Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
41
Sjávarútvegsnefnd efri defldar
fjórskipt í afstöðu til kvótans
KVÓTAFRUMVARPIÐ kom til
annarrar umræðu i efri deild
Alþingis í gær. Sjávarútvegs-
nefnd deildarinnar er fjórskipt
í þessu máli en meirihlutinn
leggur til að frumvarpið verði
samþykkt ásamt nokkrum
breytingartillögum. Umræður
stóðu lengi frameftir og var
ætlunin að afgreiða málið til
neðri deildar.
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rvk) mælti fyrir áliti meirihluta
sjávarútvegsnefndar efri deildar.
Meirihiutinn leggur fram nokkrar
breytingartillögur við frumvarpið
m.a. að gildistími laganna verði
þijú ár í stað fjögurra. Þá er gert
ráð fyrir að úr 5. gr. frumvarpsins
verði felld ákvæði um sérstakt 10%
álag á afla sem fluttur er óunninn
á erlendan markað hafi hann ekki
verið veginn hér á landi. Varðandi
smábáta er lagt til að bátar undir
10 brl., sem stunda línu og hand-
færaveiðar, þurfi eingöngu að sæta
tímabundnum veiðibönnum eins ög
verið hefur. í frumvarpinu er hins
vegar gert ráð fyrir að allir bátar
6 brl. og stærri fái sérstök veiði-
leyfí með aflahámarki en sú breyt-
ing er í samræmi við samþykktir
46. fískiþings
Meirihlutinn telur að sem mestur
jöfnuður eigi að ríkja varðandi með-
alaflahámörk sóknarskipa og er
ráðgert að setja í fyrsta skipti með-
alaflahámark á karfaafla togara. í
því sambandi sé nauðsynlegt að
taka tillit til þess að útgerðarkostn-
aður í hlutfalli við aflaverðmæti
verði meira við karfaveiðar en við
þorskveiðar. Telur meirihlutinn því
eðlilegt að karfaaflahámörk verði
hækkuð nokkuð frá því sem lagt
er til í drögum að reglugerðir um
stjóm botnfískveiða árið 1988.
Meirihlutinn leggur ljka til að þeim
togurum sem velja sóknarmark með
meðalaflamarki verði heimilt að
veiða karfa í stað þorsks innan sam-
anlagðra aflahámarka beggja
tegundanna.
Guðmundur H. Garðarsson sagði
staðreynd málsins vera þá að geng-
ið væri of nærri auðlindunum.
Sóknin væri of hörð og veiðin of
mikil. Niðurstaðan hefði því verið
sú að takmarka þyrfti veiðar þar
sem nauðsjmlegt væri að beygja sig
fyrir staðreyndum fískifræðinga.
Unnið hefði verið að þessu máli
í fleiri mánuði og væru flest allir
þingmenn sammála um að tak-
markanir á veiði væru nauðsjmlegar
þó þeir væru kannski á móti ein-
staka efnisatriðum. Hér væri um
að ræða heildarfiskveiðistefnu sem
gæti tryggt öryggi þjóðarinnar á
næstu árum. Mikilvægt væri að
festa og ábyrgð réði um gjörðir
manna þegar teknar væru ákvarð-
anir.
Karvel Pálmason (A/Vf) sem
myndar þriðja minnihluta sjávarút-
vegsnefndar, sagði ljóst að um þetta
mál væri nú mikill ágreiningur
bæði milli flokka og manna og
hefðu því formenn sjávarútvegs-
nefnda beggja deilda talið rétt að
leggja fram drög að hugsanlegum
breytingartillögum sem gætu orðið
til að ná sáttum. Hann hélt að
margir nefndarmenn hefðu viljað
ganga lengra til móts við þessar
tillögur en verið „píndir" til hlýðni.
Karvel gagnrýndi sjávarútvegs-
ráðherra harðlega og sagði að með
þessu frumvarpi væri verið að auka
haftastefnu gífurlega og færa mik-
il völd til eins ráðherra. Ef mönnum
hefði þótt kvótafrumvarpið í sinni
upprunalegu mynd vont þá væri nú
verið að herða enn á því.
Breytingar á smábátaþættinum
gerðu þetta enn verra og hann sagð-
ist ekki vita hvað það gæti haft í
för með sér þar sem ráðherra væri
gefíð vald til að ákveða reglugerð.
Karvel sagðist vona að menn
sæju nú að sér að einhvetju leyti
og settu ekki landsbyggðina í enn
frekari íjötra. Kvótastefnan hefði
verið einn helsti vandi landsbyggð-
arinnar.
Skúli Alexandersson (Abl/Vl)
myndar fyrsta minnihluta sjávarút-
vegsnefndar efri deildar. I nefnd-
aráliti hans segir að þær brejrting-
artillögur sem þingmenn
Alþýðubandalagsins hefðu lagt
fram byggðu á nýsamþykktum til-
lögum þingflokks og miðstjómar
Alþýðubandaiagsins um brejrtta
fískveiðistefnu flokksins. Sú stefna
byggði á því að auðlindimar innan
fískveiðilandhelginnar væru þjóðar-
AlMflOI
eign. Veiðiheimildum yrði úthlutað
til byggðarlaga en veiðirétturinn
jrrði eftir sem áður tengdur skipum.
Því væri nú lagt til að 2/a hlutum
veiðiheimildanna yrði úthlutað til
byggðarlaga skv. sérstakri reikni-
reglu og V8 yrði úthlutað til
útgerðar á skip og skyldi sá hluti
reiknaður á sama hátt og ákveðið
var í reglugerð fyrir árið 1987.
Eftir að byggðakvóti hefði verið
reiknaður skyldi honum deilt á milli
þeirra skipa sem fengju kvóta út-
hlutað í viðkomandi byggðarlagi í
hlutfalli við veiðiheimildir þeirra.
Við sölu skipa úr byggðarlaginu
fylgdi þeim einungis sá þriðjungur
aflakvótans sem hefði farið til út-
gerðarinnar. Tveir þriðju yrðu
áfram í byggðarlaginu og þeim
endurúthlutað í samræmi við
ákveðnar reglur.
si
Skólavörðustíg 17a, sími 25115
Danfriður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) mjmdar annan minnihluta
sjávarútvegsnefndar efri deildar.
Danfríður sagði þá fískveiðistjóm
sem hefði verið við lýði undanfarin
fjögur ár ekki hafa skilað tilætluð-
um árangri. Heildarþorskafli hefði
á hvetju ári farið langt fram úr því
hámarki sem fiskifræðingar hefðu
lagt tiI,og flotinn stækkaði. Sjávar-
aflinn væri heldur ekki nógu vel
nýttur og kjör fólks í sjávarútvegi
óviðunandi. Einstaklingar hefðu
hagnast um hundruð milljóna á
sölu kvóta sem þeir fengu úthlutað
gefíns, en um leið þyrftu íbúar
ýmissa byggðarlaga að horfa á eft-
ir atvinnu sinni oftar en einu sinni
án þess að fá rönd við reist.
•
Kvennalistinn legði fram nokkrar
brejrtingartillögur við frumvarpið
en markmiðið með þeim væri fyrst
og fremst að ijúfa það óeðliiega
samband sem nú væri milli skips
og veiðiheimildar, að taka tillit til
byggðasjónarmiða, að draga úr of-
stjóm og miðstýringu, að efla
rannsóknir, að hvetja til betri nýt-
ingar og bættrar meðferðar sjávar-
aflans og hlúa betur að starfsfólki
í sjávarútvegi.
NILFISK
DÖNSK GÆÐI
Framtíðarryksugan sem þolir allan samanburð.
Síung og spræk, löngu eftir að aðrar hafa gefist
upp.
Aðeins 6 kg á svifléttum hjólabúnaði. 10 lítra poki
og frábær ryksíun. Nýlegar hollusturannsóknir
leiddu í Ijós, að flestar ryksugur rykmenga loftið, en
ekki Nilfisk. kr. 12.996,-stgr.
Nilfisk er gegnumvönduð og tæknilega ósvikin,
gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vél, ár eftir ár,
með lágmarks truflunum og tilkostnaði.
Góðir skiimálar Traust þjónusta
NÝ OG BETRIBRAUÐRIST
CPA rlnrl=^|n|
með áfastri hitagrind. V-þýsk gæðavara sem endist og endist....
rreimmstæKi
KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868