Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 50

Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 Minning: Björn Olafsson Fæddur 28. október 1952 Dálnn 13. desember 1987 fcg er öflugri en allir herir heims samanlagð- ir. Ég hef tortímt fleiri mönnum en heims- styijaldir. Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en flóð, stormar og fellibyljir samanlagt. Ég er slyngasti þjófur í heimi og stel þúsundum milljarða árlega. Ég finn fómarlömb meðal ríkra sem fá- tækra, ungra sem aldinna, sterkra sem veikra. Ég birtist í slíkri ógnarmynd að ég varpa skugga á sérhveija atvinnugrein. Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur. Ég er alls staðar, á hámili, á götunni, í verk- smiðjunni, á skrifstofunni, á hafi og í lofti. Ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða. Ég gef ekkert, en tek allt. (Höf. ÓKunnur, þýtt úr ensku, S.T.G.) Þessar línur voru það fyrsta sem mér kom í hug þegar hann Bjössi minn var allur. Ég ætla ekki að fara að rekja lífsferil hans hér, held- ur að minnast aðeins á nokkur atriði úr lífi hans síðustu mánuði og ár. Þessar línur sem ég rita hér fremst eru lýsingar á afleiðingum þess sjúkdóms sem hann Bjössi gekk með og leiddi síðan til fráfalls hans. Þessir síðustu mánuðir í lífi Bjössa voru honum oft mjög erfiðir og þjáðist hann oft vegna þess slótt- uga og lífshættulega sjúkdóms. En það er víst svo að hann tekur sinn toll og að öllum virðist ekki vera það géfið að ná tökum á honum og Iæra að Iifa með hann. En við skulum ekki gleyma því að Bjössi átti margar góðar stundir þar sem hann eygði ljósið og líðan Minninfr: Fæddur 28. mars 1912 Dáinn 11. desember 1987 Þegar maður fer ánægður að sofa að kvöldi á maður von á að vakna í sama hugarástandi að morgni. En fljótt skipast veður í iofti, það varð okkur systkinunum ljóst er við vorum vakin snemma morguns 11. desember og sagt að afí væri dáinn. Hann afi fæddist á Eskifírði 28. mars 1912 og var annar í röðinni af fimm systkinum. Foreldrar hans voru Friðgeir Hallgrimsson og Kristrún Gísladóttir. Afi var ungur sendur í fóstur til hjónanna Níelsar Finnssonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur á Hafranesi við Reyðarfjörð og ólst þar upp. Árið 1935 giftust afi og amma, Helga Jónsdóttir, og höfðu því verið gift f 52 ár. Þau eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu Elsu, en hún er gift Róbert Jóhannssyni. Bamabömin voru fimm og bamabamabömin eru sex. Þó að afi væri orðinn 75 ára leit maður aldrei á hann sem gamlan, þvf frá þvf við fyrst munum eftir okkur breyttist hann lítið sem ekk- ert. Afi var rólegur og góður maður. Hann las mikið og iðulega þegar maður kom í heimsókn sat hann með bók í hönd. Þegar við rifjum upp allar þær stundir sem við áttum með afa minnumst við hlýleikans sem við fundum hjá honum. Þegar langafabömin settust í fang hans fannst okkur svo stutt síðan við sátum þar sjálf og töluðum við afa og fengum klapp á kollinn. Afí hafði mjög gaman af að ferð- ast og naut þess að vera úti í náttúrunni. Hann ferðaðist mikið innanlands og nokkuð erlendis. Síðasta ferðalag hans var nú í sum- ar er hann dvaldist í sumarbústað í Svignaskarði. Þeirrar ferðar naut hann vel. hans fór batnandi og hann notaði samtökin okkar, sem em AA- samtökin, en hann mat þau samtök mikils og þá lífsstefnu sem þau boða. Ennþá var eins og drægi fyr- ir aftur og sjúkdómurinn markaði þung spor í líf hans. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri farinn að hafa veruleg áhrif á líðan hans var Bjössi alltaf þessi góði drengur sem vildi allt fyrir alla gera, en þá gleymist maður víst alltaf sjálfur. Bjössi var öllum gefinn. Það var lítil stúlka sem kom til okkar og sagði að Bjössi hefði verið svo góð- ur maður en hann hafði alltaf lesið fyrir hana á kvöldin. Þessi stúlka geymir jólagjöfina sem hún var að búa til handa Bjössa í skólanum sínum, til minningar um hann. Bjössi minntist oft á það við mig, þegar við vomm að ræða um sjúk- dóminn, að hann væri svo þakklátur öllu því fólki sem hjálpaði honum til að yfirstíga erfíðleikana og gera honum gönguna auðveldari. Bjössi sagði mér að þrátt fyrir að honum væri farið áð líða vel væri alltaf eitthvað sem kæmi aftan að sér og að hann leiddist aftur út í myrkrið. Bjössa leið vel meðal fjölskyld- unnar og vina og þráði að vera í ljósinu og nú. hefur Guð tekið hann til sín þar sem hann er umvafinn gleði, kærleika og hamingju, við skulum minnast þess að Bjössa líður vel í dag og vemm þakklát Guði að taka hann til sín og lina þjáning- ar hans og veita honum frið, hvfld og góða líðan, en það er mín trú að hann hafí það nú. Minnumst Bjössa í gleðinni þar sem hann lék á als oddi með íjölskyldunni og vin- Á stundum sem þessari streyma fram í huga manns margar hugsan- ir. AUt í einu er afi dáinn, horfínn fyrir fullt og allt. En við sem eftir lifum eigum okkar góðu minningar um góðan mann. Hlýtt viðmót og bros afa mun ylja okkur öllum um hjartarætumar um ókomna tíð. Já, afi mun lifa í hug okkar allra, alla ævi. Sorg ömmu er sárust allra nú, þegar hún sér á eftir lífsfömnaut sínum. Við biðjum guð að styrkja hana. En við getum þó huggað okkur við að afi þurfti ekki að kvelj- ast lengi og það að einhvem tíma munum við hittast á ný. Með þessum. fátæklegu orðum kveðjum við elskulegan afa og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Egill, Jói, Helga og Þorbjörg. Foreldrar okkar elskuðu okkur systkinin og töldu það sjálfsagt og eðlilegt. Elskan fylgir kærleikanum. Kærleiksríkir foreldrar em ávallt góðviljaðir og þess vegna velja þau góðar gjafir við hæfí bama sinna. Foreldrar okkar sýndu okkur kær- leikann í sinni fylling. Við systkinin urðum aðnjótandi hins mesta kær- leika, fengum hina dýmstu gjöf í foreldrahúsum. Heimilislífíð í for- eldrahúsum var auðvelt í meðferð, fegurðarblær og eðlilegur léttleiki var yfir öllu. Inn í þetta andrúms- loft komum vnð systkinin. Egill Hallgrimsson fæddist 28. mars 1912 á Eskifirði. Dáinn 11. desember 1987. Foreldrar hans vom Kristrún Gísladóttir og Frið- geir Hallgrímsson, kaupmaður. Systkini hans vom 5, elstur var um sem sárt sakna hans en vita þó að hann er þar sem honum líður vel. Elsku Öddi og Þórhallur, góðu vinir hans, sem alltaf stóðu með honum og studdu við bakið þegar á reyndi, Guð blessi ykkur. Elsku mamma og pabbi sem sjá á eftir Bjössa sínum, þið emð búin að vera svo sterk og dugleg og vikuð aldrei frá honum, hann elskaði ykkur svo mikið. Bjössa bróður þökkum við fyrir allt sem hann gaf okkur. Mér finnst gott að vita að hann tók með sér bænina sem hann fór svo oft með og reyndi að lifa eftir. Ég fínn að Bjössa líður vel og hann er kominn heim. Guð gefl mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta þvi sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guð geymi og varðveiti elsku bróður minn. Bróðir undirritaður, býr á Eskifírði, fædd- ur 1909, Egill var næstur, Hólm- fríðurMaría, fædd 1917, dáin 1937, Friðgeir, fæddur 1923, býr á Eski- firði ogLilly, fædd 1925, dáin 1977. Egill fór ungur að Hafranesi við Reyðarfyörð og ólst hann þar upp hjá Guðbjörgu Guðmundsdóttur og Níelsi Finnssyni. Guðbjörg og Níels eignuðust engin böm en ólu upp mörg böm, um lengri eða skemmri tíma, er Björg Einarsdóttir ein eft- ir, en hún tengdist honum mest, hún dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Egill fluttist til Reykjavíkur 1933, vann hann ýmis störf til sjós og lands uns hann hóf störf hjá Slippfélaginu í Reykjavík. 1949 var hann þar verkstjóri um árabil uns hann lét af störfum á 72. aldursári. Árið 1935 giftist Egill eftirlifandi mágkonu minni, Helgu Jónsdóttur, og stofnuðu þau heimili í Reykjavík. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- björgu Elsu, sem gift er Róbert Jóhannssyni frá Eskifirði. Bama- bömin eru fímm og bamabama- bömin sex. Ég og fjölskylda mín sendum Helgu, Guggu og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég þakka bróður mínum sam- fylgdina. Ingólfur Fr. Hallgrímsson, Eskifirði. í dag er vinm ninn, Bjöm Ólafs- son, lagður til hinstu hvfldar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast hans með þakklæti fyrir þá vináttu og styrk, sem hann veitti mér við fráfall móður minnar í haust. Það er napur sannleí ur að nú þremur mánuðum seir.r. er hann kallaður burt, aðeins 35 ra. Ég fylgdist með Bjössa frá bam- æsku, en hann var góður vinur og skólafélagi Amar bróður míns og luku þeir námi í matreiðslugerð frá Hótel Loftleiðum. Ég vott foreldrum, bræðum og öðmm ástvinum mína innilegustu samúð. Hafalda B. Arnarsdóttir Þú læknar hjartans svöðusár og svæfír auga þreytt, þú þerrar burtu tregatár og trygga hvfld færð veitt. (Kristján Jónsson) Mágur okkar, Bjöm Ólafsson, er látinn. Okkur langar til að minnast hans í örfáum orðum. Kristján Fæddur 7. maí 1891 Dáinn 3. ágúst 1984 María Magðalena Fædd 10. ágúst 1889 Dáin 15. desember 1987 Fyrir næstum 99 ámm fæddist lítil stúlka, annað bam hjónanna Ingibjargar Ulugadóttur og Krist- jáns Daníelssonar í Litlalangadal á Skógarströnd. Öllu er afmörkuð stund, sérhver hlutur undir himnin- um hefur sinn tíma, að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, segir í predikaranum. Þriðju- daginn 22. desember verður María til grafar borin á Helgafelli í Helga- fellssveit. Hennar langa, farsæla og mikla ævistarfi er lokið, minn- ingar afkomenda og vina em allar á einn veg, þar var á ferðinni björt leiðarstjama í lífí og starfí. María var eiginkona Kristjáns Jóhansson- ar á Þingvöllum. Þau byrjuðu fyrst búskap á Ytra-Leiti, Skógarströnd, árið 1918 en flytjast að Þingvöllum 1921 og bjuggu þar farsælu búi í 50 ár. Kristján andaðist 3. ágúst 1984. María og Kristján skiluðu góðu búi til framtíðarinnar, þau gerðu niðumítt kot að kostajörð. Húsmóðirin átti þar sinn stóra hlut, því hún var með afbrigðum hagsýn og hugulsöm húsmóðir. Þrifnaður og umgengni öll var svo að þar var allt til fyrirmyndar, aldrei komið að neinum hlut nema á sínum stað. Að koma í bæinn á Þingvöllum með hvítskúmð timburgólfin var ákaf- lega hátíðlegt og þegar sest var til borðs, allt hreint og fágað og ekki Þegar við kynntumst Bjössa var hann hress og kátur unglingur, sem átti sína drauma og vonir um fram- tíðina. Hann var ljúfur og hjálpsam- ur og ailtaf með bros á vör. Hann ákvaðað gera matreiðslu að ævistarfi sínu og lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla íslands. Hann var afbragðs kókkur og naut fjölskyldan oft snilldar hans og hjálpsemi þegar mikið stóð til. Þeg- ar Qölskyldan kom saman á jólum og öðmm hátíðum var það orðinn fastur liður að Bjössi sá um súpuna og brást honum aldrei bogalistin. Þrátt fyrir gott upplag reyndist gæfan honum ekki hliðholl. Hann átti við sína erfíðleika að stríða sem honum tókst ekki að yfirstíga af eigin rammleik. Hann átti alltaf traust athvarf hjá foreldmm sínum sem reyndu allt til að hjálpa honum. Sólargeislinn í lífi Bjössa var Harpa Lind, dóttir Sæunnar Guð- jónsdóttur, sem var sambýliskona hans um sex ára skeið. Honum þótti ákaflega vænt um Hörpu og fylgdist með henni til síðasta dags. Þau ár sem hann átti með þeim mæðgunum vom honum mikils virði. síðra þegar bragðað var það sem fram var borið. Það var einn af húsmóðurhæfíleikum Maríu hvað hún bjó til góðan mat svo að því var viðbmgðið. Heimilið var ein- staklega vinalegt og gestrisni rómuð enda oft gestkvæmt þó að Þingvellir séu ekki í þjóðbraut. En sú var tíðin að Skógstrendingar og Eyjamenn áttu leið framhjá á ára- bátum og á seinni tíð vélbátum. Þeim fannst það erfiðisins virði að lenda á Þingvöllum enda vom þar á ferð Skógstrendingar, margir hverjir frændur og vinir. María var glaðlynd og jafnlynd og svo vina- föst að vinur sem varð vinur Þingvallahjónanna var það alla tíð. María átti við talsvert heilsuleysi að stríða fram á miðjan aldur, gekk undir tvær erfiðar aðgerðir, en allt það bar hún með stakri ró og æðrað- ist aldrei og lét aldrei á sér heyra að hún kviði komandi degi. María og Kristján fluttu á dvalarheimilið í Stykkishólmi og dvöldust þar þar til Kristján lést, en María þó nokkru lengur, en síðustu tvö árin á Frans- iskuspítalanum. María og Kristján láta eftir sig fjögur böm, fjórtán bamaböm og 15 bamabamaböm. Nú, að leiðarlokum, vil ég, fyrir hönd okkar allra, þakka þann stóra og heilladijúga skerf sem þau María og Kristján létu eftir til framtíðar- innar. Einnig þakka, fyrir þeirra hönd, starfsfólki dvalarheimilisins í Stykkishólmi og á Fransiskusjúkra- húsinu einstaklega góða umönnun síðustu árin. Guð blessi þeirra hlýju hjúkmnarhendur. Blessuð sé minning Maríu og Kristjáns. Guðmundur Runólfsson EgillFr. Hallgríms- son verkstfóri Kristján Jóhannsson María M. Krístjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.