fjölþætta mjmdlistar-
arf. — Kristín Jónsdóttir hlaut hina
ágætustu menntun í mjmdlist í
Kaupmannahöfn, fyrst í undirbún-
ingsskóla en síðan I listaháskólan-
um við Kóngsins Nýjatorg. Dvaldi
svo um árabil í borginni við sundið
og forframaðist í listinni, áður en
hún sneri alfarið heim til búsetu.
Það var mikið að gerast í Dan-
mörkú og á Norðurlöndum á
mjmdlistarsviðinu á þessum árum,
ekki síður en sunnar í Evrópu.
Frægð Norðmannsins Edvards
Munch reis hátt, málara djúphygli
og innsærrar skynjunar — danski
Skagen-málarinn, Peter Severin
Kröyer, hafði látist árið 1909 (sem
var sama árið og Kristín hóf list-
nám) aðeins 58 ára að aldri — hann
var málari lífsfögnuðar, birtu og
ljóss. Vilhelm Hammershöi, málari
hinna kyrrlátu stemmninga og
mettuðu gráu tónskala, var frægur
um alla Evrópu, en lést þunglyndur
og vonsvikinn í Kaupmannahöfn
1916.
Þetta þrístimi, sem átti svo fátt
sameiginlegt, hefur einmitt hin
síðari ár vakið mikla athygli á sýn-