Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
58
Minning:
Sigríður E. Eiríks-
dóttir kennari
Fædd 11. maí 1949
Dáin 14. desember 1987
Mánudaginn 14. þ.m. barst sú
sorgarfregn að Sigríður Erla hefði
kvatt þennan heim aðeins 38 ára
að aldri.
Sigríður Erla var eitt af þremur
bömum hjónanna Ásbjargar Teits-
dóttur og Eiríks Eyvindssonar
rafvirkja á Laugarvatni. Bræður
hennar eru Teitur, rafvirki, búsettur
í DanmÓrku, kvæntur danskri konu
og Eyvindur, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, ókvæntur.
Sigga, eins og frændur og vinir
hennar kölluðu hana jafnan, ólst
upp með foreldrum sínum og bræðr-
um í því einstaklega fijósama og
fagra umhverfi, sem er á Laugar-
vatni.
Hin fjölþætta aðstaða á skóla-
setrinu gaf mikil og þroskandi
tækifæri, bæði til náms og leikja.
Þama eru að jafnaði mörg böm og
unglingar á sama aldri, sem njóta
þess að vera saman við leiki, störf
og nám. Sigga sýndi fljótt að hún
hafði sérstaka eiginleika til að vera
leiðandi meðal jafnaldra sinna. Hún
var glaðlynd og glettin og vissi jafn-
an hvað hún vildi. Hún var dugleg
og ósérhlífin til verka og hafði
mótandi áhrif á allt umhverfi sitt.
Hún glæddi hvert atvik lífi og gleði.
Nokkmm sinnum á bams- og
unglingsárum kom hún í heimsókn
til frænku og frændsystkina sinna
að Hjarðarfelli. Þangað bar hún
með sér þennan glaða og ferska
blæ og vaskleika til starfa og varð
sérlega vinsæl vegna sinnar- ljúf-
mannlegu og fijálslegu framkomu.
Bömin mín minnast hennar með
sérstöku þakklæti og eftirsjá.
Að loknu gagnfræðanámi á
Laugarvatni fór Sigga til náms í
Samvinnuskólanum á Bifröst haust-
ið 1965. Þar stundaði hún nám í
tvo vetur og lauk prófi þaðan 1.
maí 1967. Af tilviljun var ég stadd-
ur nærri Bifröst að morgni þess
dags og ákvað að vera við skólaupp-
sögnina. Þegar ég kom inn í
skólasalinn kom Sigga á móti mér'
með sitt hýra bros og fallega rauða
hár og kyssti mig á vangann og
sagðist vera mikið glöð af því að
fá einn úr venslamannahópnum til
að sitja hjá sér við skólauppsögn-
ina. Foreldrar hennar gátu af
óviðráðanlegum ástæðum ekki ver-
ið viðstödd athöfnina. Hennar
framkoma var slík að mér hlýnaði
um hjartarætumar.
Eftir námið í Samvinnuskólanum
vann hún bæði á skrifstofu GeQun-
ar í Reykjavík og á skrifstofu hjá
Ragnari Olafssyni hæstaréttarlög-
manni.
Ég held að lífsorka Siggu hafí
verið meiri en svo að hún yndi því
að sitja sína ævidaga alla á skrif-
stofu og því hafi hún ekki unað.
Hún ákvað að sækja um inn- .
göngu í Húsmæðrakennaraskóla
Islands, sem að hluta til var stað-
settur á Laugarvatni. Þaðan lauk
hún kennaraprófi vorið 1973.
Sumarið eftir var hún ráðskona í
veiðimannaskálanum við Laxá í
Kjós.
Á bæði fögrum og eftirminnileg-
um haustdegi, hinn 20. október
1973, giftist hún í Skálholtskirkju,
Hlöðveri Emi Ólasyni, rekstrar-
tæknifræðingi frá Akranesi. Hann
hafði þá verið um eins árs skeið í
tækninámi í Árósum í Danmörku.
Þangað flutti Sigga með honum
eftir giftinguna og var þar í tvö ár,
á meðan hann lauk námi sínu. Á
þeim tíma vann hún um skeið á
sjúkrahúsi og fékk þar nokkra
þekkingu á hjúkron og umgengni
við sjúklinga.
Eftir heimkomuna fór hún að
vinna í hagdeild Seðlabanka íslands
og var í því starfi í 5 til 6 ár. Eftir
það var hún meira við kennarastörf
í matreiðslu og heimilisfræðum.
Hún kenndi m.a. við Hólabrekku-
skóla, í Bjarkarási og við nýja
Foldaskólann, sem var í nágrenni
við heimili hennar síðustu þijú árin.
Hún var sérlega vinsæl hjá nemend-
um sínum.
Sigga og Hlöðver eignuðust tvo
drengi, Óla og Eirík.
Eins og að framan er ritað hafði
Sigga óvenju ftjálslega og skemmti-
lega framkomu og kom sér afar vel
meðal samstarfsfólks og samferða-
manna á lífsleiðinni og var vinsæl
á vinnustað. Það ero því margir sem
sakna góðs félaga og vinar í stað.
Hún kenndi hins illkynjaða sjúk-
dóms sem ekki varð læknaður, fyrir
rúmlega þremur árom. Hún tók
sjúkdómnum eins og hetja, kvartaði
aldrei og var jafnan glöð og kát,
svo að það fólk sem umgekkst hana
mest vissi naumast hve mikið hún
þjáðist í raun og vero. Um tíma var
gefin von um bata, en sú von rætt-
ist ekki.
Þessi góða, velmenntaða og
glæsilega kona féll í valinn langt
um aldur fram. Missir eiginmanns-
ins, sonanna og foreldranna er
mikill. Huggun er, hve góðar minn-
ingar hún skildi eftir í hugum allra,
sem þekktu hana.
Frændfólkið á Hjarðarfelli sendir
hénni sérstakar þakkir yfir móðuna
miklu fyrir vinsemdina, tryggðina
og allar góðu samverustundimar.
Sérstakar þakkir ero færðar frá
Siggu frænku í Frakklandi sem
dvaldi á heimili hennar á Laugar-
vatni eins og eitt bam Ásu og
Eiríks, sex skólaár sín á Laugar-
vatni.
Fjölskylda mín vottar Hlöðveri,
drengjunum og foreldrom Siggu
samúð á þessum sorgartíma en við
vonum að góðu minningamar um
hana veiti huggun í harminum og
leggi líkn með þraut.
Gunnar Guðbjartsson
„Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann legg-
ur hönd sína á einhvem sem vér unnum.“
(Madame de Stael.)
Oft hefur mönnum reynst erfitt
að skilja dauðann, einkum er hann
leggur hönd sína á fólk í blóma
lífsins, fólk sem virðist eiga miklu
starfi ólokið. Svo er nú, er við kveðj-
um Sigríði Erlu Eiríksdóttur frá
Laugarvatni, en hún andaðist í
Landspítalanum að kvöldi 14. des-
ember sl. aðeins 38 ára að aldri.
Sigríður Erla fæddist 11. maí
1949, einkadóttir hjónanna Ás-
bjargar Teitsdóttur frá Ejrvindar-
tungu og Eiríks Eyvindssonar frá
Útey í Laugardal. Við Sigga, en svo
var hún oftast kölluð af ættingjum
og vinum, vorum systradætur og
nær jafnaldra. Hún bar nafn móð-
urömmu okkar, Sigríðar Jónsdótt-
ur, húsfreyju í Eyvindartungu. Mjög
kært var með þeim nöfnum og
margan sólríkan dag áttu þær sam-
an í Eyvindartungu.
Þeirra daga minntist Sigga með
mikilli gleði á fullorðinsárom. Hún
frænka mín ' var sannarlega sól-
skinsbam, sem bar með sér gleði
og birtu hvert sem hún fór.
Hún hlaut í vöggugjöf ýmsa
bestu eðliskosti foreldra sinna.
Sigga var vel gefín, glaðlynd og
glettin, hreinlynd og hafði ríka rétt-
lætiskennd. Hún var alltaf tilbúin
að gleðjast yfir velgengni annarra.
Gjafmildi hennar og hjálpsemi var
sérstök, enda var hún bæði vina-
mörg og vinföst.
Sigga ólst upp hjá foreldrom
sínum á Laugarvatni ásamt tveimur
bræðrom, þeim Teiti, búsettum í
Danmörku og Eyvindi, sem býr í
Reykjavík. Þrátt fyrir að við frænk-
umar ættum heima hvor í sínum
landshlutanum finnst mér nú að
kynni okkar á uppvaxtaráronum
hafi verið mikil, en við dvöldum
stundum tíma og tíma á heimilum
hvorrar annarrar. Ég minnist með
ánægju sumarsins sem við vorum
14 ára en það sumar var Sigga hjá
fjölskyldu minni heima á Hjarðar-
felli á Snæfellsnesi. Þetta sumar
kom í Ijós hvað Sigga var mikil
húsmóðir í sér, þegar hún bakaði
nær allt kaffibrauð sem þurfti til
heimilisins af miklum myndarskap
og dugnaði. Gersnúðamir hennar
og vínarbrauðin ronnu ljúflega nið-
ur hjá svöngu heyskaparfólki, svo
að oft var lítið eftir af kökunum
þegar staðið var upp frá kaffíborð-
inu. En Sigga hló bara og bakaði
meira næsta dag.
Hún talaði oft um það þetta sum-
ar að hún ætlaði að verða hús-
mæðrakennari og við það stóð hún.
Hún lauk prófí frá Héraðsskólanum
að Laugarvatni og fór síðan í Sam-
vinnuskólann að Bifröst og lauk
prófi þaðan vorið 1967. Um tíma
stundaði hún skrifstofustörf í
Reykjavík, en gekk síðan í hús-
mæðraskólann þar og settist svo í
Húsmæðrakennaraskóla íslands og
lauk prófi frá honum vorið 1973.
Eftir það hefur hússtjómarkennsla
verið aðalstarf hennar, nú síðustu
árin við Foldaskóla í Grafarvogi.
Á fögrom haustdegi, þann 20.
október 1973, giftist Sigga eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Hlöðver
Emi Ólasyni, tæknifræðingi frá
Akranesi. Fyrstu hjúskaparár sín
bjuggu þau í Danmörku, en eftir
heimkomuna í Kópavogi og Reykja-
vík, en síðustu þijú árin áttu þau
fallegt heimili í nýbyggðu einbýlis-
húsi á Logafold 160 í Grafarvogi.
Þau jijónin eignuðust tvo efnilega
syni, Óla Öm, tólf ára og Eirík
Kristin 6 ára. Óhætt er að segja
að þeir hafí verið augasteinar móð-
ur sinnar.
Fyrir rúmlega þremur árum
fannst sjúkdómur sá hjá frænku
minni sem nú hefur lagt hana að
velli fyrir aldur fram. Hún gekkst
undir mikla aðgerð og fannst öllum
að svo miklu væri fómað að nóg
væri komið. í fyrstu leit vel út með
bata, en fyrir liðlega hálfu öðro ári
tók sjúkdómurinn sig upp aftur og
eftir því sem tíminn leið var ljóst
að endirinn gat aðeins farið á einn
veg.
Veikindum sínum tók Sigga af
svo mikilli stillingu og æðroleysi
að einstakt verður að teljast. Á
banabeði hugsaði hún ekki um
sjálfa sig, heldur var hugur hennar
bundino við ástvinina og sorg þeirra
hennar vegna.
I veikindunum kom glöggt í ljós
hversu vinmörg Sigga var. Hún var
ákaflega þakklát öllum þeim sem
sýndu henni vináttu og hjálp þenn-
an erfiða tíma.
Að leiðarlokum kveð ég frænku
mína með söknuði í huga en jafn-
framt full þakklætis fyrir samvistir
okkar.
Eiginmanni, sonum, foreldrum
og öðrom ástvinum sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur. Munum að hinir
dánu ero ekki horfnir að fullu. Þeir
ero aðeins farnir á undan.
Hallgerður Gunnarsdóttir
Það var ekki fjölmennur hópur
íslendinga sem dvaldist í Álaborg
við nám, störf og leik á áronum
1972—’76. Tókust fljótlega náin
kynni sem enn haldast þótt rúm
10 ár séu liðin frá því að flest okk-
ar komu heim.
Við vorom ung, sum okkar með
fjölskyldur, önnur í tilhugalífinu og
enn aðrir einir á báti. A páskum
1973 kynnti Hlöðver okkur fyrir
henni Siggu, bráðhressri, glæsilegri
stúlku með rautt, glóandi hár. Sigga
var að heimsækja sinn tilvonandi
ektamaka og rétt si svona að kynna
sér aðstæður allar er biðu hennar
í útlandinu. Um sumarið bættist
hún í hópinn þá nýgift Hlöðver.
Á Álaborgaráronum kom í ljós
hvaða mannkosti Sigga hafði að
bera. Hún hafði létta lund, var hvers
manns hugljúfi og hrókur alls fagn-
aðar. Aldrei lá hún á liði sínu og
rétti fram hjálparhönd þegar á
þurfti og alltaf fann hún jákvæðu
hliðamar á öllu þegar á bjátaði.
Á þessum árom var margt brall-
að. Við hittumst oft við hin ýmsu
tækifæri og var Sigga potturinn og
pannan í flestu er laut að skipulagn-
ingu enda húsmæðrakennari að
mennt. Sem dæmi um slík mót voro
þorrablótin, kappleikir landans og
veislur góðar. Hún taldi það svo sem
ekki eftir sér að baka flatkökur oní
allt liðið.
Eftir að heim kom höfum við
haldið uppteknum hætti, verið með
þorrablót, farið í útilegur og við
kerlingamar hist yfír saumaskap.
Síðastliðið sumar héldum við sem
oftar til fjalla með fjölskyldur okk-
ar. Þá sýndi Sigga enn og sannaði
hvað í henni bjó. Hún hafði allan
veg og vanda af undirbúningi og
skipulagningu án þess þó að geta
tekið þátt í ferðinni.
Það er alltaf erfitt að kveðja
góða vini hinsta sinni. í þessu til-
felli veitti Sigga okkur þann styrk
sem til þarf. Öll hennar barátta ein-
kenndist af trú ‘á lífið og vonin var
sterk. Megi sá styrkur verða eftir
hjá Hlöðver og drengjunum. Við
eigum minningar um góðan og trú-
an vin og þær minningar verða
ekki teknar frá okkur.
Öllum ástvinum hennar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd vinahópsins
frá Álaborg, Hlín og Jagga
I dag er til moldar borin vinkona
okkar og vinnufélagi, Sigríður Erla
Eiríksdóttir, er lést í Landspítalan-
um þann 14. desember, eftir stutta
en stranga legu.
Við kynntumst fyrst fyrir rúmum
2 árum, þegar við hófum allar störf
við nýstofnaðan skóla í Grafarvogi.
Við urðum fljótt góðar vinkonur,
enda áttum við margt sameigin-
legt. Vorom á svipuðum aldri, allar
kennarar og nýfluttar í hálfklároð
hús í nýju hverfi. Við vorom fullar
eftirvæntingar að takast á við ný
og spennandi verkefni, en sá munur
var á okkur að Sigríður hafði þá
þegar tekið þann sjúkdóm er varð
henni að aldurtila. Fyrsta árið í
skólanum var að mörgu leyti erfitt
í hálfköroðu húsi við fromstæðar
aðstæður. Þá kom í ljós hve heil-
steypt Sigríður var og hve viðhorf
hennar voro öðrovísi en okkar. Hún
kunni vel að njóta lífsins og láta
smámunina ekki ergja sig. Á kenn-
arastofunni var margt skrafað og
margar hugmyndir ræddar, sem
lutu að velferð hverfisins. Þar á
meðal fæddist sú hugmynd að
stofna íbúasamtök. Sigríður sat
fyrst í undirbúningsnefnd og síðan
í stjórn samtakanna til dauðadags.
Okkur verður tíðrætt um skólann
enda annað ekki hægt, svo hugleik-
inn var hann henni. Sigríður vann
eins lengi og hún gat og í rauninni
miklu lengur. Hún lét endanlega
af störfum þann 12. nóvember sl.
Gerðum við okkur enga grein fyrir
hversu veik hún var orðin, því hún
hélt reisn sinni til hins síðasta.
Sigríður gerði sér grein fyrir að
tími hennar hér yrði ekki langur,
en hún nýtti þann tíma vel. Hún
ræktaði samband sitt við sína nán-
ustu og aðra þá sem hún umgekkst,
vel. Hún var ákaflega raunsæ og
sterk, átti mikið að gefa og hugs-
aði sífellt um velferð annarra.
Sigríður var mikil félagsvera.
Hún naut þess að umgangast fólk,
enda vinmörg. Hún hafði áhuga á
hinum margvíslegustu málefnum,
sérstaklega þeim sem lutu að mann-
legum samskiptum. Jafnréttismál
voro ofarlega á baugi og stjóm-
mál, svo dæmi séu tekin. Sigríður
var nægjusöm og þótti miður hve
fólk hugsaði mikið um efnaleg verð-
mæti en gleymdi að njóta augna-
bliksins.
Sigríður taldi sig ákaflega
heppna konu og hafa fengið að lifa
góðu, hamingjuríku lífi, sem hún
var þakklát fyrir. Hún sagði oft að
það væri ekki lengd ævinnar sem
skipti máli heldur hvemig tímanum
væri varið.
Sigríður var gift Hlöðver Ólasyni
tænifræðingi. Hún mat hann mik-
ils, enda stóð hann eins og klettur
við hlið hennar. Þau hjónin eignuð-
ust tvo syni, Óla Öm, 12 ára og
Eirík Kristin, 6 ára. Sigríður var
dóttir hjónanna Ásbjargar Teits-
dóttur og Eiríks Eyvindssonar á
Laugarvatni.
Þau rejmdust henni einstaklega
vel í veikindum hennar og studdu
fjölskylduna með ráðum og dáð.
Sigríði varð tíðrætt um foreldra sína
og kom væntumþykja hennar í
þeirra garð oft í ljós. Tvo bræður
áttj hún, þá Teit og Ejrvind.
Öll fjölskyldan á nú um sárt að
binda, en minningin um góða konu
lifír.
Rúm 2 ár virðist ekki langur tími
á heilli mannsævi, en við erom
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum að njóta samvista við
Sigríði.
Margar góðar minningar
streyma fram í hugann á þessari
stundu er við kveðjum Sigríði.
Hafí hún þökk fyrir allt.
Kolbrún og Bergþóra
„Nú fer ég ekki heim aftur, nú
er ég á leiðinni til Guðs.“
Þetta var svar vinkonu okkar
kærrar, Sigríðar Erlu, við spum-
ingu okkar um það hvort hún héldi
ekki að hún kæmist heim fyrir jól-
in. Það var í einni af síðustu
heimsókninni til hennar á dögunum.
Okkur hnykkti við svari hennar,
þótt það hefði ekki átt að koma
okkur á óvart. Hugarró hennar og
sátt við óumflýjanlegan dauðann
sjálfan gerði okkur orðlaus um
stund.
En það var einmitt sálarróin,
óbilandi kjarkurinn og hetjulundin
sem einkenndi allt hennar líf og
dagfar eftir að upp komst um hinn
erfiða sjúkdóm, sem nú hefur bund-
ið enda á jarðneskt líf hennar.
Langri sjúkdómsbaráttuu er nú
lokið. Strangt stríð hefur verið háð
af hugprýði, viljafestu og einurð.
Því Sigga var ávallt bjartsýn og
vongóð þrátt fyrir raunsæi sitt.
Þótt stríðinu lyki á þennan veg. sem
nú er orðið, vitum við sem þekktum
hana best að sigur var unninn —
þrátt fyrir allt. Því lengra verður
vart komist en að heyja sitt stríð
til þrautar og taka síðan örlögum
sínum með stillingu og sálarró —
sátt við hið óumflýjanlega.
Ógleymanleg orð hennar bera
þess ljósan vott. „Þið megið ekki
halda að ég hafí gefist upp, en nú
er ég tilbúin að fara.“
Sigríður Erla var fædd 11. maí
1949, dóttir hjónanna Ásbjargar
Teitsdóttur og Eiríks Ejrvindssonar,
sem búsett ero á Laugarvatni. Eft-
irlifandi eiginmaður hennar er
Hlöðver Öm Ólason, rekstrartækni-
fræðingur, og áttu þau tvo unga
syni. Fyrstu búskaparárin dvöldu
þau í Danmörku meðan Hlöðver var
við nám. Er' þau komu heim að
námi loknu og stofnuðu hér heim-
ili, endumýjuðum við frændur
fjölskyldutengslin frá Akranesi og
með konum okkar tókst einlæg og
góð vinátta. Við sjáum því nú á bak
kærri vinkonu og ógleymanlegum
félaga sem ávallt var hin trausta,
hvort sem var í starfí eða leik, því
mikill samgangur var milli heimila
okkar og tjáskipti einlæg og náih.
Söknuður okkar er því mikill en
mestur er hann þó hjá hennar nán-
ustu, eiginmanni, sonum og foreldr-
um.
Sár harmur er nú kveðinn að
eiginmanni hennar, Hlöðver, sem
sýndi konu sinni alla tíð frábæra
umhyggju og vakti við sjúkrabeð
hennar þar til jrfir lauk.
Við viljum að lokum þakka Siggu
allt það sem hún var okkur og votta
ástvinum hennar innilega samúð.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
þá og leiða og blessa þeim minning-
una um góða og göfiiga konu.
Óli og Fríða
Það er ekki alltaf auðvelt að
skilja tilgang lífsins, hvers vegna
þurfum við að skilja löngu áður en
okkur finnst tíminn vera kominn.
Þrátt fyrir löng kynni okkar
Siggu eru síðustu árin minnisstæð-
ust, margar ógleymanlegar stundir
með Ijölskyldum okkar, heima og
heiman.
Við fylgdumst með baráttu Siggu
við erfið veikindi síðustu árin. Þar
stóð hún sig eins og hetja, en varð
þó að láta undan að lokum.
Eftir stendur minning um trausta
vinkonu, sem ætíð var fremur veit-
andi en þiggjandi, b'æði i orði og
verki.
Við viljum þakka fyrir allar sam-