Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
45
Tryggvi Jónsson
forsijóri - Kveðja
Tryggvi Jónsson, forstjóri ORA
— Kjöt og Rengi hf., var til moldar
borinn mánudaginn 21. desember.
Sem starfsmaður hans í hartnær
33 ár vil ég að leiðarlokum koma
á framfæri þökkum mínum og flöl-
skyldu minnar fyrir þá heppni að
fá að starfa undir hans stjórn. Eins
má koma fram að margir voru þeir
starfsmenn ásamt mér sem notið
hafa hans góðu ráða og dáða í
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
Stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
lífsins basli sem og sést af því hve
margir halda sambandi þó að þeir
hafi horfið til annarra starfa. Eins
ef maður rakst á einhvem af tilvilj-
un leyndi sér ekki af hvaða hug var
spurt hvemig Tryggvi hefði það.
Um lífshlaup Tryggva og spor í
atvinnusögu íslands munu eflaust
mér ritfærari menn skrifa, en ekki
get ég látið vera að taka upp orð
Gests Fanndal á Siglufirði við mig
í síma: „Þar missti ísland góðan
þegn.“
Að endingu verð ég svo að koma
að hve þægilega mér varð við er
ég frétti að Tryggvi fengi legstað
í Fossvogskirkjugarði, á ská a móti
ORA yfir voginn. Mun það eflaust
hjálpa til í framtíðinni að geta litið
út um gluggann og hugsað: Hvað
hefði Tryggvi nú ráðlagt? En skól-
inn er úti, kennarinn farinn og svo
er að sjá hvemig okkur auðnast að
^nýta lærdóminn. Samstarfsfólk í
verskmiðjunni hefur beðið mig að
koma á framfæri samúðarkveðjum
til Ijölskyldunnar og þökkum fyrir
samstarfið. Veit ég að þar er af
heilum hug mælt því Tryggvi var
vinsæll vihnuveitandi.
Hvíli hann í friði, hann Tryggvi
minn og þakkir fyrir alit.
Gunnar Richardson
Er minningarorð þessi birtust í
Morgunblaðinu á sunnudag, kom
í ljós, að vegna tæknigalla höfðu
upphafsorð greinarinnar fallið
niður. Morgunblaðið biður grein-
arhöfund og aðstandendur hins
látna afsökunar.
Verkalýðs- og sjómanna-
félag Gerðahrepps 50 ára
Garði.
VERKALÝÐS- og sjómannafélag
Gerðahrepps er 50 ára á þessu
ári, en það var stofnað 17. maí
1937. Af þessu tilefni hefir stjóm
félagsins ákveðið að boða til sam-
sætis í Samkomuhúsinu 28.
desember nk.
Fyrsti formaður félagsins var
Ríkharður Sumarliðason og var
hann formaður fyrstu 7 árin. Til
dagsins í dag hafa 11 manns verið
formenn í félaginu. Má þar nefna
Sigurð Hallmannsson, sem var
formaður í ein 17 ár, en hann er
eini heiðursfélagi verkalýðsfélags-
ins. Ólafur Sigurðsson var í áraraðir
formaður þar til núverandi formað-
ur, Jón Hjálmarsson, tók við.
í stjóm verkalýðsfélagsins em
ásamt Jóni Hjálmarssyni, Jóhannes
Guðmundsson varaformaður,
Dagný Hildisdóttir gjaldkeri, Þor-
valdur Kjartansson ritari og Páll
Sigurðsson meðstjómandi. Félagar
í félaginu em um 340.
Kaffisamsætið hefst kl. 20.30 á
mánudagskvöldið og verður þar
skemmtidagskrá auk þess sem fyrr-
verandi stjómarmenn verða heiðr*—
aðir.
Allir félagar í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Gerðahrepps em
velkomnir auk annarra velunnara.
Arnór
3 skip lest-
uð í einu
Siglufirði.
VERIÐ var að lesta þijú flutn-
ignaskip í einu á laugardags-
morguninn á Siglufirði, sem er
nokkuð óvanalegt.
Skip þessi vom Saltnes, sem var
að lesta um 4000 lestir af loðnu-
mjöli, Hvítanes, sem var að lesta
saltfisk til Portúgals, og Eldvík sem
var að lesta saltfísk til Grikklands.
Matthías.
Siglufjörður:
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Tilkynning frá Póst- og
símamálastofnuninni
Talsambandið við útlönd verður lokað fyrir
handvirka þjónustu frá kl. 15.00 á aðfanga-
dag jóla, til kl. 13.00 á jóladag og einnig á
gamlársdag frá kl. 15.00 til kl. 13.00 á nýárs-
dag.
Sjálfvirkt val til útlanda verður opið með
eðlilegum hætti og er símnotendum bent á
að upplýsingar þar að lútandi má finna á
bls. 17-19 í símaskránni.
Akraneskaupstaður - Tæknideild:
Auglýsing um deiliskipu-
lag á Akranesi
Svæði milli Dalbrautar og Þjóð-
brautar
Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan
til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964
er lýst eftir athugasemdum við tillögu að
deiliskipulagi svæðis milli Dalbrautar og
Þjóðbrautar, Akranesi. Svæðið afmarköst af
Dalbraut að norðanverðu, Esjubraut að aust-
anverðu, Þjóðbraut að sunnanverðu og
Stillholti að vestanverðu.
Svæðið er ætlað undir iðnað, verslun og
skrifstofur og opinbera þjónustu.
Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum
liggja frammi á Tæknideild Akraneskaup-
staðar, Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með
mánudeginum 28. desember, 1987 til föstu-
dagsins 19. febrúar, 1988.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera
skriflegar og berast bæjartæknifræðingi
Akraneskaupstaðar fyrir 26. febrúar, 1988.
Þeir sem ekki gera ajthugasemdir við tillög-
una innan tiltekins frests teljast samþykkja
hana.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember-
mánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur
í síðasta lagi 28. þm.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast
dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, talið frá og með 16. janúar.
Fjármálaráðuneytið,
18. desember.
húsnæöi öskast
Lagerhúsnæði
Óskum að taka á leigu lagerhúsnæði, ca
80-100 fm, rneð aðkeyrsludyrum.
Upplýsingar í símum 27560 og 622585.
(DUX)
Skipstjóra- og
stýrimannafélagið Ægir
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju-
daginn 29. desember kl. 2. e.h. í Borgartúni
18, 2. hæð.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Aðalfundur SÍM
Aðalfundur Sölusamtaka íslenskra matjurta-
framleiðenda fyrir árið 1986 verður haldinn
á Hótel Sögu mánudaginn 28. desember og
hefst kl. 13.00.
Dagskrá samkvæmt 10. grein samþykktar
félagsins.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Varðbergs verður haldinn þriðju-
daginn 29. desember 1987 í Litlu-Brekku.
Fundurinn hefst kl. 17.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
snæöi i boöi
■■ ’ '
Við Ármúla
107 fm skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á
jarðhæð til leigu. Laust fljótlega.
Upplýsingar í síma 686250.
Vantar
- verslunarhúsnæði í miðbænum
Þekkt leikfanga- og gjafavöruverslun óskar
eftir 100-400 fm verslunarhúsnæði til kaups
eða leigu. Æskileg staðsetning: Við Lauga-
veg (fyrir neðan Hlemm).
Til greina kemur að kaupa verslun í skyldum
rekstri.
Einnig vantar fyrir sama aðila lager- og skrif-
stofuhúsnæði 200-400 fm í Austurborginni.
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
Gjafavöruverslunin
Tína Mína
Af sérstökum ástæðum er til sölu verslunin
„Tína Mína“ við Laugaveg 21. Örugg og góð
velta. Hagstætt verð ef samið er strax.
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
JLHLX.MJt.AJt
Bæjartæknifræðingur.